Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íborgarstjórn ersérkennilegtástand og hef- ur verið um allnokk- urt skeið. Í fyrra kom það upp að borgarritari hóf að skamma ónafngreinda borgar- fulltrúa fyrir framkomu þeirra og brugðust fulltrúar minnihlut- ans illa við enda augljóst að skammirnar voru ætlaðar þeim. Borgarritari hafði bersýnilega stigið út úr hlutverki hins hlut- lausa embættismanns og inn á völl stjórnmálanna. Á föstudag gerðist það að skrifstofustjóri borgarstjóra birti færslu á samfélagsmiðli þar sem veist var að einum til- teknum borgarfulltrúa. Færslan átti að heita svar við árásum borgarfulltrúans en í henni er lítið um efnisleg svör og meira um hnútukast sem fólk býst frekar við þegar pólitískir and- stæðingar takast á. Það er ekki endilega uppbyggilegt við þær aðstæður, en þó oft skiljanlegt. Embættismenn ættu að halda sig frá slíkum orðahnippingum. Þó að þessi framganga emb- ættismanna virðist meira áber- andi hjá Reykjavíkurborg en annars staðar hafa einstaka dæmi komið upp víðar, svo sem þegar ráðuneytisstjóri hringdi í alþingismann fyrir fáeinum ár- um og að sögn þingmannsins hótaði honum. Umhugsunarvert er hvers vegna tilvik af þessu tagi hafa verið að koma upp á síðustu ár- um en ef til vill er ástæðan sú að smám saman hefur verið grafið undan áhrifum og völdum stjórn- málamanna en áhrif og völd embættismanna aukin að sama skapi. Ráðherrar hafa til að mynda gefið frá sér, í raun að minnsta kosti, töluverðan hluta þeirra ákvarðana sem áður þótti sjálfsagt að þeir tækju. Ábyrgð- in situr þó iðulega eftir hjá þeim en ákvörðunin hjá embætt- ismönnunum. Þetta skapar óeðlilegar aðstæður, skilin á milli ókjörinna embættismanna og kjörinna fulltrúa almennings verða óskýrari en áður og ein af- leiðingin kann að vera sú að embættismenn færi sig upp á skaftið, meðal annars með því að takast opinberlega á við kjörna fulltrúa. Þetta er sérstaklega eftir- tektarvert þegar haft er í huga að helsta röksemdin fyrir þeirri þróun að færa völd frá stjórn- málamönnum hefur verið sú að ákvarðanir verði faglegri og stjórnsýslan sömuleiðis. En það er ekkert faglegt eða vandað við það að embættismenn munn- höggvist við kjörna fulltrúa eða að embættismenn taki í raun ákvarðanir sem aðrir beri ábyrgð á. Kominn er tími til að kjörnir fulltrúar ræði þessa þró- un og leggi í það minnsta mat á hvort ekki hefur verið gengið of langt í þá átt að færa völdin frá þeim til andlitslausra og ábyrgðarlausra embættismanna. Verði niðurstaðan sú að æskilegt sé að völdin séu annars staðar en hjá kjörnum fulltrúum, þrátt fyrir að við búum í lýðræðisríki, þá er í það minnsta augljóst að ábyrgðin hlýtur að þurfa að fylgja með. Embættismenn hafa fært sig upp á skaftið, en án aukinnar ábyrgðar} Varasöm þróun Arnar Þór Jóns-son héraðs- dómari fjallaði um réttarríkið og kór- ónuveirufarald- urinn í grein hér í blaðinu á fimmtu- dag. Arnar Þór segir að hafa megi skilning á því að stjórn- völd hafi viljað hafa vaðið fyrir neðan sig þegar veiran skaut fyrst upp kollinum, en að síðan hafi umræðan verið gagnrýnis- laus og að vísindamönnum og ráðherrum hafi verið falin öll völd. „Í fljótu bragði virðist mér t.d. að í sóttvarnalög nr. 19/ 1997, sem auglýsing heilbrigð- isráðherra um samkomutak- markanir byggist á, skorti ákvæði um að ákvarðanir ráð- herra skuli koma til umræðu og endurskoðunar hjá löggjaf- arþinginu við fyrsta tækifæri, en slíkt ákvæði er t.d. að finna í sóttvarnalögum í Noregi. Miðað við allar þær upplýsingar sem nú liggja fyrir hlýtur að mega vega öryggissjónarmið gagn- vart öðrum mannlegum og sam- félagslegum hags- munum þannig að feta megi farsæl- ustu leið.