Morgunblaðið - 22.08.2020, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020
Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is
Sérfræðingar
í sölu fyrirtækja
Investis er ein öflugasta fyrirtækjaráðgjöf landsins
og hefur á liðnum árum annast mikinn fjölda
samninga um sölur, sameiningar og kaup á
fyrirtækjum af öllum stærðum og gerum.
Dæmi um verkefni þar sem Investis hefur annast ráðgjöf
við sölu, sameiningar eða aðkomu fjárfesta.
Ákveðið var í gær að ráðherrar rík-
isstjórnarinnar færu í tvöfalda skimun
og viðhefðu smitgát þar á milli, eftir að
nokkur smit kórónuveiru greindust í
gær hjá einstaklingum sem dvöldu á
Hótel Rangá. Ríkisstjórnin snæddi
kvöldverð á hótelinu þriðjudaginn 18.
ágúst. Fór fyrri skimunin fram í gær
og er sú síðari fyrirhuguð á mánudag.
Tveir ráðherrar snæddu ekki á hót-
elinu, heilbrigðisráðherra og félags-
málaráðherra, og þurfa því ekki að
undirgangast þessar sérstöku ráðstaf-
anir, sem einkum eru gerðar þegar um
er að ræða heilbrigðisstarfsfólk, lög-
reglu, framlínufólk í orkufyrirtækjum,
lykilstarfsfólk í fjölmiðlum og í stjórn-
kerfinu.
„Búin að aflýsa öllu“
„Þetta er sem sagt verklag sem er
viðhaft fyrir framlínufólk. Þá er þetta
bara þannig að við förum í skimun, síð-
an förum við í smitgát sem felst í því að
við hittum bara sem fæsta. Ég er bara
farin heim til mín núna. Og förum svo í
aðra skimun á mánudag,“ sagði Katrín
Jakobsdóttir forsætisráðherra í sam-
tali við mbl.is í gær.
„Það þýðir til dæmis að ég er ekki
að fara norður í land á morgun [í dag]
að opna veg, svo dæmi sé tekið,“ bætti
Katrín við. „Ég er búin að aflýsa öllu
og ég reikna nú með því að allir ráð-
herrar séu með hlaðna dagskrá. Þetta
er bara partur af prógramminu.“
Átta smit tengd Hótel Rangá
Tíu kórónuveirusmit greindust á
sýkla- og veirufræðideild Landspítal-
ans í fyrradag og er það mesti fjöldi
smita sem greinst hefur á einum degi í
tvær vikur. Átta þessara tíu smita
tengjast smiti hjá starfsmanni á Hótel
Rangá, en frá því greindi Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir í samtali
við mbl.is í gær.
Sagðist hann um leið búast við því
að fleiri smit sem hópsýkingunni
tengjast eigi eftir að koma í ljós.
„Ég býst alveg við því að smitin eigi
eftir að verða fleiri. Það er mikill fjöldi
sem tengist þessum einstaklingum
sem er hér í bænum líka og víða,“
sagði Þórólfur.
Þrjú smit greindust á landamærun-
um en beðið er eftir niðurstöðum mót-
efnamælinga vegna tveggja þeirra.
Það þriðja reyndist gamalt.
Faraldri ljúki í lok næsta árs
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr-
ar erfðagreiningar, hefur mikla trú á
sænsk-breska bóluefnaframleiðand-
anum sem lítur út fyrir að muni útvega
Íslendingum bóluefni með milligöngu
Svía.
Segist hann telja að bóluefni verði
tilbúið í lok þessa árs eða byrjun þess
næsta, og að faraldrinum ljúki í lok
næsta árs.
Yfirleitt tekur það vísindamenn
fimm til sjö ár að þróa bóluefni en Kári
segir að vegna samstarfs lyfjafyrir-
tækja og viðbragða lyfjaeftirlitsstofn-
ana virðist sem mögulegt verði að þróa
bóluefni við kórónuveirunni á mun
skemmri tíma.
Kári segist þekkja vel til framleið-
andans, AstraZeneca, og segir að þró-
un bóluefnis hjá fyrirtækinu sé komin
vel á veg.
