Morgunblaðið - 03.09.2020, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ráðdeild oghagsýni ímeðferð
opinberra fjár-
mála ætti að vera
sjálfsagður hlut-
ur. Gríðarlegur
vöxtur útgjalda jafnt hjá ríki
sem sveitarfélögum und-
anfarna áratugi bendir þó til
þess að sú sé ekki raunin. Síð-
ur en svo.
„Hvers vegna getur ríkið
ekki verið til fyrirmyndar um
meðferð opinberra fjár-
muna?“ spyr Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráðherra í
viðtali í Viðskiptamogganum í
gær. Hann veltir fyrir sér
hvort eitthvert tregðulögmál
valdi því að töluvert vanti upp
á að svo sé og segir að breyta
þurfi kerfinu frá rótum.
Í viðtalinu fer Bjarni yfir
það hvernig eftirliti með op-
inberu fé sé háttað hér á
landi. Alþingi láti sig mestu
varða hvort farið sé að fjár-
lögum. „Ef tíu milljarðar eru
veittir á einhverju sviði en út-
gjöldin reynast tíu og hálfur,
þá skoðar Alþingi hálfa millj-
arðinn, en það er enginn að
hugsa um þessa tíu,“ segir
hann. Fjármálaráðuneytið
beri ábyrgð á framkvæmd
fjárlaga og hafi verið að láta
reyna á nýjung, sem kallist
endurmat útgjalda, sem snýst
um að meta hvort gera megi
hluti öðruvísi, betur eða ódýr-
ar.
„Ég skal alveg játa að mér
hefur þótt það sækjast hægt
og kerfið getur verið þung-
lamalegt,“ segir Bjarni og
bætir við að hann vilji beita
sér fyrir viðhorfsbreytingu í
kerfinu. Það sé þó hægara
sagt en gert. „Ég hef enga trú
á því að ég geti lamið slíkar
breytingar í gegn úr mínum
ráðherrastól, heldur þarf til
hugarfarsbreytingu þar sem
allir þurfa að koma með og
búa til betra verklag og betri
opinbera þjónustu.“
Til að setja þessi mál í sam-
hengi er vert að vitna í grein,
sem Óli Björn Kárason, þing-
maður Sjálfstæðisflokks,
skrifaði hér í Morgunblaðið
fyrir rúmri viku undir yfir-
skriftinni „Höfum við efni á
þessu öllu?“
Í grein Óla Björns kemur
fram að rekstur hins opinbera
– ríkis og sveitarfélaga – hafi
á föstu verðlagi kostað nær 47
milljörðum króna meira í
hverjum mánuði í fyrra en ár-
ið 2000. „Þetta jafngildir
rúmlega 1,5 milljörðum á
hverjum einasta degi, helgi-
daga sem virka. […] Sé litið
til fjölgunar íbúa hækkaði
rekstrarkostnaður hins op-
inbera á hvern
landsmann um
rúmlega 46% á
föstu verðlagi.
Hækkunin á
hverja fjögurra
manna fjölskyldu
var tæpar 4,3 milljónir króna
eða um 355 þúsund á mánuði.
Aldamótaárið nam rekstrar-
kostnaðurinn um 9,2 millj-
ónum á hverja fjölskyldu en á
síðasta ári var kostnaðurinn
kominn upp í 13,4 milljónir
króna eða liðlega 1,1 milljón á
mánuði.“
Þetta eru ískyggilegar töl-
ur. Þessi glórulausi vöxtur
ber því vitni hvað opinber
rekstur á auðvelt með að
bólgna út án þess að það
gangi til baka.
Vitaskuld kostar heilbrigð-
iskerfið sitt og menntakerfið
tekur einnig til sín. Alls stað-
ar er krafa um aukin útgjöld
og öllum finnst þeir hafa skot-
held rök og skýlausan rétt á
meiri peningum. Það getur
vissulega hljómað þannig
þegar hvert mál er rætt fyrir
sig, en safnast þegar saman
kemur.
