Morgunblaðið - 22.08.2020, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Lífeyrissjóður verslunarmanna
(LIVE) hefur óskað eftir því að
bakarískeðja Jóa Fel verði tekin til
gjaldþrotaskipta. Þetta herma
heimildir Morgunblaðsins. Málið er
á dagskrá Héraðsdóms Reykjavík-
ur miðvikudaginn 9. september
næstkomandi. Allar líkur eru á að
lyktir muni fást í málið þann dag
þar sem fyrirtækið hefur nú þegar
dregið á frest sem hægt er að óska
í málum af þessu tagi. Reyndist
fresturinn sem veittur var nokkuð
lengri en venja er til þar sem dóm-
stóllinn tók réttarhlé vegna sum-
arleyfa.
Ástæðan fyrir kröfu lífeyrissjóðs-
ins er stór skuld fyrirtækisins við
sjóðinn vegna ógreiddra iðgjalda af
launum starfsfólks.
Engin iðgjöld greidd
Morgunblaðið hefur farið yfir
gögn sem sýna að engin iðgjöld eða
mótframlag atvinnurekanda hafa
verið greidd af launum tiltekinna
starfsmanna fyrirtækisins frá því í
apríl í fyrra. Önnur gögn staðfesta
að þótt ekkert hafi skilað sér til líf-
eyrissjóðsins hefur fyrirtækið inn-
heimt iðgjöldin af starfsfólki og
haldið þeim eftir.
Ekki hefur náðst í Jóhannes Fel-
ixson, eiganda fyrirtækisins, þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir. Því hefur
ekki fengist staðfest að sami háttur
hafi verið hafður á í tilvikum allra
starfsmanna fyrirtækisins.
Allir undir sömu sök seldir
Hins vegar leitaði Morgunblaðið
upplýsinga hjá LIVE. Sjóðurinn
tjáir sig ekki um málefni einstaka
fyrirtækja en þar fékkst þó staðfest
að sjóðurinn bjóði ekki upp á að ið-
gjöld séu gerð upp af launum
sumra starfsmanna en annarra
ekki. Af þeim svörum að dæma má
gera ráð fyrir að allir starfsmenn
fyrirtækisins sem hafa talið sig
vera að safna lífeyrisréttindum hjá
LIVE hafi verið hlunnfarnir hjá
fyrirtækinu frá því í apríl í fyrra.
Samkvæmt upplýsingum frá
LIVE sendir sjóðurinn ógreidd ið-
gjöld í löginnheimtu um 3 til 4 mán-
uðum eftir að vanskil verða. Reynt
sé að sýna atvinnurekendum sveigj-
anleika þar sem hægt er að koma
því við og greiðsluvilji sé til staðar.
Beri innheimtan ekki árangur er
lögð fram fjárnámsbeiðni hjá sýslu-
manni sem oft ljúki með árangurs-
lausu fjárnámi. Þegar þau úrræði
ásamt öðrum greiðsluáskorunum
hafa verið fullreynd er beiðni lögð
fyrir héraðsdóm um gjaldþrota-
skipti.
Mun sjóðurinn, líkt og aðrir
lífeyrissjóðir í landinu, leggja
áherslu á að slík beiðni sé lögð fram
innan 18 mánaða frá því að vanskil
hefjast. Er það gert þar sem
ábyrgðarsjóður launa ábyrgist
greiðslur vegna vangoldinna ið-
gjalda eitt og hálft ár aftur í tím-
ann. Í ViðskiptaMogganum á mið-
vikudag var fjallað um að Jói Fel
hefði lokað nýjasta útsölustað sín-
um í Borgartúni. Heimildir blaðsins
herma að útburðarmál sé í burð-
arliðnum sem rekið er af lögmanni
eiganda leigusala fyrirtækisins í
Borgartúni 29.
Krefjast gjaldþrotaskipta
Jói Fel Var með sex útsölustaði á höfuðborgarsvæðinu þar til nú í ágúst þegar það lokaði dyrum sínum í Borgartúni.
Margir starfsmenn Jóa Fel hlunnfarnir Mikilvæg réttindi fyrir borð borin
Krafa um gjaldþrotaskipti tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 9. september
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Framleiðsla á mjólkurafurðum
sprotafyrirtækisins Responsible
Foods hefst á næstu dögum. Fram-
leiðslan mun fara fram á Granda í
Reykjavík. Þetta segir Hörður G.
