Morgunblaðið - 03.09.2020, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.09.2020, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020 ALVÖRU VERKFÆRI 145 EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is vfs.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á mörgum golfvöllum á suðvestur- horninu voru kylfingar bókaðir til leiks frá því eldsnemma á morgnana og fram á miðja nótt meðan birta leyfði í sumar. Fáir kylfingar hafa dvalið erlendis vegna kórónuveiki- faraldursins, en þess í stað iðkað golf af krafti innanlands. Lægra atvinnu- stig hefur hugsanlega leitt til þess að margir hafa haft meiri tíma til að stunda golf en ella. Meðbyr hefur verið með golf- íþróttinni síðustu ár og spila- mennskan verið sem aldrei fyrr á þessu sumri, að því er fram kom í samtali við framkvæmdastjóra þriggja stórra golfklúbba í vikunni. Fleiri golfhringir en áður Ómar Örn Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Reykja- víkur, sem er með golfvelli í Graf- arholti og á Korpúlfsstöðum, segir að þar hafi í ár trúlega verið spilaðir fleiri golfhringir en nokkru sinni áð- ur. Hann segist reikna með að sum- arið verði það stærsta í sögu GR hvað varðar leikna hringi. Heilt yfir hafi vellirnir staðist álagið og ástand þeirra verið gott. Í sama streng tekur Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri Golf- klúbbs Kópavogs og Garðabæjar, og segir sumarið hafa einkennst af mik- illi spilamennsku í Mýrinni og á Leirdalsvelli og fjölgað hafi í klúbbnum. Áður hafi tímar síðdegis frá 4-7 verið flokkaðir sem besti tími, en nú falli allur dagurinn í raun undir þá skilgreiningu. Kreppur hafa örvandi áhrif „Við lokuðum fyrir inntöku nýrra félaga í síðasta mánuði og nú er kominn biðlisti,“ segir Agnar. „Það hefur gerst einu sinni áður, en í kjöl- far efnahgshrunsins þurftum við að loka vegna mikillar aðsóknar. Kreppur virðast hafa þá hliðar- verkun að þær hafa örvandi áhrif á golfið. Þegar kreppir að leitar fólk inn á við að heilbrigðara líferni og vill þá gjarnan nýta tímann með vin- um og fjölskyldu.“ Aðspurður hvað hann heyri af golfklúbbum á landsbyggðinni segir hann að þar sé sama sagan. Fólk hafi mikið sótt á velli víða um land og gefið sér góðan tíma. „Fram- kvæmdastjórar á landsbyggðinni brosa margir hverjir allan hringinn eftir sumarið,“ segir Agnar. Að sum- arvertíðinni lokinni verður inni- aðstaðan hjá GKG opnuð í byrjun nóvember, en þar eru 22 fullkomnir golfhermar. Ólafur Þór Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, segir að sumarið hafi á margan hátt verið sérkennilegt, en helsta áskorunin hafi verið fólgin í því að finna pláss fyrir alla þá sem viljað hafa spila golf. Óhætt að tala um sprengingu Ólafur segir að þegar vallarstarfs- menn hafi mætt til vinnu klukkan sex á morgnana hafi iðulega stór hópur árrissulla kylfinga verið mættur á vellina. Lítið sé farið að draga úr aðsókninni, enda vellirnir enn í fínu standi. „Ég held að óhætt sé að segja að allir golfvellirnir hafi verið smekk- fullir af fólki í sumar. Í fyrra var greinileg aukning og í sumar er óhætt að tala um sprengingu,“ segir Ólafur. Tvöföld aðild er hjá Keili; annars vegar að Hvaleyrarvelli, þar sem er biðlisti, og hins vegar að Sveinskotsvelli, sem er níu holna völlur. Á síðarnefnda vellinum hefur félagafjöldi aukist um 250 manns og nánast tvöfaldast. „Hjá okkur í Keili er það helst nei- kvætt að tekjur af erlendum gestum hafa hrunið,“ segir Ólafur. „Hval- eyrarvöllur hefur notið vinsælda meðal þeirra og fengið góða kynn- ingu. Í fyrra vorum við með um níu milljónir í tekjur af vallargjöldum útlendinga og leiga af búnaði og golfbílum skilaði 3-4 milljónum að auki. Þessar tekjur hafa hrunið í ár.“ Sjálfvirk skömmtun Þremenningarnir eru sammála um að góð nýting hafi verið á veit- ingasölum klúbbhúsanna og fólk hafi gefið sér tíma til að setjast niður. Tilmælum yfirvalda hafi verið fylgt þar eins og úti á velli, en í raun felist ákveðin stjórnun í rástímum og því að golfhópar ljúka leik á um tíu mín- útna fresti. Því sé um sjálfvirka skömmtun inn í skálana að ræða. Frá morgni fram á miðja nótt  Meðbyr með golfi í kórónufaraldri  Áskorun að finna pláss fyrir alla  Þegar kreppir að leitar fólk inn á við  Hrun í erlendum tekjum  Á landsbyggðinni brosa framkvæmdastjórar hringinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Golf Kylfingar slá af teig á velli Kópavogs og Garðabæjar. Vellir eru enn í góðu ástandi og þétt bókað á flesta þeirra eins og verið hefur í allt sumar. Kylfingar á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en nú, en 1. júlí í sumar voru 19.726 félagsmenn skráðir í golfklúbba víðs vegar um land. Þetta er aukning um rúmlega 1.900 kylfinga frá því í fyrra eða sem nemur 11% og hefur kylfingum aldrei fjölgað jafn mikið á einu ári, að því er fram kom á heimasíðu Golfsambands Íslands í sumar. Árið 2000 voru 8.500 manns skráðir í golfklúbba landsins, en síðan hefur félagsmönnum í golfklúbbum fjölgað um rúmlega 11.200 eða sem nemur 130%. Golfsambandið er næststærsta sambandið innan ÍSÍ með tæplega 20.000 félaga en Knattspyrnusamband Íslands er fjölmennast með um 23.000 félaga. Flestir félagar eru í Golfklúbbi Reykjavíkur eða 3.584, 2.321 er í Golf- klúbbi Kóppavogs og Garðabæjar, 1.521 í Golfklúbbnum Oddi, 1.443 í Keili og 1.399 félagar eru í Golfklúbbi Mosfellsbæjar samkvæmt yfirliti á golf- .is og er miðað við 1. júlí. Aldrei fleiri kylfingar GRÓSKA Í GOLFI Á ÍSLANDI Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Öryggi Íslandsmótið í golfi fór í sumar fram í Mosfellsbæ. Farið var eftir ströngum reglum í samræmi við tilmæli yfirvalda og fylgdi starfsmaður öllum ráshópum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.