Morgunblaðið - 03.09.2020, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 03.09.2020, Qupperneq 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020 ✝ Rakel KristínMalmquist Jó- hannsdóttir fædd- ist 22. mars 1924 í Borgargerði, Hólmasókn í Reyð- arfirði. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 5. ágúst 2020. Tvíburasystir hennar var Ingi- björg Malmquist Jóhannsdóttir, d. 10. janúar 2018. Foreldrar hennar voru Kristrún Bóasdóttir, f. 23 des- ember 1882, d. 30. desember 1927, og Jóhann Pétur Malm- quist Jóhannsson, f. 25. októ- um, Guðmundi Magnúsi Krist- jánssyni, f. 22. mars 1918, d. 1. desember 1996, hinn 22. október 1943. Þau eignuðust fimm börn sem eru: 1) Val- gerður, f. 25. apríl 1944, og á hún þrjú börn, átta barnabörn og sjö barnabarnabörn. 2) Svanhildur, f. 29. júní 1948, gift Halldóri Guðnasyni og eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. 3) Reynir, f. 17. nóvember 1950, kvæntur Sig- rúnu Sigurþórsdóttur og eiga þau þrjú börn og fimm barna- börn. 4) Ebenezer, f. 23. maí 1959, kvæntur Láru Jónsdótt- ur og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn. 5) Ásgeir, f. 27. desember 1964, á hann fjögur börn. Rakel og Guðmundur bjuggu alla sína búskapartíð í Skerjafirði. Útför Rakelar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskirkju hinn 19. ágúst 2020. ber 1877, d. 16. mars 1937. Rakel og Ingi- björg voru næst- yngstar í 16 barna hópi foreldra sinna. Rakel missti móður sína tæp- lega fjögurra ára gömul. Hún fór þá í fóstur til Guð- rúnar Magnúsínu Valgerðar Péturs- dóttur, f. 22. nóvember 1905, d. 7. desember 1987, og Magn- úsar Skúlasonar, f. 11. júní 1896, d. 31. janúar 1963. Þau bjuggu í Skerjafirði þar sem Rakel ólst upp. Rakel giftist eiginmanni sín- „Á þetta skemmtanalíf aldrei að taka enda?“ varð mömmu oft að orði þegar ég mætti, oftar en ekki illa fyrirkallaður, í hádegis- verðinn á sunnudögum. Á mínu heimili, rétt eins og svo mörgum öðrum, tíðkaðist þá að elda lambalæri eða –hrygg í há- deginu á sunnudögum. Með lambakjötinu fylgdu grænar baunir frá Ora, brúnaðar kartöflur, gulrætur og rófur sem pabbi hafði ræktað í garðinum ásamt rabarbara-„sultutaui“. Einnig var borin fram brún „mömmusósa“ sem mér hefur ekki enn í dag tekist að líkja eftir og hef ég nú gaman af að gera góðar sósur. Hádegin á sunnu- dögum gáfu mér mikið og þau verða ætíð tengd minningum um mömmu. Mamma missti mikið þegar Inga tvíburasystir hennar dó í janúar 2018. Ég spurði mömmu skömmu eftir útför Ingu hvort hún ætlaði nokkuð að feta í fót- spor hennar fljótlega. Hún hélt nú ekki og sagðist bara ætla að deyja á næsta ári. Hún gerði gott betur og bætti öðru ári við. Já, þær tvíburasystur voru með frekar svartan húmor. Ann- að dæmi um það var ferð okkar systkina allra til Namibíu árið 2015. Ég kom að máli við mömmu og sagði að það mætti nú ekkert koma fyrir hana á meðan við vær- um öll í burtu. Þá varð henni að orði: „Hafðu engar áhyggjur, Ás- geir minn – ég læt þá bara frysta mig.