Morgunblaðið - 22.08.2020, Síða 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020
FÓTBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Breiðablik fór upp í annað sæti
Pepsi Max-deildar karla í fótbolta
með naumum 1:0-sigri á Gróttu á
útivelli í gærkvöld. Breiðablik þurfti
sannarlega að hafa fyrir sigrinum,
þrátt fyrir að Grótta léki allan
seinni hálfleikinn manni færri eftir
að Kristófer Melsted sá rautt
spjald. Að lokum skoraði Thomas
Mikkelsen sigurmarkið úr víti, en
hann hafði áður brennt af á víta-
punktinum. Blikar hafa oft leikið
betur, en þeir taka stigunum þrem-
ur fagnandi.
„Blikar er væntanlega fegnir að
fara með þrjú stig úr leik þar sem
þeir þurftu að bíða lengi eftir því að
skora og klúðruðu auk þess víta-
spyrnu. Óskar Hrafn, þjálfari liðs-
ins, var ekki ánægður með frammi-
stöðuna og fannst sínir menn vera
þungir. Hægt er að taka undir það,“
skrifaði Kristján Jónsson m.a. um
leikinn á mbl.is.
Thomas Mikkelsen er marka-
hæstur í deildinni á tímabilinu með
tíu mörk í tíu leikjum. Óttar Magn-
ús Karlsson kemur næstur með níu.
Valtýr Már Michaelsson lék
sinn 50. keppnisleik hér á landi en
11 af þeim eru í efstu deild, einn
með KR og tíu með Gróttu.
Enn og aftur 1:1
Stjarnan gerði þriðja 1:1-
jafnteflið í síðustu fjórum leikjum er
liðið heimsótti Fylki í Árbæinn.
Varnarmaðurinn Ásgeir Eyþórsson
jafnaði metin með skalla eftir horn-
spyrnu í seinni hálfleik, en Hilmar
Árni Halldórsson kom Stjörnunni
yfir í seinni hálfleik. Stjarnan á enn
leik til góða á topplið Vals, en getur
nú aðeins jafnað Valsmenn á stig-
um, eftir hikst í síðustu leikjum.
Stjarnan hefur misst niður eins
marks forskot í síðustu fjórum leikj-
um og aðeins unnið einn þeirra.
„Stjarnan hefur leikið sjö leiki í
röð í öllum keppnum án þess að
halda hreinu og mörkin sem
Stjörnumenn fá á sig hafa kostað þá
stig. Það vantar alvöruframherja til
að skora mörkin, en Stjarnan er
hvað eftir annað að missa niður
naumt eins marks forskot í leikjum,
þar sem liðið fær færi til að skora
fleiri mörk,“ skrifaði undirritaður
m.a. um leikinn á mbl.is.
Hilmar Árni er annar leikmað-
urinn til að skora 50 mörk fyrir
Stjörnuna í efstu deild karla. Hall-
dór Orri Björnsson er markahæst-
ur með 58 mörk.
Markvörðurinn Haraldur
Björnsson lék sinn 100. leik í efstu
deild.
Þungir Blikar gerðu nóg
gegn tíu Gróttumönnum
Breiðablik vann nauman sigur Stjarnan missti enn og aftur niður forystu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Árbær Djair Parfitt-Williams úr Fylki sækir að Stjörnumanninum Heiðari Ægissyni í Árbænum í gærkvöldi.
Vítaspyrna Thomas Mikkelsen skorar sigurmark Breiðabliks af vítapunktinum á Seltjarnarnesi í gær.
Pepsi Max-deild karla
Grótta – Breiðablik .................................. 0:1
Fylkir – Stjarnan...................................... 1:1
Staðan:
Valur 10 7 1 2 22:8 22
Breiðablik 11 6 2 3 24:17 20
Stjarnan 9 5 4 0 17:8 19
KR 9 5 2 2 14:9 17
FH 10 5 2 3 18:16 17
Fylkir 11 5 1 5 17:18 16
Víkingur R. 11 3 5 3 19:18 14
ÍA 10 4 1 5 24:23 13
HK 10 3 2 5 18:23 11
KA 9 1 5 3 6:11 8
Grótta 11 1 3 7 10:22 6
Fjölnir 11 0 4 7 10:26 4
3. deild karla
Augnablik – Reynir S............................... 3:1
Ægir – KFG.............................................. 1:1
Staðan:
Reynir S. 11 8 2 1 33:17 26
KV 9 6 0 3 25:15 18
Augnablik 10 4 4 2 22:18 16
Tindastóll 9 4 4 1 19:16 16
KFG 10 4 2 4 21:19 14
Ægir 10 4 2 4 15:17 14
Sindri 10 4 2 4 18:24 14
Einherji 10 3 1 6 16:23 10
Vængir Júpiters 9 2 3 4 9:14 9
Höttur/Huginn 9 2 2 5 13:17 8
Álftanes 10 2 2 6 15:20 8
Elliði 9 2 2 5 15:21 8
Lengjudeild kvenna
Haukar – Fjölnir ...................................... 1:0
Víkingur R. – Afturelding........................ 0:1
Staðan:
Keflavík 8 6 2 0 25:5 20
Tindastóll 8 6 1 1 20:4 19
Haukar 9 5 2 2 14:8 17
Grótta 8 5 2 1 10:5 17
Afturelding 9 3 3 3 11:12 12
ÍA 8 1 5 2 13:12 8
Víkingur R. 9 2 2 5 11:17 8
Augnablik 7 2 2 3 9:15 8
Fjölnir 9 1 1 7 4:20 4
Völsungur 7 0 0 7 3:22 0
2. deild kvenna
ÍR – Fram ................................................. 2:2
Evrópudeild UEFA
Úrslitaleikur:
Inter Mílanó – Sevilla .............................. 2:3
Katar
Al-Arabi – Qatar SC ................................ 0:0
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar
liðið.
