Morgunblaðið - 03.09.2020, Side 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARST
með og án rafmagns lyftibú
Komið og
skoðið úrvalið
ÓLUM
naði
bindum vonir við að borgin leggi
okkur lið fjárhagslega ef kófið setur
aftur strik í reikninginn.“
Verk um stöðu flóttabarna
Næsta frumsýning verður laugar-
daginn 5. september þegar barna-
sýningin Tréð eftir Agnesi Wild og
Söru Martí í leikstjórn höfundar
verður frumsýnd. „Þetta er mjög fal-
legt verk úr smiðju Lalalab, unnið í
samstarfi við Listahátíð í Reykjavík,
sem fjallar á myndrænan hátt um
veruleika og stöðu flóttabarna,“ seg-
ir Friðrik og bendir á að tveir leik-
arar miðla sögunni með aðstoð
myndvarpa og um 200 brúður úr
smiðju Elínar Elísabetar Einars-
dóttur.
Sunnudaginn 6. september er
frumsýnd óperan Ekkert er sorg-
legra en manneskjan eftir tónskáldið
Friðrik Margrétar-Guðmundsson
við texta Adolfs Smára Unnarssonar
sem jafnframt leikstýrir. „Þetta er
flottur hópur nýútskrifaðra lista-
manna af sviðshöfundabraut Lista-
háskóla Íslands. Þetta er metnaðar-
fullt, spennandi og flott verk sem
fjallar um fjórar fígúrur sem ráfa um
á sviði í leit að merkingu. Þau eru að
hluta innblásin af skrifum Dantes
um helvíti og limbóinu milli heim-
anna tveggja,“ segir Friðrik og
bendir á að sýningartíminn verði
knappur þar sem þátttakendur séu á
leið í framhaldsnám erlendis.
Um miðjan september hefjast á ný
sýningar leikhópsins Reykjavík
Ensemble á Polishing Iceland eftir
Ewu Marcinek í leikstjórn Pálínu
Jónsdóttur. „Þau rétt náðu að frum-
sýna þessa sýningu í mars en svo
kom samkomubann og skellt var í
lás. Þetta er flott sýning sem fjallar
um unga konu sem flýr ákveðið
ástand í Póllandi og reynir að fóta
sig í skrýtnu umhverfi hérlendis,“
segir Friðrik og tekur fram að sýn-
ingin tali jafnt til Íslendinga og Pól-
verja. „Sýningin er leikin á pólsku,
íslensku og ensku,“ segir Friðrik.
Kvennatvíleikur um Sunnefu
Lalli og töframaðurinn nefnist
sýning sem frumsýnd verður 26.
september. „Þetta er hugsað sem
fræðandi, töfrandi en umfram allt
skemmtileg fjölskyldusýning sem
veitir einstaka innsýn í leyndarmál
og töfra leikhússins,“ segir Friðrik.
Höfundar verksins eru Lárus Blön-
dal Guðjónsson og Ari Freyr Ísfeld
Óskarsson, sem jafnframt leikstýrir.
Sunnefa nefnist verk eftir Árna
Friðriksson í samstarfi við leikhóp-
inn Svipi í leikstjórn Þórs Tulinius
sem frumsýnt verður 10. október.
„Um er að ræða kvennatvíleik þar
sem leikkonurnar Tinna Sverris-
dóttir og Margrét Kristín Sigurð-
ardóttir, betur þekkt sem Fabúla,
segja sögu Sunnefu Jónsdóttur sem
tvívegis var dæmd til drekkingar
snemma á 18. öld,“ segir Friðrik og
rifjar upp að Sunnefa var sögð hafa
eignast börn með yngri bróður sín-
um fyrst þegar hún var 16 ára og síð-
an 18 ára. Á Þingvöllum 1743 neitaði
hún hins vegar sök og sagði að faðir
seinna barnsins væri sýslumaðurinn
sem dæmdi hana til dauða. „Þau
frumsýna verkið í Sláturhúsinu á
Egilsstöðum nú í september og
koma síðan suður til að sýna,“ segir
Friðrik.
Co za poroniony pomysł sem þýða
mætti sem Úff, hvað þetta er slæm
hugmynd! nefnist sýning eftir Jakub
Ziemann, Aleksöndru Skolozynska
og Ólaf Ásgeirsson sem frumsýnd
verður 15. október. „Jakub er kokk-
ur á veitingastaðnum Skál, Aleks-
andra er spunaleikkona frá Varsjá
og Ólafur er íslenskur leikari sem er
að læra pólsku á duolingo. Þau munu
sameina krafta sína á sviði Tjarnar-
bíós og búa til skemmtilega kvöld-
stund á pólsku,“ segir Friðrik og tek-
ur fram að sérlega ánægjulegt sé að
geta sinnt þeim mikla fjölda Pólverja
sem hér búa og starfa.
Verk Nr. 2 eftir Steinunni Ketils-
dóttur verður frumsýnt á Reykjavík
Dance Festival í haust. „Um er að
ræða þriðja verkið í röð verka sem
spretta upp af rannsóknarverkefn-
inu „Expressions: the power and
politics of expectations in dance“
sem Steinunn leiðir í samstarfi við
hóp lista- og fræðimanna,“ segir
Friðrik og bendir á að Steinunn sé
einnig höfundur dansverksins Pract-
ice Performed sem sýnt verði á Vor-
blóti Tjarnarbíós vorið 2021 og einn-
ig tengist fyrrnefndu rannsóknar-
verkefni. „Practice Performed er
dansverk sem skapað er í rauntíma,“
segir Friðrik og bendir á að vegna
kófsins hafi Vorblótið fallið niður síð-
asta vor en ráðgert var að frumsýna
Verk Nr. 2 á því.
Jólaævintýri Þorra og Þuru eftir
Agnesi Wild og Sigrúnu Harðar-
dóttur í leikstjórn Söru Martí Guð-
mundsdóttur verður tekið aftur til
sýningar frá og með 29. nóvember,
en sýningin var frumsýnd í Tjarnar-
bíói fyrir síðustu jól. „Svo skemmti-
lega vill til að jólaálfarnir Þorri og
Þura verða einnig á dagskrá RÚV
fyrir jólin,“ segir Friðrik og tekur
fram að Þorri og Þura sé nýja jóla-
sýning Tjarnarbíós eftir að Felix
Bergsson lagði Ævintýrinu um
Augastein endanlega.
Spunahópurinn Svanurinn sýnir
jólasýningu sína 17. og 18. desember.
„Þetta er sjötta árið í röð sem Svan-
urinn stendur fyrir jólasýningu. Fyr-
ir marga er þetta orðinn fastur hluti
af aðventunni,“ segir Friðrik, en
meðal meðlima Svansins eru Adolf
Smári Unnarsson, Guðmundur Fel-
ixson og Pálmi Freyr Hauksson.
Reyna að bjarga heiminum
Fyrsta frumsýning á nýju ári
verður uppfærsla Leikhópsins Lottu
á Mjallhvíti eftir Önnu Bergljótu
Thorarensen. „Verkið byggist á
hinni klassísku sögu um prinsessuna
fögru sem flýr stjúpmóður sína og
leitar skjóls hjá dvergum. Eins og
Lottu er von og vísa er sagan þó
nokkuð breytt og mega aðdáendur
Lottu jafnvel búast við einhverjum
uppfærslum á tíu ára gömlu sýning-
unni,“ segir Friðrik og bendir á að
sýningar Lottu séu þær fjölsóttustu í
Tjarnarbíói. Tekur hann fram að
Lotta muni að vanda ferðast um
landið með Mjallhvíti.
Lokasýningin nefnist nýjasta af-
urð Sóma þjóðar sem frumsýnd
verður í febrúar. „Sómi þjóðar eru
Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnars-
son sem hér í húsinu hafa meðal ann-
ars sett upp SOL og MP5,“ segir
Friðrik og tekur fram að uppgangur
fasismans og yfirvofandi heimsendir
sé til umfjöllunar í nýjustu sýningu
hópsins. „Í Lokasýningu ætla fimm
listamenn Sóma þjóðar að bjarga
heiminum á einni kvöldstund, í einni
örvæntingarfullri atrennu, með öll-
um tiltækum ráðum,“ segir Friðrik
leyndardómsfullur.
Annað dómsdagsverk er upp-
færsla leikhópsins Tabúla Rasa á
The Last kvöldmáltíð eftir Kolfinnu
Nikulásdóttur í leikstjórn Önnu
Maríu Tómasdóttur sem frumsýnd
verður vorið 2021. „Verkið gerist í
heimsendaástandi þar sem síðasta
fjölskyldan sem eftir er í Reykjavík
heldur mikilfenglega veislu í yfirgef-
inni sundlaug í tilefni af 17. júní.
