Morgunblaðið - 03.09.2020, Síða 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020
Klippt og beygt
fyrirminni og
stærri verk
ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS
Aðalskipulag
Reykjavíkur 2010-2030
var samþykkt í nóv-
ember 2013 og tók gildi
26. febrúar 2014. Þar
var gert ráð fyrir að
Reykjavíkurflugvöllur
yrði lagður niður og
uppbygging í Vatns-
mýrinni hæfist af full-
um þunga eftir 2020.
Undanfari þessarar
niðurstöðu var sam-
komulag innanríkisráðherra, borg-
arinnar og Icelandair Group frá 25.
október 2013, þar sem ráðherra í
fyrsta sinn undirritar samkomulag
um að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni
víki.
Í samkomulaginu segir m.a.: „Til
að koma til móts við það (þ.e. að flug-
völlur í Vatnsmýri geti sinnt hlut-
verki sínu) og gefa svigrúm fyrir
vinnu við að kanna aðra kosti hefur
Reykjavíkurborg fallist á að gera þá
breytingu á fyrirliggjandi tillögu að
aðalskipulagi Reykjavíkur, að norð-
ur-suður-brautinni verði áfram
tryggður sess í aðalskipulagi Reykja-
víkur til ársins 2022, í stað 2016 eins
og fyrirliggjandi tillaga gerir ráð fyr-
ir.“
Samgönguráðherra og borg-
arstjóri undirrituðu breytingu í nóv-
ember 2019 á þessu samkomulagi,
sem gerir ráð fyrir að flugvöllur verði
áfram í Vatnsmýrinni í núverandi
mynd þar til annar jafngóður eða
betri kostur verði tilbúinn.
Sammála um að „fullkanna“
Í því samkomulagi segir einnig, að
aðilar séu „sammála um að fullkanna
aðra kosti til rekstrar innanlands-
flugs en framtíðarflugvöll í Vatns-
mýri“. Nokkrir kostir hafa verið
skoðaðir á síðustu áratugum, þ.á m.
Hólmsheiði og Löngusker, sem þóttu
báðir ónothæfir sem flugvallarsvæði.
Það er löngu ljóst að Hvassahraun er
ekki fýsilegt flugvallarstæði, bæði
vegna ókyrrðar í lofti og hættu á
jarðhræringum og eldgosi.
Stöðugt þrengt að
Reykjavíkurflugvelli
Á sama tíma þrengir meirihluti
borgarstjórnar stöðugt meira að
Reykjavíkurflugvelli,
m.a. með stórfelldri
íbúðabyggð í Skerja-
firði við flugvöllinn,
með allt að 1.500 íbúð-
um, atlögu að Flug-
görðum, athafnasvæði
einkaflugs og flugskóla
og starfsemi flugfélags-
ins Ernis. Núverandi
meirihluti mun vafa-
laust finna fleiri leiðir
til að gera starfsemi
flugvallarins sífellt erf-
iðari.
Kosningar um framtíð Reykja-
víkurflugvallar árið 2001
17. mars 2001 efndi Reykjavík-
urborg til atkvæðagreiðslu meðal
borgarbúa um það hvort innanlands-
flugið ætti að fara úr Vatnsmýrinni.
Tæplega 38% kjósenda í Reykjavík
tóku þátt í atkvæðagreiðslu um málið
og úrslit urðu þau að 49,3% þátttak-
enda lýstu því yfir að flugvöllurinn
ætti að víkja en 48,1% vildu hafa
hann þar áfram. Munurinn var 384
atkvæði. Á niðurstöðu þessara kosn-
inga hefur nær öll vegferð andstæð-
inga Reykjavíkurflugvallar í borgar-
stjórn byggst í tæp 20 ár.
Lagt af stað í óvissuferð
Nú hafa borg og ríki samþykkt að
hefja óvissuferð í flugvallarmálinu.
Skoða á Hvassahraun sem heppileg-
an stað fyrir innanlandsflugið og ráð-
stafa í það verkefni 200 milljónum
króna. Þessi staðsetning er ekki fýsi-
leg enda gallar við hana miklir.
Stefnt er að því að taka ákvörðun um
hvort af byggingu flugvallarins verði
fyrir lok árs 2024 samkvæmt sam-
komulagi ríkis og borgar frá 28. nóv-
ember 2019. Langvarandi óvissa um
framtíð Reykjavíkurflugvallar eru
ekki góð tíðindi fyrir rekstraraðila á
svæðinu. Í tilefni af þessu sam-
komulagi sagði samgönguráðherra
eftirfarandi: „Það er mjög ánægju-
legt að hafa náð samkomulagi við
borgina um að flugvöllur verði áfram
í Vatnsmýri þar til annar jafngóður
eða betri kostur verður tilbúinn.“
Borgarstjóri lætur ekki sitt eftir
liggja og segir m.a. af þessu tilefni:
„Óopinbert markmið nefndarinnar
var að vera síðasta nefndin um flug-
vallarmálið. Ég bind miklar vonir við
að það hafi tekist. Nú er kominn
grundvöllur til að taka skýra stefnu í
málinu og hefja rannsóknir á nýju
flugvallarstæði í Hvassahrauni.“ Já,
taka skýra stefnu í málinu og hefja
rannsóknir!
