Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 12
VIÐTAL
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Jóhann G. Möller tók á dögunum við
sem framkvæmdastjóri sjóða-
stýringarfyrirtækisins Stefnis hf.
Mikið hefur verið um að vera hjá Jó-
hanni síðustu daga enda í mörg horn
að líta. Tekur hann við á miklum um-
rótstímum þar sem faraldur kórónu-
veiru hefur með afgerandi hætti sett
mark sitt á samfélög og markaði um
heim allan. Aðspurður segir hann
verkefnið fram undan krefjandi en
spennandi.
„Þetta er virkilega spennandi
verkefni. Fyrstu dagana í starfi hef
ég að mestu nýtt í að hitta sem flesta
viðskiptavini. Það er mikilvægt að fá
sem besta mynd á félagið utan frá
enda þekki ég vel til innanhúss eftir
að hafa starfað hér lengi,“ segir Jó-
hann sem frá árinu 2006 hefur starf-
að við stýringu innlendra hlutabréfa-
sjóða Stefnis. Þá gegndi hann
forstöðu hlutabréfateymis félagsins
síðustu þrjú ár.
Áhættusækni mun aukast
Stefnir er rótgróið sjóðastýringar-
fyrirtæki sem stofnað var fyrir um
24 árum, en félagið hefur þjónað
jafnt einstaklingum sem fagfjárfest-
um. Að sögn Jóhanns verða engar
breytingar gerðar á grunngildum
sjóðsins. Þó megi gera ráð fyrir
ákveðnum áherslubreytingum. „Fé-
lagið hefur verið vel rekið og okkur
er hugað um að halda því áfram
þannig. Við erum með gott orðspor,
vönduð vinnubrögð og öflugt starfs-
fólk. Sú áhersla verður áfram og
helst óbreytt. Hins vegar verður
áskorun að átta sig á því hvernig
markaðurinn mun þróast og hvernig
flæðið verður,“ segir Jóhann og bæt-
ir við að í núverandi umhverfi megi
gera ráð fyrir tilfærslu fjármuna.
Þannig muni fjárfestar leita nýrra
leiða til ávöxtunar. „Nú erum við að
horfa fram á lágvaxtaumhverfi
næstu ár. Maður sér fyrir sér að það
þýði að þróunin verði í átt að aukinni
áhættusækni, eins og seðlabanka-
stjóri hefur sömuleiðis nefnt. Ég
gæti séð fyrir mér að við séum að
horfa fram á nýtt skeið þar sem fjár-
festingakostir eins og arðgreiðslu-
félög fá aukna athygli. Ég held að
það sé mikilvægt að byggja upp slík
félög, sem eru með stöðugan rekstur
þar sem greiddur er út arður ár-
lega,“ segir Jóhann.
Horfir Stefnir til einhverra ákveð-
inna félaga í þessu samhengi?
„Sjóðir hjá okkur eru fjárfestir í
þessum félögum og þar er hægt að
nefna: Marel, Brim, Haga, Festi,
Skeljung, Símann og trygginga-
félögin. Þá höfum við séð hluta fast-
eignafélaganna fara í þessa átt. Það
er mikilvægt að við höldum áfram að
byggja upp félög þar sem arð-
greiðslur eru reglulegar og rekstur-
inn stöndugur. Einnig er mikilvægt
að byggja upp markað með fyrir-
tækjaskuldabréf og hafa nokkur góð
skref verið tekin í þá átt en það væri
jákvætt ef fleiri félög kæmu þarna
sterk inn.“
Byggja á upp arðgreiðslufélög
Í dag eru 20 fyrirtæki skráð á að-
allista Kauphallar Íslands. Þá er al-
mennt lítil þáttaka á markaðnum og
því er verðmyndun í höndum fárra
aðila. Að sögn Jóhanns er mikilvægt
að fjölga fjáfestingakostum.
„Það væri gott ef hægt væri að
búa til breiðari hóp fjárfesta og einn-
ig félaga í kauphöllinni. Ég óttast að
markaðurinn sé á viðkvæmum stað
þar sem fáir sitja reglulega við og
verðmyndum er í höndum fárra að-
ila. Í framtíðinni finnst mér allt eins
líklegt að fyrirtæki eins og Marel
vaxi með einhverjum hætti út úr
kauphöllinni, eða verði hreinlega yf-
irtekið. Þá minnkar hlutabréfamark-
aðurinn strax um helming. Það er því
mikilvægt að félögum fjölgi og við
fáum fleiri valkosti. Þar horfir maður
til dæmis til sjávarútvegs- og fisk-
eldisfyrirtækja sem eru með mikla
vaxtarmöguleika. Auk þess tel ég að
það geti aukið samfélagslega sátt um
þessi félög,“ segir Jóhann.
Áhersla á innri vöxt
Að því er fram kemur í ársreikn-
ingi Stefnis fyrir árið 2016 voru eign-
ir sjóðsins 408 milljarðar króna. Frá
þeim tíma hafa þær þó minnkað svo
um munar. Námu eignir Stefnis árið
2019 rétt um 252 milljörðum króna.
