Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 2020 Lyon er komið í undanúrslit Meist- aradeildar Evrópu í fótbolta eftir 3:1- sigur á Manchester City er liðin mættust í lokaleik átta liða úrslitanna í Lissabon á laugardag. Maxwel Cor- net kom Lyon yfir áður en Kevin De Bruyne jafnaði fyrir Manchester City. Varamaðurinn Moussa Dembélé reyndist hins vegar hetja Lyon því hann skoraði tvö mörk á lokakafl- anum og tryggði Lyon sigurinn. Lyon mætir Bayern München í undan- úrslitum á miðvikudag. Leipzig og PSG mætast á morgun, þriðjudag, í hinum undanúrslitaleiknum. Varamaðurinn örlagavaldur AFP Hetjan Moussa Dembélé fagnar sætum sigri á Manchester City. Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálms- dóttir Annerud vann gull í spjót- kasti á bikarmeistaramótinu í Upp- sölum í Svíþjóð um helgina en þar keppir hún fyrir hönd Spårvägens Friidrottsklubb. Ásdís kastaði lengst 57,27 metra í fimmta kasti sínu. Lengsta kast Ás- dísar í sumar kom á Bottn- arydskastet-mótinu í júní þar sem hún kastaði lengst 62,66 metra. Ís- landsmet hennar í greininni er 63,43 metrar en það setti hún árið 2017. Ásdís kastaði 14,94 metra í kúluvarpi og endaði í 7. sæti. Ásdís nældi í gullið í Svíþjóð Ljósmynd/Guðmundur Karl Gullverðlaun Ásdís Hjálmsdóttir vann til gullverðlauna í Svíþjóð. FÓTBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Breiðablik hefur svarað þriggja leikja taphrinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í síðasta mánuði með stæl en liðið vann sinn annan leik í röð í gærkvöld. Breiðablik heimsótti þá Víkinga í Fossvoginn og vann 4:2. Fór Breiðablik fyrir vikið upp í ann- að sæti deildarinnar þar sem liðið hefur 17 stig, eins og KR og FH, fimm stigum minna en topplið Vals. Mikið hefur verið rætt og ritað um Brynjólf Andersen Willumsson hjá Breiðabliki í sumar og ekki alltaf á jákvæðu nótunum. Brynjólfur lét verkin tala í gærkvöld, skoraði tvö mörk og varnarmenn Víkinga fengu aldrei frið frá stráknum tvítuga. „Breiðablik er komið upp í annað sætið, fimm stigum á eftir toppliði Vals. Haldi liðið áfram á þessari braut geta grænir í Kópavogi látið sig dreyma um titilinn, hvenær svo sem mótinu lýkur í ár. Liðsheildin hjá Blikum var sterk en Gísli Eyj- ólfsson og Brynjólfur Darri Will- umsson voru fremstir meðal jafn- ingja. Brynjólfur skoraði úr tveimur vítaspyrnum og var gríðarlega dug- legur í fremstu víglínu. Reyndar vakti það athygli að hann virtist nán- ast aldrei fá neitt fyrir sinn snúð, sama hversu mikið var sparkað og togað í hann,“ skrifaði Jóhann Ólafs- son m.a. um leikinn á mbl.is.  Kristinn Steindórsson kom Breiðabliki á bragðið með sínu 40. marki fyrir liðið í efstu deild. Er hann fyrsti leikmaðurinn til að skora 40 mörk fyrir Breiðablik í deild þeirra bestu. Fjölnir féll á prófinu Í Kórnum vann HK afar mik- ilvægan 3:1-sigur á botnliði Fjölnis. Með sigrinum fór HK upp fyrir KA og upp í níunda sætið og er liðið nú fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Fjölnir er aðeins með þrjú stig og fimm stigum frá öruggu sæti. Er Fjölnir eina liðið sem hefur enn ekki fagnað sigri í