Í framhaldi af fyrrnefndu sam-
komulagi hefur borgarstjóri nú kraf-
ist þess af samgönguráðuneytinu að
það finni án tafar stað fyrir kennslu-
og einkaflugið. Hvað á borgarstjóri
við? Einnig að Fluggarðar víki strax
því þar eigi að byggja um það bil 300
íbúðir.
Flugvöllur í Hvassahrauni
og sjúkraflug
Í skýrslu Þorgeirs Pálssonar, fyrr-
verandi flugmálastjóra, í ágúst 2017
um „Hlutverk Reykjavíkurflugvallar
í öryggiskerfi landsins“ kemur eft-
irfarandi fram: „Umfangsmiklar
flugprófanir sem gerðar voru af
Flugmálastjórn í lok sjöunda áratug-
ar síðustu aldar um flugskilyrði yfir
Kapelluhrauni, sem er á næsta leiti
við Hvassahraun, bentu eindregið til
þess að notagildi flugvallar á þessu
svæði væri verulega lægra en á
Reykjavíkurflugvelli.“
Með færslu innanlandsflugsins í
Hvassahraun yrði sjúkrafluginu teflt
í tvísýnu vegna fjarlægðar frá Land-
spítala og útilokað að uppfylla kröfur
um öryggi bráðasjúklinga með full-
nægjandi hætti.
Flugvöllurinn verði áfram í
Reykjavík og þjóni Reykvíkingum og
íbúum landsbyggðarinnar með jafn
farsælum hætti og hann hefur gert í
nær 80 ár.
Kostnaður við flugvöll í Hvassa-
hrauni er áætlaður um 50 milljarðar
króna og um 70 milljarðar króna í
Borgarlínu. 120 milljarðar í tvö
óvissuverkefni.
Það virðist ekki skorta fjármuni
hjá ríki og borg.
Átökin um flugvöllinn í Reykjavík
Eftir Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson » Flugvöllurinn verði
áfram í Reykjavík og
þjóni Reykvíkingum og
íbúum landsbyggð-
arinnar með jafn farsæl-
um hætti og hann hefur
gert í nær 80 ár.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Höfundur er fv. borgarstjóri.
Á undanförnum ár-
um hefur mikið verið
rætt umhúsnæð-
ismarkaðinn, enda
þörf fyrir íbúðir vaxið
meira en sem nemur
fjölgun íbúða hér-
lendis. Þessi mikla um-
frameftirspurn eftir
húsnæði hefur ýtt und-
ir hærra húsnæð-
isverð, sem hefur gert
fólki mjög erfitt fyrir að komast inn
á húsnæðismarkaðinn. Í þessu sam-
hengi nægir að nefna Reykjavík, en
íbúðir í byggingu sem hlutfall af
heildarfjölda íbúða í lok árs 2017
voru 4% þar á sama tíma og þær
voru 9% í Kópavogi, 12% í Garðabæ
og 15% í Mosfellsbæ. Það er því ljóst
að hækkun húsnæðisverðs að und-
anförnu er að mörgu leyti í boði
meirihlutans í Reykjavík, enda hefur
sá meirihluti staðið sig einna verst í
að svara þörfinni fyrir hagkvæmt
húsnæði.
Hugmyndin að baki
hlutdeildarlánum
Þessi þróun hefur orðið til þess að
ýmsir hópar samfélagsins hafa kall-
að eftir aðgerðum stjórnvalda í hús-
næðismálum. Aðilar vinnumarkaðar-
ins - sem dæmi – hafa gert kröfu um
aðgerðir af hálfu stjórnvalda sem
endurspeglast m.a. í lífskjarasamn-
ingunum. Til að mæta þessum kröf-
um hafa stjórnvöld lagt fram frum-
varp um hlutdeildarlán sem ætlað er
að hjálpa einstaklingum að eignast
sína fyrstu íbúð og auðvelda þeim
þannig að komast inn á markaðinn.
Hugmyndin að baki hlutdeildarl-
ánum er sú að aðstoða fólk undir
ákveðnum tekjumörkum að eignast
sína fyrstu íbúð eða þá sem hafa ekki
átt íbúð í fimm ár að eignast aftur
húsnæði. Aðstoð ríkisins felst í því að
fjármagna eiginfjárkröfu við íbúðar-
kaup með hlutdeildarláni.
Sótt í smiðju breska
Íhaldsflokksins
Aðferðafræðin er ættuð frá Skot-
landi en hún þekkist einnig vel í
Bretlandi. Raunar var það rík-
isstjórn Davids Camerons, forsætis-
ráðherra Bretlands og þáverandi
formanns breska Íhaldsflokksins,
sem ýtti úr vör sams konar verkefni
undir yfirskriftinni „Help to Buy“.
