Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 2020 ✝ Jón Ingi Júl-íusson fæddist 24. desember 1932 í Vaðlakoti í Gaul- verjabæ. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 2. ágúst 2020. Foreldrar Jóns Inga voru: Laufey Jónsdóttir, f. 10.6. 1911 og Júlíus Á. Helgason, f. 23.7. 1904. Stjúpfaðir Jóns var Halldór Jónsson, f. 15.4. 1911. Jón Ingi átti tvær alsystur, Sigrúnu og Ingibjörgu og þrjár hálfsystur, Guðnýju (látin), Ósk og Erlu (lát- in). Hinn 24.12. 1953 kvæntist Jón Ingi eftirlifandi eiginkonu sinni, Pálhildi Sumarrós Guðmunds- dóttur, f. 30.5. 1935, og eignuðust þau sex börn. Þau eru: 1) Erla Lóa, f. 29.6. 1952, gift Jóhannesi Georgssyni og eign- uðust þau einn son, Jónas Atla. Erla var gift áður Magnúsi Indr- Anton Bjarna, Árna Þórð og Hildi Rós. Þau eiga eitt barnabarn. 6) Sigrún Stefanía, f. 22.7. 1969, gift Oddgeiri Má Sveinssyni (látinn). Þau eignuðust þrjú börn, Eystein Fannar, Írisi Önnu og Stefán Má. Jón Ingi vann ýmis störf, bæði sem verkamaður og versl- unarmaður. Lengst af starfaði hann sem kaupmaður í kjötversl- un. Hann rak kjötverslunina á Laugavegi 32 til margra ára ásamt öðrum. Árið 1969 hófu þau hjónin sinn eigin rekstur á kjöt- versluninni Kjöthúsið Ásgarði fram til árið 1985. Þau héldu áfram með kjötvinnslu og prjóna- stofu í húsnæðinu í nokkur ár eft- ir að þau hættu með verslunina. Hann starfaði ásamt eiginkonu sinni í kjötborðinu í Miklagarði og svo til starfsloka í kjötborðinu í versluninni Nóatúni. Hann tók sveinspróf í kjötiðn 1990. Hann var formaður í Félagi harmonikkuunnenda til fjölda ára og formaður í Félagi kjöt- kaupmanna í nokkur ár. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu hefur útför farið fram hinn 7. ágúst 2020. iðasyni (látinn) og eignuðust þau tvo syni, Pál Inga og Magnús Braga (lát- inn). Hún á þrjú stjúpbörn, sex barnabörn og sex stjúpbarnabörn. 2) Lúðvík Júlíus, f. 11.11. 1953, og á hann tvo syni, Guð- mund Brynjar og Magnús Má. Hann á fjögur barnabörn. 3) Finnborg Laufey, f. 23.12. 1954, gift Eysteini Haraldssyni og eignuðust þau fjögur börn, Krist- in Jón, Axel Þór, Bjarka Pál og Eydísi Lilju. Þau eiga níu barna- börn. 4) Jón Ingi Guðmundur, f. 22.8. 1961, giftur Ástbjörgu Lilju og eignuðust þau þrjú börn, Erlend Inga, Davíð Örn og Jón Inga. Þau eiga átta barnabörn. 5) Halldór Pálmar, f. 19.1. 1968, giftur Þóru Möller og eiga þau fjögur börn, Sigrúnu Ósk, Á hverjum degi heimurinn á fætur ætíð fer hversdagslegur vaninn lætur ekki hæða að sér. Vanabundin hringrás lífsins veitir okkur skjól venjan okkar öryggi er förum við á ról. Lífsklukkan í brjóstum okkar tifar hægt og hljótt við vitum það að eftir bjartan daginn kemur nótt. Enginn væri regnboginn ef ekkert félli regn engin litafegurð brytist sólin ekki í gegn. Þannig er víst tilveran og þannig þrífumst við þekkjum okkar takmörk vel og lífsins mörgu svið sorg og gleði systurnar sem fylgjast alltaf að órjúfanleg heild sem hvorki spyr um stund né stað. Í vantrú meltum það að pabbi fallinn sé nú frá um stund þá staðnar tilveran og verður dimm og grá því einmitt þessi pabbi sem að kvaddi um óttubil í þessu lífi hefur bara alltaf verið til. Sálin verður auð og tóm og tíminn staldrar við stundin myrka þykk og þung en svo fer allt á skrið Tárin streyma niður kinn og kökkurinn er sár með eftirsjá í huga þökkum öll hin góðu ár. Minningarnar sækja á og margt um hugann fer myndir birtast endalaust í hugum okkar hér Tregablandnar tilfinningar togast á um stund tárvot augun myndrænt skoða margan gleðifund. Nú aldan brotnar mjúklega við Sumarlandsins strönd Sólarlagið litar birtu nýja sjónarrönd um