Morgunblaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020
Hamraborg 12
200 Kópavogur
416 0500
www.eignaborg.is
ÁRANGUR
Í SÖLU
FASTEIGNA
Hátún 2A, 105 ReykjavíkTIL LEIGU
Upplýsingar gefur
Óskar Bergsson lgfs. sími 893 2499, oskar@eignaborg.is
Vandað og vel skipulagt húsnæði á 2. hæð, innréttað sem tannlæknastofur. Mjög
áhugavert fyrir fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu. Vandaður hringstigi liggur upp á
hæðina. Rýmið er skipulagt út frá gangi í miðju hússins og er innréttað þannig að
hægt er að vera með 5-6 sjálfstæðar starfsstöðvar. Þakrými yfir hæðinni fylgir með
sem geymsla. 22 bílastæði eru á lóðinni og fylgja 10 stæði þessari hæð.
Húsnæðið losnar í nóvember 2020.
Atvinnuhúsnæði - Stærð 413 m2
Hringið
og pantið
skoðun
Þrátt fyrir orðspor
Íslands á alþjóðavett-
vangi um framfarir á
sviði kvenréttinda og
kynjajafnréttis er
landið engin útópía
fyrir konur. Athug-
anir gefa til kynna að
tíðni líkamlegs of-
beldis og kynferðis-
brota gegn konum á
Íslandi sé hærri en að meðaltali í
Evrópu og lagakerfið viðheldur
tortryggni í garð þeirra kvenna
sem hafa þolað ofbeldið. Sér-
staklega er áberandi, í málum er
varða forsjá og umgengni barna,
rangsnúin fjandsemi réttarkerf-
isins í garð mæðra sem greina frá
ofbeldishegðun feðra.
Íslensk löggjöf um skipan for-
sjár og umgengni hvílir á þeirri
skoðun að bestu hagsmuna barna
sé gætt með því að deila ábyrgð
jafnt á milli beggja foreldra. Á
hinn bóginn, þegar foreldri beitir
ofbeldi vill þessi hugmyndafræði,
um eindreginn rétt barnsins til
umgengni (e. pro-contact ideology),
verða ríkjandi í réttarákvörðun og
leiðir til þess að dómarar og sýslu-
menn vísa frá eða afsaka ofbeldis-
hegðun. Þar með setja þeir börn
endurtekið í hættulegar aðstæður.
Falsvísindakenningin
um foreldrafirringu
Meðhjálpari í þessari nálgun er
hugtak sem nefnt er foreldrafirr-
ing (e. Parental Alienation Synd-
rome, PAS) og er notað ítrekað í
íslensku réttarkerfi. PAS-
„kenningin“ var fundin upp á ní-
unda áratugnum af umdeildum
geðlækni að nafni Richard Gardner
með það að markmiði að kokka
upp skýringakerfi ástæðna þess að
sum börn kjósa eitt foreldri fram
yfir hitt. Sú augljósa ástæða, að
börn óttast foreldra sem beita of-
beldi, hentaði honum ekki. Svo
þess í stað mótaði Gardner
ástæðuskýringar sniðnar að hans
eigin andstyggilegu viðhorfum til
kvenna, barnagirndar og ofbeldis
gegn börnum.
Vélabrögð Gardner ganga út frá
því að ásakanir um ofbeldi gegn
barni, bornar upp af barni eða
móður þess, séu nánast alltaf
falskar. Þeim mun eftirgangsharð-
ari sem móðirin er um ofbeldið,
þeim mun meiri sönnun telst vera
á að heilkennið sé að verki. Hann
smíðaði gildru sem myndi þagga
niður í mæðrum en refsa þeim ef
þær tilkynntu ofbeldi. Hann vildi
útiloka að mæður gætu varið börn-
in sín.
PAS hefur víðast verið sett í
flokk ruslvísinda af fræðafólki og
verið hafnað af öllum leiðandi sam-
tökum innan geðlæknisfræði, sál-
fræði og læknisfræði á Vest-
urlöndum vegna vöntunar á
raunprófunum eða klínískum at-
hugunum sem styðja kenninguna.
Það hefur þó ekki komið í veg fyr-
ir að misjafnir meðferðaraðilar og
óforskammaðir lögmenn hafi fylkt
liði, gremjufullum feðrahreyfingum
til fulltingis og kenningunni til
brautargengis sem þungamiðju í
ákvörðun fjölskylduréttar. Niður-
staðan er slóð eyðileggingar, varn-
arlaus, misnotuð og dáin börn,
mæðurnar brotnar eftir því.
Miðaldahugsun réttar-
kerfisins um konur
Hatursfullar hugmyndir Gardner
eru karlahreyfingum afar hjart-
fólgnar af því þær réttlæta væn-
isýkislega samsærishugsun þeirra,
um að mæður séu að eitra sam-
band þeirra við börnin, frekar en
að gangast við því að ofbeldis-
hegðun þeirra sjálfra valdi skaða
og kvöl. Hér á landi hafa hug-
myndir Gardner fengið samnefnara
við tálmun á umgengni og hugtök
á borð við foreldraútilokun, tálm-
unarmóðir, tengslarof, tálmunar-
ofbeldi, hollustuklemma og for-
eldraklemma. Þessar hugmyndir
sækja hljómgrunn sinn í myrka
miðaldahugsun um konur sem
„röklausar“ og „hysterískar“ en
eru notaðar af ofbeldismönnum í
dómsmálum til að mála konur upp
sem hefnigjarnar, slóttugar og
lygasjúkar. Allt vel þekktar og lítt
duldar aðferðir notaðar til að beina
athygli réttarkerfisins frá ofbeldis-
hegðun þeirra.
Það furðulega er að jafnvel með-
al vel menntaðra dómara og sýslu-
mannsfulltrúa, í því
nútímavelferðarríki sem ætla
mætti Ísland, þá svínvirka þessar
augljósu aðferðir til að afvegaleiða
réttarákvörðun.
Stundin greinir frá því með ná-
kvæmum hætti árið 2018, hvernig
sýslumaður horfir kerfisbundið
fram hjá vísbendingum um heim-
ilisofbeldi og kynferðisbrot gegn
börnum í úrskurðum sínum. Með
mónómanískri trú á jafnræði for-
eldra, í bland við endurtekna notk-
un á PAS, eru börn þvinguð í sam-
vistir eða eftirlitslausa umgengni
við gerendur sína.
PAS eykur líkur á að
forsjá sé færð til föður
sem beitir ofbeldi
Bandarískar rannsóknir hafa
leitt í ljós að þegar mæður greina
frá líkamlegu ofbeldi og kynferðis-
brotum föður gegn börnum, er
notkun á PAS raunar til þess fallin
að auka líkurnar á því að móðirin
missi forsjá og börnin verði þess í
stað sett í umsjá föðurins sem beit-
ir ofbeldi. Þetta kann að hljóma
fjarstæðukennt, en er engu að síð-
ur hrottaleg afleiðing þess að dóm-
arar og sýslumenn láta annaðhvort
blekkjast auðveldlega af PAS-
matsniðurstöðu eða þeir deila
sömu grundvallarviðhorfum til
kvenna.
Þessi átakanlega dómsniðurstaða
er orðin að veruleika á Íslandi. Í
afar umdeildu máli er manni með
sögu um kynferðislega misnotkun
á börnum veitt full forsjá yfir
barni. Móðurinni var refsað af
dómstólum fyrir að fylgja ekki
fyrri bráðabirgðaúrskurði um eft-
irlitslausan aðgang mannsins að
barninu. Óviljug til að taka slíka
áhættu með líf barnsins bauð hún
manninum þess í stað aðgang und-
ir eftirliti, sem hann hafnaði í flest-
um tilvikum. Þrátt fyrir þessa við-
leitni móður virkaði PAS, tókst að
gera konu sem verndar barn sitt
tortryggilega og barnaníðing að
fórnarlambinu.
Börn gerð að peðum
í stríði gegn konum
Við dauða Gardner árið 2003
voru skrifuð um hann eftirmæli í
The Independent, þar sem honum
var lýst sem skrímsli „an authentic
American monster“. Engu að síð-
ur, úr sérplássi hans í helvíti, held-
ur Gardner áfram að vera áhrifa-
mesti karakter í fjölskyldurétti
hins vestræna heims, af því að
þegar PAS-kenningin hafði á ann-
að borð vélað sér leið inn í dóma-
framkvæmd breiddi hún úr sér og
styrktist í sessi. Dómarar hafa
gerst þrælar hugmynda Gardner
án þess að þekkja nafn hans eða
rotin verk hans. Í júní síðastliðnum
birti breska dómsmálaráðuneytið
óvenjulega skýrslu, en í henni er
því staðfastlega lýst yfir að fjöl-
skylduréttur þar í landi sé ófær
um að vernda börn. Sams konar
skýrslur væri hægt að skrifa í
næstum hverri einustu höfuðborg
Vesturlanda.
Í byrjun maí skrifaði dóms-
málaráðherra, Áslaug Arna Sigur-
björnsdóttir, í Morgunblaðið, þar
sem segir að í frumvarpi til nýrra
laga, sem varða forsjá og búsetu
barna sé sjónum beint að sjálf-
stæðum rétti barns, hagsmunum
þess og þörfum, að hagsmunir
barns skuli alltaf hafa meira vægi
en jafnræði á milli foreldra. Þar
með er tekið skref í áttina að því
að viðurkenna galla hugmyndar-
innar í núgildandi löggjöf um ein-
dreginn rétt barnsins til að um-
gangast báða foreldra sína (e.
pro-contact ideology).
Vilji ráðherra sannarlega heiðra
þessa hugsjón mun hún sjá til þess
að notkun á PAS við mat á hags-
munum barna verði gerð óheimil í
íslensku réttarkerfi. Vegna þess að
PAS þaggar ekki bara niður í kon-
um, heldur gerir það börn að peð-
um í víðtækara stríði gegn konum.
