Morgunblaðið - 02.09.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2020
Gunnlaugur Snær Ólafsson
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
Samherji hefur kært ellefu starfs-
menn Ríkisútvarpsins til siðanefnd-
ar Ríkisútvarpsins fyrir meint brot á
siðareglum þess, að því er fram kom
í tilkynningu sem var birt á vef Sam-
herja í gær. Var þar einnig birt kær-
an í heild sinni og snýr hún að
ákvæði siðareglna sem meinar
starfsfólki sem sinnir umfjöllun um
fréttir, fréttatengt efni og dagskrár-
gerð að taka „opinberlega afstöðu í
umræðu um pólitísk málefni eða um-
deild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ.á
m. á samfélagsmiðlum“.
Í kærunni er fjöldi tilvika talinn
upp þar sem Samherji telur að
starfsfólkið hafi brotið gegn siða-
reglunum og er því haldið fram að
allir hafi tekið afstöðu til mála er
tengjast umfjöllun um Samherja og
er Seðlabankamálið sérstaklega
nefnt og starfsemi Samherja í Nami-
bíu. Auk þess er nefnd tjáning um
eignarhald fyrirtækja í sjávarútvegi
og eignarhald á hlutabréfum í Eim-
skip.
Þá telur Samherji að svo virðist
sem starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi
„átt samantekin ráð þar sem margar
þeirra færslna, sem fjallað er um í
kærunni, voru birtar á samfélags-
miðlum því sem næst samtímis,“
segir í tilkynningu fyrirtækisins.
Varðist rangfærslum
„Þarna er um margítrekuð brot að
ræða hjá sumum þeirra einstaklinga
sem eiga í hlut. Þá virðist hópur
manna, sem starfa við fréttir og dag-
skrárgerð, hafa haft samantekin ráð
um að skaða orðspor Samherja. Af
þessu er augljóst að Samherji á eng-
an möguleika á því að fá hlutlausa
umfjöllun hjá Ríkisútvarpinu,“ er
haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni,
forstjóra Samherja, í tilkynningunni.
Meðal þeirra sem kæra Samherja
nær til er Sigmar Guðmundsson,
dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisút-
varpinu, og er vísað í kærunni til
færslu sem Sigmar birtir á Facebook
11. ágúst síðastliðinn.
Sigmar vísaði ásökunum í kæru
Samherja á bug í samtali við mbl.is í
gær. „Ég var ekki að blanda mér í
pólitíska almenna umræðu eða um-
ræður um þjóðmál heldur var ég að
bregðast við myndbandi sem var
uppfullt af rangfærslum um frétta-
mál sem var birt í þætti sem ég var
ritstjóri yfir.“
Óskað eftir tilnefningum
Er blaðamaður leitaði til Ríkisút-
varpsins til þess að afla upplýsinga
um hverjir eiga sæti í siðanefndinni,
fengust þau svör að ekki hafi verið
skipað í nefndina í fyrra eins og gert
er ráð fyrir í siðareglum Ríkisút-
varpsins.
„Endurskoðun siðareglna RÚV
hefur staðið yfir frá síðasta ári og
hefur því ekki verið endurskipað í
nefndina. Í ljósi framkominnar kæru
til siðanefndar hefur verið óskað eft-
ir tilnefningum í nefndina og að þeim
fengnum verður kæran send nefnd-
inni til meðferðar,“ segir í svari Rík-
isútvarpsins.
Kæra starfsmenn
RÚV til siðanefndar
Nefndin ekki skipuð í fyrra eins og reglur gera ráð fyrir
Morgunblaðið/Eva Björk
RÚV Siðanefnd verður skipuð í
kjölfar kæru Samherja hf.
» Aðalsteinn Kjartansson
fréttamaður
» Freyr Gígja Gunnarsson
fréttamaður
» Helgi Seljan
fréttamaður
» Lára Ómarsdóttir
fréttamaður
» Rakel Þorbergsdóttir
fréttastjóri
» Sigmar Guðmundsson
dagskrárgerðarmaður
» Snærós Sindradóttir
verkefnastjóri
» Stígur Helgason
fréttamaður
» Sunna Valgerðardóttir
fréttamaður
» Þóra Arnórsdóttir
ritstjóri Kveiks
» Tryggvi Aðalbjörnsson
fréttamaður
Þau sem
kærð eru
STARFSMENN RÚV
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
Oddur Þórðarson
Óundirbúinn fyrirspurnatími var á
dagskrá borgarstjórnar í fyrsta sinn
í gær og nýttu borgarfulltrúar tæki-
færið til þess að ræða hin ýmsu mál,
allt frá lagningu Sundabrautar til
stöðu biðlista eftir félagslegri þjón-
ustu við borgarbúa.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæð-
isflokksins, átti fyrstu fyrirspurnina
og spurði hann út í afstöðu meiri-
hlutans til lagningar Sundabrautar.
Sagði Eyþór að hagstæðasta leið
Sundabrautar hefði verið gerð
ómöguleg vegna skipulags borgar-
innar við Vogabyggð og gagnrýndi
hann að borgin hefði heimilað mann-
virki við vegstæði Sundabrautar og
hafið framkvæmdir sem þrengi að
vegstæði brautarinnar.
Ekkert gert til að efna skyldur
Benti Eyþór á að borgarstjóri
hefði lýst því yfir árið 2006 að lagn-
ing Sundabrautar væri „algjört for-
gangsverkefni í okkar augum“.
Sagði Eyþór jafnframt að liðin væru
23 ár frá því að borgarstjórn hefði
lofað í samkomulagi, sem kallað var
„Blábókin“, að beita sér fyrir lagn-
ingu Sundabrautar.
„Nú er liðið ár síðan borgarstjóri
skrifaði undir samgöngusáttmála og
ekkert hefur verið gert til að efna
þessar skyldur borgarinnar,“ sagði
Eyþór ennfremur.
Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri svaraði fyrirspurn Eyþórs og
sagði gott að minna á að samgöngu-
sáttmálinn fjallaði um framkvæmdir
upp á 120 milljarða í samvinnu
sveitarfélaganna á höfuðborgar-
svæðinu og ríkisins. „Sundabraut,
sem hér er nefnd, er ekki fjármögn-
uð innan sáttmálans en það er rétt
að sáttmálinn kveður á um að
tryggja tengingar við hana. Það hef-
ur frá upphafi verið gert ráð fyrir
því að hún verði einhvers konar
einkaframkvæmd og borguð að
stórum hluta með veggjöldum,“
sagði Dagur.
Málið í „traustum farvegi“
Sagði hann að það sem Eyþór
kallaði bestu leiðina hefði verið
mjög umdeilt bæði í Grafarvogi og í
Laugardalnum, og að höfðu samráði
við bæði Vegagerðina og íbúa á ár-
unum 2005-2008 hefði það verið
þverpólitísk niðurstaða að Sunda-
braut væri best í göngum. Sagði
Dagur að lagning Sundabrautar
hefði farið á nokkra bið eftir hrun,
þar sem henni hefði verið ætlaðir
fjármunir sem glötuðust í hruninu.
„Málið hefur aftur verið tekið upp
á undanförnum árum og er í traust-
um og góðum farvegi í sameiginleg-
um hópi ríkisborgara Faxaflóa-
hafna, sem eru að skoða Sundabraut
í göngum og samanburð við Sunda-
braut á lágbrú á svæðinu til móts við
Holtaveg,“ sagði hann að lokum.
Hagstæðasta leiðin „gerð ómöguleg“
Óundirbúinn fyrirspurnatími haldinn í borgarstjórn í fyrsta sinn Oddviti Sjálfstæðisflokks gagn-
rýndi afstöðu meirihlutans til lagningar Sundabrautar Borgarstjóri segir málið í góðum farvegi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fyrirspurnatími Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokks, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ræddu Sundabraut.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins lögðu í gær fram til-
lögu um að ráðast í tilrauna-
verkefni með sjálfkeyrandi
strætisvagna. Tillögunni var
vísað frá á fundi borgar-
stjórnar. Skorað var á stjórn
Strætó að ráðast í verkefnið.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins í borgar-
stjórn, sagði í samtali við
Morgunblaðið að vel hefði
verið tekið í tillöguna og að
fögrum orðum hefði verið far-
ið um hana. Hins vegar hefði
meirihlutinn í borginni ekki
séð ástæðu til þess að taka
málið fyrir að svo stöddu. Það
þykir Eyþóri miður. „Svona
verkefni eru til skoðunar í
fjölmörgum borgum um allan
heim. Reykjavík á að sjálf-
sögðu að vera borg meðal
borga í þeim efnum. Það kom
engin gagnrýni fram um
þessa tillögu enda er alveg
skýrt að framtíð borgarinnar
er fólgin í svona lausnum.“
Fögrum
orðum farið
um tillöguna
SJÁLFKEYRANDI STRÆTÓ
544 5151tímapantanir
Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR
Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir
ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér
endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
www.alver.is S: 896 4040
LauraStar á Íslandi
Umhverfisvænt
og náttúrulegt
Þurrgufan í LauraStar hreinsar
fötin þín á náttúrulegan hátt án
þess að nota efnavörur.
Meira en 99,999% af bakteríum,
sveppagróðri, rykmaurum
og lykt er útrýmt á
áhrifamikinn hátt.
Þurrgufan hjá LauraStar skilar
fatnaðinum fullkomlega þurrum
og gefur þannig örverum litla
möguleika á að vaxa.