Morgunblaðið - 22.08.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.08.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020 AUÐVELT, FLJÓTLEGT OG ÖFLUGT BYGGINGAKERFI Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is Bestu undirstöðurnar fyrir: SÓLPALLINN SUMARHÚSIÐ GIRÐINGUNA NÝ VEFVERSLUNdvergarnir.is Fáðu Dvergana senda heim að dyrum DVERGARNIR R Stjórnarráðið birti á vef sínum ígær fréttatilkynningu undir fyrirsögninni Ferðakostnaður rík- isins lækkaði um 2,7 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins. Telja má víst að þessi frétt brjóti blað því að ríkið hefur hingað til ekki vakið sérstaka athygli á þróun ferða- kostnaðar eða umfangi hans og má af því ráða að nú fari í hönd tímar ráðdeildar og sparnaðar.    Einhverjir sem lesa tilkynn-inguna hnjóta þó sennilega um að ríkisstarfsmenn hafi þrátt fyrir þennan góða sparnað náð að ferðast fyrir 4 milljarða króna á fyrri hluta ársins, þegar enginn ferðaðist nema þeir sem létu ekkert stöðva sig og fóru einbeittir í heilnæma loftið í Ischgl og nágrenni.    En ferðakostnaður getur líkafallið til innanlands og ef til vill voru ríkisstarfsmenn venju fremur duglegir að hlíta ráðleggingum um að ferðast innanlands og þá er það auðvitað fagnaðarefni.    Þessi tilkynning ríkisins, jafnánægjuleg og hún er, verður vonandi ekki aðeins til að gleðja landsmenn við lestur hennar heldur einnig til þess að ríkið endurskoði ýmislegt í rekstri sínum nú þegar kreppir að og þörf er á hagræðingu.    Ólíklegt er að nokkur maður hafisaknað þeirra ferða sem féllu niður og spöruðu skattgreiðendum 2,7 milljarða. Vonandi endurspegl- ast þessi sparnaður í fjárlögum næsta árs og þá ekki aðeins á sviði ferðakostnaðar. Fréttatilkynning um ferðabrest STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Gamla Gullborg úr Vestmanna- eyjum fær í kvöld nýtt hlutverk sem tónleikasvið. Skipið hefur síð- ustu ár staðið við gömlu höfnina í miðbæ Reykjavíkur, í bakgarði barsins Barion-Bryggjan og í kvöld verður þar haldið bryggjuball. Þemað er aldamótin og munu tón- listarmennirnir Hreimur, Jónsi, Birgitta Haukdal, Ragnheiður Gísladóttir, Gunni Óla, Valur og Ír- is koma fram á tónleikapalli sem hefur verið komið fyrir á dekki skipsins. Sigmar Vilhjálmsson, eigandi Bryggjunnar, segir í samtali við Morgunblaðið að vegna sóttvarna- reglna hafi aðeins hundrað sæti verið í boði og eru þau öll orðin frá- tekin, en frítt var inn á viðburðinn. Tónleikarnir verða einnig í beinni útsendingu á Stöð 2. Gullborg í nýju hlut- verki á Bryggjunni Morgunblaðið/sisi Gullborg Aflaklóin Binni í Gröf átti skipið um árabil en það komst í eigu Faxaflóahafna árið 2008. Nú verður það nýtt sem tónleikapallur. Franska skemmtiferðaskipið Le Bellot tók á móti 250 farþegum frá Frakklandi á miðvikudaginn var en skipið hefur verið við Íslands- strendur síðan 12. júlí. Farþegar skipsins komu með flugi til landsins og ferðuðust frá Kefla- víkurflugvelli að Miðbakka, þar sem skipið hefur fest landfestar á 7 til 8 daga fresti frá júlíbyrjun. Áhöfn skipsins skipa 180 manns. „Farþegar fara ekki í land heldur eru fluttir beint í skipið frá Keflavík- urflugvelli,“ segir Karl Lárus Hjaltested, starfsmaður Faxaflóa- hafna. Farþegar gangast undir skimun eins og aðrir við komuna til landsins. Laugardaginn 11. júlí kom fyrsta farþegaskip sumarsins, Le Boreal, til Reykjavíkur en þá hafði ekkert skip komið til Faxaflóahafna frá því í byrjun mars. Skipin áttu í fyrstu að fara til Hafnarfjarðar en þar sem höfnin er ekki skilgreind sem sóttvarnahöfn voru skipakomur fluttar til Reykja- víkur. veronika@mbl.is Skemmtiferðaskip í Reykjavíkurhöfn  250 farþegar og 180 manna áhöfn Morgunblaðið/Eggert Skemmtiferðaskip Le Belliot siglir um þessar mundir við Íslandsstrendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.