Reynslan frá Bretlandi sýnir að hlut-
deildarlánin sem voru lánuð voru
endurgreidd fyrr en áætlað var eða í
mörgum tilfellum innan fimm ára.
Í frétt Morgunblaðsins 31. ágúst
sl. var greint frá því að samkvæmt
niðurstöðum þjóðhagsreikninga hef-
ur landsframleiðslan dregist saman
um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórð-
ungi þessa árs borið saman við sama
tímabil í fyrra. Skv. niðurstöðum
þjóðhagsreikninga er þetta mesti
samdráttur sem mælst hefur síðan
ársfjórðungslegar mælingar hófust
hérlendis. Gera má ráð fyrir að sam-
drátturinn verði ennþá meiri vegna
heimsfaraldursins. Við því þurfum
við, sem samfélag, að bregðast.
Ýtir undir hagvöxt
Leiða má að því líkum að frum-
varp um hlutdeildarlán ýti undir
hagvöxt og örvi byggingarmark-
aðinn á hárréttum tímapunkti. Ekki
er hægt að ætla að aðgerðir þessar
valdi þenslu eða bólu á húsnæð-
ismarkaði, heldur þvert á móti virki
sem kærkomin innspýting inn í efna-
hagslífið og verði liður í að stemma
stigu við samdrættinum. Enda mun
frumvarpið skapa
hvata fyrir bygging-
araðila til að byggja
hagkvæmt íbúðar-
húsnæði og örva bygg-
ingarmarkaðinn um
leið.
Mikilvægt er að
Reykjavíkurborg, sem
stærsta sveitarfélagið á
höfuðborgarsvæðinu,
fari rakleiðis að huga
að því hvernig hægt sé
að auðvelda byggingu
hagkvæms húsnæðis samþykki Al-
þingi frumvarpið. Tillögur borg-
arstjóra í þeim efnum hafa nú þegar
beðið skipbrot en verktakar sem
fengu lóðir úthlutaðar fyrir hag-
kvæmt húsnæði enduðu með því að
skila þeim aftur til borgarinnar.
Ástæðurnar voru ekki síst fólgnar í
innviðagjaldi og háu lóðaverði.
Framboð á ódýrum lóðum án inn-
viðagjalda er nauðsynleg forsenda
þess að örva markaðinn til góðs fyr-
ir fyrstu kaupendur.
Íbúðum þarf að fjölga
um 1.830 árlega
Þá er fyrirséð að til þess að út-
rýma megi óuppfylltri íbúðaþörf og
mæta þörfinni þarf íbúðum að með-
altali að fjölga um 1.830 árlega á
tímabilinu 2019-2040 skv. íbúða-
þarfagreiningu Húsnæðis- og
mannvirkjastofnunar sem birt var á
Húsnæðisþingi í lok árs 2019. Ljóst
er að Reykjavíkurborg þarf að
leggja meira af mörkum og sýna
meiri metnað við úthlutun lóða svo
unnt sé að mæta þörf markaðarins.
Niðurstöður viðhorfskönnunar
meðal leigjenda sem Íbúðalánasjóð-
ur lét framkvæma árið 2019 sýndi
fram á að um 85% leigjenda segjast
vilja búa í eigin húsnæði. Sú stað-
reynd samrýmist frumvarpi þessu
mjög vel, enda gerir hún leigjendum
kleift að eignast sitt eigið húsnæði.
Þá ýtir frumvarpið undir séreign-
arstefnuna sem hefur verið hér við
lýði undanfarna áratugi og hefur
skapað mikil lífsgæði á Íslandi í
gegnum árin.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um
hlutdeildarlán er mjög jákvætt
skref, ekki síst á þeim tímum sem
nú eru uppi í samfélaginu, en það er
liður í að örva hagvöxt. Þá hefur
frumvarpið tekið mjög jákvæðum
breytingum í meðförum velferð-
arnefndar Alþingis en nefndinni
hefur tekist að binda lausa enda.
Enn fremur felur frumvarpið í sér
hvata fyrir stærstu sveitarfélögin að
skipuleggja íbúðabyggð á hag-
kvæmum lóðum, með húsnæði á við-
ráðanlegu verði í huga. Það er
ástæða til að hvetja alla þingmenn –
hvar í flokki sem þeir standa – að
styðja við frumvarpið með atkvæði
sínu, enda er það liður í að hjálpa
fólki að hjálpa sér sjálft.
Hlutdeildarlán: Lyfti-
stöng í eigin íbúð
Eftir Björn
Gíslason
Björn Gíslason
» Til að mæta þessum
kröfum hafa stjórn-
völd lagt fram frumvarp
um hlutdeildarlán sem
ætlað er að hjálpa ein-
staklingum að eignast
húsnæði og auðvelda
þeim þannig að komast
inn á húsnæðismark-
aðinn.
Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins og stjórnarmaður í Hús-
næðis- og mannvirkjastofnun.
Allt um sjávarútveg