Morgunblaðið - 22.08.2020, Side 18

Morgunblaðið - 22.08.2020, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020 1975 | Sérfræðingar í bílum | 2020 benni.is Reykjavík Krókhálsi 9 590 2000 Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 420 3330 Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur OPEL GOES ELECTRIC Birtm eð fyrirvara um m ynd-og textabrengl „Óbyggðirnar kalla...“ 4x4 kraftur og Plug-in Hybrid hæfileikar Frumsýndur í dag! Nýr rafmagnaður Opel Grandland 4x4 Plug-in Hybrid Fórnaðu engu, fáðu allt! 300 hestöfl og allt að 59 km drægni á rafmagninu einu saman. eyðilögðu marga veiðistaði og talið er að hafi haft slæm áhrif á seiðabú- skapinn. En nú virðist náttúran að vera að jafna sig á því, og hyljir sem skemmdust að koma aftur inn og aðrir nýir veiðistaðir að myndast. „Meðalveiði síðustu þriggja ára- tuga í Hofsá er um þúsund laxar og við verðum eflaust nálægt því. Þegar ég kom hingað fyrst, 2006, þá var hún í tvö þúsund löxum. Það er alveg hægt,“ segir hann og hlær vongóður. Stórir Hofsárlaxar heilla „Neðri veiðisvæðin breyttust tals- vert við flóðin en farvegurinn breyt- ist þar fyrir utan alltaf eitthvað á hverju ári,“ segir Jón Magnús. „Áin er að jafna sig og svo fer seiðabú- skapurinn líka alltaf eftir tíðarfarinu og hvernig vorar og þar með hvernig vöxtur seiðanna er. Frá 2016 hefur alltaf vorað vel og seiðin hafa stækk- að og eru nú að ganga til hafs þriggja ára í stað fjögurra áður. Í fyrra gekk stór árgangur til hafs og er að skila sér núna sem smálax og sá árgangur sem fer út núna í sumar er líka vel yfir meðaltali. Við vonum að hann skili sér vel á næsta ári. Það gæti því orðið enn betra en núna. Þetta er spennandi!“ Hann bætir við að þótt ánægju- legt sé að sjá smálaxa skila sér í öfl- ugum göngum þá sé hlutfall stórlaxa eftir sem áður mjög hátt í ánni og þessir klassísku stóru Hofsárlaxar, þykkir og sterkir, heilli veiðimenn. Jón Magnús segir að lokum að það hafi verið minna um erlenda veiði- menn við Hofsá nú en síðustu sum- ur, vegna kórónuveirunnar, en ís- lenskir veiðimenn hafi komið inn í staðinn og hafi Hofsá verið uppseld. Veiðist vel í Eystri og Affallinu Rangárnar tróna eins og áður hæstar á listanum yfir aflahæstu veiðisvæðin. Og sýnu meira hefur veiðst í þeirri eystri, veiðin þar var komin yfir 5.300 laxa á miðvikudag- inn var og meðalveiði á hverja stöng af þeim 18 sem veitt er á nær sex laxar á dag. Má vel kalla það mok. Í Affallið í landeyjum, þá nettu á á Njáluslóð eru sett sömu hafbeit- arseiði og í Eystri-Rangá. Þar er veitt á fjórar dagsstangir og með- alveiðin síðustu vikuna sex laxar á dag og veiðimenn kampakátir. „Að detta í sitt gamla góða far“  Góð veiði hefur verið í Hofsá í Vopnafirði í sumar  Smálax hefur skilað sér í mun meira mæli en undanfarin ár  Stórir seiðaárgangar gengu til hafs í fyrra og aftur í sumar og vekja bjartar vonir Morgunblaðið/Einar Falur Tökugleði Silfurbjartur nýrenningur tók smáflugu Þorsteins J í Þvottalækjarhyl í Hofsá kvöld eitt á dögunum. Meðalveiði í ánni er mjög góð í sumar. Afl ahæstu árnar Heimild: www.angling.is 0 1.000 2.000 3.000 4.000 5.500 Staðan 19. ágúst 2020 Veiðistaður Stanga- fjöldi Veiði 21. ágúst 2019 22. ágúst 2018 Eystri-Rangá 18 5.321 2.316 2.651 Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki 18 1.699 994 2.288 Miðfjarðará 10 1.202 984 1.863 Affal í Landeyjum 4 1.060 715 1.139 Urriðafoss í Þjórsá 4 943 138 391 Selá í Vopnafi rði 6 869 435 1.287 Haffjarðará 6 855 1.002 1.029 Norðurá 15 788 264 1.455 Þverá og Kjarrá 14 771 532 2.202 Hofsá og Sunnudalsá 6 752 460 505 Jökla (Jökulsá á Dal) 8 680 248 1.209 Langá 12 601 330 360 Laxá í Kjós 8 543 121 735 Laxá á Ásum 4 502 561 848 Blanda 14 475 502 552 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það hefur verið önnur og mun betri staða í Hofsá en undanfarin ár. Það er meira af fiski og smálaxinn er að skila sér í meira mæli en á síðustu árum, enda veiðist mjög vel,“ segir Jón Magnús Sigurðarson bóndi á Einarsstöðum og formaður Veiði- félags Hofsár. Hann er jafnframt leiðsögumaður við ána og fylgist því grannt með veiðinni og veiðimönn- unum sem hafa verið heldur betur lukkulegir á bökkum Hofsár í sum- ar. Enda hefur meðalveiði tveggja síðustu vikna verið um tveir og hálf- ur lax á stöng á dag sem er með því allra besta í laxveiðiám með nátt- úrulegum stofnum þetta sumarið. „Við finnum vel að Hofsá er að detta í sitt gamla góða far,“ bætir Jón Magnús við. „Smálaxinn hefur vantað síðustu ár en nú er hann mættur og bætist við öflugan stór- laxastofninn sem lætur sig ekki vanta.“ Blaðamaður var við Hofsá í liðinni viku og getur, eftir að hafa kynnst þessari perlu í Vopnafirði vel á síð- ustu árum, staðfest þessi orð for- manns veiðifélagsins. Það er mikið af fiski í ánni, öll svæði virk og þegar við tökuglaðan smálax bætast vonir um þá stóru, sem gefa sig líka af og til, þá eru veiðimenn ánægðir. Nær sex á dag á stöng í Selá Ef horft er til veiðitalna síðustu tveggja vikna úr ám með náttúru- legan laxastofn, sem gefnar eru upp á vef Landssambands veiðifélaga, angling.is, má sjá að meðalveiði á stöng hefur verið best í systurá Hofsár í Vopnafirði, Selá, eða nær sex laxar á dag. Í Haffjarðará, sem gefur besta veiði á Vesturlandi, veiddust að meðaltali 4,3 laxar á stöng þessar vikur, um fimm á stöng í Laxá á Ásum, 2,6 í Miðfjarðará, 3,1 í Laxá í Kjós og nær tveir í Langá á Mýrum. Eins og fyrr segir hafa veiðst um 2,5 laxar á stöng í Hofsá að meðaltali síðustu tvær vikur. Jón Magnús endurtekur að veiði- menn við Hofsá finni vel fyrir því að mun meira sé af fiski í ánni en undanfarin ár, en árin 2013 og 2014 urðu gríðarmikil flóð í henni sem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.