Morgunblaðið - 22.08.2020, Síða 39

Morgunblaðið - 22.08.2020, Síða 39
DÆGRADVÖL 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020 Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ MUNT EKKI FINNA ATVINNU- AUGLÝSINGAR Í ÍÞRÓTTABLAÐINU!” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... fjölskyldan. LÁNADEILD ÞAÐ ER ALLT GOTT Í VERÖLDINNI SKO MINNI VERÖLD ÞÉR ER EKKI BOÐIÐ KÆRASTINN MINN HÆTTI MEÐ MÉR Í DAG! HANN SAGÐIST ÞURFA MEIRA RÝMI! OG KOM ÞAÐ ÞÉR Á ÓVART? NEI, Í RAUN EKKI. HANN ER STJÖRNU- FRÆÐINGUR! „BÍDDU NÚ HÆGUR – VIÐ SKULUM SJÁ HVORT ÉG GET FUNDIÐ SKILMÁLA SEM ÞÚ GETUR LIFAÐ MEÐ.” Fjölskylda Sambýliskona Guðmundar er Helga I. Stefánsdóttir, f. 19.11. 1962, leikmynda- og búningahöfundur. Börn Guðmundar og Rakelar Stein- arsdóttur, f. 4.12.1965, eru 1) Agnes Guðmundsdóttir, f. 4.8. 1990, mark- aðs- og innkaupastjóri Icelandic Asia og formaður Félags kvenna í sjávar- útvegi, sambýlismaður hennar er Lár- us Kazmir, f. 26.2.1989, lögreglu- maður og dóttir þeirra er Aþena Lárusdóttir, f. 1.10. 2018; 2) Rebekka Guðmundsdóttir, f. 13.6. 1992, tölv- unarfræðingur, sambýlismaður henn- ar er Magnús Óli Magnússon, f.8.5. 1992, handboltamaður og börn þeirra eru Guðmundur Óli Magnússon, f. 2.6. 2018 og óskírð dóttir, f. 27.7. 2020; 3) Kristján Guðmundsson, f. 19.8. 1999, háskólanemi í Bandaríkjunum. Systkini Guðmundar eru Hjálmar Þór Kristjánsson, f. 2.7. 1958, fiskverk- andi á Rifi, og Sigurrós Kristjáns- dóttir, f. 31.5. 1962, búsett í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar voru hjónin Kristján Guðmundsson, f. 30.3. 1928, d. 30.12. 2012, skipstjóri og fiskverkandi á Rifi, og Ragnheiður Hjálmtýsdóttir, 25.11. 1925, d. 27.3. 2016, húsmóðir á Rifi. Guðmundur Kristjánsson Þuríður Þorsteinsdóttir húsmóðir, f. í Ytra- Skógskoti í Miðdölum Jón Jónsson bóndi á Saurstöðum Sigurfljóð Jónsdóttir húsmóðir á Saurstöðum Hjálmtýr Jóhannsson bóndi á Saurstöðum í Haukadal,Dal. Ragnheiður Hjálmtýsdóttir húsmóðir á Rifi Guðrún Torfadóttir húsmóðir, f. í Neðri- Hundadal Jóhann Guðmundsson bóndi í Miðskógi í Miðdölum Bæring Jónsson bóndi á Saurstöðum Jón ísleifsson fiskimatsmaður í Stykkishólmi Níels Eyjólfsson skipahönnuður í Rvík Eggert Jónsson skipstjóri í Stykkishólmi Jón Hjálmtýsson bóndi á Saurstöðum Kristrún Ísleifsdóttir húsmóðir í Stykkishólmi Kristborg Guðbrandsdóttir húsmóðir, f. Miklagarði í Saurbæ Ísleifur Jónsson bóndi á Tindi í Tungusveit, Strand., síðar verkstjóri í Stykkishólmi Halldóra Ísleifsdóttir húsmóðir í Nesi Guðmundur Finnsson bóndi og verkamaður í Nesi í Stykkishólmi Helga Sigríður Jónsdóttir húsmóðir, f. á Fremri- Brekku í Saurbæ Finnur Finnsson bóndi á Hnúki á Skarðsströnd Úr frændgarði Guðmundar Kristjánssonar Kristján Guðmundsson skipstjóri og fiskverkandi á Rifi Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Krakki þessi kátur er. Kerra, sem um veginn fer. Hér um ræðir heimskan ver. Heiti þetta maður ber. Eysteinn Pétursson svarar: Fjörkálfur er frændi minn. Fer um veginn kálfurinn. Kálf má heimskan kalla ver. Kálfur heitir maður hver? Dyggur lesandi Vísnahornsins sendir þessa lausn: Fjörkálfinn ég þekki þar. Þrælar kálfinn draga. Enginn kálfur Kálfur var; kunn er sú forna saga. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Kálfur glaðvær krakki er. Kálfur tengist bílinn við. Kálfur harla heimskur ver. Heitir Kálfur manntetrið. Þá er limra: Limrurnar létt er að kveða, lítt þarf með töngum að streða, þær yrkja sig sjálfar, og aular og kálfar eins og ég sjálfur þeim spreða. Síðan er ný gáta eftir Guðmund nr. 42: Drýpur regn og drúpa strá, döggvott grasið jörðu á, tilveran er gegnum grá, gátan kær er mörgum þá: Meyju lipra má nú sjá. Margir sér í hana fá. Ein er stór og önnur smá. Út sig teygir hafið á. Kristján Fjallaskáld orti: Þótt séu brot til sekta nóg og syndir margháttaðar, í himnaríki held ég þó þeir holi mér einhversstaðar. Þorlákur Þórarinsson á Ósi kvað: Þótt hinn armi, það ég sver, þiggi varma og fæði tóbaksjarmur í honum er eins og harmakvæði. Gömul vísa í lokin, - sláttuvísa Kölska: Grjót er nóg í Gníputótt, glymur járn á steinum. Þó túnið sé á Tindum mjótt tefur það fyrir einum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fyrr skal bæsa kálfinum en uxanum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.