“ Þær systur voru nánast óað- skiljanlegar eftir að þær samein- uðust á ný á unglingsárum, en þær voru aðskildar tæplega fjög- urra ára þegar móðir þeirra dó frá tíu börnum. Mamma ólst upp í Skerjafirðinum en Inga ólst upp austur á Reyðarfirði. Þær voru síðan nágrannar í Skerjafirði og síðar í þjónustuíbúðum í Furu- gerði. Það var reyndar afar gott að eiga tvær mömmur í Skerjó í gamla daga, enda var maður aldrei kaldur eða svangur. Það er margs að minnast í samskiptum okkar mömmu í gegnum árin. Má þar nefna þegar ég ákvað árið 1982 að bjóða mig fram sem formann skemmti- nefndar í Verzló. Margir fluttu góðar ræður en mig vantaði eitt- hvað til að vekja athygli. Ég fékk því móður mína til að mæta niður í skóla og ýta mér svo upp í púltið. Þannig gat ég sagt að ég væri að bjóða mig fram af því að mamma vildi það. Jú og viti menn; ég sigraði! Takk mamma. Eftir að pabbi dó árið 1996 fór mamma af auknum krafti í trú- félag Votta Jehóva við mismikinn fögnuð fjölskyldumeðlima. Ég taldi þetta bara jákvætt fyrir hana sem mikla félagsveru enda kannaðist ég við það sem veiðimaður að það voru ekki allir mjög hrifnir af því sem maður gerði. Eitt sinn ræddi ég þessi mismunandi viðhorf fólks varð- andi inngöngu hennar í Vottana við hana og þá sagði hún: „Hefð- uð þið kannski frekar viljað að ég færi meira út í áfengið? Mér þótti það nú alltaf gott.“ Já, maður bara spyr sig. Takk fyrir að vera til mamma mín og ná að lifa öll þessi rúmlega 96 ár. Það er mjög gott að eiga 53 afkomendur, svo ég tali nú ekki um að hafa ekki þurft að fylgja neinum af þeim til grafar þótt það hafi nú munað litlu hjá mér í fáein skipti. Takk mamma mín fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og þol- inmæðina sem þið pabbi höfðuð. Sorgin verður að söknuði og minningin um þig, mamma mín, lifir. Örverpið þitt, Ásgeir Guðmundsson. Nú höfum við kvatt hana ömmu mína í fallegri en látlausri athöfn sem haldin var í kyrrþey. Hún lifði langa, farsæla ævi og þegar kallið kom var hún tilbúin að kveðja okkur. „Hún er ís- lenska konan sem allt á að þakka vor þjóð“ söng hann Pálmi, sem var svo viðeigandi, því þegar ég hugsa um það þá er sagan hennar ömmu saga þessa lands á tuttug- ustu öldinni. Hún fæddist inn í stóran systkinahóp í sveitabæ austur á landi laust eftir fyrri heimsstyrj- öldina – næstyngst í 16 systkina hópi og af þeim komust 12 á full- orðinsár. En hún fékk stuttan tíma í faðmi fjalla og fjölskyldu, því móðir hennar dó þegar hún var tæpra fjögurra ára. Eftir móðurmissi var henni komið í fóstur til vandamanna í Reykja- víkur sem var kannski óvenjulegt á þeim tíma. Svo hún amma var hluti af þeim stóra hóp sem fluttist á möl- ina snemma á síðustu öld án þess að vera nokkru sinni spurð. Hún fór beint í Skerjafjörðinn sem þá var meira eins og lítið þorp í nálægð við borgina og þar bjó hún í yfir áttatíu ár – í aðeins tveimur húsum sem að skilja örfáir metrar. Þegar seinni heimsstyrjöldin skall á fékk hún vinnu í sjoppu fyrir hermenn og eignaðist þar kærasta, son beyk- isins sem átti sjoppuna og fyrir lok stríðsins voru þau búin að stofna fjölskyldu, kaupa sjopp- una og breyta henni í heimili þar sem ég var húsgangur nær allt mitt líf. Í æskuminningunni var húsið hjá ömmu og afa í Skerjó stórt og rúmgott og garðurinn einstakur – með leiksvæði, blómum, græn- meti og svo stóru hænsnabúi sem var mikil búbót. Amma sá um af- greiðslu á eggjunum og það eru hlýjar minningar tengdar því þegar ungum dreng var treyst fyrir sendiferð með tylft af eggj- um í brúnum pappírspoka. Amma og afi eignuðust fimm börn sem hvert um sig eignuðust þrjú börn. Það lagði grunn að stórum og samheldnum ættboga sem taldi 53 afkomendur þegar amma lést. Það eru ekki margir sem lifa að sjá slíkan hóp. Amma var af þeirri kynslóð sem lagði grunn að nútímasam- félagi sem er opið og býður alla velkomna. Hún var fordómalaus og tók öllum opnum örmum – og þeir voru ófáir húsgangarnir á hennar heimili. Þetta er þessi kynslóð sem var forvitin, drífandi og lagði mikið á sig fyrir betra líf. Þetta var fyrsta kynslóð alþýðu- fólks sem gat ferðast. Svo stolt á ferð innanlands á Moskvitch-bif- reið, þar sem slegið var upp tjald- búðum til margra daga á Þing- völlum ár eftir ár í góðum frændgarði. Hlýjar minningar um mokveiði og ömmu að flaka murtu af mikilli snilld. Það var líka farið til útlanda – ekki oft en nóg til að sjá svolítið brot af heiminum. Mikið sem það gladdi mig að fá hana í heimsókn til Brussel í hennar síðustu utan- landsferð. Áttræð var hún lífs- glöð kona sem spurði margs og naut lífsins. Hún var stolt af sínu fólki, en aldrei heyrði ég hana þó tala um að hún væri stolt af sínu æviverki. En það mátti hún svo sannar- lega vera og ég er stoltur af því að vera afkomandi slíkrar konu. Hvíl í friði, amma mín. Ágúst Hjörtur Ingþórsson. Dagurinn sem ég var búin að kvíða svo lengi fyrir rann upp hinn 5. ágúst síðastliðinn. Þá kvaddi ein af mínum fyr- irmyndum, nafna mín og elsku amma mín í Skerjó, þennan heim eftir rúmlega 96 ára veru í hon- um. Þrátt fyrir að hafa vitað hvert stefndi og að hafa vitað að þetta yrði sárt og erfitt var ekkert sem undirbjó mig fyrir raunina og hversu hjarta mitt mölbrotnaði. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig að, að strákarnir mínir skuli hafa fengið að kynnast þér og ég vona þeir muni alltaf eftir þér. Þér þótti svo vænt um okkur fólkið þitt og þú varst svo stolt af okkur. Síðasta samtalið okkar var einmitt um það. Hversu mörg við værum og hvað nýjustu börn- in í fjölskyldunni hétu. Nú hvílir þú með albúmið þitt í fanginu sem ég bjó til 2011 og uppfærði nú í ágúst. Með mynd- um, nöfnum og fæðingardegi allra í stórfjölskyldunni. Síðustu dagana sem ég var hjá þér svafstu, þú hafðir áhyggjur af því en ég sagði þér að sofa bara og hvíla þig, nærvera þín var bara það sem mig langaði að njóta. Sitja hjá þér og halda í höndina þína. Það var alltaf gott að vera hjá þér og ykkur afa í Skerjó. Til- hlökkunin var mikil þegar maður vissi að förinni væri heitið til ykk- ar eða að appelsínugula Ladan ykkar afa væri væntanleg í Hafn- arfjörð. Elsku amma mín, takk fyrir allt! Takk fyrir að hafa alltaf verið þolinmóð og góð við mig, takk fyrir að hafa alltaf haft tíma, takk fyrir allt sem þú kenndir mér, takk fyrir að taka mér eins og ég er og dæma mig aldrei fyrir neitt sem ég kom mér út í, takk fyrir alla hjálpina, takk fyrir að hafa alltaf verið til staðar, takk fyrir alla ómetanlegu samveruna, takk fyrir allar yndislegu búðarferð- irnar, takk fyrir að hughreysta mig, takk fyrir að kenna mér að það má vera hræddur, leiður og fella tár, takk fyrir allan matinn, fyrir allar kökurnar, pönnukök- urnar og formkökuna með súkku- laðinu sem ég elskaði, takk fyrir allar góðu ómetanlegu minning- arnar. Takk fyrir að hafa staðið með mér í 43 ár! Ég trúi því að nú sértu með afa og Ingu ömmu í Sumarlandinu, Paradís, hinum megin við regn- bogann, eða uppi hjá tunglinu og stjörnunum eins og Alexander segir. Örlögin sáu til þess að ég gleymi útfarardeginum þinum aldrei. Milli athafna datt ég og braut á mér höndina, höndina sem þú hélst í á meðan þú svafst. Það kom samt ekki annað til greina en að klára daginn þinn fyrir þig og það gerði ég. Höndin gat beðið, þetta var dagur tileinkaður þér, það var það eina sem skipti máli. Ég fór í lok dags og lét koma henni saman aftur. Það voru átök, miklar deyfing- ar og að lokum aðgerð með mörg- um skrúfum og plötu. Í lyfjamókinu eftir aðgerð stóð ég mig að því að hugsa að ég yrði nú að drífa mig til þín og segja þér frá þessum vandræðum mín- um … En þú fórst með mér í gegnum þetta verkefni og passaðir mig, ég veit það. Takk elsku amma í Skerjó fyr- ir þig og hafa verið besta amma sem hægt var að hugsa sér. Ég elska þig alltaf og mun sakna þín alltaf. Þín Rakel. Rakel Kristín Malmquist Sálm. 86.11 biblian.is Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Þökkum auðsýnda samúð og fallegar kveðjur vegna andláts ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, SVANHVÍTAR KJARTANSDÓTTUR, Lambhaga 20, Selfossi. Þráinn Guðmundsson Sigrún Eggertsdóttir Hildur Eggertsdóttir Hjalti Eggertsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, dóttur og tengdadóttur, GUÐBJARGAR KRISTÍNAR LUDVIGSDÓTTUR, Langholtsvegi 44. Stefán Þ. Sigurðsson Skarphéðinn Davíð Stefánsson Sigurbjörg R. Stefánsdóttir Dagur Stefánsson Katla Borg Stefánsdóttir Jóna Borg Jónsdóttir Ludvig Guðmundsson Sigurbjörg R. Stefánsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, RAFNAR ARNDAL SIGURÐSSON, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, fimmtudaginn 20. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Báruhrauns fyrir einstaka umönnun. Laufey Elína Sigurðardóttir Þorgerður Kristjánsdóttir Þorgeir Axelsson Elína Dís, Axel Þór og Anney Fjóla Okkar ástkæri SKÚLI GESTSSON frá Syðra-Seli, Hrunamannahreppi, lést fimmtudaginn 27. ágúst á dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi. Útför hans fer fram frá Hrunakirkju fimmtudaginn 10. september klukkan 14. Vegna aðstæðna í samfélaginu verður athöfnin einungis fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Gestsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, TRAUSTI EYJÓLFSSON frá Hvanneyri, Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi, lést sunnudaginn 30. ágúst. Útförin fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 5. september klukkan 14 að viðstöddum nánustu aðstandendum. Athöfninni verður steymt á www.kvikborg.is. Fyrir hönd ættingja og vina hins látna, Jónas, Hólmfríður, Líney, Hildur, Kristbjörg, Áslaug, Hermann Helgi og Eysteinn Traustabörn Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.