Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 2020 Hólmbert Aron Friðjónsson er kominn upp í annað sæti yfir markahæstu menn í norsku úrvals- deildinni í fótbolta eftir að hann gerði bæði mörk Aalesund í 2:3-tapi fyrir Rosenborg í gær. Hefur Hólm- bert skorað tíu mörk í tólf leikjum á tímabilinu. Svava Rós Guðmundsdóttir er í þriðja sæti yfir markahæstu leik- menn sænsku deildarinnar með sex mörk eftir að hún skoraði sig- urmark Kristianstad í 2:1-sigri á Örebro. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad. Íslendingar raða inn mörkum Morgunblaðið/Eggert Markheppin Svava Rós Guðmunds- dóttir er að spila vel í Svíþjóð. FÓTBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Breiðablik er komið með fimm stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta eftir 7:0-risasigur á botnliði FH er deildin sneri aftur eft- ir tæplega þriggja vikna frí í gær. Valur getur minnkað muninn aftur í tvö stig með sigri á KR á útivelli í kvöld. Agla María Albertsdóttir fór á kostum fyrir Breiðablik og skoraði þrennu. Því miður fyrir hana urðu af- ar fáir vitni af stórleiknum, þar sem áhorfendur voru ekki leyfðir. Breiða- blik er með fullt hús stiga eftir átta leiki og markatöluna 35:0. Það er því erfitt að sjá eitthvað annað lið en Breiðablik fagna Íslandsmeist- aratitlinum í lok leiktíðarinnar. „Þrátt fyrir að Agla María Al- bertsdóttir hafi skorað þrennu í leiknum var Sveindís Jane Jóns- dóttir besti leikmaður vallarins enda kom hún með beinum eða óbeinum hætti að sex mörkum Blika. Hún gef- ur þessu Blikaliði allt aðra vídd en undanfarin ár og varnarmönnum annarra liða í deildinni er lítill greiði gerður að þurfa að kljást við hana og Öglu Maríu í 90 mínútur plús en þær stöllur hafa verið duglegar að skipta um kanta í leikjum sumarsins,“ skrif- aði Bjarni Helgason m.a. um leikinn á mbl.is.  Þóra Rún Óladóttir, markvörð- ur FH, spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild síðan 2016.  Ingibjörg Rún Óladóttir lék sinn 50. deildarleik á ferlinum og hafa þeir allir komið fyrir FH; 25 í efstu deild og 25 í 1. deild.  Phoenetia Browen lék sinn fyrsta leik í efstu deild með FH. Hafði hún áður leikið 16 leiki með Sindra 2017.  Agla María Albertsdóttir skor- aði sína aðra þrennu í efstu deild og þá fyrstu síðan hún gerði þrjú mörk fyrir Stjörnuna í 5:1-sigri á KR sum- arið 2017.  Sveindís Jane Jónsdóttir skor- aði sitt sjöunda mark í deildinni í sumar. Hún gerði sjö mörk með Keflavík á sínu fyrsta ári í deildinni síðasta sumar.  Vigdís Edda Friðriksdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild er hún skoraði sjötta mark Breiða- bliks. Lokaði rammanum á Selfossi Fylkir fagnaði öðrum 1:0-sigrinum á Selfossi í sumar er liðin mættust á Selfossi. Framherjinn ungi Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sig- urmarkið í blálokin. Cecilía Rán Rúnarsdóttir í marki Fylkis átti hins vegar stærstan þátt í sigrinum, þar sem hún varði nokkrum sinnum glæsilega. Fylkir er nú í þriðja sæti með 15 stig, þremur stigum á undan ÍBV í fjórða sæti. Hólmfríður Magnúsdóttir var hættuleg í framlínunni hjá Selfossi en náði ekki að nýta sín færi. Helsta ástæðan fyrir því var Cecilia Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis, sem var með allt á hreinu í markinu og átti nokkrar frábærar vörslur auk þess sem hún var öryggið uppmálað í föstum leikatriðum Selfyssinga, með öll langskot og fyrirgjafir á hreinu,“ skrifaði Guðmundur Karl Sig- urdórsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Bryndís Arna Níelsdóttir skor- aði sjötta markið sitt í áttunda deild- arleiknum í sumar. Hún skoraði að- eins tvö mörk í fjórtán leikjum allt síðasta sumar.  