Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 2020 Tilkynning um innlausn hlutabréfa í Heimavöllum hf. Fredensborg ICE ehf. hefur eignast meira en 9/10 hluta af hlutafé í Heimavöllum hf. Í 110. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti er heimild fyrir hluthafa sem á meira en 9/10 hluta hlutafjár í félagi og ræður yfir samsvarandi atkvæðamagni, að fara fram á að aðrir hluthafar í félaginu skuli sæta innlausn á hlutum sínum. Fredensborg ICE ehf. og stjórn Heimavalla hf. hafa komist að samkomulagi um að innlausnarréttur réttur verði nýttur. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti skal tilkynning um innlausn birt með sama hætti og aðalfundarboð. Kveða samþykktir félagsins á um að það skuli gert með auglýsingu í dagblaði eða á annan sannanlegan hátt. Stjórn Fredensborg ICE ehf. hefur ákveðið að innlausnarverð verði 1,5 kr. en skv. 1. mgr. 110. gr. laga um verðbréfaviðskipti er verð sem boðið var í yfirtökutilboði í hlutabréf Heimavalla hf. frá Fredensborg ICE ehf., sem rann út 15. júní sl. teljast sanngjarnt inn- lausnarverð. Hlutafjáreign hluthafa tekur mið af stöðu þeirra skv. hlutaskrá Heimavalla hf. þann 17. ágúst 2020. Hluthafar eru hér með hvattir til að samþykkja innlausnina og framselja hlutabréf sín í Heimavöllum hf. til Fredensborg ICE ehf. hið fyrsta og eigi síðar en innan fjögurra vikna, þ.e. fyrir lok dags 14. september 2020. Innlausnarverðið verður greitt til hluthafa að loknum framangreindum fresti, eigi síðar en fyrir lok dags 18. september 2020. Þeir hluthafar sem ekki samþykkja innlausnina fá söluandvirði hluta sinna greitt inn á reikn- ing á nafni rétthafa. Frá þeim tíma telst Fredensborg ICE ehf. réttur eigandi hlutabréfanna og hlutabréf fyrri eiganda ógild, sbr. 110. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Hluthafar geta framselt hluti sína í Heimavöllum hf. á vefsíðu Heimavalla hf., https:// www.heimavellir.is/is/fredensborg-ice-ehf-1. Hluthöfum er bent á að hafa samband við Erlend Kristjánsson í síma 669-6940 ef óskað er frekari upplýsinga. Reykjavík, 17. ágúst 2020, Fredensborg ICE ehf. heimavellir.is Snorri Másson snorrim@mbl.is Það fer bara vel um Þórunni Kol- beinsdóttur, myndlistarmann og bóksala, í sérherbergi hennar í sótt- varnahúsinu við Rauðarárstíg, þar sem hún sér fram á að vera í ein- angrun næstu vikur, alltént ef sam- býliskonur hennar tvær reynast, ólíkt henni, ekki vera smitaðar af kórónuveirunni. Þórunn greindist með veiruna á föstudaginn og þar sem hún hafði ekki kost á að vera í einangrun heima við fékk hún inni á Rauðarárstíg á laugardaginn, en ef sambýliskonur hennar eru með veir- una geta þær svo sem verið saman í einangrun á heimili þeirra í Vestur- bænum. Þórunn er ein af 121 sem eru í ein- angrun á Íslandi vegna kórónuveir- unnar. Langflest þessara smita eru innanlandssmit og það gildir um smit Þórunnar, sem hefur ekki ferðast til útlanda nýlega. Hún hefur ekki hugmynd um hvaðan hún fékk veiruna. „Það hefur enginn verið veikur í kringum mig eða neitt þannig. Ég hef líklegast fengið þetta í vinnunni á einhverjum tímapunkti,“ segir Þór- unn, sem vinnur við afgreiðslu í Ey- mundsson á Skólavörðustíg. Fólkið í kringum Þórunni hefur verið í skimun í gær og í dag og niðurstaðna er að vænta á næstu dögum. Fyrst fann Þórunn fyrir ör- litlum kvefeinkennum á sunnu- deginum fyrir viku, hringdi á heilsu- gæslu, spurði hvort hún ætti að bregðast við en henni var sagt að það þyrfti ekki í bili. Einkennin fóru síð- an og á miðvikudegi mætti hún til vinnu frísk en á fimmtudegi fann hún allt í einu ekki bragð af morgun- kaffinu. Hún pantaði tíma, fór í sóttkví og daginn eftir greindist hún með veiruna. Hún segir skrýtna tilfinningu að greinast án þess að hafa minnstu hugmynd um hvaðan smitið er kom- ið. „Ég er sjálf búin að passa mig rosalega vel en mér finnst þetta sýna að allt sem við erum að gera, spritta sig oft á dag og gæta að öllu og lifa þessu skrýtna lífi, að það er ekki til- gangslaust.“ Ekki hugmynd um hvaðan veiran kom  Smitaðist hugsanlega í vinnunni Ljósmynd/Gréta Þorkelsdóttir Einangrun Þórunn sótt á laugardagsmorgni til að fara í sóttvarnahúsið. „Ég var á leið yfir Laxárdalsheiði upp frá Hrúta- firði þegar ég sá þennan smyril sem stillti sér svona fallega upp,“ sagði Höskuldur Erlingsson við Morgunblaðið. Höskuldur sagðist hafa tekið margar myndir af fuglinum sem var hinn rólegasti „þar til hon- um brást skyndilega þolinmæðin og flaug á brott og sendi mér frekar illilegt augnaráð“. Á því augnabliki var þessi mynd tekin. Smyrlar eru algengustu ránfuglarnir hér á landi en um 1.000-1.200 pör verpa hér á sumrin. Smyrlar eru farfuglar, koma yfirleitt um miðjan apríl og halda í lok september á vetrarstöðvar, einkum í Bretlandi. Fyrir kemur þó, að smyrlar hafi vetrarsetu á Íslandi. Ljósmynd/Höskuldur Erlingsson Smyrill í fyrirsætustörfum Flugvél Icelandair á leið til Ham- borgar var snúið við skömmu eftir flugtak á sunnudagsmorgun vegna vélartruflana. Vélin tók á loft klukk- an 7.59 í gærmorgun, en sneri við á flugi yfir Kirkjubæjarklaustri í um 35.000 feta hæð þegar bilunar í hreyfli varð vart. Vélin lenti klukkan 8.53 á Keflavíkurflugvelli. Alls voru um 150 farþegar um borð í vélinni. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir að slökkt hafi verið á öðrum hreyfli Boeing 757-vélarinnar eftir að vélarbilun kom upp í mótor hreyfilsins, en slíkt er gert samkvæmt verklagi. Að sögn Ásdísar var aldrei nein hætta á ferð- um, enda vélar hannaðar til að geta flogið á einum hreyfli. Óskað var eft- ir forgangi til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Annað flug var í kjölfarið sett upp og flogið var með þeirri vél til Hamborgar skömmu eftir klukkan 11 í gær. Að sögn Ásgeirs Þórarinssonar, varðstjóra hjá Brunavörnum Suður- nesja, voru gangtruflanir í mótor vélarinnar og hættustigi, sem er miðstigið í neyðarviðbúnaðarkefi vallarins, lýst yfir. Allir tiltækir sjúkrabílar og einn slökkvibíll voru sendir á biðsvæði við Straumsvík. Hættustigi var aflýst þegar vélin lenti heilu og höldnu í Keflavík. Bilun kom upp í vél Icelandair  Snúið við á leið til Hamborgar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.