sumar. „Kópavogsbúar hafa loksins unnið svokallaðan skyldusigur. Það er reyndar sennilega ósanngjarnt að tala um slíkt, en HK hefur gengið af- ar illa að vinna liðin í kringum sig, var bara búið að leggja Íslands- meistara KR og nágrannanna í Breiðabliki til þessa. Að sama tíma er erfitt að sjá Fjölni koma til baka upp úr þessu. Fjölnir er enn á botn- inum og hefur ekki unnið einn af sín- um tíu deildarleikjum, gert þrjú jafntefli og tapað sjö. Þetta var gríð- arlega mikilvægur leikur fyrir Graf- arvogsliðið og má segja að Fjöln- ismenn hafi ekki staðist prófið,“ skrifaði Kristófer Kristjánsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Leifur Andri Leifsson fyrirliði HK lék sinn 250. leik með liðinu í deild og bikar, þar af er 31 í efstu deild.  Daninn Martin Rauschenberg lék sinn fyrsta leik með HK og skor- aði fyrsta markið. Hann kom til HK að láni frá Stjörnunni á dögunum.  Birnir Snær Ingason tvöfaldaði markaskorun sína fyrir HK í efstu deild en hann skoraði aðeins tvö mörk í fyrstu 17 leikjum sínum með liðinu. Er hann uppalinn hjá Fjölni.  Sigurpáll Melberg Pálsson lék sinn 100. deildarleik á ferlinum. Tólf þeirra hafa komið með Fjölni í efstu deild.  Fjölnismaðurinn Viktor Andri Hafþórsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild. Fimm stiga forskot Valsmanna Valsmenn eru komnir með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar eftir nauman 1:0-sigur á KA á heimavelli á laugardag. Kristinn Freyr Sigurðsson nýtti sér mistök í vörn Akureyringa strax á 7. mínútu og skoraði sigurmarkið. Valsmenn hafa oft spilað betur, en það er afar jákvætt hjá Val að geta siglt heim mikilvægum sigrum án þess að spila sérstaklega vel. Sást á báðum liðum að nokkuð er síðan þau spiluðu síð- ast vegna hlésins sem gert var á Ís- landsmótinu vegna kórónuveir- unnar. „Færin létu ekki mikið á sér bera. Liðin voru vel skipulögð og skorti raunar báðum gæði á síðasta þriðj- ungi vallarins og spilar þar vafalaust pásan vegna kórónuveirunnar inn í,“ skrifaði Pétur Hreinsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði sitt þriðja mark í deildinni í sumar. Er hann búinn að jafna markaskor sitt frá því síðasta sum- ar. Skagamenn skora mörkin Skagamenn unnu Fylki í skemmtilegum leik á Akranesi, 3:2. Fólk getur treyst á mikla skemmtun á Skaganum. Í leikjum ÍA í sumar hafa 47 mörk litið dagsins ljós í tíu leikjum. ÍA er búið að skora 24 mörk á tímabilinu og fá á sig 23. Eins og markatalan gefur til kynna er óstöð- ugleiki í leik ÍA og var sigurinn kær- kominn eftir þrjá ósigra í röð. Það vantar sömuleiðis stöðugleika hjá Fylki en liðið er búið að vinna fimm leiki og tapa fimm. „Lengi vel lá mikið á Skagamönn- um þegar Fylkismenn komu í heim- sókn á Skipaskaga í dag en með seiglu og þolinmæði tókst þeim að snúa leiknum sér í hag. Í síðari hálf- leik var greinilega búið að rétta kúrsinn hjá heimamönnum, sem náðu nú undirtökunum, sóknir þyngdust stöðugt,“ skrifaði Stefán Stefánsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Stefán Teitur Þórðarson lék sinn 50. leik í efstu deild.  Ragnar Bragi Sveinsson hjá Fylki lék sinn 100. leik í efstu deild og þann 90. með Fylki. Hinir 10 komu með Víkingi Reykjavík.  Englendingurinn Michael Ked- man lék sinn fyrsta leik hér á landi er hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik hjá Fylki. Grænir geta látið sig dreyma  Brynjólfur skoraði tvö  HK vann fallslaginn  Fimm stiga forskot Vals Morgunblaðið/Íris Tvenna Brynjólfur Willumsson skoraði tvö mörk af vítapunktinum.  Knattspyrna Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Kaplakrikavöllur: FH – Stjarnan ............ 18 Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Meistaravellir: KR – Valur....................... 18 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Extra-völlur: Fjölnir – Grótta.................. 18 Akraneshöllin: ÍA – Víkingur R............... 19 Kópavogsvöllur: Augnablik – Haukar..... 20 2. deild kvenna: Grýluvöllur: Hamar – HK ................... 18:30 3. deild karla: Blue-völlur: Reynir S. – KV ................ 18:30 Fjölnisvöllur: Vængir Júpíters – Ægir ... 20 Fylkisvöllur: Elliði – Álftanes .................. 20 Í KVÖLD! ÍA – FYLKIR 3:2 0:1 Arnór Gauti Ragnarsson 39. 1:1 Steinar Þorsteinsson 55. 2:1 Stefán Teitur Þórðarson 75. 2:2 Orri Sveinn Stefánsson 84. 3:2 Tryggvi Hrafn Haraldsson (víti) 90. MM Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) M Hallur Flosason ÍA Óttar Bjarni Guðmundsson ÍA Aron Kristófer Lárusson ÍA Tryggvi Hrafn Haraldsson ÍA Árni Snær Ólafsson ÍA Steinar Þorsteinsson ÍA Ragnar Bragi Sveinsson Fylki Orri Sveinn Stefánsson Fylki Arnar Sveinn Geirsson Fylki Ólafur Ingi Skúlason Fylki Arnór Gauti Ragnarsson Fylki Valdimar Þór Ingimundarson Fylki Rautt spjald: Orri Sveinn Stefánsson (Fylki) 90. Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 7. VALUR – KA 1:0 1:0 Kristinn Freyr Sigurðsson 6. M Haukur Páll Sigurðsson (Val) Kristinn Freyr Sigurðsson (Val) Eiður Aron Sigurbjörnsson (Val) Mikkel Qvist (KA) Guðmundur Steinn Hafsteinss. (KA) Dómari: Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 8. HK – FJÖLNIR 3:1 1:0 Martin Rauschenberg 47. 2:0 Birnir Snær Ingason 69. 2:1 Viktor Andri Hafþórsson 80. 3:1 Birnir Snær Ingason 86. MM Birnir Snær Ingason (HK) M Martin Rauschenberg (HK) Ívar Örn Jónsson (HK) Jón Arnar Barðdal (HK) Hans Viktor Guðmundsson (Fjölni) Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölni) Viktor Andri Hafþórsson (Fjölni) Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 7. VÍKINGUR R. – BREIÐABLIK 2:4 0:1 Kristinn Steindórsson 17. 0:2 Brynjólfur Willumsson (víti) 18. 1:2 Óttar Magnús Karlsson 34. 1:3 Gísli Eyjólfsson 39. 2:3 Sölvi Geir Ottesen 51. 2:4 Brynjólfur Willumsson (víti) 90. MM Brynjólfur Willumsson (Breiðabliki) M Alexander Helgi Sigurðarson (Breiða.) Kristinn Steindórsson (Breiðabliki) Andri Rafn Yeoman (Breiðabliki) Davíð Ingvarsson (Breiðabliki) Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi) Óttar Magnús Karlsson (Víkingi) Nikolaj Hansen (Víkingi) Rautt spjald: Atli Barkarson (Víkingi) 90. Dómari: Erlendur Eiríksson – 7.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti. Pepsi Max-deild karla ÍA – Fylkir ................................................ 