Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 2020
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Óútskýrt dauðsfall háttsetts for-
ingja í her Vestur-Afríkuríkisins
Tógó gæti ógnað valdajafnvæginu í
stjórn landsins en í nærri sex ára-
tugi hefur her landsins verið horn-
steinn valdakerfisins þar.
Bitala Madjoulba, 51 árs gamall
hershöfðingi og yfirmaður sér-
sveitar hersins, fannst látinn á skrif-
stofu sinni 4. maí sl., daginn eftir að
Faure Gnassingbé sór embættiseið
sem forseti í fjórða skipti. Krufning
leiddi síðar í ljós, að Madjoulba lést
af völdum skotsárs. Hershöfðinginn
var ákafur stuðningsmaður Gnass-
ingbés og sérsveitir hans bældu m.a.
niður fjöldamótmæli gegn forset-
anum 2017 og 2018.
Lögregla hefur nánast engar upp-
lýsingar veitt um rannsókn málsins
sem er undir yfirstjórn Damehame
Yark, ráðherra öryggismála. Það
eina sem birst hefur opinberlega var
yfirlýsing í júlí um að stjórnvöld í
Tógó hefðu óskað eftir „tæknilegri
aðstoð“ frá Frökkum vegna rann-
sóknarinnar.
Valdabarátta?
Að vonum velta landsmenn vöng-
um yfir málinu og almennt er talið
að herforinginn hafi verið myrtur
því ekkert hefur komið fram um að
skotvopn hafi fundist við líkið sem
gæti bent til sjálfsmorðs. Fjölmiðlar
hafa gefið í skyn að dauðsfallið teng-
ist valdabaráttu innan hersins.
David Dosseh, talsmaður regn-
hlífarsamtaka borgara í Tógó sagði
við AFP-fréttastofuna að rannsókn
málsins væri afar óþægileg fyrir
stjórnvöld. „En það eru mörg dæmi
um það í Tógó, að mál eru rannsökuð
án þess að almenningur fái upplýs-
ingar um niðurstöðuna,“ sagði hann.
Ein kenning er, að ýmsir ein-
staklingar, sem tengjast stjórnvöld-
um, kynnu að verða kallaðir til yfir-
heyrslu ef rannsókninni verður
haldið til streitu. AFP hefur eftir
heimildarmanni, nálægt rannsókn-
inni, að rannsóknarnefndin vinni
verk sitt af kostgæfni. Lík hershöfð-
ingjans sé enn í líkhúsi ef nauðsyn-
legt verði að rannsaka það nánar.
Öryggismálaráðuneytið hefur
yfirumsjón með fleiri rannsóknum á
dauðsföllum, sem öryggissveitir
landsins eru grunaðar um að tengj-
ast. Sum þessara mála eru margra
ára gömul.
Eitt málið er vegna 12 ára gamals
drengs, sem var skotinn til bana í
mótmælaaðgerðum í apríl 2013 og
annað um ungan mann, sem lét lífið í
mótmælum í febrúar 2017 vegna
hækkandi eldsneytisverðs. Þá er
einnig m.a. verið að rannsaka dauða
tveggja ungra manna í Lome, höfuð-
borg landsins, í apríl og maí sl.
Faure Gnassingbé tók við emb-
ætti forseta Togo af föður sínum,
Gnassingbé Eyadéma hershöfð-
ingja, sem stýrði Togo með harðri
hendi í 38 ár. Gnassingbe, sem er 54
ára, var endurkjörinn forseti í febr-
úar sl. eftir að breyting var gerð á
stjórnarskrá landsins sem gerði
honum kleift að sitja í embætti í tvö
kjörtímabil í viðbót og tryggir hon-
um einnig ótakmarkaða sakarupp-
gjöf. Ásakanir um kosningasvik voru
háværar en samkvæmt opinberum
úrslitum fékk forsetinn 72% at-
kvæða.
Íbúar í þorpinu Siou, heimabæ
Madjoulba hershöfðingja sem er í
yfir 500 km fjarlægð frá höfuðborg-
inni, hafa nokkrum sinnum boðað til
mótmælafunda til að krefjast þess
að rannsóknin verði opin og gagnsæ.
„Þetta morð snertir alla, sama
hvaða pólitískar skoðanir þeir að-
hyllast,“ sagði Komi Edoh, prestur
og formaður mannréttindasamtaka í
Togo sem kennd eru við Martin Lut-
her King.
Nathaniel Olympio, formaður
stærsta stjórnarandstöðuflokks
landsins, sagði að málið afhjúpaði
veikleika í stofnunum ríkisins.
„Þegar einhver myrðir háttsettan
embættismann á skrifstofu hans í
herstöð sýnir það og sannar, að ríkið
getur ekki tryggt öryggi embættis-
manna á vinnustað þeirra.“
Þrenn innlend mannréttinda-
samtök hvöttu fjölskyldu Madjoulba
í maí til að höfða mál gegn ríkinu. Þá
fór frönsk lögmannsstofa fram á
það, fyrir hönd eins ættingja hers-
höfðingjans, að Mannréttindaráð
Sameinuðu þjóðanna í Genf krefði
stjórnina í Togo svara um stöðu
rannsóknarinnar á morðinu.
Morðgáta í Tógó ógnar valdhöfum
Háttsettur hershöfðingi fannst í maí látinn með skotsár á skrifstofu sinni daginn eftir að forseti
landsins sór embættiseið í fjórða skipti Engar fréttir hafa borist af rannsókn málsins
AFP
Eftirlit Óeirðalögreglumenn fylgjast með andstæðingum forsetans í aðdraganda forsetakosninganna.
AFP
Forsetinn Faure Gnassingbé, forseti Tógó, heilsar fólki á kjörstað í forsetakosningum í febrúar sl.
50 km
TÓGÓ
BENÍN
GANA
BÚRKÍNA FASO
LOME
Gíneuflói
Tógó er í
vesturhluta
Afríku og á
landamæri
að Gana,
Benín og
Búrkína
Faso. Land-
ið er frekar
lítið, eða
rúmur helmingur af flatarmáli
Íslands. Þar búa um 8,6 millj-
ónir manna. Helsti atvinnu-
vegurinn er landbúnaður og
landsmenn flytja út kaffi,
kakóbaunir og jarðhnetur. Þar
eru einnig verðmætar fosfór-
námur.
Tógó varð frönsk nýlenda
eftir fyrri heimsstyrjöld en
fékk sjálfstæði árið 1960. Sjö
árum síðar stýrði Gnassingbé
Eyadéma valdaráni hersins og
varð síðan forseti í eins flokks
stjórnkerfi sem hann kom á.
Lítið land-
búnaðarríki
TÓGÓ