Belgía
B-deild:
Deinze Union – St. Gilloise ..................... 0:2
Aron Sigurðarson lék fyrstu 57 mínút-
urnar hjá St. Gilloise.
Úkraína
Shakhtar Donetsk – Kolos Kovalivka... 3:1
Árni Vilhjálmsson var ekki í leikmanna-
hópi Kolos Kovalivka.
Meistaradeild Evrópu kvenna
8-liða úrslit:
Glasgow City – Wolfsburg....................... 1:9
Wolfsburg áfram í undanúrslit.
Atlético Madríd – Barcelona ................... 0:1
Barcelona áfram í undanúrslit.
NBA-deildin
Úrslitakeppni, 1. umferð:
Milwaukee – Orlando ......................... 111:96
Staðan er 1:1.
Portland – L.A. Lakers...................... 111:88
Staðan er 1:1
Brooklyn – Toronto ............................ 92:117
Staðan er 3:0 fyrir Toronto.
Utah – Denver .................................... 124:87
Staðan er 2:1 fyrir Utah.
KNATTSPYRNA
Pepsi Max-deild karla:
Greifavöllurinn: KA – ÍA ........................L14
Kaplakriki: FH – HK ..............................L14
Pepsi Max-deild kvenna:
Hásteinsvöllur: ÍBV – Þór/KA ...............S16
Lengjudeild karla:
Fjarðabyggðarh.: Leiknir F.– FramL13:30
Grenivík: Magni – ÍBV............................L14
Grindavík: Grindavík – Þór ....................L14
Varmá: Afturelding – Keflavík...............L16
Olísvöllurinn: Vestri – Víkingur Ó .........S14
Domusnovav: Leiknir R. – Þróttur R. ...S16
Lengjudeild kvenna:
Vivaldivöllurinn: Grótta – ÍA .................L13
Húsavík: Völsungur – Augnablik...........L16
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Meistaramót Íslands í fjölþrautum og öld-
unga fer fram um helgina í Kaplakrika,
Hafnarfirði. Áhorfendur eru ekki leyfðir
frekar en í knattspyrnunni.
Í KVÖLD!
Spænska liðið Sevilla varð í gær-
kvöld Evrópudeildarmeistari í fót-
bolta eftir 3:2-sigur á Inter Mílanó
frá Ítalíu í úrslitaleik í Köln. Er sig-
urinn sá sjötti hjá Sevilla í keppn-
inni frá árinu 2006.
Inter byrjaði með látum og komst
yfir strax á 5. mínútu með marki
Romelu Lukaku úr vítaspyrnu, en
eftir það var komið að Luuk de
Jong. Hollendingurinn jafnaði á 12.
mínútu og á 33. mínútu var hann
búinn að koma Sevilla í 2:1. Diego
Godín jafnaði fyrir Inter á 35. mín-
útu og var staðan eftir stór-
skemmtilegan fyrri hálfleik 2:2.
Seinni hálfleikurinn var nokkuð ró-
legri og dugði Sevilla eitt mark til
að tryggja sér enn einn titilinn, en
Lukaku varð fyrir því óláni að
skora sjálfsmark á 74. mínútu og
þar við sat.
Sevilla hefur verið á gríðarlegri
siglingu á árinu 2020 og var sig-
urinn sá níundi í síðustu tíu leikjum
í öllum keppnum. Spænska liðið
vann keppnina síðast 2016, en það
var þriðja árið í röð sem Sevilla
fagnaði sigri í Evrópudeildinni,
næststerkustu keppni álfunnar.
Fögnuðu sigri í Evrópu-
deildinni í sjötta sinn
AFP
Meistarar Sevilla fagnar enn einum Evrópudeildarbikarnum í gær.
FYLKIR – STJARNAN 1:1
0:1 Hilmar Árni Halldórsson 37.
1:1 Ásgeir Eyþórsson 77.
M
Ásgeir Eyþórsson (Fylki)
Daði Ólafsson (Fylki)
Ragnar Bragi Sveinsson (Fylki)
Djair Parfitt-Williams (Fylki)
Ólafur Ingi Skúlason (Fylki)
Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjörnunni)
Halldór Orri Björnsson (Stjörnunni)
Hilmar Árni Halldórsson (Stjörnunni)
Eyjólfur Héðinsson (Stjörnunni)
Heiðar Ægisson (Stjörnunni)
Dómari: Pétur Guðmundsson – 7.
Áhorfendur: Ekki heimilað.
GRÓTTA – BREIÐABLIK 0:1
0:1 Thomas Mikkelsen (víti) 73.
MM
Hákon Rafn Valdimarsson (Gróttu)
M
Ástbjörn Þórðarson (Gróttu)
Pétur Theodór Árnason (Gróttu)
Elfar Freyr Helgason (Breiðabliki)
Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki)
Rautt spjald: Kristófer Melsted
(Gróttu) 36.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 5.
Áhorfendur: Ekki heimilað.
Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/
fotbolti.