sveitina ber golan hljóðlát fréttina um það að nú sé pabbi kominn heim á æskudraumastað. (Bergljót Hreinsdóttir.) Hann pabbi okkar er lagður af stað í ferðina sem við öll förum – ferðina í sumarlandið þar sem ríkir eilíft sumar og þar sem engin veikindi eða erfiðleikar eru til. Hann er vafalaust búinn að krækja sér í nikku og byrjaður að spila. Það var það besta sem hann vissi, harmonikkan og hann urðu eitt í hvert sinn sem hann spilaði og allt í kringum hann lifnaði einhvern veginn við, varð bjartara og glaðlegra og kallaði fram bros á andlit þeirra sem á hlýddu. Ósjaldan vöknuðum við systkinin við glaðlega harmon- ikkutóna og dagurinn gat bara orðið góður. Pabbi fæddist í Vöðlakoti í Gaulverjabæ á að- fangadag árið 1932 og var því á áttugasta og áttunda aldursári þegar hann lést. Hann unni sveitinni sinni og gat ekki hætt að dásama fjalla- sýnina sem þar við blasti og átti minningar um að sitja á hól við bæinn þar sem hann horfði dá- leiddur á sjálfa Heklu gjósa. Það var fögur sýn og mikilfengleg. Pabbi elskaði lífið og sá alltaf spaugilegu hliðarnar á hlutun- um. Hann var mikill sögumaður og húmoristi og við eigum ófáar minningar um skemmtilegar sögustundir, óteljandi brandara og svo var hann hagmæltur líka og gerði margar góðar vísur. Við Apavatn reistu hann og mamma sér fallegan bústað þar sem við dvöldum löngum stund- um og þar voru ræktaðar kart- öflur í anda langafa og voru fyrirmælin alltaf skýr, við áttum að gera þetta eins og afi hans hafði kennt og alls ekki öðruvísi! Pabbi var kjötiðnaðarmaður og kaupmaður og voru yngstu börnin Halldór og Sigrún meira og minna með honum og mömmu í búðinni, hún í burð- arrúminu í kompunni, hann í kassa á búðargólfinu! Að þessu höfum við oft hlegið en þau mamma og pabbi voru vinnusöm og verkglöð svo uppeldið fór bara fram þar sem þau voru stödd hverju sinni! Já, þær eru fjölmargar og góðar minningarnar sem við systkinin eigum um hann elsku pabba. Það verður skrýtið að hafa hann ekki lengur meðal okkar, aðfangadagurinn verður öðruvísi þar sem „jólasveinninn“ okkar er ekki lengur þar til að fagna nýju aldursári með stór- fjölskyldunni. En við þekkjum hann það vel að við vitum að hann mun fagna sjálfur með sínu fólki í Sumarlandinu og þá verð- ur sko nikkan þanin! Elsku besti pabbi, okkar frá- bæra fyrirmynd og vinur, takk fyrir allt, við sjáumst öll seinna, í Sumarlandinu góða, Nangijala. Erla Lóa, Lúðvík, Finnborg, Jón Ingi, Halldór Pálmar og Sigrún Stefanía Jónsbörn. Elskulegur afi, langafi og vin- ur, heimurinn er fátækari án þín og verður þín sárt saknað í lif- anda lífi. Megir þú vaka yfir okk- ur öllum og njóta friðsældar á nýjum stað. Afi var hvers manns hugljúfi og mikill skemmtikraftur. Þegar litið er um öxl og minningar um afa rifjaðar upp er margt sem stendur upp úr. Stundir okkar afa hafa verið svo innihaldsríkar að skrifa mætti heila bók um allt það sem við gerðum saman og þær minningar sem tengjast afa. Á æskuárunum var löngum stundum leikið heima hjá ömmu og afa á Hraunbrautinni. Þar var maður eins og fuglinn frjáls og fljúgandi og fékk mikið frelsi til að bralla ýmislegt. Tíkin hún Týra vaktaði okkur barnabörnin í garðinum og ef við fórum of langt frá lét hún vita af okkur. Maður var heilu og hálfu dagana að leika sér í klettunum við Kópavogskirkju, klifra upp á þak og hoppa þaðan í grasbrekkuna í garðinum og sækja sér gulrætur í næsta garð, stundum við lítinn fögnuð. Stundirnar í kjötbúðinni í Ásgarði voru margar. Ég man enn lyktina eins og úr sláturhúsi, í kjallaranum, þar sem skrokk- arnir fengu að hanga þar til kjöt- iðnaðarmeistarinn (afi) myndi skera þá