Morgunblaðið - 26.08.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 26.08.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2020 Óvarlegt er að hafa talningu ámótmælafundum sem ígildi lýðræðislegrar kröfu. Iðulega voru göngur í Lundúnum með og á móti Brexit sem fullyrt var að milljón manns hefðu sótt.    Lögreglan hérer hætt að gefa upp ætlaðan fjölda á svona fundum eftir að liggja undir þrýstingi mótshaldara um hækkað mat. Sumir mótshald- arar töldu fólk sem kom á fund og það sem fór, enda oft hug- sjónafólk um jafnrétti á ferð.    Sagt er að 150 þúsund hafi mót-mælt forseta Hvíta-Rússlands og niðurstöðum kosninga, þar sem svindlað hafi verið. Brussel skrif- ar undir það án nokkurrar athug- unar. Ekkert handfast hefur verið fært fram til sönnunar. En þar sem sama einræðisstjórn hefur setið í 26 ár og þó boðið reglulega upp á kosningar í því andrúmi má gefa sér að þar lúti kosningar ekki endilega lýðræðislegum leik- reglum fremur en annað.    Vissulega er 150 þúsund sálnafundur myndarlegur en mið- að við íbúafjölda samsvarar það að 5.000 Íslendingar mótmæli og flest alvörumótmæli skila þannig hópi hér og það þótt ekki sé talið tvisvar. En slíkir koma ekki í stað kosninga.    Allir muna ársbyrjun 2009 þeg-ar Samfylking reyndist ístöðulausasti stjórnarflokkur til þess tíma og líkastur Bjartri framtíð 2017. Kratar hrukku af lömunum er fáir hávaðaseggir réðust inn á flokksfund í Leik- húskjallaranum. Samfylking hrundi ofan í smáflokk í fram- haldinu. Hávaði og köll eru ekki kosningar STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Þetta datt inn á sunnudag,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, eftir að sá áfangi náðist að skipið gengur eingöngu fyrir rafmagni. Í skipinu eru 528 rafhlöður en skipta þurfi um skinnur í þeim, sem unnið hefur verið að undanfarnar vikur. Guðbjartur segir að einstaka rafhlöðustæður séu fjarlægðar meðan unnið sé að viðgerðum, en að það komi ekki í veg fyrir að skipið geti gengið fyrir rafmagni einu saman og því ferli muni ljúka fljótlega. Hleðslu- stöðvar eru bæði í Vestmannaeyjum og í Land- eyjahöfn og segir Guðbjartur að svo lengi sem skipið sigli þar á milli dugi rafhleðslan ein og sér. „Þetta sparar töluverðan rekstrarkostnað,“ segir hann og bætir við að auk þess að vera um- hverfisvænna þá sé hljóðvistin um borð mun betri. Farþegar eru nú ekki truflaðir af hljóði frá aðalvélum sem geri ferðalagið jafnvel enn þægi- legra fyrir bæði gesti og áhöfn. Skipið er að auki búið þremur vélum sem með rafmagni er hægt að tengja á ýmsan máta. Þannig er tryggt að sigla megi lengri ferðir, t.d. í Þorlákshöfn sé þess þörf. Herjólfur að fullu rafknúinn  Umhverfisvænna og sparneytnara skip en áður Morgunblaðið/Sigurður Bogi Herjólfur Skipið siglir nær hljóðlaust um hafið. Eiríkur Brynjólfsson kennslustjóri lést sl. sunnudag, 69 ára að aldri. Eiríkur fæddist 19. maí 1951, sonur hjónanna Brynjólfs Eiríks Ingólfssonar lögfræðings og Helgu Sigurðardóttur. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1972, stúdentsprófi frá sama skóla 1973 og prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands 1983. Þá lauk hann BA-prófi í ís- lensku og almennum málvísindum frá HÍ 1983 og stundaði MA-nám í íslenskum bókmenntum 1986 til 1987. Eiríkur stundaði einnig nám í rússnesku og spænsku og sótti ýmis námskeið um íslenskukennslu, sér- kennslu og tölvufræði. Eiríkur kenndi íslensku við Ár- múlaskóla í Reykjavík 1974 til 1978 og Fjölbrautaskólann við Ármúla 1979 til 1990. Hann var kennari og deildarstjóri sérdeildar unglinga í Austurbæjarskóla 1994-2000 og deildarstjóri sérkennslu og umsjón- armaður námsvers unglinga í Austurbæjarskóla 2000-2006. Þá var hann sérkennari og íslensku- kennari við Fjölbrautaskólann við Ármúla frá hausti 2007 og kennslu- stjóri almennrar námsbrautar til dauðadags. Hann var um tíma prófarkales- ari á DV og skrifaði pistla í blaðið um ís- lenskt mál. Þá var hann þýðandi á Stöð 2 og rak ásamt öðrum fyrirtækið Orðhaga sf. um árabil. Eiríkur var m.a. rit- stjóri Kennarablaðsins fyrir Hið íslenska kennarafélag 1988 til 2000 og sat í stjórn þess félags um tíma. Hann var ritstjóri handbókar Hins íslenska kennarafélags 1992- 2000 og ritstjóri Skímu, málgagns Samtaka móðurmálskennara, 1990- 1992. Hann var foringi Hins ís- lenska glæpafélags frá 2007 en það er félag rithöfunda og áhugamanna um glæpasögur. Eiríkur sendi frá sér smásagna- söfn og ljóðabækur og smásögur og ljóð eftir hann birtust í ýmsum safnritum og tímaritum. Fyrri eiginkona Eiríks er Ingi- björg Einarsdóttir. Þau skildu. Börn þeirra eru Matthildur, Einar og Guðrún. Síðari eiginkona Eiríks er Steinunn H. Hafstað, fjarnáms- stjóri við Fjölbrautaskólann við Ár- múla. Sonur þeirra er Jón Haukur Hafstað. Andlát Eiríkur Brynjólfsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.