Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 2020 Í svari embættismanns borg-arinnar kemur fram að grjót- hrúgurnar við Eiðsgranda séu alls ekki grjóthrúgur heldur „upp- gröftur úr stígum og lag af möl yf- ir“. Hann viður- kennir að það hafi ekki verið hugað „nægilega vel að frágangi. Ákvörðun um mölina var ekki mikið ígrunduð og manirnar höfðu ekki verið hannaðar heldur unnar beint í landið. Manirnar urðu óþarflega háar og sér- staklega ein mönin sem er of há og of brött og lokar sýn úr Reka- granda.“ Svo bætir hann við að nú hafi verið tekin ákvörðun um að „laga manirnar, lækka þær og laga betur að landinu“. Þá verði gróðursettur strandgróður.    Þetta er svar við fyrirspurnsjálfstæðismanna í borg- arstjórn um þessar fyrrverandi grjóthrúgur, nú vanhugsaðar og ofvaxnar manir.    Áður höfðu komið ýmsar skýr-ingar á þessum mannvirkjum frá fulltrúum meirihlutans í Reykjavík, svo sem að grjótið ætti að draga úr grasslætti, enda tölu- vert gras á þessu svæði og grænir blettir eru sem kunnugt er ekki hátt skrifaðir hjá núverandi meiri- hluta borgarinnar. Það hafði hins vegar ekki áður komið fram að hrúgurnar fyrrverandi hafi verið vanhugsuð leið til að þurfa ekki að flytja uppgröft af svæðinu.    Nú er enn grafið fyrir stíg áEiðsgranda og aftur virðist eiga að skilja uppgröftinn eftir, ef- laust jafn vanhugsað og fyrr, íbú- um til ama og leiðinda. Meirihlut- inn í borginni hlýtur að vera stoltur. Vanhugsaðar ekki-grjóthrúgur STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Vel hefur gengið með sóttvarnaað- gerðir í verslunarmiðstöðvum, að sögn rekstraraðila og verslunareig- anda sem Morgunblaðið ræddi við um helgina. Sigurjón Örn Þórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, segir að gripið hafi verið til sömu aðgerða og í fyrstu bylgju faraldurs kórónuveir- unnar í mars og apríl. Fjöldatakmarkanir eigi við stærri verslanir, eins og Hagkaup og H&M, en í öðrum verslunum og rýmum gildi tveggja metra regla. Sigurjón segir að lítið hafi þurft að hafa afskipti af einstaklingum eða verslunum sem fylgja ekki sótt- varnareglum. Hann telur að grímu- notkun sé algengari nú en í mars og apríl síðastliðnum. Fólk orðið mjög meðvitað Svava Johansen, eigandi NTC sem rekur fjölda verslana, tekur undir að vel hafi gengið með sótt- varnaráðstafanir í verslunarmið- stöðvum. „Fólk er orðið mjög með- vitað. Yngra fólkið er kannski ekki alveg að kveikja eins vel og það eldra,“ segir Svava, en yngra fólkið sé í auknum mæli með grímur. „Við höfum ekki verið í vandræð- um. Ef við þurfum að benda á, þá er það mjög skilningsríkt.“ Sóttvarnir gangi vel í Kringlunni  Sömu aðgerðir og í fyrstu bylgju  Yngra fólk duglegt að nota grímur Búð Víða um Kringluna má sjá skilti sem brýna tveggja metra regluna. Fyrirhugað er að ný verslun Krón- unnar opni á Hallveigarstíg í byrjun september. Í húsnæðinu var áður verslun Super1, en Festi, sem á meðal annars Krónuna, festi kaup á verslun Super1 að Hallveigarstíg fyrr í sumar. Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar, segir fyrirhugað að verslunin opni í byrj- un september. „Við erum núna að vinna í því að taka húsnæðið í gegn og vonumst til að geta opnað fljót- lega í byrjun september. Það eru enn þá framkvæmdir í gangi, búið er að hreinsa allt út úr versluninni og nú er bara verið að flota gólf og undirbúa allt,“ segir Kristinn. Auk verslunarinnar við Hallveigarstíg er opnun nýrrar verslunar Krónunnar einnig fyrirhuguð við Austurver á haustmánuðum, en í því framtíð- arhúsnæði Krónunnar var síðasta verslun Nóatúns sem lokaði í síðustu viku til húsa. Kristinn segir að Krón- an hafi í nokkurn tíma stefnt að opn- un verslunar í miðborginni. „Við er- um aðeins að þétta að okkur. Við höfum ekki áður verið í 101 og okkur vantaði verslun þarna miðsvæðis. Það er mikil tilhlökkun hjá íbúum að fá okkur og þeir hafa verið duglegir að hvetja okkur áfram. Við ætlum að standa undir þeim væntingum og koma með glæsilega verslun,“ segir Kristinn. Verslunin við Hallveigar- stíg verður svipuð að stærð og versl- un Krónunnar í Skeifunni. Þá segir Kristinn að lögð verði áhersla á gott úrval ferskvöru. „Við ætlum að leggja mikið upp úr ferskvöru og leggja áherslu á grænmeti, ávexti, kjöt og tilbúna rétti. Þetta verður glæsileg búð,“ segir Kristinn. Versl- un Super1 við Hallveigarstíg var eina starfandi verslun Super1. Stefnt á opnun í byrjun september  Krónan opnar á Hallveigarstíg, þar sem áður var Super1 Morgunblaðið/Íris Búð Stefnt er að opnun Krónunnar við Hallveigarstíg í september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.