Morgunblaðið - 22.08.2020, Síða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020
Alltaf þegar ég
kom til ömmu leið
mér eins og barni, á
öruggasta stað í heimi, þar sem
var endalaust af knúsum, ristað
brauð með osti og ómerktri sultu,
hlátur og gleði. Þegar ég vaknaði
heima hjá henni rauk ég á fætur til
að byrja daginn með ömmu, sama
hvað ég var gömul, sama hvað ég
var þreytt, núna síðast um sjó-
mannahelgina sendi hún mig aftur
upp í í klst. í viðbót af því hún sá að
ég var ekki tilbúin að vakna alveg
strax, hún hafði rétt fyrir sér, eins
og alltaf. Við amma urðum mjög
nánar síðustu ár og fyrir það er ég
óendanlega þakklát, við þekktum
hvor aðra inn og út, ég gat sagt
henni hvað sem er og hún mér.
Vinátta okkar ömmu er mér mjög
kær, ein sú verðmætasta sem ég á.
Ég er svo þakklát fyrir öll þau 27
ár sem ég fékk með henni, allar
þær samverustundir og allar þær
minningar sem ég á, þær ylja mér
á erfiðum tímum.
Elsku amma, ég mun halda í
höndina þína í hjartanu mínu það
sem eftir er.
Þín
Anna.
Halla mágkona kom inn í líf
okkar systkina, þegar hún bast
okkar elsta bróður böndum ung að
árum. Glæsileg kona, af rótgrón-
um ættum úr austurhluta Heima-
eyjar. Það gustaði af henni, Halla
var hressileg og hláturmild og
ekki fór á milli mála að bróðir okk-
ar hafði fundið góðan lífsförunaut.
Enda kom það á daginn. Addi
bróðir og Halla voru einstaklega
samhent í gegnum lífið og mág-
kona okkar stóð svo þétt við hlið
bróður að varla bar nafn annars
þeirra á góma að hitt fylgdi ekki í
kjölfarið. Addi var höfuð systkina-
hópsins, einstakur hugmynda-
smiður og gleðigjafi, sem smitaði
umhverfi sitt af glaðlyndi og bjart-
sýni. Hann var sögumaður af guðs
náð og þáttur Höllu var þar stærri
en virtist við fyrstu sýn. Hún
kunni þá list að taka undir, bæta
inn í og laða fram frásagnargleði
eiginmannsins sem náði oftar en
ekki ógleymanlegum listrænum
hæðum. Þannig var Halla mág-
kona, hún kunni að kalla fram það
besta hjá elsta bróður, sem gerðu
hann að sönnum sagnalistamanni.
Eins og hljómsveitarstjóri sló hún
af sérstöku næmi á þá strengi,
sem gerðu stundirnar með þeim
hjónum að óviðjafnanlegum gleði-
stundum. Sögur og frásagnir öðl-
uðust ævarandi líf eins og sígild
tónverk sem hægt var að njóta og
endurtaka með ótal blæbrigðum.
Börnin urðu 8 og Addi og Halla
virtust fara létt með að koma
þeim, hverju og einu til manns.
Samstaða þeirra var einstök,
börnin skiptu þau öllu máli, og lífs-
gleðin jókst bara í hlutfalli við
fjölgun á heimilinu! Þau hjón nutu
sín best umkringd börnum og
barnabörnum, því fleiri þeim mun
betra! Og afkomendurnir sóttu í
Halla
Guðmundsdóttir
✝ Halla Guð-mundsdóttir
fæddist 4. desem-
ber 1939. Hún lést
8. ágúst 2020.
Útför Höllu var
gerð frá Landa-
kirkju í Vest-
mannaeyjum.
félagsskap þeirra og
hver annars og eru
allt fram á þennan
dag einstaklega
samrýndir.
Það var mikið
áfall, þegar Addi
bróðir féll skyndi-
lega frá árið 2003.
Systkinahópurinn
missti gleðigjafann
en þyngstur var
harmur Höllu og
barnanna. Sumir gefa svo mikið,
að heimurinn verður aldrei samur
aftur. En Halla mágkona hafði
þrautseigju og seiglu til þess að
lifa lífinu áfram, þótt hlátur henn-
ar yrði aldrei sem áður.
