Morgunblaðið - 03.09.2020, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
569 7000 · Lágmúla 4 · miklaborg.is
Verð: 41,9 millj.
Falleg 86,9 fm 3ja herb. íbúð á 4. hæð
í góðu fjölbýli í Selásnum
• Eldhús og bað hafa verið endurnýjuð
• 2 svefnherbergi
• Sér geymsla í kjallara
• Frábært útsýni
Vallarás 5
112 Reykjavík
Nánari upplýsingar veitir:
Friðrik Þ. Stefánsson
hdl. og aðst. fasteignas.
Sími: 616 1313
fridrik@miklaborg.is
Nánari upplýsingar veitir:
Ólafur Finnbogason
lögg. fasteignasali
sími: 822 2307
olafur@miklaborg.is
PANTIÐ SKOÐUN
hjá Friðrik í síma 616 131
3
● Frumþáttatekjur eiga alfarið heið-
urinn af því að 24 milljarða króna við-
skiptaafgangur mælist á fyrri helmingi
þessa árs. Þetta kemur fram í umfjöllun
Greiningar Íslandsbanka á vef bankans.
Eins og útskýrt er í umfjölluninni eru
frumþáttatekjur endurgjald fyrir notkun
framleiðsluþátta, þ.e. vinnulaun og fjár-
magnstekjur á milli landa.
„Á fyrsta fjórðungi ársins var þannig
3 milljarða króna viðskiptahalli ef sá
hluti jafnaðarins er undanskilinn,“ segir
í umfjölluninni.
Þá segir að frumþáttatekjur hafi skil-
að talsverðum afgangi frá miðjum síð-
asta áratug. Hlutur vinnulauna hefur
samkvæmt bankanum færst nær jafn-
vægi undanfarin ár en fjármagnstekjur
hafa í vaxandi mæli verið langt umfram
fjármagnsgjöld.
Frumþáttatekjur eiga heiður af 24 ma. afgangi
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hverfið Smárabyggð er suður af
Smáralind í Kópavogi. Uppbygging-
in er hluti af þéttingu byggðar og
hluti af nýju miðbæjarsvæði.
Íbúðirnar eru í sex fjölbýlishúsum
í Sunnusmára 16-25 og er síðast-
nefnda húsið ætlað 60 ára og eldri.
Ingvi Jónasson, framkvæmda-
stjóri Klasa, segir 54 tilboð hafa bor-
ist síðan kórónuveirufaraldurinn
hófst. Miðað er við gild tilboð eða
kaupsamninga.
„Það hefur gengið mjög vel í sum-
ar. Júlí var annar
stærsti mánuður-
inn okkar í söl-
unni en þá seldust
18 íbúðir. Fyrri
metmánuður var
maí 2019 en þá
seldust 19 íbúð-
ir,“ segir Ingvi
um gengið í sum-
ar. Komin eru til-
boð í allar íbúðir í
Sunnusmára 24-
28 og Sunnusmára 20-22 og ein íbúð
er óseld í Sunnusmára 19-21.
Ingvi segir aðspurður að meðal-
stærð seldra íbúða í faraldrinum sé
heldur stærri en fyrir faraldurinn.
„Það er samt sem áður ágætis
blöndun. Við erum bæði að selja
minni og stærri íbúðir,“ segir Ingvi.
Seldar á listaverði
Hann segir aðspurður að selt sé á
listaverði og því hafi ekki verið veitt-
ur afsláttur af uppsettu verði.
„Við verðleggjum hvern reit þegar
við byrjum að selja og síðan höfum
við haldið því verði,“ segir Ingvi.
Spurður um áhrif vaxtalækkana á
söluna segir Ingvi að slíkar breyt-
ingar hljóti að hafa áhrif.
Hann segir kaupendahópinn ekki
hafa breyst nema hvað Sunnusmári
25 sé fyrir 60 ára og eldri. Aldurs-
samsetning kaupenda er sýnd á
grafinu hér fyrir ofan.
Ingvi segir aðspurður að Kópa-
vogsbær hafi kauprétt að örfáum
íbúðum í hverfinu. Þá hafi færri en
10 íbúðir verið seldar fjárfestum. Því
sé nær eingöngu um sölu til einstak-
linga að ræða.
Uppsteypa á rúmlega 80 íbúðum í
næsta áfanga er hafin. Þær koma til
afhendingar eftir 16-18 mánuði.
