Morgunblaðið - 03.09.2020, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Fyrir foreldra er uppeldieitt mikilvægasta verk-efni fullorðinsáranna. Þaðer líka á hreinu að þetta
er vandasamt og krefjandi verkefni
og að því fylgir mikil ábyrgð. En á
sama tíma má ekki gleyma að upp-
eldishlutverkið er án efa eitt það
skemmtilegasta og mest gefandi
sem við tökum okkur fyrir hendur.
Fyrir börnin er uppeldi ekki síð-
ur mikilvægt. Hvernig foreldrarnir
haga uppeldinu, hvaða aðferðum
þeir beita og hvaða fordæmi þeir
gefa dagsdaglega getur skipt sköp-
um um hvernig líf og hagur barns-
ins verður í framtíðinni. Fleira í
nánasta umhverfi barnsins, svo sem
almennur aðbúnaður, fjöl-
skyldugerð, heilsa og samskipti á
heimili, hefur líka áhrif á velferð
þess.
Mótar þegna framtíðar
Fyrir samfélagið í heild skiptir
ákaflega miklu máli hvernig börn
eru alin upp. Uppeldisvenjur dags-
ins í dag hafa mótandi áhrif á þegna
framtíðarinnar, á hegðun þeirra,
líðan, viðhorf, færni og velgengni.
Það hefur líka áhrif á hvernig for-
eldrar þessi börn verða síðar, og
svo koll af kolli! Sem foreldrar höf-
um við því ómæld áhrif, ekki bara á
framtíð barna okkar, heldur á þjóð-
félagið sem við búum í, í nútíð og
framtíð.
Þótt foreldrar gegni langstærsta
hlutverkinu í uppeldi barna sinna
eru þó fleiri sem koma að því verki.
Ömmur, afar, systkini og fleiri ætt-
ingjar hafa áhrif, leik- og grunn-
skólar sinna ákveðnum þáttum upp-
eldis og ýmsar aðrar stofnanir
samfélagsins innan félags-, mennta-
og heilbrigðiskerfis koma að upp-
eldi með beinum hætti eða óbeint
með fræðslu, ráðgjöf og stuðningi.
Þá hafa alls konar fjölmiðlar og net-
miðlar áhrif á börn og sem senni-
lega fara vaxandi. Það er því ljóst
að útkoman fyrir hvert barn byggir
á samspili margra þátta. Því er
ákaflega mikilvægt að á öllum víg-
stöðvum sé vandað til verka og að
samræmi sé á milli aðgerða hinna
ýmsu aðila. Það er þó aldrei hægt
að taka frá foreldrum þá sérstöku
ábyrgð sem þeir bera á að sinna
börnum sínum á ástríkan hátt, vera
þeim góð fyrirmynd, kenna þeim,
leiðbeina og vernda gegn hættum.
Uppeldisnámskeið eru góð
Engin tvö börn eru eins og ekki
er hægt að gefa eina algilda upp-
skrift að því hvernig uppeldi á að
vera. Hins vegar er til vitneskja,
byggð á vönduðum rannsóknum,
sem segir okkur að sumar aðferðir
eru líklegar til að skila góðum ár-
angri og aðrar leiðir eru gagnslitlar,
óheppilegar eða geta skert mögu-
leika barna. Það er alls ekki sjálf-
gefið að foreldrar hafi þannig þekk-
ingu til að bera og engir leiðarvísar
fylgja börnum við fæðingu. Á móti
er þó víða góð ráð að hafa og má til
dæmis benda á ung- og smá-
barnavernd heilsugæslunnar,
fræðslu á heilsuvera.is og sérstök
uppeldisnámskeið. Í gildandi Lýð-
heilsustefnu er sérstaklega mælt
með foreldranámskeiðinu Uppeldi
sem virkar – færni til framtíðar,
sem rekið er á vegum heilsugæslu.
Að lokum: Gott samstarf og sam-
ræmd vinnubrögð auka líkurnar á
góðum árangri í öllum samstarfs-
verkefnum – líka uppeldi!
Uppeldishlutverk á óvissutímum
Morgunblaðið/Eggert
Leikskóli Ungir verkfúsir menn horfa til framtíðar sem þeirra er að móta og gera heiminn betri.
Heilsuráð
Gyða Haraldsdóttir,
sálfræðingur og forstöðumaður
Þroska- og hegðunarstöðvar
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Boltastrákar Þátttaka er þroskandi enda má segja að vel agað íþróttastarf
sé eftirlíking af samfélagi okkar, í öllum sínum mikla fjölbreytileika.
Á morgun, föstudaginn 4. september,
verður í Listasafni Reykjanesbæjar
opnuð sýningin Áfallalandslag. Henni
er ætlað að tengja áhorfandann við
atburðarás áfalla sem tengjast nátt-
úruhamförum. Listamennirnir sem
taka þátt í sýningunni eru: Ósk Vil-
hjálmsdóttir, Halldór Ásgeirsson,
Rannveig Jónsdóttir og Gjörn-
ingaklúbburinn, sem nú saman-
stendur af þeim Eirúnu Sigurðar-
dóttur og Jóní Jónsdóttur.
Sýningarstjóri er Helga Þórsdóttir
safnstjóri.
Sýning í Listasafni Reykjanesbæjar
Áföll og náttúruhamfarir
Árvekniátakið Plastlaus september
fer nú af stað í fjórða sinn. Inntakið
er sem endranær að hvetja fólk og
fyrirtæki til að minnkað notkun sína
á einnota plasti.
Vegna samkomutakmarkana verð-
ur upplýsingum um verkefnið miðlað
rafrænt. Á vefnum www.plastlauss-
eptember.is er hægt að finna svör við
helstu spurningum og mun fólk sem
til mála þekkir segja af reynslu sinni
og koma með góð ráð.
Samkvæmt upplýsingum frá Sorpu
aukast plastskil jafnt og þétt milli
ára og fóru úr 900 tonnum árið 2016
í 2.326 tonn árið 2019 Á sama tíma
hefur plast, sem úrgangur til urð-
unar, farið úr því að vera 19,3% árið
2016 í 14,9% árið 2019 sem sam-
svarar því að plast hafi farið úr 28 kg
á íbúa í 20,4 kg á íbúa á tímabilinu.
„Þetta er mjög jákvæð þróun en
það er tækifæri til að gera betur og
minnka enn frekar hlutfall plasts í úr-
gangi,“ segir í tilkynningu.
Plastlaus september
Jákvæð þróun
Rusl Plastpokar og fleira til.
Árleg haustganga Ferðafélags Ís-
lands um höfuðborgarsvæðið er að
þessu sinni gengin út frá Vífilsstaða-
spítala í dag. Lagt verður af stað kl.
10:30 nú í morgunsárið og genginn
verður 6 kílómetra langur hringur í
Garðabænum. Staldrað við á stöðum
sem tengjast sögu og uppbyggingu
bæjarins og gangan, sem endar á
upphafsstað, er ókeypis og öllum
heimill aðgangur. Fyrir göngunni fer
Pétur H. Ármannsson arkitekt, en
hann hefur oft farið fyrir ýmsum
fróðleiksferðum FÍ á höfuðborg-
arsvæðinu sem efnt hefur verið til á
síðustu árum.
Haustdagskrá hjá FÍ
Gengið verður
í Garðabænum