Morgunblaðið - 03.09.2020, Page 42

Morgunblaðið - 03.09.2020, Page 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020 ✝ Jón Einarssonfæddist á Sjúkrahúsi Akra- ness 6. júní 1980. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 23. ágúst 2020. Foreldrar Jóns eru Einar Jónsson og Guðrún Kristín Guðmundsdóttir. Systkini Jóns eru Gyða og Einar Karl. Sambýlis- maður Gyðu er Guðjón Skúli Jónsson og börn þeirra eru Kristrún Bára, Elvar Logi og Hugrún Helga. Jón var í grunnskóla í sér- deild Brekkubæjarskóla á Akra- nesi og síðan sérdeild Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Jón bjó hjá for- eldrum sínum og systkinum þar til hann flutti á sam- býli fatlaðra á Laugarbraut 8 á Akranesi tvítugur að aldri og bjó þar. Hann starfaði í hlutastarfi á vernd- uðum vinnustað á Akranesi. Útför hans fer fram frá Akra- neskirkju 3. september 2020 klukkan 13. Athöfninni verður streymt á www.akranes- kirkja.is. Virkan hlekk má finna á streymið á https://mbl.is/ andlat. Elsku Nonni okkar. Það er óskaplega sárt að þurfa að kveðja barnið sitt, en svona er lífið, og það hefur ekki alltaf leikið við okkur. Þín erfiðu veikindi og sjúkra- húsvist á fyrstu árum ævi þinnar reyndi á alla í fjölskyldunni og þó mest á þig sjálfan. En sú reynsla kenndi okkur hinum að meta lífið og að góð heilsa og atgervi er ekki sjálfgefið. Og þegar rifjuð er upp sam- vera okkar með þér, þá minn- umst við eingöngu björtu og skemmtilegu hliðanna. Það var oft glatt á hjalla á heimili okkar með systkinum þín- um og vinum þeirra. Einnig leið þér vel á sérdeildinni í Brekku- bæjarskóla og þú skemmtir þér líka vel í sumardvölinni í Holti og í Reykjadal. Þrátt fyrir alla erf- iðleika þína varstu alltaf svo hóg- vær og ljúfur við allt og alla, gerðir aldrei flugu mein, vildir bara fá að vera í friði með þína einföldu afþreyingu. Þú varst alltaf heppinn að hafa fengið eingöngu gott fólk til að annast þig í gegn um tíðina. Viljum við sérstaklega þakka stuðningsforeldrum þínum, Sesselíu, Steina og Sigga, og einn- ig Jórunni og Jóhanni fyrir ómet- anlegt starf. Þú naust sannarlega lífsins hjá þeim. Einnig viljum við þakka Breka fyrir allan tímann sem hann var með þér í liðveislu. Við viljum líka þakka öllu starfsfólki sambýlisins á Laugar- braut 8 og Fjöliðjunni, vernduð- um vinnustað á Akranesi, og öllu því heilbrigðisstarfsfólki á HVE á Akranesi sem sinnti þér. Einstakur er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm- lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. Einstakur lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. Einstakur á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. Einstakur er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Þín er sárt saknað og munt þú alltaf eiga fastan stað í hjörtum okkar. Vertu sæll sonur, við hittumst síðar á betri stað. Einar Jónsson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Elsku ljúfi bróðir. Þú kenndir mér svo margt á þinni stuttu ævi. Þú kenndir mér nægjusemi, þar sem þú sýndir til dæmis hvernig einfalt leikfang eins og poki hnýttur með bandi í kókflösku og sleif, var allt sem þú þurftir til að njóta ánægju af. Þú kenndir mér líka þolinmæði sem þú hafðir nóg af, jafnvel gagnvart ólátunum í mér sem litla bróður og brostir bara út í annað. En þú vissir alltaf hvað þú vild- ir og ég vildi að ég gæti tileinkað mér þennan eiginleik að hafa ein- föld en skýr markmið. Ég átti örugglega ljúfasta bróður sem hugsast getur, aldrei nein vandamál í samskiptum við þig. Ég á bara hlýjar og ljúfar minningar um þig kæri bróðir. Hvíldu í friði, elsku prinsinn okkar. Þinn bróðir Einar Karl. Það er svo erfitt að kveðja þig elsku Nonni minn. Pabbi sagði við mig þegar við vorum yngri að það væru meiri líkur á að vinna í lottó en eignast einn Nonna. Það var alveg rétt því þú varst alveg einstakur. Þegar ég rifja upp minning- arnar þá koma sumar sárar en flestar ljúfar og skemmtilegar. Þú elskaðir róluna þína og allir í hverfinu muna eftir Nonna í ról- unni. Þú gast verið þarna tímun- um saman og stundum hélt ég hreinlega að þú færir hringinn. Lífið hjá þér var fullkomið ef þú fékkst poka, band, sleif og kókflösku. Toppurinn var þegar þetta var allt bundið saman með blöðrum. Þá varstu ánægður með lífið og brostir út að eyrum þínu einstaka brosi. Svo einfalt og fal- legt. Þú varst svo einlægur og áttir það til að skríða upp í fangið á mér og kúra ef ég hélt á bjöllu til að hringja við eyrað. Þú lygndir aftur augunum og fórst inn í þinn heim. Þegar þú varst tvítugur flutt- irðu á sambýlið á Laugarbraut. Þú varst svo vanafastur að þeir hlutir sem fluttu með þér í her- bergið fengu að vera þar en nýir hlutir fengu oft að fljúga út um gluggann. Einnig gekkstu menntaveginn og útskrifaðist úr FVA af sér- deildinni. Við útskriftina með út- skriftarnemunum kallaði skóla- stjórinn þig upp á svið og þá stóðu allir úr sætum og klöppuðu þegar þeir heyrðu nafnið þitt. Þú gekkst upp á svið eins og herfor- ingi og tókst við skírteininu. Ég hélt að hjarta mitt ætlaði að springa af stolti á þeirri stundu. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja þér í gegnum lífið í þessi 40 ár. Þú kenndir mér svo margt og að alast upp með þér mótaði mig í þá manneskju sem ég er í dag. Takk fyrir allt Nonni minn og við hittumst síðar og þá skulum við sko tromma saman. Þín systir, Gyða. Í dag kveðjum við kæran vin sem við vorum svo lánsöm að kynnast þegar við hófum störf á Laugarbrautinni. Nonni var ein- stakur, svo góður og hlýr með sinn dásamlega smitandi hlátur. Nonni hefur komið og átt með okkur fjölskyldunni margar góð- ar stundir í gegnum árin. Ýmis- legt hefur þá verið gert, meðal annars farið á ÍA-leiki, kíkt á kaffihús og margir urðu þeir göngutúrarnir sem farnir voru með það að aðalmarkmiði að finna góða rólu til að róla í. Ófáir voru rúntarnir sem við fórum hvort sem þeir enduðu í sveit eða borg en notalegast þótti Nonna það þegar við vorum heima í ró- legheitum. Ekki þótti Nonna það neitt sérstaklega spennandi þegar við eignuðumst son okkar fyrir tveimur árum en áhugi hans jókst þó til muna eftir því sem barnið óx og fór að framkalla hin ýmsu hljóð og hávaða, því meiri læti því betur var Nonna skemmt. Við munum svo sannar- lega sakna þessara samveru- stunda. Við sendum Guðrúnu, Einari og allri fjölskyldunni okkar dýpstu samúðarkveðjur. Elsku Nonni, hjartans þakkir fyrir samfylgdina. Breki Berg og Rósa María. Þú komst eins og lítið, blessað blóm á bjartasta lífsins vori. Fuglarnir sungu með sætum róm, við svifum svo létt í spori. Þú gafst okkur dýpstan unaðsóm, á ástinni og lífsins þori. (Guðrún Jóhannsdóttir) Okkur langar að leiðarlokum að minnast þeirra dýrmætu stunda sem við áttum með Nonna sem stuðningsfjölskylda hans til margra ára. Hann var ungur að árum þegar hann kom inn í líf fjölskyldunnar og varð strax mik- ill gleðigjafi og auðgaði líf okkar allra. Nonni veitti okkur og börn- um okkar þroska og sýn á fjöl- breytileika mannlífsins. Nonni var sérstaklega þægilegur í um- gengni, ávallt glaður, hafði ekki mörg orð um hlutina, en vissi samt alltaf hvað hann vildi.Við er- um þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í lífi hans og að læra að mæta honum á hans forsend- um. Hvíldu í friði elsku vinur. Elsku Gunna, Einar og fjöl- skylda. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Sesselja, Sigursteinn og fjölskylda. Jón Einarsson eða Nonni eins og hann var alltaf kallaður var starfsmaður Fjöliðjunnar um margra ára skeið. Hæglátur, glettinn og fór sínar eigin leiðir. Nonni hafði sérstakt dálæti á bjöllum og skemmtilegum hljóm- um. Hann elskaði gróðurhúsið og gat setið þar langa stund og hlustað á og klappað blómum og jurtum. Við fengum eitt sinn banana- plöntu að gjöf. Plantan átti erfitt uppdráttar og var heldur slöpp. Á hverjum einasta vinnudegi rölti Nonni sér út í gróðurhús, settist hjá plöntunni, klappaði henni og hlustaði. Í okkar huga leikur enginn vafi á því að Nonni átti stóran þátt í því hversu vel plantan fór að dafna. Ekki grunaði okkur, elsku Nonni, að þú myndir kveðja okk- ur svona stuttu á eftir Önnu Björk okkar. Skammt er stórra högga á milli. Eftir sitjum við og reynum að skilja og fóta okkur áfram án þín. Við kveðjum þig, elsku vinur, þín er sárt saknað í Fjöliðjuhópn- um og mun minning þín lifa í hjörtum okkar. Fjölskyldu Nonna sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) F.h. starfsmanna Fjöliðjunn- ar, Ásta Pála Harðardóttir. Ljúfur drengur í lífsins skóla með bros á vör. Augnaráðið dreymandi hulið sjónum annarra. Minningar daganna ljúfar, sem perlur er skína skært þegar nafn hans er nefnt. (ir) Þannig birtist mynd mín og minningar þegar ég horfi til baka til allra dásamlegu áranna sem við Nonni áttum saman í sérdeild Brekkubæjarskóla. Hann tók ekki mikið rými eða sagði margt en vissi hvað hann vildi og hafði ráð til að uppfylla það. Nonni var glaðlyndur og brosið hans hlýtt. Stundum varð hann undirleitur og það var merki um að hann væri að hugsa málin. Nonni fór sínar eigin leiðir á þessum árum í skemmtilegum nemendahópi – ef honum fannst nóg um stóð hann upp og kom sér fyrir annars staðar. Hann elskaði tónlist, varð dreyminn á svip og alltaf birtist einlæga brosið. Róla og plastpoki var eitthvað sem hann elskaði – svo einfalt og fallegt. Nonni átti bjöllu á vinnusvæð- inu sínu sem hafði fallegan tón – hann lagði hana upp að eyra og klingdi henni – það var umbun hans þegar verkefni var lokið. Hann lygndi aftur augunum og brosti. Nú þegar lífsgöngu Nonna er lokið upplifi ég mikið þakklæti fyrir að hafa átt samleið með hon- um og hann kenndi mér margt sem ekki lærist nema að lifa augnablikin. Takk, Nonni minn, og kærleik- skveðjur til fólksins þíns sem elskaði þig óendanlega og engin vegferð var of löng hjá þeim – fyrir þig. Ingunn Ríkharðsdóttir. Elsku ljúfi Nonni okkar. Nú er komið að kveðjustund, hún er erfið og þungbær. Þú kvaddir eftir stutt veikindi sem þú náðir ekki að vinna bug á. Elsku Nonni okkar, þú varst allra hugljúfi og áttir alltaf stóran hlut í okkur öllum sem önnuðumst þig. Við hér á L8 erum harmi slegin eftir snöggt fráfall þitt elsku, elsku vinur. Þú áttir heimili á sambýlinu Laugarbraut 8 í rúm 20 ár og hér undir þú hag þínum eins vel og kostur var. Þar varstu með góða íbúð og nýttir hana vel. Þú varst starfs- maður í Fjöliðjunni um árabil og þar var öll umgjörð og stuðning- ur við þig til fyrirmyndar. Þar er þín sárt saknað. Margt fólk kynntist þér á lífs- leiðinni í leik og í starfi. Þú bræddir alla sem kynntust þér því þú gerðir aldrei mannamun. Margar eru minningarnar um þig vinur. Þær geymum við í huga okkar og þær verða okkur dýrmætar. Myndir úr leik og starfi munu ylja okkur um ókomna tíð. Við minnumst þín sem stríð- ins, jafnlynds og uppátektasams manns sem var viljasterkur og fastheldinn á venjur en átti líka sínar kenjar og mörg óvenjuleg og skemmtileg uppátæki. Lífsgæðin þín voru tiltölulega góð eins og gengur og gerist. Þú hafðir unun af að skella þér í eins og eina rólu og fara á flug, þannig að manni var órótt. Þegar vinda- samt var úti var gaman, þú með tóma tveggja lítra flösku, sleif og plastpoka sem varð að skrjáfa í, pokinn bundinn með langri reim í sleifina og allt fór á flug, þá var lífið ljúft hjá þér og þú skellihlóst. Við reyndum að tína upp alla þá poka (oftast bláa) sem við sáum hér og þar eftir þig í nágrenninu, hangandi í trjám, í görðum ná- granna og bara úti um allt. Að tromma fannst þér gaman. Þegar þú fórst á körfuboltaleiki hér á Skaganum með Herdísi þinni hafðir þú gaman af því þegar stuðningsliðið var að hvetja liðin og það með trommum, þá var geggjað hjá þér. Blöðrur voru í uppáhaldi, eigum við eitthvað að ræða það! Þið vinirnir Breki lið- veislan þín brölluðuð ýmislegt saman. Þú fórst í tvær utanlandsferð- ir, eina fyrir allmörgum árum til Lálands í Danmörku og síðan skrappstu til Tene í fyrra ásamt Guðrúnu Ósk og fríðu föruneyti. Í seinni ferðinni naust þú þín svo vel í hitanum og sundlauginni að ákveðið var að þú myndir fara aðra ferð núna snemmsumars og halda upp á fertugsafmælið þitt hinn 6. júní með allri fjölskyld- unni þinni. En covid kollvarpaði þeim plönum. Haldin var lítil veisla á heimili þínu fyrir fólkið þitt og áætlað var að halda upp á afmælið þitt með pomp og prakt núna í haust. Þú áttir frábært bakland í fjöl- skyldu þinni. Þar lentirðu sann- arlega í lukkupottinum. Ástríkir foreldrar voru klettarnir í lífi þínu. Systir þin Gyða, Einar Karl bróðir þinn, ásamt Guðjóni mági og börnum, voru alltaf til staðar og dugleg að rækta þig og öll nutu greinilega samveru þinnar. Mikið sem þau báru hag þinn fyr- ir brjósti. Mikil er sorg ykkar á þessari stund. Elsku fjölskylda, við vottum ykkur okkar innileg- ustu samúð. Hugur okkar á L8 er hjá ykkur. Nonni, þú fórst frá okkur alltof fljótt en í brottför þinni varstu sjálfum þér samkvæmur. Þú kvaddir okkur hægt og hljótt. Við munum minnast þín með söknuði um ókomna tíð og varðveita þær yndislegu stundir sem við feng- um með þér í hjarta okkar. Þín minning er ljúf og góð. Góða ferð í Sumarlandið kæri vinur. Kær kveðja, fyrir hönd starfs- fólks Laugarbrautar 8, Jórunn Petra Guðmundsdóttir. Jón Einarsson Stuttu