Ingvi segir hugsanlegt að þær fari
í sölu fyrir vorið eða sumarið 2021.
Hann segir að faraldurinn hafi al-
mennt ekki tafið uppbygginguna.
Lýkur eftir fjögur til fimm ár
Gert er ráð fyrir að byggðar verði
690 íbúðir í hverfinu eða 15 fleiri en
áður var ráðgert, og er áformað að
ljúka framkvæmdum eftir fjögur til
fimm ár.
Að sögn Ingva var nýverið boðið
upp á deilibíl í 201 Smára. „Það verð-
ur spennandi að sjá viðtökurnar en
íbúar fá sérstök kjör og m.a. frítt
áskriftargjald,“ segir Ingvi.
Handan Reykjanesbrautar hafa
hundruð íbúða verið byggðar í
Lindahverfinu á síðustu árum.
Hafa selt 92% íbúðanna
Sala íbúða í
201 Smára*
Smárahvammsvegur
Smáralind
24-28
23
19-21
25
16-18
20-22
Í SÖLU 2023
Í SÖLU 2023
Í SÖLU 2021
Í SÖLU 2022
Í SÖLU 2022
Reykjanesbraut
690 íbúðir verða alls í hverfi nu þegar það er fullbyggt
Heimild: 201.is
Mynd: Arkís arkitektar
Seldar Óseldar Alls
15. maí 2019
47 83% 10 57
6. des. 2019**
112 84% 21 133
28. febrúar 2020***
154 72% 59 213
24. ágúst 2020
195 92% 18 213
* Sala 57 íbúða í Sunnusmára
24-28 hófst í ágúst 2018.
** 76 íbúðir fóru í sölu í
2. áfanga í maí 2019.
*** 80 íbúðir fóru í sölu í
3. áfanga í desember 2019.
Aldur tilboðsgjafa
20-29
ára
30-39
ára
40-49
ára
50-59
ára
60-69
ára
70-99
ára
29%
12%
14% 14%
20%
12%
32% ef frá eru taldar
íbúðir ætlaðar 60+
H
ei
m
ild
: 2
01
.is
Ingvi
Jónasson
Fulltrúar verkefnisins 201 Smári hafa tekið tilboðum í 92% íbúða sem þeir hafa
sett á markað suður af Smáralind í Kópavogi Alls hafa selst 195 íbúðir af 213
Teikning/201smári.is.
Sunnusmári Gönguleiðir eru milli
húsanna sem hafa mörg hver risið.
„Það var framleiðsla á hágæða efni
sem kom okkur á kortið“ sagði Hilm-
ar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm, í
kjölfar þeirra tíð-
inda að Beta
Nordic Studios
hefði keypt 25%
hlut í fyrirtækinu.
Beta Nordic er
dótturfélag Beta
Film í Þýskalandi
sem að sögn er
stærsta sjálf-
stæða kvik-
myndafyrirtæki
Evrópu og starfar
jafnt við framleiðslu, dreifingu og
fjármögnun kvikmynda og sjón-
varpsþátta.
Sagafilm er þriðja fyrirtækið á
Norðurlöndum sem Beta Nordic
kaupir og segir Hilmar það vera bæði
til marks um þá jákvæðu athygli sem
norræn kvikmyndagerð hefur hlotið
og einnig hluti þeirrar þróunar að
fyrirtæki í þessum geira sameinist í
stærri einingar.
Í stjórn Sagafilm bætast við tveir
menn frá nýja hluthafanum, en Hilm-
ar segir að félagið muni halda áfram
að starfa sjálfstætt. Fyrir utan hin
augljósu tækifæri í umfangsmeiri
dreifingu og framleiðslu, segir hann
stærstu breytinguna vera þá að geta
nú haslað sér völl í framleiðslu efnis á
fleiri tungumálum en áður.
Hilmar segist afar ánægður með
þennan áfanga sem sé viðurkenning á
því góða starfi sem hafi verið unnið
þar á bæ undanfarin ár.
Eigendur Sagafilm eru KPR ehf.
og HilGun ehf. og nú Beta Nordic.
Samkvæmt tilkynningu velti félagið
2,3 millljörðum á síðasta ári og skilaði
hagnaði. Spurður um kaupverð segir
Hilmar það vera trúnaðarmál.
Efnið kom
Sagafilm
á kortið
Hilmar
Sigurðsson
Sagafilm selur 25%
hlut til Beta Nordic