Í þessari umræðu vill kraf-
an um aðhald drukkna í hinni
pólitísku umræðu og tilhneig-
ingin í kerfinu er að verja sitt
og bæta í frekar en að draga
saman. Það er eins og gleym-
ist að peningar komi ekki úr
krana sem skrúfa megi frá að
vild, það þurfi að vera jafn-
vægi á milli þess sem kemur
inn í kassann og þess sem
ausið er úr honum og pening-
arnir komi úr vösum almenn-
ings.
Bjarna hefur tekist að nota
tíma sinn í fjármálaráðuneyt-
inu til að greiða niður skuldir
og bæta fjárhag ríkisins. Það
er ástæðan fyrir því að stjórn-
völd eru í stöðu til að standa
af sér efnahagsáföllin sem
kórónuveiran hefur og mun
hafa í för með sér.
Orð hans í viðtalinu um að
leiðslur geti verið langar hjá
hinu opinbera eru hins vegar
til marks um að embættis-
mannakerfið getur verið
tregt í taumi gagnvart stjórn-
málamanninum, þótt öfugt við
það sé hann með umboð kjós-
enda upp á vasann.
Það er eitthvað öfugsnúið
við að það þurfi að kalla á
hugarfarsbreytingu eigi ríkið
að verða til fyrirmyndar um
meðferð opinberra fjármuna.
Það hefur hins vegar sjaldan
verið jafn mikilvægt og nú,
þegar við blasir afgerandi
samdráttur í hagkerfinu, að
hverri krónu verði ráðstafað
með sem skilvirkustum og
nytsamlegustum hætti.
Ráðherra á ekki að
þurfa að kalla á að
kerfinu þurfi að
breyta frá rótum}
Meðferð almannafjár
Þ
að er markmið mitt að tryggja
börnum hér á landi menntun sem
stenst alþjóðlegan samanburð. Það
er skylda stjórnvalda að rýna vel
mælingar og bregðast við, ef aðrar
þjóðir búa sín börn betur undir framtíðina.
Námsframvinda ræðst af ýmsum þáttum.
Góður námsorðaforði og hugtakaskilningur,
ályktunarhæfni, færni í rökhugsun, ánægja af
lestri og fjölbreytni lesefnis vega mjög þungt í
því að nemendur nái tökum á námsefninu. Til
að skilja vel og tileinka sér innihald námsefnis
án aðstoðar þarf nemandi að þekkja 98% orða í
texta. Ef hlutfallið lækkar í 95% þurfa flestir
nemendur aðstoð, t.d. hjálp frá kennara, sam-
nemendum eða úr orðabókum.
Alþjóðlegar samanburðarrannsóknir hafa
leitt í ljós að íslenskir nemendur virðast ekki
hafa sömu færni og nemendur annars staðar á Norð-
urlöndunum hvort sem litið er til lesskilnings, stærðfræði
eða náttúrulæsis. Það kallar á menntaumbætur sem felast
meðal annars í því að rýna námskrár, námsgögn og við-
miðunarstundaskrár. Slík rýni hefur meðal annars leitt í
ljós, að móðurmálstímar á miðstigi í Svíþjóð eru 35% fleiri
en á Íslandi. M.a. þess vegna stendur nú til að auka vægi
móðurmálskennslu hérlendis. Markmiðið með því er ekki
að fjölga málfræðitímum á kostnað skapandi námsgreina,
heldur skapa kennurum svigrúm til að vinna með tungu-
málið á skapandi og skemmtilegan hátt. Þeim treysti ég
fullkomlega til að nýta svigrúmið vel, svo námsorðaforði
íslenskra skólabarna og lesskilningur aukist.
Það er forsenda alls náms og skapandi hugs-
unar, enda er gott tungutak nauðsynlegt öllum
sem vilja koma hugmyndum sínum í orð. Með
aukinni áherslu á móðurmálsnotkun er því ver-
ið að horfa til framtíðar.