Vesna Elísa Smiljkovic lék sinn 222. leik í efstu deild. Hún fór upp fyrir Lilju Dögg Valþórsdóttur yfir leikjahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi og upp í áttunda sætið. Þriðji sigurinn í röð Sigur ÍBV á Þrótti Reykjavík, 2:0, var þriðji sigur Eyjakvenna í röð. Eftir erfitt gengi í upphafi móts er ÍBV nú komið upp í fjórða sæti deildarinnar. Þróttarar hafa leikið ágætlega á köflum í sumar en nýlið- arnir eru aðeins með einn deild- arsigur til þessa og ljóst að liðið þarf að safna stigum hraðar til að halda sér uppi. „Bæði lið voru greinilega ekki full- frísk enda langt frá síðasta leik. Eyjakonur eru búnar að vinna þrjá í röð og eru þær kannski betur mann- að fótboltalið en margir héldu? Olga Sevcova er lettnesk landsliðskona og hún sýndi gæði sín enn og aftur í dag. Þá eru Þróttarar oft frískir og skemmtilegir á vellinum, þó ekki í dag,“ skrifaði Kristófer Krist- jánsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Hin lettneska Karlina Miksone skoraði sitt fyrsta mark hér á landi er hún kom ÍBV í 2:0 í seinni hálf- leik. Jöfnunarmark í blálokin Þór/KA bjargaði jafntefli á síð- ustu stundu er liðið heimsótti Stjörnuna heim í Garðabæinn. María Catharina Gros tryggði Stjörnunni stigið með jöfn- unarmarki í uppbótartíma eftir að Aníta Ýr Þorvaldsdóttir hafði kom- ið Stjörnunni yfir. Var leikurinn nokkuð rólegur, en úrslitin voru sanngjörn þegar uppi var staðið. „Leikur Stjörnunnar og Þórs/KA var rólegur framan af þótt ekki hafi skort baráttuvilja í liðin sem bæði eru um eða fyrir neðan miðja deild. Hættulegar marktilraunir voru af skornum skammti allan fyrri hálf- leik og náði hvort lið ekki nema einu eða tveimur almennilegum mark- tækifærum,“ skrifaði Þorgerður Anna Gunnarsdóttir m.a. um leik- inn á mbl.is.  Kanadíski landsliðsmarkvörð- urinn Erin McLeod og hin banda- ríska Angela Caloia léku sinn fyrsta leik hér á landi, en þær komu til Stjörnunnar fyrir helgi.  María Sól Jakobsdóttir hjá Stjörnunni lék sinn 50. leik í efstu deild. Sautján þeirra eru með Stjörnunni og hinir með Grindavík. Magnaðir Blikar völtuðu yfir botnliðið  Breiðablik komið með fimm stiga forskot  Cecilía fór á kostum Morgunblaðið/Íris Hafnarfjörður Breiðablik sýndi styrk sinn í risasigri á botnliðinu í gær. ÞRÓTTUR – ÍBV 0:2 0:1 Karlina Miksone 20. 0:2 Fatma Kara 57. M Andrea Rut Bjarnadóttir (Þrótti) Laura Hughes (Þrótti) Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þrótti) Auður S. Scheving (ÍBV) Fatma Kara (ÍBV) Karlina Miksone (ÍBV) Kristjana R. Sigurz (ÍBV) Olga Sevcova (ÍBV) Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson – 7. SELFOSS – FYLKIR 0:1 0:1 Bryndís Arna Níelsdóttir 90. MMM Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Fylki) M Anna María Friðgeirsdóttir (Selfossi) Dagný Brynjarsdóttir (Selfossi) Clara Sigurðardóttir (Selfossi) Karitas Tómasdóttir (Selfossi) Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylki) Stefanía Ragnarsdóttir (Fylki) Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylki) Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson – 8 FH – BREIÐABLIK 0:7 0:1 Sveindís Jane Jónsdóttir 8. 0:2 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 43. 0:3 Agla María Albertsdóttir 55. 0:4 Agla María Albertsdóttir 76. 0:5 Agla María Albertsdóttir 79. 0:6 Vigdís Edda Friðriksdóttir 85. 0:7 Rakel Hönnudóttir 90. MM Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki) Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðabliki) M Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðabliki) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðabliki) Kristín Dís Árnadóttir (Breiðabliki) Rakel Hönnudóttir (Breiðabliki) Phoenetia Browne (FH) Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson – 8. STJARNAN – ÞÓR/KA 1:1 1:0 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir 68. 