Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 2020
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI
Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
Fimmtán einstaklingar greindust
með kórónuveiruna yfir helgina, sjö
á föstudag og átta á laugardag. Alls
voru ellefu í sóttkví við greiningu og
eru þau smit rakin til þeirrar hóp-
sýkingar sem geisað hefur síðustu
vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir sagði í samtali við mbl.is í
gær að erfiðara hefði reynst að
rekja hin smitin, en öll séu þau
sömu gerðar og þau smit sem komið
hafa upp að undanförnu. Ekki er til-
efni til hertra aðgerða vegna út-
breiðslu veirunnar hér á landi að
mati Þórólfs, en hann segir það þó
ljóst af útbreiðslu í öllum landshlut-
um að veiran hafi náð að dreifa sér
nokkuð áður en hún skaut upp koll-
inum í lok júlí, og því geti tekið
lengri tíma að sjá árangur af þeim
aðgerðum sem gripið var til í síðasta
mánuði.
Ungbarn meðal smitaðra
Á meðal þeirra sem greindust
með veiruna á laugardag var ung-
barn, en alls eru nú fjögur börn 12
ára og yngri með virkt smit af veir-
unni. Ungbarnið smitaðist á Austur-
landi en er ekki búsett á svæðinu.
Tengsl eru á milli barnsins og ann-
arra sem greinst hafa með veiruna.
Barninu líður vel samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins en sýnir
mild einkenni veirunnar. Í tilkynn-
ingu frá aðgerðastjórn á Austur-
landi í gær kom fram að hún hefði
miklar áhyggjur af stöðu mála í
landshlutanum. Smitum hafi fjölgað
úr tveimur í sjö og eru íbúar á
Austurlandi hvattir til að huga vel
að einstaklingsbundnum sóttvörn-
um.
Skemmtistaðir taka við sér
Aðeins einn staður af þeim 47
veitinga- og skemmtistöðum sem
lögregla hafði uppi eftirlit með á
laugardag var ekki með fullnægj-
andi ráðstafanir og sóttvarnir. Gerð-
ar voru úrbætur á staðnum meðan á
heimsókn lögreglu stóð. Guðmundur
Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,
segir að lögreglan hafi alls farið í
yfir hundrað heimsóknir um
helgina. „Það voru tvö smávægileg
brot á föstudaginn og eitt á laugar-
dag sem enduðu bara með smá til-
tali. Þetta er búið að vera mjög gott,
hefur batnað mjög mikið. Það lítur
allt út fyrir að menn séu að taka við
sér á mjög faglegan hátt.“
Öll lönd verði nú áhættusvæði
Frá og með 19. ágúst næstkom-
andi verða öll lönd og svæði heims
skilgreind sem áhættusvæði. Íbúum
hér á landi er ráðlagt að ferðast ekki
til áhættusvæða og er því ljóst að
eftir 19. ágúst mun Íslendingum
verða ráðið frá öllum ferðalögum til
erlendra ríkja. Þangað til eru Dan-
mörk, Finnland, Noregur og Þýska-
land einu löndin sem ekki eru skil-
greind sem áhættusvæði. Áhafnir
flugvéla og flutningaskipa sem bú-
settar eru erlendis eru undanþegnar
sóttkví ásamt þeim sem áður hafa
greinst með kórónuveirusýkingu
sem staðfest var hér á landi.
Í tilkynningu landlæknis vegna
þessa kemur einnig fram að ferða-
menn muni sjálfir þurfa að standa
straum af gisti- og uppihaldskostn-
aði þar sem þeir hafi sjálfviljugir
komið hingað til lands þrátt fyrir
skyldu hérlendra stjórnvalda um
sóttkví. Elías Bj. Gíslason, forstöðu-
maður Ferðamálastofu, sagði í sam-
tali við mbl.is í gær að ekki eigi að
vera erfitt fyrir eigendur gististaða
að þjónusta ferðamenn sem sæta
sóttkví.
Leiðbeiningar birtust í gær á vef
Ferðamálastofu, en í þeim segir
meðal annars að herbergi sem ætluð
eru gestum í sóttkví þurfi að vera í
sérálmu og að öll þjónustu fari fram
við herbergisdyr, svo sem afhending
á mat. Gististaðir eru ekki ábyrgir
fyrir hegðun gesta samkvæmt leið-
beiningunum.
Fimmtán ný smit yfir helgina
Ungbarn reyndist sýkt af kórónuveirunni um helgina Alls greindust 15 með veiruna á föstudag og
laugardag Ellefu þeirra voru í sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til hertra aðgerða
„Hlýja loftið er aðeins að yfirgefa
okkur og það verður ekki alveg jafn-
æðislegt hérna og verið hefur. Á
miðvikudeginum, fimmtudeginum
og föstudeginum fer maður alveg að
sjá mun og það veður verður þá
komið til að vera í smá stund,“ sagði
veðurfræðingur á Veðurstofunni við
Morgunblaðið í gærkvöldi. Veðrið
um helgina var að hans sögn betra
en fólk þorði að vona. Í gær mældust
til að mynda 20,5° í Reykjavík á
tímapunkti en hæstur var hitinn í
Fnjóskadal, þar sem hann mældist
25,1° þegar mest lét.
Í dag og á morgun verður áfram
hlýtt loft sem kemur hingað að sunn-
an og liggur yfir landinu. Kalt loft
færist í áttina að landinu með morg-
undeginum og þá snarlækkar hitinn
á norðaustan- og austanverðu land-
inu. Á þriðjudagskvöld gæti hitinn
þar verið kominn í 5, 6 eða 7 gráður.
Frá og með þeim tíma fer að verða
töluvert kaldara í austurhluta lands-
ins en þeim mun hlýrra á sunnan- og
vestanverðu landinu. Frá mið-
vikudeginum verður norðaustanátt
um allt landið og skýjað og hugs-
anlega einhverjar skúrir. 5-7 stig á
norðausturhorninu allajafna og 13-
15 stig á suðvesturhorninu.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kólnar Áfram er hlýtt á landinu í dag og á morgun, en síðan fer kólnandi.
Hlýja loftið aðeins
að yfirgefa okkur
Kólnar mjög á Austurlandi í vikunni
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir ferðamálaráðherra gaf í
gær út yfirlýsingu vegna fréttar
sem birtist á vef Fréttablaðsins
um meint skemmtanalíf ráð-
herrans á laugardag. Þórdís og
vinkonur hennar gerðu sér glað-
an dag, en myndir sem vinkon-
urnar birtu af deginum gefa til
kynna að tveggja metra reglan
hafi verið látin lönd og leið.
Þórdís segir að um lang-
þráðan frídag hafi verið að
ræða, en að einfaldara hefði þó
verið að ákveða að verja ekki
deginum með þeim. Hún segir
að passað hafi verið upp á allar
reglur, en að hópurinn hafi
vissulega setið saman á borði
eins og vinir geri almennt.
Þórdís svarar
ásökunum
GAF ÚT YFIRLÝSINGU
Ljósmyndir/Landspítalinn
Sýnataka Alls var greint frá fimmtán kórónuveirusmitum yfir helgina, sjö á föstudag og átta á laugardag.
Sýni greind Frá og með 19. ágúst verða öll lönd heims skilgreind sem
áhættusvæði, en Íslendingum er ráðlagt frá ferðalögum til áhættusvæða.