Við eftirlifandi systkin Adda
þökkum Höllu mágkonu sam-
fylgdina. Við þökkum henni fyrir
að hafa ávallt staðið þétt við hlið
elsta bróður og búið til minningar,
sem eiga sérstakan sess í hugum
okkar. Samspil Höllu og Adda var
fyrirmynd okkar yngri systkina
um það, hvernig ætti að standa
saman í lífinu og takast á við það
með lífsgleði og jákvæðni að leið-
arljósi.
Fyrir hönd systkinanna frá
Steinholti og Illugagötu 7, Vest-
mannaeyjum,
Birgir Þór Baldvinsson.
Við Halla kynntumst eiginlega
ekki fyrr en fyrir nokkrum árum.
Auðvitað heilsuðumst við eins og
fólk gerir í litlum bæjarfélögum.
Ég skoðaði börnin hennar (átta
stykki) í ungbarnaskoðun og öll
börnin hennar í skólaskoðun, þar
sem ég vann á heilsugæslunni.
Ekki man ég eftir, að við yrðum
nokkurn tíma ósammála á þessum
tíma. Það var mjög sorglegt er
maður hennar, hann Addi Bald
slökkviliðsstjóri, féll skyndilega
frá 65 ára 2003, var hann öllum
harmdauði, Halla var lengi að
jafna sig, ef þá nokkurn tíma. Við
unnum saman á Hraunbúðum og
síðar á Sjúkrahúsi Ve. Einhvern
veginn æxlaðist það svo, að við fór-
um að sækja saman hinar ýmsu
samkomur hjá eldri borgurum,
sérstaklega spilakvöldin, sem
maðurinn hafði lítinn áhuga á.
Nokkrum sinnum fórum við í
dagsferðir, þá slepptum við ekki
þorrablótunum. Stofnaður var
kaffiklúbbur, sem í voru um fjöru-
tíu konur, sá var kallaður Perlurn-
ar. Allar höfðum við unnið á
Sjúkrahúsinu, og komnar á eftir-
laun.
Tókum við þátt í þessum sam-
komum með mikilli gleði. Við
Halla bjuggum nálægt hvor ann-
arri og yfirleitt sótti ég hana þeg-
ar við vorum að fara eitthvað.
Einnig fór ég oft til hennar þegar
ég var á heimleið úr bænum. Við
áttum margar góðar stundir. Hún
sagði mér frá æsku sinni í Eyjum
og ég frá lífinu í 101 Reykjavík.
Dætur hennar voru yndislegar
stúlkur og tóku mér sérlega vel.
Ég kvíði tímanum fram undan,
þegar ekki verður hægt að kíkja í
kaffi til Höllu. Elsku Halla, þakk-
ar þér allar góðar stundir. Við
Gaui vottum fjölskyldunni inni-
lega samúð.
Guð geymi þig.
Hólmfríður Ólafsdóttir.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGURÐUR SIGURÐSSON,
húsa- og skipasmíðameistari,
frá Vatnsdal, Vestmannaeyjum,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 16. ágúst.
Í ljósi aðstæðna fer útförin fram með nánustu fjölskyldu.
Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast Sigurðar
er bent á Minningarsjóð Hrafnistu í Hafnarfirði.
Atli Sigurðsson Harpa Andersen
Bjartey Sigurðardóttir
Gylfi Sigurðsson Guðrún Erlingsdóttir
Arnar Sigurðsson Margrét Ragnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR
Stella,
hjúkrunarfræðingur,
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu við
Sléttuveg sunnudaginn 16. ágúst.
Í ljósi aðstæðna fer útförin fram í kyrrþey að viðstöddum
nánustu aðstandendum.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarsamtök.
Hannes G. Jónsson
Margrét Birna Hannesdóttir Sigurður Jónsson
Guðný Hannesdóttir Baldur Gylfason
Herdís Hannesdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN HAFLIÐADÓTTIR
frá Dísukoti, Þykkvabæ,
Búðargerði 4, Reykjavík,
lést á heimili sínu mánudaginn 17. ágúst.