Á undanförnum þremur árum hafa stoðir
menntakerfisins verið styrktar með ýmsum
hætti. Ný lög um menntun og hæfi kennara og
skólastjórnenda hafa orðið að veruleika og við
höfum ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að
fjölga kennurum. Við höfum stutt við útgáfu
bóka á íslensku með mjög góðum árangri, þar
sem aukningin hefur verið mest í flokki barna-
og ungmennabóka. Þá samþykkti Alþingi
þingsályktun um eflingu íslenskunnar, sem fel-
ur í sér 10 aðgerðir sem snúa að umbótum í
menntakerfinu. Margar eru þegar komnar í
framkvæmd og ég er sannarlega vongóð um góðan af-
rakstur.
Íslenskt skólakerfi er til fyrirmyndar og hefur unnið
þrekvirki á tímum kórónuveirunnar. Mikill metnaður ein-
kennir allt skólastarf og viljum við stuðla að frekari gæð-
um þess. Markmið stjórnvalda er að veita framúrskarandi
menntun með áherslu á þekkingu, vellíðan og þrautseigju.
Allir nemendur skipta máli og ég hef þá trú að allir geti
lært. Góð menntun er helsta hreyfiafl samtímans og hún
er verðmætasta vegabréf barnanna okkar inn í framtíðina.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Vegabréf til framtíðar
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Hvergi á Norðurlöndum erbrottfall úr framhalds-skólum meira en hér álandi. Einn af þingmönn-
um Hægri flokksins í Noregi, Mari-
anne Synnes Emblemsvåg, hefur
orð á þessu í grein um stöðu þessara
mála í norrænu löndunum. Greinin
birtist á mánudaginn í vefritinu Ut-
danningsnytt.
Í greininni er sagt að brottfallið
hér á landi sé um 18 prósent. Í öðr-
um norrænum löndum sé það innan
við tíu prósent. Í Noregi hafi það
verið 17,4 prósent
fyrir áratug en
tekist hafi að
minnka það og sé
það nú 9,9 pró-
sent, álíka og í
Danmörku.
Brotthvarf sé aft-
ur á móti minna í
Finnlandi og Sví-
þjóð.
Í greininni
er sérstaklega vikið að kynjamun á
brotthvarfinu. Hvergi á Norður-
löndum sé jafn algengt að piltar
hverfi frá námi og hér á landi. Hlut-
fallið sé nær 25 prósent, tvöfalt
meira en hjá stúlkum, og hafi verið
óbreytt í áratug. Þetta er borið sam-
an við Noreg og segir að brott-
hvarfið meðal pilta hafi verið rúm-
lega 21 prósent fyrir áratug. Tekist
hafi að bregðast við þessu og í fyrra
hafi brotthvarfið verið komið niður í
tæp 12 prósent.
Fram kemur að þótt brottfall sé
mikið úr bóknámi sé það enn meira
úr starfsnámi. Brottfallið hafi alvar-
legar afleiðingar fyrir möguleika
unga fólksins til að hasla sér völl í at-
vinnulífinu. Atvinnurekendur kjósi
yfirleitt fremur að ráða til starfa fólk
sem lokið hefur framhaldsskólanámi
en það sem eingöngu hefur grunn-
skólanám að baki. Hætt sé við því að
ungt fólk sem hvorki er í námi né
starfi lendi utangarðs með slæmum
afleiðingum fyrir viðkomandi og
þjóðfélagið í heild. Þingmaðurinn
ræðir einnig ýmsar ástæður fyrir
brottfallinu og nefnir að æ algengara
sé að ungt fólk, einkum stúlkur,
greini frá andlegum erfiðleikum.
Ekki sé ljóst hvað veldur, en að ein-
hverju leyti kunni þetta að stafa af
opinskárri umræðu um slík mál en
áður.