3:2 Valur – KA ................................................ 1:0 HK – Fjölnir ............................................. 3:1 Víkingur R. – Breiðablik.......................... 2:4 Staðan: Valur 10 7 1 2 22:8 22 Breiðablik 10 5 2 3 23:17 17 KR 9 5 2 2 14:9 17 FH 9 5 2 2 17:14 17 Stjarnan 7 4 3 0 14:6 15 Fylkir 10 5 0 5 16:17 15 ÍA 10 4 1 5 24:23 13 Víkingur R. 10 3 4 3 18:17 13 HK 10 3 2 5 18:23 11 KA 9 1 5 3 6:11 8 Grótta 10 1 3 6 10:21 6 Fjölnir 10 0 3 7 9:25 3 Pepsi Max-deild kvenna Þróttur R. – ÍBV ...................................... 0:2 Selfoss – Fylkir......................................... 0:1 Stjarnan – Þór/KA ................................... 1:1 FH – Breiðablik........................................ 0:7 Staðan: Breiðablik 8 8 0 0 35:0 24 Valur 8 6 1 1 21:8 19 Fylkir 8 4 3 1 12:11 15 ÍBV 8 4 0 4 11:17 12 Þór/KA 8 3 2 3 14:14 11 Selfoss 8 3 1 4 10:9 10 Stjarnan 9 2 2 5 15:22 8 Þróttur R. 9 1 4 4 14:22 7 KR 7 2 1 4 9:17 7 FH 9 1 0 8 3:24 3 Lengjudeild karla Afturelding – Vestri ................................. 0:0 Leiknir F. – Grindavík............................. 4:3 Leiknir R. – Þór........................................ 3:3 Magni – Keflavík ...................................... 1:4 Víkingur Ó. – Þróttur R........................... 1:2 Staðan: Keflavík 9 6 2 1 29:11 20 Leiknir R. 9 6 2 1 25:14 20 ÍBV 9 5 4 0 22:12 19 Fram 9 5 3 1 23:15 18 Þór 9 4 2 3 16:16 14 Vestri 9 3 3 3 9:12 12 Afturelding 9 3 2 4 20:14 11 Grindavík 9 2 5 2 19:19 11 Leiknir F. 9 3 1 5 10:18 10 Víkingur Ó. 9 3 0 6 10:19 9 Þróttur R. 9 1 1 7 5:18 4 Magni 9 0 1 8 7:27 1 2. deild karla Kórdrengir – ÍR ....................................... 3:1 Selfoss – Dalvík/Reynir ........................... 3:1 Völsungur – Kári ...................................... 2:3 Staðan: Kórdrengir 9 6 2 1 19:5 20 Haukar 9 6 0 3 19:11 18 Njarðvík 9 5 2 2 14:10 17 Selfoss 9 5 1 3 14:11 16 Þróttur V. 9 4 4 1 11:8 16 Fjarðabyggð 9 4 3 2 17:10 15 KF 9 5 0 4 17:16 15 Kári 9 4 2 3 16:11 14 ÍR 9 3 1 5 16:17 10 Víðir 10 2 0 8 7:28 6 Dalvík/Reynir 9 1 2 6 10:19 5 Völsungur 10 1 1 8 15:29 4 3. deild karla KFG – Sindri............................................. 3:0 Einherji – Augnablik ............................... 2:3 Höttur/Huginn – Tindastóll .................... 1:1 Staðan: Reynir S. 9 7 2 0 27:12 23 KV 8 6 0 2 23:10 18 Tindastóll 9 4 4 1 19:16 16 Sindri 10 4 2 4 18:24 14 KFG 9 4 1 4 20:18 13 Augnablik 9 3 4 2 19:17 13 Ægir 8 3 1 4 13:16 10 Einherji 10 3 1 6 16:23 10 Vængir Júpiters 8 2 3 3 9:13 9 Elliði 8 2 2 4 14:16 8 Höttur/Huginn 9 2 2 5 13:17 8 Álftanes 9 1 2 6 10:19 5 Lengjudeild kvenna Keflavík – Völsungur ............................... 3:1 Tindastóll – Afturelding .......................... 3:0 Staðan: Keflavík 8 6 2 0 25:5 20 Tindastóll 8 6 1 1 19:4 19 Grótta 7 4 2 1 8:5 14 Haukar 7 3 2 2 10:8 11 Afturelding 8 2 3 3 10:11 9 Augnablik 6 2 2 2 9:12 8 ÍA 7 1 4 2 12:11 7 Víkingur R. 7 2 1 4 10:15 7 Fjölnir 7 1 1 5 4:17 4 Völsungur 7 0 0 7 3:22 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.