Morgunblaðið - 03.09.2020, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020
ALVÖRU
VERKFÆRI
145
EITTRAFHLÖÐUKERFI
YFIR VERKFÆRI
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
vfs.is
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Á mörgum golfvöllum á suðvestur-
horninu voru kylfingar bókaðir til
leiks frá því eldsnemma á morgnana
og fram á miðja nótt meðan birta
leyfði í sumar. Fáir kylfingar hafa
dvalið erlendis vegna kórónuveiki-
faraldursins, en þess í stað iðkað golf
af krafti innanlands. Lægra atvinnu-
stig hefur hugsanlega leitt til þess að
margir hafa haft meiri tíma til að
stunda golf en ella.
Meðbyr hefur verið með golf-
íþróttinni síðustu ár og spila-
mennskan verið sem aldrei fyrr á
þessu sumri, að því er fram kom í
samtali við framkvæmdastjóra
þriggja stórra golfklúbba í vikunni.
Fleiri golfhringir en áður
Ómar Örn Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Golfklúbbs Reykja-
víkur, sem er með golfvelli í Graf-
arholti og á Korpúlfsstöðum, segir
að þar hafi í ár trúlega verið spilaðir
fleiri golfhringir en nokkru sinni áð-
ur. Hann segist reikna með að sum-
arið verði það stærsta í sögu GR
hvað varðar leikna hringi. Heilt yfir
hafi vellirnir staðist álagið og ástand
þeirra verið gott.
Í sama streng tekur Agnar Már
Jónsson, framkvæmdastjóri Golf-
klúbbs Kópavogs og Garðabæjar, og
segir sumarið hafa einkennst af mik-
illi spilamennsku í Mýrinni og á
Leirdalsvelli og fjölgað hafi í
klúbbnum. Áður hafi tímar síðdegis
frá 4-7 verið flokkaðir sem besti
tími, en nú falli allur dagurinn í raun
undir þá skilgreiningu.
Kreppur hafa örvandi áhrif
„Við lokuðum fyrir inntöku nýrra
félaga í síðasta mánuði og nú er
kominn biðlisti,“ segir Agnar. „Það
hefur gerst einu sinni áður, en í kjöl-
far efnahgshrunsins þurftum við að
loka vegna mikillar aðsóknar.
Kreppur virðast hafa þá hliðar-
verkun að þær hafa örvandi áhrif á
golfið. Þegar kreppir að leitar fólk
inn á við að heilbrigðara líferni og
vill þá gjarnan nýta tímann með vin-
um og fjölskyldu.“
Aðspurður hvað hann heyri af
golfklúbbum á landsbyggðinni segir
hann að þar sé sama sagan. Fólk
hafi mikið sótt á velli víða um land og
gefið sér góðan tíma. „Fram-
kvæmdastjórar á landsbyggðinni
brosa margir hverjir allan hringinn
eftir sumarið,“ segir Agnar. Að sum-
arvertíðinni lokinni verður inni-
aðstaðan hjá GKG opnuð í byrjun
nóvember, en þar eru 22 fullkomnir
golfhermar.
Ólafur Þór Ágústsson, fram-
kvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis í
Hafnarfirði, segir að sumarið hafi á
margan hátt verið sérkennilegt, en
helsta áskorunin hafi verið fólgin í
því að finna pláss fyrir alla þá sem
viljað hafa spila golf.
Óhætt að tala um sprengingu
Ólafur segir að þegar vallarstarfs-
menn hafi mætt til vinnu klukkan
sex á morgnana hafi iðulega stór
hópur árrissulla kylfinga verið
mættur á vellina. Lítið sé farið að
draga úr aðsókninni, enda vellirnir
enn í fínu standi.
„Ég held að óhætt sé að segja að
allir golfvellirnir hafi verið smekk-
fullir af fólki í sumar. Í fyrra var
greinileg aukning og í sumar er
óhætt að tala um sprengingu,“ segir
Ólafur. Tvöföld aðild er hjá Keili;
annars vegar að Hvaleyrarvelli, þar
sem er biðlisti, og hins vegar að
Sveinskotsvelli, sem er níu holna
völlur. Á síðarnefnda vellinum hefur
félagafjöldi aukist um 250 manns og
nánast tvöfaldast.
„Hjá okkur í Keili er það helst nei-
kvætt að tekjur af erlendum gestum
hafa hrunið,“ segir Ólafur. „Hval-
eyrarvöllur hefur notið vinsælda
meðal þeirra og fengið góða kynn-
ingu. Í fyrra vorum við með um níu
milljónir í tekjur af vallargjöldum
útlendinga og leiga af búnaði og
golfbílum skilaði 3-4 milljónum að
auki. Þessar tekjur hafa hrunið í ár.“
Sjálfvirk skömmtun
Þremenningarnir eru sammála
um að góð nýting hafi verið á veit-
ingasölum klúbbhúsanna og fólk hafi
gefið sér tíma til að setjast niður.
Tilmælum yfirvalda hafi verið fylgt
þar eins og úti á velli, en í raun felist
ákveðin stjórnun í rástímum og því
að golfhópar ljúka leik á um tíu mín-
útna fresti. Því sé um sjálfvirka
skömmtun inn í skálana að ræða.
Frá morgni fram á miðja nótt
Meðbyr með golfi í kórónufaraldri Áskorun að finna pláss fyrir alla Þegar kreppir að leitar
fólk inn á við Hrun í erlendum tekjum Á landsbyggðinni brosa framkvæmdastjórar hringinn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Golf Kylfingar slá af teig á velli Kópavogs og Garðabæjar. Vellir eru enn í góðu ástandi og þétt bókað á flesta þeirra eins og verið hefur í allt sumar.
Kylfingar á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en nú, en 1. júlí í sumar voru
19.726 félagsmenn skráðir í golfklúbba víðs vegar um land. Þetta er
aukning um rúmlega 1.900 kylfinga frá því í fyrra eða sem nemur 11% og
hefur kylfingum aldrei fjölgað jafn mikið á einu ári, að því er fram kom á
heimasíðu Golfsambands Íslands í sumar.
Árið 2000 voru 8.500 manns skráðir í golfklúbba landsins, en síðan
hefur félagsmönnum í golfklúbbum fjölgað um rúmlega 11.200 eða sem
nemur 130%. Golfsambandið er næststærsta sambandið innan ÍSÍ með
tæplega 20.000 félaga en Knattspyrnusamband Íslands er fjölmennast
með um 23.000 félaga.
Flestir félagar eru í Golfklúbbi Reykjavíkur eða 3.584, 2.321 er í Golf-
klúbbi Kóppavogs og Garðabæjar, 1.521 í Golfklúbbnum Oddi, 1.443 í Keili
og 1.399 félagar eru í Golfklúbbi Mosfellsbæjar samkvæmt yfirliti á golf-
.is og er miðað við 1. júlí.
Aldrei fleiri kylfingar
GRÓSKA Í GOLFI Á ÍSLANDI
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Öryggi Íslandsmótið í golfi fór í sumar fram í Mosfellsbæ. Farið var eftir ströngum
reglum í samræmi við tilmæli yfirvalda og fylgdi starfsmaður öllum ráshópum.