niður. Þá fékk maður stundum að hjálpa til við að setja afskurðinn í hakkavélina. Síðan bar maður tilbúna bakkana upp hringstigann upp í búð eða inn í frystikælinn til geymslu. Skemmtilegast var að fara inn kæliklefann og svo inn í frysti- klefann og hanga þar inni eins lengi og maður gat þolað. Þær voru ófáar samkomurnar og böllin sem maður fór á með afa þar sem hann var í aðal- hlutverki og spilaði á nikkuna sína. Harmonikkan var hans líf og yndi og spilaði hann reglulega fyrir okkur þegar við komum í heimsókn og svo fyrir langafa- börnin alveg þangað til hann gat ekki meir. Það var eitt sem einkenndi afa sérstaklega, hvar sem hann kom í heimsókn, alltaf þegar hann þurfti að hvíla sig lagðist hann á bakið á gólfið og fékk sér blund. Afi var alltaf mikill húmoristi og hafði hann mjög gaman af því snúa út úr öllu eins og honum einum var lagið. Hann hafði mjög gaman af að stríða langafa- börnunum sínum með útúrsnún- ingum og fá þau til að bregðast við hvert á sinn háttinn. Þegar börnin eru spurð hvers þau minnast um afa sinn þá er það pot og stríðni og að hann spurði alltaf „hvað heitir þú?“ og „hvað ætlar þú að verða þegar ég verð stór?“ Afi var gæddur mörgum kost- um og var hann iðinn við að fara með frumsamdar vísur eftir sjálfan sig og aðra upp úr þurru þegar sá gállinn var á honum. Eftir því sem aldurinn færðist yfir urðu þær beittari og klúrari. Meðan við gátum hlegið okkur máttlaus yfir þessum vísum þótti ömmu oft nóg um en hafði þó lúmskt gaman af þeim. Hvíl þú í friði elsku besti afi, langafi og vinur. Kristinn (Kiddi), Inger, Vík- ingur Atli og Kári Steinn. Við minnumst Jóns frænda með söknuði. Hann var eldri bróðir mömmu okkar, en þau voru þrjú systkinin fædd í Vöðla- koti í Flóa, Jón, Ingibjörg og móðir okkar Sigrún; þau ólust þar upp hjá ömmu sinni og afa við gott atlæti. Síðar eignuðust þau þrjár hálfsystur, Ósk, Guð- nýju og Erlu. Jón frændi eða Jón bróðir eins og hann var jafnan kallaður af okkur hafði einstaka hæfileika til að sjá spaugilegar hliðar á til- verunni og verða tilsvör hans og uppátæki lengi í minnum höfð. Hann lumaði á ótrúlegum fjölda skemmtisagna og vísna svo allir emjuðu úr hlátri og okkur krökkunum stríddi hann óspart. Jón og Palla voru einstaklega samhent hjón og oftast nefnd í sama orði. Við systur eigum margar góðar æskuminningar frá Hraunbrautinni í Kópavogi, fjölskylduboðum og ferðalögum í gegnum tíðina, að ógleymdum réttunum á Snæfellsnesi. Þar var Jón alltaf hrókur alls fagn- aðar. Jón var kjötiðnaðarmaður og vann í ýmsum verslunum, svo sem á Laugavegi 32 og í Ásgarði. Á tímabili ráku þau hjónin prjónastofu í Ásgarði. Það var gaman að fara með í kjötbúð- irnar og sjá þann ævintýraheim sem blasti við þegar á bak við var komið. Jón og Palla fluttu í Hvera- gerði og bjuggu þar hin síðari ár. Þangað var alltaf gott að koma og vel tekið á móti gestum með góðum veitingum og jafnvel harmonikuleik. Jóni var margt til lista lagt. Hann var góður teiknari, teikn- aði t.d. falleg jólakort þegar hann var ungur og seldi. Hann bjó meðal annars til Vöðla- kotsbæinn sem alltaf var upp- lýstur um jólin hjá ömmu okkar. Hann skar líka út í tré ýmsa fal- lega muni. Jón frændi spilaði gjarnan á harmoniku í jólaboðum og fjöl- skylduferðum. Börn hændust mjög að honum og var hann oft kallaður jólasveinninn sem var ekki í búningi, enda skartaði hann miklu hvítu skeggi sem minnti óneitanlega á sveinka. Auk þess var hann fæddur á að- fangadag svo að tengingin við jólin var augljós. Við vottum Pöllu og öllum af- komendum þeirra Jóns innilega samúð. Sigríður og Steinunn Stefánsdætur. Ævinlega er sorglegt þegar gamlir og góðir vinir falla frá. Jón var vinur vina sinna og ljúf- menni fram í fingurgóma. Hann hefði orðið 88 ára næstu jól. Í nokkur ár hefur heilsu Jóns ver- ið að hraka og nú síðla sumars var komið að leiðarlokum. Kynni okkar hófust nokkru eftir að Fé- lag harmonikuunnenda í Reykja- vík var stofnað 1977. Jón var fljótt dottinn inn í hin ýmsu fé- lags- og stjórnunarstörf og sann- aði hugsjónaeðlið í félagsstarf- inu. Hann lagði sig allan fram um að gera sitt besta fyrir hin nýstofnuðu samtök. Til liðs við hljómsveit félagsins gekk Jón snarlega og lék með henni inn á þrjár hljómplötur við mörg tæki- færi. Umrætt félag sem nú er 43 ára er enn í fullu fjöri, hefur haldið uppi metnaði að tryggja stöðu harmonikunnar í nútíma- þjóðfélagi þar sem ýmsir tísku- straumar ná völdum í heimi hljóðfæranna. Auðvitað skapar frumkvöðlastarfið hljóminn fyrir hversu vel eða illa spilast úr og ætla ég að þakka Jóni fyrir hans þátt í því, hann dró aldrei af sér að sinna hinum ýmsu verkum innan félagsins og var frábær samstarfsfélagi. Meðan ég lífs- anda dreg mun ég ekki gleyma samvinnu okkar er við stóðum að móttöku norskra harmoniku- félaga, en þá vorum við að end- urgjalda boð sem við nutum ári fyrr til Noregs. Símtölin okkar í milli verða ekki talin á fingri annarrar handar á þeim tíma, né heldur síðar. Alltaf stóð heimili Jóns og Pöllu á Hraunbrautinni opið til að halda fundi og mót- tökur gesta, innlendra sem er- lendra á vegum félagsins. Palla, kona Jóns, sá um að veitingarnar væru lystugar og fallega fram bornar. Lengi vel var Hraun- brautin staðurinn þar sem ákvarðanir voru teknar. Jón var formaður FHUR í tvígang og gerður heiðursfélagi 2010. Jón lék listavel á harmoniku og kunni ógrynni laga enda fluglæs á nótur. Hann hafði tekið að sér að spila á samkomum á vegum Bandalags kvenna, á elliheimil- um og fékk mig í samstarf með sér. Árin urðu 33 í þessu gefandi starfi með Jóni og talaði hann oft um að fáum körlum væri boðin aðild að kvenfélagi. Af þessum vini mínum lærði ég mikið og fjölda skemmtilegra laga er ég held enn á lofti við ýmis tæki- færi. Með Jóni er fallinn frá starfsamur og glaðsinna maður er naut sín í félagsstarfi og við munum lengi minnast. Í hug- skotinu verða geymdir gamlir molar úr ferðum innanlands og utan. Heimsókn til Målselv og Senja Trekkspillklubb í Noregi 1982 stóð upp úr, þá fór saman utan 50 manna hópur íslenskra harmonikufélaga sem nutu gest- risni Norðmanna. Þar var spilað og sungið, dansað og hlegið fram á nætur. Líka ferð með Þjóð- dansafélagi Reykjavíkur til Dan- merkur 2004 þar sem við lékum undir dansi og nutum samver- unnar. Sem vænta mátti var jarðarför Jóns virðuleg. Eftir- spilið, Kveðja til Pöllu, leikið af diski, af honum sjálfum eftir hann. Harmonikurnar hans stóðu beggja vegna kistunnar við altarið og voru bornar út á eftir kistunni af ættingjunum, það var fallegt og kom við mína við- kvæmu strengi. Hafið þökk fyr- ir. Ég sendi Pöllu, börnum og fjölskyldum þeirra mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Hilmar Hjartarson. Kveðja frá Félagi harm- onikuunnenda í Reykjavík Þeim fækkar nú óðum braut- ryðjendunum í Félagi harmon- ikuunnenda í Reykjavík. Jón Ingi Júlíusson var svo sannar- lega einn af þeim. Hann gekk í félagið fljótlega eftir stofnun þess og hinum félögunum varð fljótlega ljóst að þar var kominn maður sem var til í að láta verk- in tala. Hann var ekki aðeins af- bragðsharmonikuleikari, heldur frábær félagsmálamaður. Jón Ingi var fljótlega kominn í for- ystu félagsins og þegar þurfti að leika fyrir dansi var Jón Ingi einn af þeim betri. Þær voru ófá- ar