Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 2020 „ÞETTA ER ÞAKKARKORT.” „SJÁÐU ÞETTA! 62 ÁRA GAMALL OG EKKI EIN SKEMMD.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að eiga góðan eiginmann. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann OJJJ! ROSALEGA ER VOND LYKT AF KATTAMAT! NJÓTTU HVÍ MYNDI ÉG EKKI GERA ÞAÐ EFTIR ÞESSA KYNNINGU?! ÞAÐ ER EKKERT GOTT TIL AÐ BORÐA Í BÚRINU! HVERS VEGNA HEFUR ÞÚ ÞÁ STAÐIÐ ÞARNA SÍÐUSTU TÍU MÍNÚTURNAR? ÉG ER AÐ REYNA AÐ ÁKVEÐA HVAÐ ÉG GET SÆTT MIG VIÐ! BANKI mjög samrýnd og hittist reglulega. Ég á tvö ung barnabörn og þau eru oft í heimsókn hjá okkur afa og ömmu.“ Fjölskylda Eiginkona Hilmars er Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, f. 22.10. 1967, formaður Félags grunnskólakenn- ara. Foreldrar: Kristín Áslaug Guð- mundsdóttir, f. 7.3. 1950, fv. formað- ur Sjúkraliðafélags Íslands, og Diðrik Ísleifsson, f. 17.1. 1946, smiður, búsett á Selfossi. Börn Hilmars og Þorgerðar eru 1) Hjörtur Steinn Hilmarsson, 4. stigs vélfræðingur og viðskiptafræðingur, f. 20.8. 1989. Maki: Helga Gunndís Þórhallsdóttir, viðskiptafræðingur og nemi, fædd 23. júní 1991, sonur þeirra er Hilmar Atli, f. 19.12. 2018, búsett í Reykjavík; 2) Kristín Björk Hilmarsdóttir félagsfræðingur, f. 16.12. 1992. Maki: Kristján Einars- son markaðsfræðingur, f. 31.3. 1990. Dóttir þeirra er Una Margrét, f. 29.7. 2018, búsett í Reykjavík; 3) Hróbjartur Pálmar Hilmarsson húsasmiður, f. 13.10. 1994. Maki: Irja Gröndal nemi, f. 4.10. 1996, bú- sett í Reykjavík; 4) Úlfhildur Ármey Hilmarsdóttir nemi, f. 19.7. 1999. Maki, Lúðvík Kemp Ellingsen nemi, f. 1.11. 1999. Systkini Hilmars eru Benedikt Harðarson bifvélavirki, f. 8.2. 1955, búsettur í Reykjavík; Gylfi Harð- arson rafvirki, f. 13.1. 1958, búsettur í Reykjavík; Hörður Harðarson bif- vélavirki, f. 16.12.1964, búsettur í Hafnarfirði; Áslaug Þór Harðar- dóttir þroskaþjálfi, f. 16.1. 1967, bú- sett í Reykjavík. Foreldrar Hilmars voru hjónin Hörður Benediktsson múrari, f. 29.7. 1930, d. 23.7. 2009, og Hjördís Magðalena Jóhannsdóttir leikskóla- starfsmaður, f. 16.8. 1934, d. 10.8. 2012. Hjördís og Hörður voru búsett í Skipholti allan sinn fullorðinsaldur. Hilmar Harðarson Friðrik Gissur Benónýsson formaður í Vestmannaeyjum Oddný Benediktsdóttir húsmóðir í Vestmannaeyjum Benedikt Friðriksson skósmiður í Reykjavík Guðrún Pálsdóttir verkakona í Reykjavík Hörður Benediktsson múrari í Reykjavík Páll Sigurðsson bifreiðarstjóri í Eyjum Helga Soffía Helgadóttir húsmóðir í Vestmannaeyjum Benóný Friðriksson (Binni í Gröf) aflakóngur í Vestmannaeyjum Hjörtur Magnús Þorleifsson vélstjóri í Hafnarfirði Jónína Sigríður Guðmundsdóttir matselja í Hafnarfirði Jóhann Hjartarson skipskokkur í Hafnarfirði Einhildur Þóra Jóhannesdóttir starfsmaður í Straumsvík og húsfreyja í Hafnarfirði Jóhannes Þorsteinsson bifreiðarstjóri í Hafnarfirði Þóra Jónsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Úr frændgarði Hilmars Harðarsonar Hjördís Magðalena Jóhannsdóttir leikskólastarfsmaður í Reykjavík Áfimmtudag orti Sigrún ÁstaHaraldsdóttir á Leir við fal- lega sumarmynd: Til mín rökkrið töltir hljótt, tíminn staðar nemur, er hin bláa ágúst nótt yfir landið kemur. Ólafur Stefánsson svaraði: Rómantíkin rennur eins og smér, rauðanóttin verður fagurblá. Í rigningunni rotna krækiber, sem reyndar voru hvort sem er of smá. Sigrún Ásta svaraði aftur og spurði: „Ha, finnst þér þetta of væmið?? Ég er bara að reyna að gera það sem ætlast er til af mér“: Flestum yndi finnst ég vera, forðast deilur, jag og þras, eins og konur einatt gera yrki ég um jörð og gras. Ólafur aftur: Þú átt skilið þrefalt hrós, að þenkja svona’ á kvöldin og bera þig sem blíðaljós, er brussur heimta völdin. Sgrún Ásta bregður á glens: „Já, ég er rosaleg dúlla. Þessi vísa er áreiðanlega um mig“: Ekk’ er ég skelfilegt skass með skaðræðis ofurkraft, engan hef ráðskonu rass né rifrildissóða kjaft „Dúllurnar, já!“ endurtók Ólafur og kvað: Ekki þær vopnast til valda, en vel klæddar, ilmandi, það eru þær sem halda þjóðinni gangandi. Nú gat Skírnir Garðarsson ekki á sér setið: „Afsakið, það er nú helst ég sem held þjóðinni gangandi, hef gengið lifandis ósköp upp á síðkast- ið. Flosi heitinn Ólafsson sagðist hafa valið leiklistarskólann því þá taldi hann sig gulltryggðan með „þrifalega innivinnu til lífstíðar“, eins og hann komst að orði. Ég taldi mig vera nokkurn veginn með þetta líka, en annað hefur komið á dag- inn, kom inn hundblautur áðan“: Logn á vegi lífsins er – - lund þó kæti töltið-, bara ekki í boði hér, býsna drjúgt er röltið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hin hljóða stillta ágústnótt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.