Kristinsson, einn stofnenda fyrir-
tækisins.
Responsible Foods framleiðir
heilsunasl úr íslensku hráefni undir
vörumerkinu Næra. Framleiðslulín-
urnar eru tvær, annars vegar mjólk-
urafurðir og hins vegar vörur unnar
úr sjávarfangi. Gera má ráð fyrir að
síðarnefndu vörurnar verði komnar í
verslanir í haust. Fer framleiðsla
sjávarafurðanna fram á Fáskrúðs-
firði.
Aðspurður segir Hörður að verið
sé að bíða eftir leyfi til framleiðslu.
Þegar öll tilskilin leyfi liggja fyrir
mun framleiðsla hefjast. „Það er í
raun allt tilbúið úti á Granda og það
er verið að bíða eftir framleiðslu-
leyfi. Við erum að horfa fram á
næstu viku,“ segir Hörður og bætir
við að framleiðslan muni aukast
hægt og rólega þegar fram líða
stundir. „Horft nokkur ár fram í
tímann verða samtals um tuttugu til
þrjátíu starfsmenn á framleiðslu-
stöðunum tveimur.“
Hefja framleiðslu
mjólkurafurða
Responsible Foods í startholunum
Morgunblaðið/Sigtryggur
Grandi Hugmyndin kviknaði í Sjávarklasanum. Fyrirtækið er nú í vexti.
22. ágúst 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 137.09
Sterlingspund 179.91
Kanadadalur 103.82
Dönsk króna 21.785
Norsk króna 15.343
Sænsk króna 15.701
Svissn. franki 150.37
Japanskt jen 1.2938
SDR 193.6
Evra 162.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 191.3182
Hrávöruverð
Gull 1928.05 ($/únsa)
Ál 1746.5 ($/tonn) LME
Hráolía 45.14 ($/fatið) Brent
● Hagnaður
Landsvirkjunar á
fyrri árshelmingi
nam 40,6 millj-
ónum dollara,
jafnvirði 5,6 millj-
arða króna en var
68,6 milljónir doll-
ara, eða 9,5 millj-
arðar króna, yfir
sama tímabil í
fyrra. Nemur
samdrátturinn því 40%.
Rekstrartekjur félagsins lækkuðu
um 32,6 milljónir dollara eða 4,5 millj-
arða króna á tímabilinu miðað við
sama tíma 2019.
„Afkoma Landsvirkjunar á fyrri árs-
helmingi er lituð af erfiðu efnahags-
ástandi í heiminum um þessar mundir.
COVID-19-faraldurinn hefur valdið
samdrætti í eftirspurn hjá okkar
helstu viðskiptavinum og sér þess
merki í tekjum fyrirtækisins á tíma-
bilinu, sér í lagi á öðrum fjórðungi
ársins. Landsvirkjun hefur sem kunn-
ugt er stutt við bakið á stórnotendum
á þessum erfiðu tímum með því að
bjóða þeim rafmagn á afsláttarkjörum
til 31. október næstkomandi,“ segir
Hörður Arnarson í tilkynningu frá
fyrirtækinu sem send var Kauphöll Ís-
lands í gær.
Hagnaður Landsvirkj-
unar snarminnkar
Hörður
Arnarson
STUTT
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Vanskil fyrirtækja á lífeyrisiðgjöldum starfsfólks geta haft ýmsar aðrar af-
leiðingar en þær sem felast í beinni réttindaskerðingu lífeyris. Margir sjóð-
félagar lífeyrisjóðanna sækja þangað aðra þjónustu, einkum tengda lána-
fyrirgreiðslu. Morgunblaðið ræddi m.a. við starfsmann Jóa Fel sem neitað
var um sjóðfélagalán hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna. Ástæðan sem sjóð-
urinn gaf var sú að sjóðfélaginn uppfyllti ekki skilyrði fyrir lántöku. Regl-
urnar kveða á um að sjóðfélagi geti sótt um lán hafi hann greitt iðgjöld í
sex af síðustu 12 mánuðum fyrir umsókn eða í samtals 36 mánuði fyrir um-
sókn. Þannig geta atvinnurekendur sem ekki standa í skilum fyrirgert mik-
ilvægum réttindum starfsfólks án þess að það geti rönd við reist.
Geta ekki tekið lán
FYRIRGERIR MIKILVÆGUM RÉTTINDUM