skemmtanirnar og dansleik- irnir á vegum FHUR, sem hann tók þátt í. Jón Ingi lék með hljómsveit félagsins í yfir þrjátíu ár, m.a. á níu landsmótum. Það var gott og gaman að vinna með Jóni Inga. Hann var fljótur að átta sig á aðalatriðunum og losa sig við aukaatriði, þá var gam- ansemi hans við brugðið. Hæfi- leiki hans til að snúa út úr orða- tiltækjum og málsháttum var dæmalaus. Hann varð formaður 1985, á mjög viðkvæmum tíma í sögu félagsins, en með lagni sinni og ljúfmennsku tókst hon- um að stýra félaginu farsællega fram hjá þeim hindrunum, sem á veginum urðu. Hann lék með hljómsveit félagsins árum saman og var einn af ómissandi félögum þar. Að baki honum stóð eiginkon- an, hún Palla, en samvinna þeirra var til mikillar fyrirmynd- ar, sem allir tóku eftir. Palla var ein af þeim sem stóðu að kaffi- konum félagsins, en hún vann að veitingasölu á skemmtifundum félagsins og þær söfnuðu fyrir hátíðarfána sem var afhentur á 10 ára afmæli FHUR og er ávallt notaður við hátíðleg tæki- færi. Árum saman voru þau boðin og búin að leggja félaginu lið og gestrisni þeirra var einstök. Eft- ir að þau hjónin fluttu í Hvera- gerði árið 2005 drógu þau úr þátttöku í félagsstarfinu enda búin að vera í fararbroddi lengi. Þó lék Jón Ingi í hljómsveitinni eftir það, en hann var verðskuld- að gerður að heiðursfélaga árið 2010 eftir mörg ár í formennsku og óeigingjarna vinnu að fé- lagsmálum. Félagar í FHUR minnast Jóns Inga af virðingu og hlýhug og senda samúðarkveðj- ur til Pöllu og afkomendanna, sem voru Jóni Inga svo kærir. Friðjón Hallgrímsson. Jón Ingi Júlíusson Mig langar að minnast Svanhildar Jónsdóttur, sem ég átti samstarf við í yfir 45 ár. Svanhildur vann á skrifstofu Loftorku Reykjavík ehf. allan þennan tíma sem gjaldkeri jafnframt því að sjá um bókhald félagsins. Það er ekki talið gott í mínu starfi sem endurskoðanda að sama mann- eskjan sjái um bæði þessi störf hjá fyrirtækum, en Svana var svo sannarlega þess trausts Svanhildur Jónsdóttir ✝ Svanhildur Jónsdóttir fæddist 8. nóv- ember 1942. Hún lést 4. ágúst 2020. Út- förin fór fram 13. ágúst 2020. verð, því nákvæmni og samviskusamleg vinnubrögð hennar voru bara þannig að allir báru til hennar fullt traust og því brást hún svo sann- arlega ekki. Það var því mjög mikilvægt fyrir mig sem end- urskoðanda félags- ins að þekkja Svönu og kynnast vinnu- brögðum hennar. Sigurður Sig- urðsson og Sæunn Andrésdóttir, eigendur félagsins, gerðu sér líka grein fyrir því hvílík gersemi Svana var fyrir fyrirtækið. Trú- mennska hennar og tryggð var einstök því það hefur sjálfsagt ekki alltaf verið auðvelt að mæta til vinnu og sjá til þess að hægt væri að standa við loforð um greiðslur reikninga á þeim dög- um, sem lofað hafði verið. Loft- orka er verktakafyrirtæki og því flestir starfsmenn þess karl- menn, allt upp undir hundrað manns á sumrin, og því karllæg- ur kúltúr í gangi meðal starfs- manna, en ég held að ég geti sagt með vissu að samskipti hennar og þeirra voru með þeim hætti að allir báru mikla virð- ingu fyrir Svönu og það var gagnkvæmt því hún vissi, að eins og hún voru menn að leggja sig alla fram við að sinna sínum störfum. Svana var líka áhuga- söm um útivist og ferðaðist um landið á sumrin og einnig fór hún á gönguskíði á vetrum og var gaman að ræða um þessi áhuga- mál hennar þegar bókhald og tölur voru afgreidd. Ég á því að- eins jákvæðar minningar um samvinnu okkar Svönu í gegnum árin og minnist hennar með virð- ingu í huga um leið og ég votta fjölskyldu hennar og vinum sam- úð mína við andlát hennar. Stefán Bergsson, endurskoðandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.