áður en ég spurði lát Ragn- heiðar Ástu Péturs- dóttur varð mér allt í einu hugsað óvenjusterkt til hennar án þess að ég tæki það sem fyrirboða en hét því þá að láta verða af því að heimsækja hana vegna erindis sem ég átti við hana. Nú er það orðið um seinan en myndir og minningar henni tengdar líða fyrir sjónir og leita á hugann. Við Ragnheiður kynntumst í Ríkisúvarpinu á Skúlagötu 4 þar sem við störfuðum bæði þann tæpa aldarfjórðung sem ég var Ragnheiður Ásta Pétursdóttir ✝ RagnheiðurÁsta Péturs- dóttir fæddist 28. maí 1941. Hún lést 1. ágúst 2020. Útför Ragnheið- ar Ástu var gerð 12. ágúst 2020. þar innanbúðar. Enn er mér í minni þegar við hittumst fyrst og heilsuð- umst í „setustofu“ útvarpsþula á sjöttu hæð. Það hefði verið dauður maður sem ekki hefði hrifist af þessari glæsilegu stúlku sem nú bauð mig velkominn í hóp starfsfólksins, með bros á vör og óaðfinnanlega klædd, í ljósbrúnum rúskinnsjakka og hnéháum leðurstígvélum í sama lit. Það var bæði auðfundið og auðséð að Ragnheiður Ásta sam- einaði í fari sínu reisn og þokka. Þar sem hún fór komst loftið á hreyfingu. Kona með „karakt- er“! Af þularstörfum sínum varð Ragnheiður Ásta í raun heim- ilisvinur allra landsmanna, kjör- in til þess hlutverks vegna radd- ar sinnar, góðra gáfna, þekkingar og margvíslegra hæfi- leika enda nánast alin upp í út- varpinu svo langt aftur sem hún mundi. En víðar lét Ragnheiður til sín taka – róttæk baráttukona fyrir betra lífi og bættum kjör- um á lands- og heimsvísu, unn- andi lífríkisins frá manni til maðks, njótandi lífs og lista, ætt- móðir og fjölskyldukona sem umvafði þá sem hún unni hlýjum faðmi. Þessu öllu og því hver hún var í raun lýstu vinir henn- ar, niðjar og frændgarður, já, hennar margtengda stórfjöl- skylda, í eftirmælum sínum í Morgunblaðinu 12. ágúst, sem til má vísa, og í útförinni sjálfri sem varð verðugur minningar- sveigur um hina látnu að leið- arlokum. Mörgum brá illa við áfallið sem Ragnheiður varð fyrir og rændi hana allt of snemma starfi og kröftum en svo sterk var hún af sjálfri sér að hvorki heilsu- brestur né önnur veðrabrigði á ævileið lét hún aftra sér frá að lifa lífinu til fulls eftir atvikum og enn dreymdi fólkið hennar um ný ævintýri með henni síðar. Fráfallið gerði ekki sérstök boð á undan sér. Glaður hlátur henn- ar að smáatviki á heimilinu var eitt hið síðasta sem Birna dóttir hennar heyrði frá henni í símtali kvöldið áður en hún dó. Mér er sem ég heyri nú hlát- ur Ragnheiðar og sjái hana ljós- lifandi fyrir mér. Við áttum sitt- hvað sameiginlegt og það er bjart yfir öllum minningum mín- um um hana. Aldursmunur okk- ar var ekki nema vika. Þegar ég varð sextugur tók hún sig til og gladdi mig óvænt með nokkrum vísum sem hún söng til mín og ég endurgalt henni sjötugri á sama hátt með fáeinum brag- hendum, því ekki má gleyma að hún fór létt með að yrkja. Mikill gullmoli er ljóðið hennar Frelsi ég finn, þar sem þau lögðu sam- an, hún og Cole Porter, og við fljúgum á ljóðvængjum í dún- léttum djassi móti golunni á ætt- arslóðum hennar. Hvílík dýrð, hvílík dásemd! Vonandi hefur hún nú fundið frelsi sitt full- komið í orðsins fyllstu merkingu í ljósi lífs og dauða. Öllum sem unnu henni sendi ég samúðar- kveðjur mínar. Hjörtur Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.