“ Athugasemdir Sigríðar Andersen alþingismanns um helgina eru af svipuðum toga. Hún telur að færa hefði þurft „ríkari rök fyrir því að að- stæður kalli á svona drastískar aðgerðir“. Og hún segir koma á óvart að eftir hálfs árs faraldur séu sóttvarnaaðgerðir ekki enn komnar á borð löggjafans. Þetta eru ábendingar og að- finnslur sem ekki er hægt að horfa fram hjá. Vel má vera að farsælast sé fyrir Íslendinga að gripið sé til harðra aðgerða gegn veirunni nú, enda tilhugs- unin um nýjan faraldur, jafnvel enn verri en þann fyrri, vægast sagt ónotaleg. Það breytir því ekki að það má aldrei verða létt- vægt eða lítt rökstutt að grípa til aðgerða sem skerða frelsi fólks. Sérstaklega þegar langur tími er liðinn frá því faraldurinn fór á flug. Það má aldrei verða sjálfsagt að skerða frelsi og réttindi borgaranna } Ábendingar sem þarf að ræða E ngar mútur segir Þorsteinn Már. Óheppinn með starfsfólk. Þetta voru bara einhverjar greiðslur til ráðgjafa. Líklega líka greiðsl- urnar sem voru greiddar beint inn á persónulega reikninga ráðamanna. Það er hægt að spyrja sig einfaldrar spurn- ingar, er hægt að búast við öðru? Myndum við búast við því að fólk myndi bara gangast við sök og játa? Ef við búumst ekki við því, af hverju gerum við það? Er það vegna þess að við myndum sjálf ekki gangast við sök í sömu aðstæðum? Ef við búumst við því að fólk gangist að sök, hvers vegna er það alla jafna ekki gert þegar um er að ræða fólk í valda- stöðum? Við höfum mýmörg dæmi á undanförnum árum þar sem upp kemst um ýmislegt vafa- samt. Í einhverjum málum hefur fallið dómur á meðan í öðrum málum virðist ekkert hafa einu sinni verið rann- sakað eða ef það hefur verið rannsakað, þá vissum við ekkert um það og hvernig þeirri rannsókn lauk. Saga um einn af fáum sem voru sakfelldir fyrir inn- herjasvik í hruninu er áhugaverð. Viðkomandi við- urkenndi hvar og hvernig hann komst yfir upplýsing- arnar. Viðkomandi var ekki atvinnumaður í viðskiptum, heldur heyrði bara út undan sér á trúnaðarvettvangi að eitt og annað væri að fara að gerast og viðkomandi nýtti sér þær upplýsingar. Fagmenn neituðu fram í rauðan dauðann og ekkert haldbært var hægt að finna til þess að sanna sekt þeirra. Þetta er nokkuð sem við eigum í vandræðum með hérna á Íslandi. Upplýsingar um sölu afla á markaði, eða fram hjá markaði, eru ófáan- legar nema í gegnum einhverja verðlagsstofu sem virðist þurfa að virða trúnað um þær upplýsingar. Þrátt fyrir að upplýsingarnar séu grundvallaratriði í launaútreikningum sjómanna. Gagnsæiskröfur okkar og með- höndlun upplýsinga sem ættu í raun að vera aðgengilegar öllum eru mjög takmarkaðar og mjög afmarkaðar. Það var loksins hægt að fá yfirlit yfir kaup og kjör þingmanna eftir heilt ár af fyrirspurnum um einstaka atriði í launa- kjörum kjörinna fulltrúa, hvar maður byggist við að einna mest gagnsæi ætti að vera. Við Íslendingar þurfum að horfa mjög vel í spegil og spyrja okkur hvort við viljum að fólk sem svindlar geti svo auðveldlega komist upp með það. Að það sé í raun bara að segja „nei, ég var óheppinn með starfsmann“ eða „þetta voru bara kaup á ráðgjöf“, þrátt fyrir gríðarlega augljósa pappírsslóð sem segir allt aðra sögu samkvæmt heil- brigðri skynsemi og samkvæmt sérfræðingum í gagnsæi og að upplýsa spillingu. Á Netflix er að finna þættina Dirty Money sem fjalla um margvísleg spillingarmál víðs vegar um heiminn. Hvernig Volkswagen svindlaði á útblástursmælingum, hvernig gull hefur verið notað í peningaþvætti og hver áhrifin af því hafa verið og hvernig myndast hefur eins konar mafía um síróp í Kanada. Spilling er víða, líka hérna. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Engar mútur Höfundur er þingmaður Pírata STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Breski heilbrigðisráðherr-ann Matt Hancock hefurákveðið að leggja niðurLýðheilsustofnun Eng- lands (e. Publich Health England, PHE) og búa til nýja stofnun sem mun hafa það meginhlutverk að efla Bretland í baráttunni við kór- ónuveirufaraldurinn. Telegraph greindi frá þessu á laugardag og segir að það hafi átt stóran þátt í ákvörðun ráðherrans hve illa PHE hafi gengið að ná tök- um á faraldrinum. Deilt hefur verið um þá aðferðafræði sem stofnunin hefur notað til að telja dauðsföll af völdum kórónuveirunnar og eins var hart sótt að PHE í upphafi far- aldursins fyrir að hafa ekki þá greiningargetu sem þurfti til að mæla hvernig faraldurinn þróaðist. Aftur á móti saka gagnrýn- endur ríkisstjórnina um að nota stofnunina sem blóraböggul til að beina athyglinni frá mistökum sem fólk í efstu lögum breskrar stjórn- sýslu beri ábyrgð á, frekar en PHE. Þá óttast gagnrýnendur að með því að raska starfsemi PHE á þessum tímapunkti sé verið að bjóða hættunni heim enda standi faraldurinn enn yfir og hugsanlegt að önnur bylgja smita komi með haustinu. Var stofnunin fjársvelt? Nýja stofnunin mun fá nafnið National Institute for Health Pro- tection og á að starfa með svipuðum hætti og Robert Koch-stofnunin í Þýskalandi sem leikið hefur veiga- mikið hlutverk í viðbrögðum stjórn- valda þar í landi með daglegum mælingum og skýrslum um út- breiðslu kórónuveirunnar, skim- unargetu og álag á heilbrigðis- kerfið. Inn í nýju stofnunina renna bæði hlutar PHE og smitrakningar- armur breska heilbrigðiskerfisins. Duncan Seilbe, sem stýrt hefur PHE frá því stofnunin var sett á laggirnar árið 2013, fullyrðir að sú gagnrýni sem stofnunin hefur sætt í kórónuveirufaraldirnum sé á mis- skilningi byggð. Hann fullyrðir að það hafi aldrei verið hlutverk PHE, heldur verið á könnu heilbrigð- isráðuneytisins, að marka stefnu í smitmælingum og -rakningum vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir jafnframt að PHE hafi það meginverkefni að vakta smit- sjúkdóma og aðra þætti sem ógnað geta heilsu fólks, s.s. losun eitur- efna eða geislun. „En okkur er ekki úthlutað það fjármagn né hefur verið tryggð sú afkastageta sem þyrfti til að bregð- ast við heimsfaraldri,“ sagði hann í svari við spurningum Telegraph. PHE er nokkuð stór stofnun með um 5.000 stöðugildi og starfa þar einkum vísindamenn, rannsóknarfólk og lýðheilsu- sérfræðingar. Stofnunin hefur m.a. ráðist í herferðir sem miða að því að draga úr reykingum og bæta matræði almennings, draga úr skaðlegri neyslu vímuefna og efla skimun eftir hjarta- og æða- sjúkdómum, kynsjúkdómum og krabbameini. Í fjárlögum var PHE úthlutað um 300 milljónum punda en stofnunin hefur þurft að laga sig að niðurskurðaraðgerðum stjórn- valda á undanförnum árum sem leitt hafa til minnkandi fjár- framlaga. Tugir þúsunda manna munu starfa hjá nýju stofnuninni og ætl- unin að hún heyri undir bæði heil- brigðisráðuneytið og landlækni svo að ríkisstjórnin eigi auðveldara með að stýra faraldursviðbrögðum með beinum hætti. Á nýja stofnunin að hefja starfsemi strax í september en líklegt að það muni taka allan veturinn að útdeila hinum ýmsu verkefnum PHE hingað og þangað í breskri stjórnsýslu og heilbrigðis- kerfi. Veiran fellir Lýðheilsu- stofnun Englands AFP Vörn Matt Hancock heilbrigðisráðherra hyggst stofna nýja og sérhæfða stofnun þar sem nokkrir tugir þúsunda sérfræðinga munu leggjast á eitt. AFP Skellur Breskum stjórnvöldum hefur gengið erfiðlega að hefta úbreiðslu kórónuveirunnar og það þrátt fyrir að hafa gripið til harkalegra aðgerða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.