Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020 Í þessu fallega húsi við Bárugötu 11, 101 Reykjavík, eru herbergi til leigu sem eru tilvalin fyrir háskólastúdenta. Herbergin eru öll með fullbúnu baði og leigjendur hafa aðgang að sameiginlegu eldhúsi og þvottaherbergi. Herbergin eru í 4 mismunandi stærðum og verðin eru frá 80.000-120.000 kr. Áhugasamir geta haft samband gegnum netfangið magga2016@gmail.com. TILVALIÐ FYRIR STÚDENTA! Herbergitil leigu Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Læknateymið sem séð hefur um rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní samþykkti síðdegis í gær flutning hans til meðferðar í Þýskalandi, en fjölskylda hans hafði beðið sérstaklega um að það yrði gert. Stóð til að flutningurinn myndi fara fram í gærkvöldi. Navalní var enn í dái á sjúkra- húsi í Omsk í gær, en sá grunur kom upp í fyrradag að eitrað hefði verið fyrir hann. Læknarnir í Omsk sögðu hins vegar í gærmorg- un að þeir hefðu ekki fundið neinar vísbendingar um eitrun. Anatolí Kalínítsjenkó, aðstoðar- yfirlæknir við sjúkrahúsið, sagði að læknarnir hefðu ákveðið að láta af fyrri andstöðu sinni við að Navalní yrði fluttur, þar sem ástand hans hefði náð jafnvægi. Tók hann hins vegar fram að eiginkona og bróðir Navalní hefðu „tekið ábyrgðina“ af flutningnum á sig sjálf, en þau leigðu einkaflugvél til þess. Fyrr um daginn höfðu læknarnir neitað að veita heimild fyrir flutn- ingi Navalnís, þar sem þeir sögðu líkamlegt ástand hans ekki bjóða upp á slíkt. Júlía, eiginkona Na- valnís, biðlaði hins vegar sérstak- lega til Vladimírs Pútíns Rúss- landsforseta um að heimila flutninginn. Dímítrí Peskov, tals- maður Pútíns sagði hins vegar að rússnesk stjórnvöld hefðu ekki haft neitt með ákvörðun læknanna að gera, heldur væri mat þeirra alfar- ið byggt á læknisfræðilegum grunni. Angela Merkel, Þýskalands- kanslari, bauðst til þess í fyrra- kvöld að Navalní yrði fluttur til Þýskalands til umönnunar. Þýska ríkisstjórnin hélt áfram umleitun- um sínum í gær, og fóru þýskir læknar sérstaka ferð til Omsk til að skoða Navalní. Komust þeir að þeirri niðurstöðu að unnt yrði að flytja hann til Þýskalands til umönnunar þar. Blóðsykursfall orsökin? Kalínítsjenkó sagði við fjölmiðla í gær að læknarnir í Omsk hefðu útilokað eitrun sem ástæðu fyrir veikindum Navalnís. Sagði hann bráðabirgðaniðurstöðu þeirra vera þá að „efnaskiptaóreiða“ í kjölfar skyndilegs blóðsykursfalls hefði orsakað dáið. Bætti hann við að þýsku lækn- arnir hefðu einnig skoðað Navalní og að þeir væru sammála greiningu rússnesku læknanna og sáttir við vinnubrögð þeirra. Þá hefðu Þjóð- verjarnir lofað því að þeir gætu komið Navalní heilu og höldnu á sjúkrahús í Berlín. AFP Rússland Stuðningsmenn Navalnís söfnuðust saman fyrir utan sjúkrahúsið í Omsk og kröfðust þess að hann fengi flutning á sjúkrahús í Þýskalandi. Leyfa flutning til Berlínar  Þýskaland hyggst taka við umönnun rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní  Engin merki sögð til staðar um eitrun  Fjölskyldan leitaði til Pútíns Stríðandi fylkingar í Líbíu tilkynntu í gær að þær hefðu gert með sér vopnahlé, og enn fremur að þær hygðust boða til nýrra kosninga sem næðu til alls landsins. Nái þau áform fram að ganga verður bundinn endi á borgarastríðið í landinu, sem stað- ið hefur yfir nær óslitið frá því Múammar Gaddafí var steypt af stóli árið 2011. Í yfirlýsingu Fayez al-Sarraj, for- sætisráðherra stjórnarinnar í Trí- póli, sagði að stefnt væri að því að halda forseta- og þingkosningar í mars á næsta ári. Stjórnvöld í Egyptalandi, Ítalíu og Þýskalandi fögnuðu fyrirhuguðu vopnahléi og Stephanie Williams, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Líbíu, fagnaði yfirlýsingum frá fylking- unum og hvatti alla aðila til þess að nýta þetta sögulega tækifæri líbísku þjóðinni til hagsbóta. Sérfræðingar í málefnum landsins vöruðu hins veg- ar því að erfitt gæti reynst að fá hina ýmsu vígahópa til þess að leggja nið- ur vopn sín. Vopnahlé og kosið að nýju í Líbíu  Stefnt að kosningum á næsta ári AFP Líbía Barist hefur verið nær óslitið frá falli Gaddafís árið 2011. Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkj- unum, hét því í fyrrinótt að hann myndi binda enda á það „svart- nætti“ sem fylgt hefði forsetatíð Donalds Trump og reyna að sam- eina bandarísku þjóðina á ný. Biden tók formlega við útnefn- ingu demókrata og flutti lokaræðu landsfundar flokksins, sem nú fór fram á netinu vegna kórónuveiru- faraldursins. „Ef þið treystið mér fyrir forsetaembættinu, mun ég leita í bestu hvatir okkar, ekki þær verstu. Ég verð bandamaður ljóss- ins, ekki myrkursins,“ sagði Biden í ræðu sinni. Gerður var góður rómur að ræðu Bidens í bandarískum fjölmiðlum, og sagði Chris Wallace, fréttamað- ur Fox-fréttastöðvarinnar, að ræð- an hefði gert repúblikönum erf- iðara um vik að ráðast að andlegu atgervi og aldri Bidens. BANDARÍKIN AFP Landsfundur Biden flytur ræðu sína. Hyggst binda enda á „svartnættið“ Samninga- nefndir Evrópu- sambandsins og Stóra-Bretlands slitu í gær sjö- undu viðræðulot- unni í fríversl- unarviðræðum ESB og Breta, og voru aðilar hvergi nær sam- komulagi en þeg- ar viðræðulotan hófst. Michel Barnier, aðalsamn- ingamaður Evrópusambandsins, varaði við því að tíminn væri orðinn ansi knappur, en forsvarsmenn ESB hafa sagt að viðræðunum verði að vera lokið fyrir októ- berlok. Segja þeir nú ólíklegt að það markmið náist. David Frost, samningamaður Breta, sagði hins vegar að þver- móðska Evrópusambandsins í við- ræðunum varðandi fiskveiðiréttindi og reglur um ríkisaðstoð, væri meginástæðan fyrir töfunum, en Barnier vill ganga frá þeim atrið- um áður en aðrir þættir verða ræddir. BRETLAND Viðræðulotunni slit- ið án árangurs Michel Barnier Flugher Ísraelsríkis gerði loftárásir á Gaza- svæðið í nótt og í gærmorgun sem lýstu upp næt- urhimininn. Árásunum var ætlað að svara fyrir nýjustu eldflaugaárásir Hamas-liða á Ísrael, en mikill órói hefur verið í samskiptum Hamas og Ísraels undanfarnar tvær vikur. Vöruðu ísraelsk stjórnvöld við því fyrr í vik- unni að þau væru reiðubúin til átaka, létu Ha- mas-samtökin ekki af eldflaugaárásum sínum. Svöruðu fyrir eldflaugaárásir með loftárásum AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.