Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 32
Tökur eru hafnar á kvikmyndinni Sumarljós og svo
kemur nóttin, sem gerð er eftir samnefndri bók Jóns
Kalmans Stefánssonar. Rithöfundurinn sjálfur mun í
henni fara með „mýfluguhlutverk“, eins og hann orðar
það sjálfur, þegar hann bregður sér í hlutverk leigubíl-
stjóra. „Þetta er nógu lítið hlutverk til þess að það er
öruggt að það skemmi ekki myndina,“ segir Jón Kal-
man og hlær. Elfar Aðalsteins leikstýrir myndinni og
skrifaði handritið.
Jón Kalman leikur í kvikmynd
MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 230. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Breiðablik er komið upp í annað sæti Pepsi Max-deildar
karla í fótbolta eftir 4:2-sigur á Víkingi Reykjavík í
Fossvogi í fjörlegum leik í gærkvöldi. Brynjólfur Will-
umsson skoraði tvö mörk úr tveimur vítaspyrnum og
þá fékk Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings og læri-
sveinn hans Andri Barkarson báðir rautt spjald. Vals-
menn eru með fimm stiga forskot á toppnum eftir sigur
á KA á heimavelli, 1:0 og HK vann í fallslag gegn Fjölni í
Kórnum, 3:1. Birnir Snær Ingason skoraði tvö mörk fyrir
HK en hann er einmitt uppalinn hjá Fjölni. »28
Breiðablik í annað sæti eftir sigur á
Víkingi í sex marka leik í Fossvogi
ÍÞRÓTTIR MENNING
... stærsti
uppskriftarvefur
landsins!
Markmiðið sé að mannvirkin falli
vel inn í landslagið.
„Það er ekki verið að gera mikið af
stórum og klossalegum mann-
virkjum sem stinga í augun. Það er
rás opnuð fyrir stíg og síðan er stíg-
urinn settur ofan í landið og gróð-
urinn síðan lagður aftur,“ útskýrir
Pétur, en hann segir að slíkir vegir
veki mikla hrifningu ferðamanna.
„Ef fólk upplifir að það sé í nátt-
úrunni þá er markmiðinu náð,“ segir
Pétur Halldórsson, kynningarstjóri
Skógræktar-
innar, í samtali
við Morg-
unblaðið. Vinna
við stígagerð og
viðhald í Þórs-
mörk hefur geng-
ið vel í sumar, en í
ár eru 100 ár liðin
frá því Skógrækt-
in tók svæðið yfir.
Pétur segir að
Þórsmörk hafi
lengi verið mjög vinsælt ferða-
mannasvæði og langt sé síðan þurfti
að endurnýja stíga og önnur mann-
virki.
„Það er náttúrulega hægt að tala
um kraftaverk, að allur þessi aukni
ferðamannastraumur undanfarin ár
skuli ekki hafa spillt svæðinu,“ segir
Pétur. „Það er kannski ákveðinn
gæðastimpill á þessa stígagerð sem
hefur verið þarna í gangi.“
Skógræktin til hund-
rað ára í Þórsmörk
Markmið að mannvirki falli vel inn í náttúru og landslag
Ljósmynd/Charles J. Goemans
Ein öld Hundrað ár eru líðin síðan Skógræktin tók yfir Þórsmörk. Þá afsöluðu bændur á svæðinu sér beitarrétti.
Ljósmynd/Nicolas Talou
Mannvirki Viðhald vega og annarra mannvirkja hefur gengið vel í sumar.
Pétur
Halldórsson