Útförin fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu föstudaginn
28. ágúst klukkan 15.
Vegna samkomutakmarkana verður athöfnin einungis fyrir
nánustu fjölskyldu. Athöfninni verður streymt á filadelfia.is og á
Facebook-síðu Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu.
Ásmundur Kristinsson Birna Kjartansdóttir
Hafliði Kristinsson Steinunn Þorvaldsdóttir
Katrín Kristinsdóttir
Ólafur Kristinsson Regína Heincke
Hrönn Kristinsdóttir Rúdólf Jóhannsson
Óskar Kristinsson Sigrún Leifsdóttir
Líney Kristinsdóttir Guðjón Hafliðason
Árni Kristinsson Vaka Steindórsdóttir
Magnús Kristinsson Ásta Hjálmarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ELLERT GUNNLAUGSSON,
fyrrum bóndi á Sauðá,
Garðavegi 19, Hvammstanga,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á
Hvammstanga 16. ágúst.
Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju 24. ágúst kl. 13.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu er bara nánustu fjölskyldu og
vinum boðið. Þeim sem vildu minnast hans er bent á
Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga.
Aðalheiður Jónsdóttir
Sesselja Aníta Ellertsdóttir Gísli Már Arnarson
Guðni Ellertsson
Stella Guðrún Ellertsdóttir Tómas Örn Daníelsson
afabörn og langafabarn
Ástkær móðir okkar, dóttir, systir
og barnsmóðir,
JÓNA DÍS ÞÓRISDÓTTIR,
lést miðvikudaginn 12. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju
þriðjudaginn 25. ágúst klukkan 13.
Vegna samkomutakmarkana er athöfnin einungis fyrir
nánustu fjölskyldu og vini.
Athöfninni verður streymt á www.digraneskirkja.is.
Þeim sem vilja minnast hennar og styrkja syni hennar er bent
á styrktarreikning nr. 0370-13-400560, kt. 160386-2319.
Þórir Jökull Ásgeirsson
Halldór Elí Ásgeirsson
Guðrún Jóna Jónasdóttir Ingi Halldór Árnason
Þórey Þórisdóttir Sveinbjörn Sveinsson
Ottó Ingi Þórisson Lára Björgvinsdóttir
Hulda Þórisdóttir Árni Gunnar Reynisson
Magnús Þórisson Ólafía Marelsdóttir
Ásgeir Elíasson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, sonur og bróðir,
GUÐMUNDUR HAUKUR GUNNARSSON
lögfræðingur,
lést á heimili sínu 16. ágúst. Útförin fer fram
frá Háteigskirkju föstudaginn 28. ágúst
klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða fjöldatakmarkanir í kirkjunni
en athöfninni verður streymt á vefslóðinni
https://youtu.be/H59lv9sk9UI
María Dóra Björnsdóttir
Diljá Guðmundardóttir Elías Guðni Guðnason
Breki Guðmundsson
María Ýr Elíasdóttir
Ragnheiður Hulda Hauksd.
Erla Gunnarsdóttir Pálmi Jónasson
Ástkær móðir okkar og amma,
RAKEL KRISTÍN MALMQUIST,
áður Einarsnesi 44,
lést miðvikudaginn 5. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Valgerður Guðmundsdóttir
Svanhildur Guðmundsdóttir Halldór Guðnason
Reynir Guðmundsson Sigrún Sigurþórsdóttir
Ebenezer G. Guðmundsson Lára Jónsdóttir
Ásgeir Guðmundsson
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN INGVELDUR
GUÐJÓNSDÓTTIR,
Strikinu 2, Garðabæ,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn
20. ágúst. Útför hennar fer fram fimmtudaginn 27. ágúst. Í ljósi
aðstæðna er athöfnin einungis fyrir fjölskyldu og boðsgesti.
Skúli Rúnar Guðjónsson
Páll Skúlason Agnes Kragh Hansdóttir
Jónas Skúlason Elísabet M. Jóhannesdóttir
Skúli Rúnar Skúlason Sigríður Bergsdóttir
Auður Skúladóttir Magnús V. Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn