Morgunblaðið - 03.09.2020, Page 10

Morgunblaðið - 03.09.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020 VIÐTAL Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég verð að viðurkenna það að ég er karlinn á áttræðisaldri sem hefur legið inni á spítala að undanförnu vegna COVID 19-faraldursins og fréttir hafa verið af undanfarna daga.“ Svona byrjaði bréf sem Steinar Friðgeirsson, 73 ára verkfræðingur sem veiktist af kórónuveirunni og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús af hennar völdum á dögunum, sendi vinum sínum. Í seinni bylgju kórónuveirunnar hér á landi hefur lítið verið um að fólk hafi þurft að leggjast inn á sjúkrahús af hennar völdum. Veik- indi Steinars voru það alvarleg að hann var á endanum lagður inn og þurfti hann að dveljast í fimm daga á Landspítalanum í Fossvogi. „Ég neitaði að fara á gjörgæslu eða eitt- hvað lengra,“ segir Steinar. Nú eru tæpar fjórar vikur liðnar síðan hann kenndi sér fyrst meins en þrjár vikur síðan hann greindist með veiruna. Steinar ber sig vel og kveðst að mestu hafa haft það gott. Þó er ljóst af frásögn hans að dæma að ekkert grín er fyrir fólk að takast á við þennan vágest. Hugurinn er óvenjuskýr „Ég hef ekki áhyggjur af fram- haldinu. Mér finnst ég hafa sloppið ótrúlega vel,“ sagði Steinar þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Lagði hann ríka áherslu á að hann væri hress miðað við það sem á undan er gengið. Hann þakkar fyrir að hafa ekki fengið andnauð eins og margir sem sýkst hafa af veirunni. „Hugurinn er óvenjuskýr og hugs- unin kristaltær þrátt fyrir allt. Mér líður vel og hef lést um nær tíu kíló. Þetta er þó ekki megrun sem ég mæli með. Ég mældi blóðþrýsting- inn í gær og var hann eins og hjá unglingi,“ sagði Steinar í gærmorg- un en hann losnaði úr einangrun í byrjun vikunnar. Sló niður eftir golfhring Steinar rekur veikindi sín og segir að helgina 8.-9. ágúst hafi hann farið að finna fyrir smá kvefeinkennum, sambærilegum þeim sem nágranni hans hafði áður fengið en þeir höfðu staðið í þakviðgerðum. Telur Stein- ar ekki ósennilegt að þeir hafi smit- ast af verktökum sem unnu hjá þeim, án þess að hægt sé að slá því föstu. Á mánudaginn fór hann í golf með sex félögum sínum. Kalt var í veðri og rigning undir lokin. Daginn eftir sló honum svo alveg niður og lá Steinar með háan hita í þrjá daga. Oddur, sonur Steinars, sem er læknir, skoðaði föður sinn á föstu- deginum 14. ágúst og kallaði auk þess til annan lækni frá Læknavakt- inni. Þá var Steinar með 38,4 gráðu hita sem fór lækkandi og voru þeir báðir sammála um að ólíklegt væri að hann væri með Covid-19 en tóku sýni til greiningar. Annað átti eftir að koma í ljós því súrefnismettunin í blóðinu var óeðlilega lág, eða um og undir 90% sem þótti viss vísbending um að eitthvað væri að. Daginn eftir fékk Steinar loks staðfestingu á því að hann væri smitaður af veirunni og fór í kjölfarið í einangrun heima hjá sér, undir eftirliti Covid-deildar Landspítalans. „Næstu daga fór hitinn smám saman lækkandi sem bætti líðan mína en var um leið svolítið blekkj- andi. Ég var áfram ansi slappur, með þurran hósta og áfram var súrefnis- mettunin óeðlilega lág. Ég vonaðist þó til þess að ég færi að ná vopnum mínum að nýju undir lok vikunnar,“ segir Steinar. Kallaður inn allt of seint Það var svo loks á föstudeginum 21. ágúst sem hann var kallaður inn á Covid-19-göngudeildina Birkiborg til rannsókna. „Ég kom ekki þangað fyrr en tíu dögum eftir að ég varð veikur. Ég var kallaður inn til rann- sókna allt of seint,“ segir Steinar sem gekkst undir 4-5 klukkutíma skoðun. „Niðurstaða rannsóknanna var víst ekki falleg þar sem lungun voru svört en bæði var ég með vírus, lungna- bólgu báðum megin sem og fullt af smáum blóðtöppum í lungunum. Sem betur fer voru ekki neinir stórir tapp- ar sem geta verið enn þá hættulegri.“ Steinar var settur á blóðþynning- arlyf til að koma í veg fyrir frekari blóðtappamyndun og lagður með hraði inn á deild A7 á Landspít- alanum í Fossvogi. Þar var hann sett- ur á víruslyfið Remdesivir og á sterka stera til að hjálpa ónæmis- kerfi líkamans. Þó það kunni að hljóma furðulega kveðst Steinar hafa verið hinn hressasti á þessum tíma- punkti, enda orðinn hitalaus. „Af hverju var og er karlinn þá svona „hress“?,“ spyr Steinar sjálfan sig. Svarið telur hann að liggi í aug- um uppi og megi rekja til góðra gena af sjómannsættum auk þess sem hann hafi í gegnum tíðina alltaf verið í þokkalegu líkamlegu formi. „Ég vil meina að það sé vegna þess að í mér eru gen frá ofurmenninu Snorra Björnssyni á Húsafelli og fyrir vikið verjist líkami minn betur en gengur og gerist. Þegar hjúkrunarfræðing- arnir voru að reyna að sækja sér blóð til rannsókna var það ekki auðvelt því karlinn er með svo þykkar hendur. Ég montaði mig af því að hafa verið 13 ára orðinn fullgildur háseti hjá föður mínum á togara,“ segir Steinar og bætir við að á sínum yngri árum hafi hann lagt stund á íþróttir, svo sem boltaíþróttir, skíði og sund. Síð- ar hafi útivera og veiði tekið við auk golfsins. Fékk „einkasvítu“ á spítalanum Á A7-deildinni var Steinar settur í einangrun, í „einkasvítu“ eins og hann orðar það sjálfur og lýsir sér- stakri ánægju með að hafa getað horft á golfrásina. „Það fór vel um mig þar og allt starfsfólk sem ann- aðist mig var í einu orði sagt frábært. Þetta er ofsalega gott og vandað fólk. Ég tók strax að braggast við lyfja- gjöf, umönnun og súrefnisgjöf. Súr- efnismettunin í blóðinu fór smám saman batnandi en auðvitað var það með aðstoð súrefnisgjafarinnar. Mér leið bara vel þarna.“ Eiginkonan smitaðist Steinar segir að alls hafi 15 manns þurft að fara í sóttkví af hans völdum. Þar á meðal voru golffélagarnir sex, en einn þeirra var með honum heilan dag á ferðalagi og við spilamennsku. Anna eiginkona Steinars slapp ekki eins vel. „Hún var sú eina sem smit- aðist enda annaðist hún mig þegar ég var sem veikastur og með háan hita og þurfti virkilega á hjálp að halda,“ segir Steinar en Anna lýkur brátt sinni einangrun. Hann hrósar happi yfir því að eiginkonan hafi ekki veikst eins alvarlega og hann. „Maður fer í ákveðið uppgjör“ Áföll sem þessi hafa áhrif á fólk og setja lífið í samhengi fyrir marga. Steinar grínast með að börnin hans hafi veitt því athygli að nú kjafti allt í einu á honum hver tuska, manni sem alla jafna þyki fremur dagfarsprúð- ur. „Þetta eru sterarnir. Áhrif þeirra eru nú að fjara út,“ segir hann. „Ég hafði aldrei áhyggjur af því að þetta væri búið hjá mér. En þegar maður lendir í svona fer maður í ákveðið uppgjör. Maður hugsar um það hvernig lífið hefur verið og spyr sig: „Hef ég gengið til góðs?“ Ég hef átt góðan starfsferil og gott líf. Ég hef gefið mig að félagsmálum, bæði innan verkfræðinnar og á vettvangi Rotary og hef virkilega notið þess. Svo er það auðvitað fjölskyldan. Ég fer til Brussel eftir mánuð til að heimsækja dóttur mína og tengda- son. Ég á eftir að vinna tengdasoninn nokkrum sinnum í golfi. Ég er ekkert á förum á næstunni.“ Mér finnst ég hafa sloppið vel  Steinar Friðgeirsson þurfti að leggjast inn á sjúkrahús í fimm daga af völdum kórónuveirunnar  Losnaði úr einangrun í byrjun vikunnar og ber sig vel  Gott og vandað starfsfólk á spítalanum Steinar þakkar góðum genum það að hafa ekki veikst meira en raun bar vitni. Faðir hans var skipstjóri hjá ÚA á Akureyri. „Sem og móðurbræður mínir, Sæmundur, Þorsteinn, Gunnar, Auðun og Gísli Auðunssynir sem tóku við nýsköpunartog- urunum á Akureyri þegar þeir komu þangað nýir 1947 og á næstu árum. Þeir Auðuns- bræður voru landsfrægir sjóar- ar og aflamenn enda komnir af Húsafellsætt, þ.e. af séra Snorra Björnssyni á Húsafelli. Snorri var í 16 ár prestur á Stað í Aðalvík og sótti þar sjóinn af miklu kappi á bátum sem hann smíðaði að nokkru sjálfur. Hann varð nær 93 ára gamall (1710- 1803) sem var mjög óvanalegt á þeim tímum,“ segir Steinar sem var til sjós á togurum og síld- veiðiskipum á unglingsárum auk vinnu við netagerð og stefndi að námi í skipaverk- fræði áður en raforkuverkfræði varð ofan á. Góð gen hjálpuðu AF HÚSAFELLSÆTTINNI Á sjúkrabeði Steinar Friðgeirsson verkfræðingur þurfti að liggja inni á Landspítalanum í fimm daga vegna Covid. Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: Mán-fös: 11-18 Lau: 11-15 www.spennandi-fashion.is 2020 HAUST

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.