PAS leitast við, með virkum hætti,
að rjúfa tengsl móður og barns.
Með þeirri viðleitni, ásamt því að
gera lítið úr ofbeldi gegn börnum,
er hafður að engu lögmætur rétt-
ur, hagsmunir og þarfir barna.
Ætli Ísland að vera leiðarljós
heimsins í kvenréttindamálum og
kynjajafnrétti þá þarf næsta stóra
umbótaskref að vera að fjarlægja
þetta illvíga æxli úr réttarkerfinu.
Vegna þess að í kjarna hugmynda
Gardner er sú trú að karlmönnum
sé eðlislægt að beita ofbeldi sem
ekki ætti að hamla, að það sé hlut-
verk kvenna og barna að bera
þungann af þessu ofbeldi í þágu
samfélags þeirra. Haldi Ísland
áfram að ala á þessari villimanns-
legu heimsmynd er það smán-
arblettur á orðspori heillar þjóðar
bæði hvað varðar kvenréttindi og
velferð barna.
Dómstólar í greipum kvenhaturskenningar
Eftir Sigrúnu Sif
Jóelsdóttur og
Grant Wyeth.
»Ef dómsmálaráð-
herra vill að hags-
munir barns hafi alltaf
meira vægi en jafnræði
á milli foreldra, þarf hún
að sjá til þess að notkun
á PAS (e. Parental Al-
ienation Syndrome) við
mat á hagsmunum
barna verði gerð óheimil
í íslensku réttarkerfi.
Sigrún Sif Jóelsdóttir
Sigrún Sif starfar við rannsóknir sem
verkefnastjóri hjá menntavísindasviði
Háskóla Íslands og er ein af tals-
konum samtakanna Lífs án ofbeldis.
Grant starfar við rannsóknir hjá Asia
Institute við Háskólann í Melbourne í
Ástralíu og er pistlahöfundur hjá The
Diplomat. Hann tístir @grant-
wyeth
Grant Wyeth
Margir fylgja þeim
skemmtilega sið að
gera óskalista sem
getur innihaldið óskir
eins og „mig langar að
fara í fallhlífastökk“,
„mig langar að gerast
Landvættur“, eða
„mig langar að ferðast
austur og sjá náttúru-
perluna Stuðlagil með
eigin augum“. Þó að
það geti verið gagnlegt að setja sér
markmið og gera áætlun um að ná
því leiðir þetta stundum til þess að
fólk gerir hluti aðallega til að geta
strokið þá út af listanum, án þess að
njóta þeirra til fulls. Það er lítið var-
ið í að vera rétt kominn upp á Snæ-
fell og byrja strax að hugsa um
heimferðina eða næsta fjall til að
klífa.
Hvernig væri að hægja á sér, gera
hlutina í fullri vitund og njóta feg-
urðar augnabliksins? Með því að
taka inn, njóta og varðveita upplif-
anir, hvort sem um er að ræða ferð í
Reynisfjöru, tónleika í beinni út-
sendingu eða lestur góðrar bókar, er
hægt að auka vellíðan. Þetta snýst
um að uppgötva umhverfi sitt á sín-
um forsendum og nota öll skilning-
arvitin: sjón, heyrn, lyktarskyn,
snertiskyn og bragðskyn.
Kannski ætti óskalistinn að líta
einhvern veginn svona út:
Ég finn lyktina og bragðið af
því sem ég legg mér til munns.
Ég finn lyktina og bragðið af
því sem ég drekk og
veiti því sömu athygli
og væri ég í
vínsmökkunarferð.
Ég tek eftir fegurð
lita, forma og mynst-
urs; fjólubláu og gulu,
bognu og beinu, dopp-
óttu og röndóttu o.s.frv.
Ég tek eftir áferð
hluta hvort sem þeir
eru hlýir, kaldir, grófir,
sléttir, mjúkir, harðir,
loðnir o.s.frv.
Ég tek eftir hljóði eins og möl-
un kaffibauna, mjálmandi ketti, fjúk-
andi laufblöðum, röddum fólks
o.s.frv.
Ég veiti augnlit þeirra sem ég
tala við eftirtekt.
Ég skynja hvort fólk sem ég
hitti er hamingjusamt, dapurt,
stressað eða upplifir aðrar tilfinn-
ingar. Ég reyni að koma þessum til-
finningum í orð.
Ég sýni öðrum velvild með orð-
um, gjörðum og hugsunum.
Ég hlæ.
Hvað er á þínum óskalista í dag?
Þarfnast óskalistinn
þinn uppfærslu?
Eftir Ingrid
Kuhlman
Ingrid Kuhlman
»Hvernig væri að
hægja á sér, gera
hlutina í fullri vitund og
njóta fegurðar augna-
bliksins?
Höfundur er framkvæmdastjóri
Þekkingarmiðlunar.
ingrid@thekkingarmidlun.is