Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 2020 Björgvin Harðarson, bóndi á Hunkubökkum nærri Kirkjubæjar- klaustri, segist ekki hafa miklar áhyggjur af jökulhlaupi undan Grímsvötnum eða mögulegu gosi enn sem komið er. Hann segist þó fylgjast grannt með gangi mála. „Á meðan það kemur ekki hlaup- vatn hefur maður ekki miklar áhyggjur, en þegar hlaupvatnið er komið er ekki komin upp góð staða. Ef það kemur eitthvert fé inn um alla afrétt sem við munum ekki ná í fyrr en um mánaðamótin. Við erum að hamast við að klára seinni slátt, sem er bara búið ef það fer að gjósa. Við vonum að þetta sleppi þangað til,“ segir Björgvin. Hann vonist til að ekkert öskufall verði fyrr en í vetur, svo landið verði tilbúið næsta vor ef gjósa fer. „Það er vont að fá þetta í gróand- ann. Það sem ræður þó úrslitum hjá okkur er vindáttin, ef hún er hag- stæð kemur þetta ekki yfir okkur. Það hefur nú áður komið Gríms- vatnagos og við alveg sloppið við það, ef það er sunnanátt.“ Hefur ekki miklar áhyggjur enn þá Morgunblaðið/Ernir 2011 Björgvin Harðarson, bóndi á Hunkubökkum, gengur um bæjarhlaðið í öskufallinu eftir gosið vorið 2011. Eldflaug var skotið upp á Langanesi í gærmorgun. Að skotinu stóð skoska fyrirtækið Skyrora, en skotið var í samstarfi við Geimvísinda- og tækniskrifstofu Íslands. Um þrjátíu manns komu saman til að fylgjast með skotinu. Flauginni var skotið upp í tveimur hlutum með nokkurra sekúnda millibili, og fór fyrri hlutinn í um sex kílómetra hæð en sá síðari í 30 kílómetra hæð. Lentu þær síðar í sjó skammt frá landi. Um borð í flaugunum var raf- eindabúnaður, tvær tölvur með stað- setningartæki og þrýstingsmælir. Atli Þór Fanndal, forstöðumaður skrifstofunnar, segir að um tilrauna- skot sé að ræða en markmiðið sé að geta skotið gervitunglum út í geim á sporbaug um jörðu þegar fram líða stundir. Geimvísinda- og tækniskrifstofan var formlega stofnuð á síðasta ári en óformlegar viðræður höfðu hafist ár- ið áður. Atli segir að markmið stofn- unarinnar sé að hlúa að geimvís- indum hér á landi og gera það að verkum að hægt sé að taka á móti fólki hingað til land í þeim tilgangi. Góð áminning á gróskuna Árið 2016 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að Ísland skyldi sækja um aðild að Evr- ópsku geimferðastofnuninni, en 22 ríki eiga aðild að henni. Síðan þá hafa forviðræður staðið yfir. „Besta leiðin til að sannfæra fólk, hvort sem það eru pólitíkusar eða aðrir, er að gera eitthvað,“ segir Atli. Eldflaugarskotið í dag hafi verið góð áminning um gróskuna. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir að koma til Íslands hvort sem það snýst um jarðfræði eða gervi- greind,“ segir Atli. „Það er til- tölulega mikil virkni þegar kemur að geimvísindum hér á landi. Við erum með háskóla í fremstu röð þegar kemur að fjarkönnun,“ segir Atli og bendir á að rektorar tveggja stærstu háskóla landsins, Jón Atli Benediks- son og Ari Kristinn Jónsson, sem vann um tíma hjá NASA, hafi lagt málaflokknum lið. Eldflaug- arskot frá Langanesi Ljósmynd/Skyrora Eldflaug Skotið var frá Langanesi.  Vilja skjóta upp gervitunglum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.