Spurður um hvað kann að skýra um-
rædda breytingu segir Jóhann eðli-
legar ástæður búa að baki. Muni þar
mest um breytingu í lagaumhverfi
auk þess sem 98 milljarða króna sér-
hæfðum fagfjárfestasjóði var slitið.
Bendir Jóhann þó á að samsetning
eigna í stýringu og tekjudreifing úr
eignaflokkum skipti jafnvel meira
máli en stærð stýringar. Þá segir
hann að arðsemin hafi verið góð en
að því undanskildu skipti mestu máli
að ávaxta fé sjóðfélaga með ábyrgum
hætti.
Spurður hvort umrædd þróun
kalli á sameiningu með það fyrir aug-
um að ná fram aukinni stærðarhag-
kvæmni kveður Jóhann nei við. „Við
höfum verið að sjá sameiningar á
þessum markaði og markaðurinn er
orðinn nokkuð grisjaður. Við höfum
hins vegar tækifæri til að stækka í
þróun á afurðum og fjölbreyttari
vörum. Einbeiting okkar verður því
á innri vexti. Það er ekkert hægt að
útiloka í þessum efnum en ég tel að
meginstefnið verði innri vöxtur.“
Biðin eftir bóluefni
Ljóst er að faraldur kórónuveiru
hefur litað markaði og samfélög víða
um heim. Sökum þessa hefur fjöldi
einstaklinga misst vinnuna auk þess
sem fyrirtæki í ákveðnum greinum
eiga í erfiðleikum. Að sögn Jóhanns
er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af
haustinu. „Maður hefur áhyggjur af
haustinu og vetrinum. Ég er hrædd-
ur um að þegar aðgerðir stjórnvalda
um heim allan minnka og fjara út
geti samfélagslega þolinmæðin farið
þverrandi ansi hratt. Það má því bú-
ast við því að það verði róstusamt
víða. Við þetta bætast forsetakosn-
ingar í Bandaríkjunum sem auka á
óvissuna. Það er eitthvað sem þarf
að fylgjast náið með,“ segir Jóhann
og bætir við að fjárfestar bíði nú eftir
bóluefni. „Stóra svarið er auðvitað
hvenær bóluefni verður tilbúið,
hvort það séu sex eða átján mánuðir í
það. Núna horfa fjárfestar til þess að
það verði tilbúið á fyrri hluta næsta
árs. Sé það raunin líta fjárfestar svo
á að þetta ár sé farið en fram undan
sé árið 2021 þar sem tækifæri eru til
að vinna sig út úr ástandinu.“
Tekur við á krefjandi tímum
Morgunblaðið/Eggert
Framkvæmdastjóri Jóhann Möller tók við nýju starfi á dögunum. Hann segir spennandi tíma fram undan.
Gera má ráð fyrir að áhættusækni fjárfesta aukist Óttast að markaðurinn sé á viðkvæmum stað
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 2020
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í
17. ágúst 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 136.46
Sterlingspund 178.74
Kanadadalur 103.12
Dönsk króna 21.634
Norsk króna 15.281
Sænsk króna 15.657
Svissn. franki 149.81
Japanskt jen 1.2787
SDR 192.34
Evra 161.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 190.9365
Hrávöruverð
Gull 1948.3 ($/únsa)
Ál 1738.0 ($/tonn) LME
Hráolía 45.29 ($/fatið) Brent
Ríkisstjórn Argentínu kynnti á
sunnudag tillögur sínar að breyting-
um á skuldum hins opinbera. Hefur
kröfuhöfum verið veittur frestur til
28. ágúst til að samþykkja tilboð
stjórnvalda en tillögurnar verða af-
hentar bandaríska fjármálaeftirlit-
inu á mánudag.
Í byrjun mánaðarins náðu ríkis-
stjórnin og helstu kröfuhafar með
sér samkomulagi í megindráttum um
að breyta 65 millj-
arða dala virði af
argentínskum
ríkisskuldabréf-
um sem ríkissjóði
er illmögulegt að
endurgreiða. Var
sá samningur af-
rakstur margra
mánaða viðræðna
með aðkomu Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og
fleiri alþjóðastofnana.
Tillögur ríkisstjórnarinnar fela í
sér breytingar sem myndu hækka
núvirði skuldanna frá því sem nú er
og flýta vaxtagreiðslum án þess að
auka fjárstreymi.
Reuters greinir frá að ríkisstjórn
Alberto Fernandez vilji forðast
greiðslufall af því tagi sem stórskað-
aði hagkerfi landsins í árslok 2001 og
leiddi til þess að gjaldmiðill landsins
hrundi, verðbólga rauk upp og lands-
framleiðsla dróst harkalega saman.
Þegar tekist hefur að semja við
kröfuhafa mun ríkisstjórn Argentínu
hefja viðræður við AGS um að virkja
57 milljarða dala lánasamning sem
síðasta ríkisstjórn samdi um fyrir
tveimur árum. ai@mbl.is
Argentína skrefi
nær uppstokkun
Alberto Fernandez
Samningur við kröfuhafa um 65
milljarða dala skuld er innan seilingar