Kristjana Stella Blöndal, dósent
við félagsvísindasvið Háskóla Ís-
lands, er sérfróð um þessi mál hér á
landi. Hún segir að gallinn við
norsku greinina sé að ekki komi
fram hvaðan tölurnar sem þar eru
birtar séu komnar né hver viðmið-
unin er. Samanburður um brottfall á
milli landa, þar á meðal Íslands og
annarra norrænna landa, sé ýmsum
annmörkum háður og margir aðilar
að birta tölur um efnið, þar á meðal
OECD, ESB, hagstofur Norður-
landa og fleiri. Það sé þó rétt að
brotthvarf úr framhaldsskólum sé
óvenjulega mikið hér á landi og
meira en annars staðar á Norður-
löndum.
Aðstæður hér öðruvísi
Kristjana Stella segir að tölur
sem menntamálayfirvöld hér á landi
vinni með byggist á gögnum sem
Hagstofan hefur birt. Samkvæmt
þeim er brottfall þriggja innritunar-
árganga framhaldsskóla frá 2009 til
2011 eftir fjögur ár 28 prósent fyrir
árganginn sem hóf nám 2009, 26 pró-
sent fyrir árganginn 2010 og 27 pró-
sent fyrir árganginn sem hóf nám
2011. Tölurnar eru svipaðar þótt
miðað sé við sex ár eða sjö frá inn-
ritun í stað fjögurra.
Við samanburð á brottfallinu
þarf þó að hafa í huga að aðstæður
séu mjög ólíkar hér á landi og annars
staðar á Norðurlöndum. Framhalds-
skólakerfið á Íslandi sé mjög sveigj-
anlegt enda beinlínis ætlast til þess í
lögum um framhaldsskóla. Nem-
endur hafi aðgang að skólunum á öll-
um aldri og vegna einingakerfisins
geti þeir auðveldlega skipt um skóla
og námssvið. Þetta sé ekki raunin í
nágrannalöndunum. Áhyggjuefnið
utanlands sé aðallega að ungt fólk án
framhaldsskólamenntunar fái ekki
störf á vinnumarkaði og sé því
hvorki í skóla né vinnu. Það einangr-
ist frá þjóðfélaginu og lendi utan-
garðs og því fylgi margvísleg fé-
lagsleg vandamál. Hér hafi ungt fólk
sem hættir námi getað fengið vinnu
tiltölulega auðveldlega.
Kristinn Þorsteinsson, formað-
ur Skólameistarafélagsins, tekur í
sama streng og Kristjana. „Saman-
burður er mjög erfiður á milli landa
þar sem talning er ólík,“ segir hann.
„Atvinnuástand á Íslandi hefur ýtt
undir brottfall, þannig að ungu fólki
hefur staðið til boða vinna án mennt-
unar. Skólakerfið hér er mjög sveigj-
anlegt og opið. Það er mjög auðvelt
fyrir nemendur að hætta og koma
aftur. Hvergi eru starfsnámsnem-
endur eldri en hér til að mynda.“
Kristinn segist samt ekki vilja
draga úr vandanum. Brottfall hér sé
of hátt og við þurfum að ná betri ár-
angri og til þess sé skýr vilji hjá yfir-
völdum menntamála. Kórónu-
veirufaraldurinn hafi haft áhrif og
muni auka brottfall sem sérstök
ástæða sé til að hafa áhyggjur af þar
sem þeir sem nú hætti í skóla geti
ekki gengið að vinnu vísri eins og áð-
ur. Á móti komi að stjórnvöld hafi
aukið fjárveitingar til að koma fleir-
um í skóla. Það vinni á móti.
Brottfallið meira hér
en annars staðar
Morgunblaðið/Hari
Framhaldsskólar Þótt brottfall nemenda sé meira hér en erlendis er
kerfið miklu sveigjanlegra. Einnig hefur verið auðveldara að fá vinnu.
Kristjana Stella
Blöndal