1:1 María C. Ólafsdóttir Gros 90. M Erin Mcleod (Stjörnunni) Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjörnunni) María Sól Jakobsdóttir (Stjörnunni) Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) Jakobína Hjörvarsdóttir (Þór/KA) Madeline Gotta (Þór/KA) Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson – 8.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.  Heimsmeistaramótinu í kraftlyft- ingum, sem átti að fara fram í Stav- anger í Noregi í nóvember, hefur verið frestað um eitt ár vegna kórónuveir- unnar. Júlían J.K. Jóhannsson, íþrótta- maður ársins, átti að keppa á mótinu og var líklegur til afreka. Júlían á heimsmetið í réttstöðulyftu, 409 kíló, en hann setti metið á Íslandsmótinu í réttstöðulyftu í Fagralundi í júní.  Körfuknattleiksdeild Hauka hefur gengið frá samningi við kólumbíska körfuboltamanninn Hancel Atencia og mun hann leika með liðinu á komandi leiktíð. Leikmaðurinn staðfesti við karfan.is. Atencia lék með Þór á Akur- eyri á síðustu leiktíð við góðan orðstír og skoraði 18 stig, tók þrjú fráköst og gaf sex stoðsendingar að meðaltali í leik.  Josgua Cheptegei frá Úganda sló sextán ára gamalt heimsmet í 5.000 metra hlaupi karla um tæpar tvær sek- úndur í Mónakó. Cheptegei, sem er 23 ára, varð heimsmeistari í 10.000 metra hlaupi í fyrra og hefur áður sagst ætla að reyna að næla í heims- metið. Hann kom í mark á tímanum 12:35,36 mínútum en Kennensia Be- kele frá Eþíópíu hafði áður hlaupið á 12:37,35 á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Hollandi árið 2004.  Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur verið útnefndur þjálf- ari ársins í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann stýrði liðinu til sigurs í keppn- inni í fyrsta sinn í 30 ár.  Ívar Kristinn Jasonarson varð fjórði í 400 metra hlaupi á sænska meist- aramótinu í frjálsíþróttum. Hljóp hann á 48,32 sekúndum sem er hans besti tími á árinu og hans fimmti besti tími. Ívar tók einnig þátt í 200 metra hlaupi og hafnaði í 13. sæti af 23 keppendum.  Danski knattspyrnumaðurinn Christian Sivebæk hefur yfirgefið Fjölni, en hann kom til félagsins frá Vi- borg í heimalanidnu í byrjun júlí og lék fimm leiki. „Hann fær högg á hnéð í fyrsta leik hjá okkur og nær sér aldrei á strik,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis við Fótbolta.net.  Knattspyrnumaðurinn Tahith Chong er búinn að skrifa undir láns- samning við Werder Bremen í Þýska- landi og verður hann hjá félaginu út næstu leiktíð. Chong er tvítugur og framlengdi samning sinn við United fyrr á árinu til sumarsins 2022 en hann hefur alls komið við sögu í tuttugu að- alliðsleikjum hjá Manchester-félaginu, fimm í úrvalsdeild og hinum í bikar- og Evrópukeppnum.  Kevin de Bruyne, leikmaður Man- chester City, hefur verið útnefndur leikmaður ársins í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu tímabilið 2019-20. Belgíski miðjumað- urinn varð hlutskarp- ari í kosningunum en þeir Jordan Hend- erson, Sadio Mané og Trent Alexander-Arnold voru tilnefndir frá Liverpool, Danny Ings frá South- ampton, Nick Pope markvörður Burnley og Jamie Vardy hjá Leicester, markahæsti leikmaður deildarinnar. Eitt ogannað Sevilla tryggði sér í gærkvöld sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta með 2:1-sigri á Manchester United í Köln. Varamaðurinn Luuk de Jong skoraði sigurmark Sevilla á 78. mínútu, rúmum 20 mínútum eftir að hann kom inn á sem vara- maður. Bruno Fernandes kom Unit- ed yfir á vítapunktinum á 9. mín- útu, áður en Suso jafnaði á 26. mínútu. Sevilla mætir annaðhvort Inter Mílanó eða Shakhtar Donetsk í úrslitum 21. ágúst næstkomandi, en þau eigast við í kvöld klukkan 19. Sevilla í úrslit á kostnað United AFP Sigurmark Hollendingurinn Luuk de Jong fagnar sigurmarkinu í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.