„Þeir eru að vinna í samvinnu við
Oxfordháskólann. Þeirra bóluefni er
það bóluefni sem ég bind kannski hvað
mestar vonir við þótt ég bindi vonir við
fleiri. Ég þekki vel til þeirra vísinda-
manna sem standa að þessu og veit
hvers þeir eru megnugir en ég er
býsna vongóður þegar kemur að
þessu.“
Kári nefnir að stór lyfjafyrirtæki
eins og AstraZeneca hafi fram að
þessu verið „erfið“ og verðlagt lyf sín
mjög hátt. Nú sé staðan önnur.
„Nú hafa þau snúið bökum saman
og eru búin að heita því að þau ætli
ekki að selja bóluefni eða lyf til þess að
hafa af því gróða heldur til þess að
taka þátt í því að berjast við þennan
faraldur,“ segir Kári og bætir við:
„Þau fyrirtæki sem hafa mest afl til
þess að framleiða svona lagað hafa lýst
sig reiðubúin til þess að taka við því að
framleiða bóluefni sem önnur fyrir-
tæki hafa búið til. Það er mikil og sterk
samfélagsvitund í þessum iðnaði akk-
úrat núna sem ég hef aldrei séð áður
og er svolítið hissa á á þessu augna-
bliki en mér finnst það ótrúlega flott.“
Ríkisstjórnin skimuð tvisvar
Allir ráðherrar nema tveir fara tvisvar í skimun Smit kom upp á Hótel Rangá Sóttvarnalæknir
býst við fleiri tengdum smitum Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist bjartsýnn á nýtt bóluefni
Ljósmynd/Stjórnarráðið
Ríkisstjórnarfundur Ríkisstjórnin kom saman til fundarhalda á Hótel Læk, nærri Hellu á Rangárvöllum, á þriðjudag. Um kvöldið var snætt á Hótel Rangá.
Innanlands
Landamæraskimun:
Virk smit Með mótefni
Beðið eftir
mótefnamælingu
Kórónuveirusmit á Íslandi
Fjöldi jákvæðra sýna
frá 15. júní til 20. ágúst
535 einstaklingar eru í sóttkví
2.050 staðfest smit
120 er með virkt smit
Heimild: covid.is
Nýgengi smita innanlands:
15,3 ný smit sl. 14 daga
á 100.000 íbúa
1 einstaklingur er á sjúkrahúsi, enginn á gjörgæslu
júní júlí ágúst
194.963 sýni hafa verið tekin
Þar af í landamæraskimun
110.868 sýni
20
15
10
5
0
Ný spá um þróun kórónuveirufarald-
ursins hér á landi næstu vikur er
heldur svartsýnni en síðasta spá sem
birtist fyrir viku. Þannig er gert ráð
fyrir að helmingslíkur séu á að fjöldi
virkra smita á dag verði á bilinu 2-6,
en til samanburðar var gert ráð fyrir
helmingslíkum á 1-4 smitum í spánni
fyrir viku.
Samkvæmt spánni, sem nær til
næstu þriggja vikna, er gert ráð fyr-
ir að smit haldi áfram að greinast all-
an þann tíma, en fari fækkandi hægt
og bítandi, rétt eins og spáð var síð-
ast.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Thor Aspelund, prófessor í líftöl-
fræði og ábyrgðarmaður líkansins,
að þau tíu smit sem tilkynnt voru í
gær hafi haft áhrif á líkanið, enda til-
kynnt um þau stuttu fyrir birtingu.
Hann segir þó að enn sé gert ráð fyr-
ir að faraldurinn sé á hægri niðurleið
hér á landi. alexander@mbl.is
Svartsýnni spá en síðast
Greind smit og spá fyrir næstu þrjár vikur
Fjöldi daglegra smita innanlands frá 23. júlí og spá frá 21. ágúst
350
280
210
70
0
18
15
12
9
6
3
0
Heimild: Háskóli Íslands
Uppsafnaður fjöldi smita innanlands frá 23. júlí og spá frá 21. ágúst
júlí ágúst september
júlí ágúst september
Líklegasta útkoma
Minni líkur skv. spálíkani
Rauntölur til 20. ágúst
Líklegasta útkoma
Minni líkur skv. spálíkani
Rauntölur til 20. ágúst
21. ágúst
21. ágúst
Helmingslíkur á
2-6 smitum á dag
næstu daga
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI