Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 2020
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Jarðvísindi eru í örri þróun og á
heimsvísu er Ísland í lykilhlut-
verki við rannsóknir á því sviði,“
segir Freysteinn Sigmundsson
nýr forseti jarðvísindadeildar Há-
skóla Íslands. „Eldgos hér eru af
þeirri stærðargráðu að þau
skipta máli í vísindunum. Hér eru
meðal annars einstök tækifæri til
að fylgjast með áhrifum loftslags-
breytinga, jarðhitakerfum og
hreyfingu á jarðflekunum miklu
sem liggja um Ísland. Flest rann-
sóknarverkefna okkar taka mörg
ár, en öll skila svörum og búa
jafnframt til nýjar og spennandi
spurningar. Slíkt er líka eðli vís-
inda; þekkingarleitin er enda-
laus.“
Tækifæri í vísindasamstarfi
Í sumar komu nýir forsetar
til starfa í alls níu deildum HÍ.
Freysteinn Sigmundsson er einn
þeirra, en hann á að baki langan
feril sem vísindamaður í jarðeðl-
isfræði og hefur starfað við HÍ
um langt skeið, bæði við rann-
sóknir og kennslu. Á hverjum
tíma eru um 90 manns í grunn-
námi í jarð og jarðeðlisfræði við
HÍ og um 80 í framhalds- og
doktorsnámi, meðal annars fólk
erlendis frá enda gefast hér fá-
gætir möguleikar til spennandi
rannsókna í náttúru landsins.
Sumir þessara nema eru í verk-
efnum hjá Norræna eldfjallasetr-
inu sem rekið er af Jarðvís-
indastofnun HÍ, undirstofnunum
Raunvísindastofnunar HÍ. Jarð-
vísindadeildin er síðan undir
hatti Verkfræði- og náttúruvís-
indasviðs HÍ.
„Hvað sem annars líður
stofnunum og flóknu skipuriti er
mest um vert að láta verkin tala,
eins og við líka gerum. Námið
hér er í örri þóun og því jarð-
fræðin er lifandi fræðigrein. Eld-
gosið í Holuhrauni fyrir nokkrum
árum gaf okkur frábær tækifæri
til rannsókna og skapaði tækifæri
sem hafa nýst vel í alþjóðlegu
vísindasamstarfi,“ tiltekur Frey-
steinn sem segir landið lifandi
sem aldrei fyrr. Ísland er, sem
kunnugt er, á skilum Evrasíu- og
Ameríkuflekanna þar sem álfur
aðskiljast. Flekarnir tveir færast
hvor frá öðrum um 1,5 mm á
mánuði eða 2 cm á ári, svipað og
neglur á fólki vaxa. Við þetta
byggist upp spenna í jarðskorp-
unni og útlosun hennar er til
dæmis orsakavaldur umbrota við
mynni Eyjafjarðar og á Suður-
nesjum að undanförnu.
Flekahreyfingar
og útlosun spennu
„Hreyfing jarðflekanna í
heild er ekkert meiri en venju-
lega en spennuútlosunin og stað-
bundnar hreyfingar á flekaskil-
unum eru meiri en verið hefur í
langan tíma bæði fyrir norðan og
við Grindavík, þar sem hræringar
hófust í janúar. Raunar er þetta
mesta virkni sem verið hefur á
Reykjanesskaganum lengi,“ segir
Freysteinn og heldur áfram:
„Þar suður frá hefur berg-
kvika opnað rás neðarlega í jarð-
skorpunni og kvikan leitar upp á
við þar sem hún er eðlisléttari en
bergið í kring. Innstreymi kviku
er mest í grennd við og undir
Þorbirni, bæjarfjalli Grindvík-
inga, en í kring liggja líka
sprungur frá suðvestri til norð-
austurs. Því má búast við að
kvikan geti brotið sér leið neðan-
jarðar eða jafnvel upp til yfir-
borðs suðvestan við Þorbjörn eða
þá norðar, í átt að Vatnsleysu-
strönd. Á þeim slóðum eru orku-
ver, Bláa lónið, rafmagnslínur og
þjóðvegur sem liggur til og frá
fjölmennum byggðum og alþjóða-
flugvelli. Því er svæðið við
Grindavík í mjög stífri og nauð-
synlegri vöktun, þó þarna sé ró-
legt í augnablikinu.“
Freysteinn víkur að sam-
starfi Veðurstofu Íslands, jarðvís-
indahópsins við HÍ, Íslenskra
orkurannsókna og fleiri við mæl-
ingar og við túlkun gagna, til
dæmis úr Grindavík, sem Al-
mannavarnir og fleiri gera við-
búnaðaráætlanir samkvæmt. „Er-
lendis vekur þetta samstarf
athygli og þykir góð fyrirmynd.
Hér búum við að frekar góðu
mælakerfi, sem er einstakt á
heimvísu. Auðvitað eru alltaf göt
í mælanetum, en heildin er samt
nokkuð góð. Vera kann síðan að
á Suðurnesjunum þurfi til dæmis
að fylgjast betur með útstreymi
gass ef aðstæður breytast og eld-
gos væri í aðsigi.“
Fylgjast grannt með Heklu
Af eldstöðvum Íslands hefur
Hekla tign jafnframt því að vera
ógnvekjandi. Upphaf gosa í fjall-
inu eru kröftug og nú sýna mæl-
ingar að undir fjallinu hefur
safnast upp meiri þrýstingur en
fyrir tvenn síðustu gos, 1991 og
2000. Þau komu skynilega, rétt
eins og gosið 1980, það er 17.
ágúst fyrir réttum og sléttum 40
árum.
„Já, ég man vel eftir gosinu
árið 1980. Var þá í útilegu austur
á Úlfljótsvatni og sé enn fyrir
mér háan gosmökk á austur-
himni, á annars fallegum og
björtum sunnudegi. Þetta hafði
sterk áhrif á mig og átti kannski
einhvern þátt í því að ég lagði
jarðvísindin fyrir mig,“ segir
Freysteinn kíminn á svip. Hann
tekur undir viðvörunarorð koll-
ega sinna um að göngur á fjallið
nú séu óráðlegar. Fyrirvarinn að
Heklugosum geti verið styttri en
hálftími og sé fólk á fjallinu þeg-
ar eldumbrot hefjast sé tæpast
undankomu auðið.
„Gos í Heklu verða þegar
nægilegt magn kviku er til staðar
og brotmörkum í fjallinu er náð.
Mælingar benda til þess að kvika
hafi streymt undir fjallið og
þrýstingurinn sé orðinn mikill.
En vissulega geta brotmörkin
breytst, kannski var áður hálf-
storknuð eða nokkuð opin rás
upp undir yfirborð og hugsan-
lega er fjallið nú sterkara en áð-
ur. Hekla gaus 1970, 1980 og
1981, 1991 og 2000, það er á um
tíu ára fresti en nú eru árin orðin
tuttugu. Fylgst er grannt með
framvindunni sem er nauðsyn-
legt. Þannig eru jarðvísindin í
senn afar spennandi en hafa líka
að minnsta kosti einhver svör við
spurningum um umhverfi okkar.
Jarðvísindamenn sinna fjöl-
breyttum störfum svo sem við
rannsóknir og nýtingu á náttúru
landsins, umhverfismál og vernd-
un, náttúruvá og kennslu - sem
aftur skapar tengingar út um
samfélagið allt. Jarðfræðin er
undirstaða í mörgum skilningi.“
Grannt fylgst með jarðhræringum við Eyjafjörð og á Reykjanesskaga í vísindasamstarfi sem vekur athygli víða um lönd
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Jarðvísindi Rannsóknarverkefni taka mörg ár, en öll skila svörum og búa
jafnframt til nýjar spurningar, segir Freysteinn Sigmundsson í viðtalinu.
Lifandi land
Freysteinn Sigmundsson er
fæddur 1966. Hann nam jarð-
eðlisfræði og lauk meist-
araprófi frá Háskóla Íslands
1990. Doktorspróf frá háskól-
anum í Colorado í Bandaríkj-
unum tók hann 1992.
Að loknu námi hóf Frey-
steinn störf á Norrænu eld-
fjallastöðinni og var for-
stöðumaður uns hún var
sameinuð Háskóla Íslands
2004 og Jarðvísindastofnun
Háskólans var stofnuð. Frey-
steinn tók við starfi forseta
jarðvísindadeildar HÍ 1. júlí sl.
Hver er hann?
Morgunblaðið/RAX
2014 Gos í Holuhrauni gaf tæki-
færi til ýmiss konar rannsókna.
Ljósmynd/Sigrún Gerður Bogadóttir
1980 Fyrirvari að Heklugosi var
skammur, eðli fjallsins samkvæmt.
„Skólagjöld hækka alltaf hjá okkur í
samræmi við neysluvísitölu,“ segir
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor
Listaháskóla Íslands. Hópur nem-
enda skólans hefur gagnrýnt hækk-
un skólagjalda á sama tíma og skól-
inn hafi þurft að skerða þjónustu
vegna faraldurs kórónuveirunnar í
vor.
Undirskriftasöfnun hefur verið
hrundið af stað, þar sem skorað er á
stjórnendur LHÍ og stjórnvöld að
bregðast við breyttum aðstæðum
skólans vegna faraldursins.
Skólagjöld í LHÍ hækka um 3%
fyrir næsta skólaár, eða um tæplega
níu þúsund krónur á önn. Fríða seg-
ir að hækkunin hafi ekkert að gera
með kórónuveirufaraldurinn, og sé
ekki umfram neysluvísitölu.
„Rekstur skólans er alltaf í járn-
um en við reynum að halda skóla-
gjöldum eins lágum og við getum,“
segir Fríða. Um 20% af tekjum skól-
ans sé hægt að rekja til skólagjalda.
Nemendur haldi heim að utan
Þjónusta LHÍ raskaðist töluvert
vegna kórónuveirufaraldursins. Í
skólanum sé boðið upp á fjölbreytt
nám og mikið af því sé þess eðlis að
erfitt sé að stunda það í fjarnámi. Að
sögn Fríðu hefur skólinn sótt um
undanþágur frá sumum sóttvarna-
reglum til þess að kennsla geti farið
fram með sem eðlilegustum hætti.
Fríða segir að ekki megi sjá að
margir nemendur hyggist taka sér
pásu frá námi vegna faraldursins.
Spurn eftir námi hafi ekki dregist
saman milli ára og nemendur sem
áður voru í listnámi erlendis hafi
snúið heim og sótt um að halda námi
sínu áfram í LHÍ.
Segir hækkun á
gjöldum eðlilega
Þjónusta LHÍ skert vegna veirunnar
Ljósmynd/LHÍ
Gjöld Rektor segir að rekstur
Listaháskólans sé alltaf í járnum.
Löggiltur heyrnarfræðingur
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Heyrnarþjónusta í alfaraleið
Heyrðu umskiptin með háþróuðum ReSound
gæðaheyrnartækjum.
Margir verðflokkar, SÍ niðurgreiðir heyrnartæki.
Heyrnargreining, ráðgjöf og heyrnartæki til
reynslu afgreidd samdægurs.