Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is KAT I E HOLMES JOSH LUCAS Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe í aðalhlutverki. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI EIN ALBESTA GRÍN-TEIKNIMYND SEM KOMIÐ HEFUR! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI K O M N A R Í B Í Ó : Harry Potter and the Sorcere’s Stone Harry Potter and the Chamber of Secrets Harry Potter and the Prisoner of Azkaban K O M A Í B Í Ó 1 8 . Á G Ú S T : Harry Potter and the Goblet of Fire Harry Potter and the Order of Phoenix Harry Potter and the Half-Blood Prince K O M A Í B Í Ó 2 1 . Á G Ú S T : Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1 og 2 UPPÁHALDS GALDRASTRÁKUR OKKAR ALLRA AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Áfram (ísl. tal) * Tröll 2 (ísl. tal) * Hvolpasveitin (ísl. tal) * My Spy * The Postcard Killings * The Outpost * The Matrix * Mad Max : Fury Road » Eyþór FranzsonWechner, organisti í Blönduóskirkju, lék verk eftir fjögur tón- skáld á Orgelsumri í Hallgrímskirkju í liðinni viku. Verkin voru eftir Faustas Latenas, Ro- bert Schumann, Alfred Hollins og Johann Seb- astian Bach. Listvina- félag Hallgrímskirkju stendur fyrir hádeg- istónleikum með ís- lenskum organistum alla fimmtudaga í sumar til 20. ágúst undir heit- inu Orgelsumar í Hall- grímskirkju 2020. Á tón- leikunum í sumar hefur áheyrendum boðist að hlusta á íslenska org- anista sem starfa við kirkjur víða um landið. Fögur tónlist veitir sálarró á tímum kófsins Morgunblaðið/Eggert Einbeittur Eyþór Franzson Wechner lék á áttundu tónleikum Orgelsumars í Hallgrímskirkju á fimmtudaginn var. Grímur Sumir gesta báru andlitsgrímur vegna Covid-19. Tónaflóð Hið volduga orgel Hallgrímskirkju fyllti kirkjuna af tónum. Mannkynssagan er blóðidrifin og samtíminn bermeð sér margarskuggalegar hliðar. Spennusagan Þrír tímar eftir And- ers Roslund lýsir á átakanlegan hátt einum mesta viðbjóði, sem viðgengst í heiminum, en á sama tíma skín hið góða í gegn og gefur fyrirheit um að enn sé von. Daglega berast fréttir af mis- gjörðum manna, afleiðingum ofbeld- is í margvíslegri mynd, uppgjöf og dauða. Eitt lík er í margra huga að- eins það, en þegar líki er ofaukið í líkhúsi vakna spurningar, að minnsta kosti hjá þeim sem láta sig málið varða. Þar sem er reykur má búast við eldi, jafnvel óvið- ráðanlegu báli. Viðbjóðurinn hefur orðið mörgum að yrkisefni og Anders Roslund setur hann í kunnugan búning í Þremur tímum, sem er þriðja bók sænska höfundarins, þar sem Ewert Grens, yfirlög- regluþjónn í Stokkhólmi, og flugumaðurinn Piet Hoff- mann eru í aðalhlutverkum. Frá byrjun til enda er tog- streita góðs og ills áberandi og svo langt gengur höfundur í máli sínu að mörkin verða ógreinileg. Það sem einum þykir gott er glæpur í augum annars og öfugt. Sínum augum lítur hver silfrið, en græðgin á sér oft engin takmörk og þegar svo er komið er gjaldið aldrei of hátt, þótt það sé hugsanlega fegr- að með skýringum eins og fórnar- kostnaði. Þetta kemur berlega fram í bókinni og þar sést svart á hvítu að ekki eru allar ferðir til fjár. Tenging við raunveruleikann er eitt helsta tromp höfundar. Fyrir vikið rennur spennusagan ljóslifandi fyrir augum lesandans. Á stundum er atburðarásin ævintýraleg og máttur per- sóna meiri en gengur og gerist, en leikendur í helstu hlutverkum fara á kostum og tilgangurinn helgar meðalið. Grimmdin og græðgin leyna sér ekki en ástin og umhyggjan minna líka stöð- ugt á sig. Barátta góðs og ills tekur á sig ýmsar mynd- ir, þörf fyrir að láta gott af sér leiða og einbeittur brotavilji vega salt. Anders Roslund hefur góða yfirsýn yfir lífið og tilveruna og tengir mannlega þætti sterkum böndum, sem erfitt er að slíta sig frá. Þrír tímar er frábær spennusaga en um leið trúverðug frásögn líðandi stundar um hryllilega viðburði í bakgarðinum, ef svo má að orði komast. Viðvörunarbjöllurnar hljóma svo sannarlega frá byrjun til loka. Morgunblaðið/RAX Yfirsýn Anders Roslund hefur góða yfirsýn yfir lífið og tilveruna. Lífið, dauðinn og kærleikurinn Spennusaga Þrír tímar bbbbm Eftir Anders Roslund. Elín Guðmundsdóttir þýddi. Ugla útgáfa 2020. Kilja. 461 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.