Þrátt fyrir að heimurinn sé við það
að farast er fjölskyldan staðráðin í að
heiðra gamlar hefðir samfélagsins
sem þau eitt sinn tilheyrðu.“
Haukur og Lilja nefnist nýtt leik-
verk eftir Elísabetu Kristínu Jökuls-
dóttur sem frumsýnt verður næsta
vor. Með titilhlutverkin fara Edda
Björg Eyjólfsdóttir og Sveinn Ólafur
Gunnarsson. „Þetta var upphaflega
stutt útvarpsverk sem er nú verið að
þróa fyrir svið með spennandi
hætti,“ segir Friðrik.
Tengsl mannsins við veðrið
Rof o.s.frv. nefnist nýtt dansverk
eftir Ingu Huld Hákonardóttur sem
frumsýnt verður á Vorblóti Tjarnar-
bíós vorið 2021. „Þetta er verk sem
skoðar ótta, þrá og skáldskap í sam-
bandi við óvissu í hreyfingu og
hljóði,“ segir Friðrik.
Manndýr nefnist þátttökusýning
eftir Aude Busson fyrir fjölskylduna
sem frumsýnd verður í haust fyrir
skólabörn en tekin til almennra sýn-
inga næsta vor. „Verkið sækir inn-
blástur í söguna L’enfant eftir Colas
Gutman. Þar fer ungur strákur í
sveitaferð með foreldrum sínum og
týnist. Í framhaldinu hittir strák-
urinn kind sem spyr hann hvers kon-
ar dýr hann sé og hvaða tilgangi
hann þjóni, sem setur strákinn í
djúpa tilvistarkreppu.“
Síðasta frumsýning vorsins verður
á Allra veðra von í uppfærslu sirkus-
listahópsins Hringleiks og leikstjórn
Agnesar Wild, en sýningin er unnin í
samstarfi við Miðnætti leikhús. „Í
uppfærslunni er sirkuslistin notuð til
að skoða tengsl mannsins við veðr-
ið,“ segir Friðrik og bendir á að góð
lofthæð í Tjarnarbíói henti vel fyrir
sirkussýningar. „Hópurinn hyggst í
framhaldinu sýna verkið víðs vegar
um landið næsta sumar.“
Framsækni að leiðarljósi
Í kynningarefni frá Tjarnarbíói er
sérstök athygli vakin á því að ríflega
60% leikstjóra eru konur eða 11 af 18
leikstjórum og að kynjaskipting ann-
arra aðstandenda sýninga sé nokkuð
jöfn. Helmingur sýninga leikársins
er saminn af konum, fimm af körlum
og fjórar af blönduðum hópum. Á
síðustu árum hefur hlutfall kynjanna
í hópi leikstjóra og höfunda verið
hvað jafnast hjá sjálfstæðu senunni
og því liggur beint við að spyrja
Friðrik hvort það hafi verið með-
vituð ákvörðun þegar valnefnd
Tjarnarbíós velur sýningar inn í hús-
ið. „Ef við sæjum að það hallaði veru-
lega á annað kynið í verkefnunum
myndum við bregðast við því, en við
höfum enn ekki þurft þess,“ segir
Friðrik og bendir á að flestar þeirra
sýninga sem sótt er um að fá að sýna
í Tjarnarbíói hafi áður fengið um-
fjöllun hjá sviðslistaráði, áður leik-
listarráði, vegna styrkumsóknar. Við
úthlutun opinbers fjár eru kynja-
gleraugun sett upp, sem aftur hefur
áhrif á þær umsóknir sem við fáum,“
segir Friðrik og bætir við: „Í vali
okkar á verkefnum horfum við fyrst
og fremst til áhorfendahópsins, þ.e.
hverjum við erum að sinna, og fjöl-
breytni sviðsverka með framsækni
að leiðarljósi,“ segir Friðrik og tekur
fram að auk þess hafi áherslan alltaf
verið mikil á frumsköpun. Allar nán-
ari upplýsingar um sýningar ársins
og kortasölu eru á tjarnarbio.is.
„Sá glæsilegasti frá upphafi“
18 verk sýnd í Tjarnarbíói í vetur Tvær sýningar leiknar á pólsku Hafa fjölbreytni sviðsverka
að leiðarljósi Bjóða upp á barnaverk, leikrit, danssýningar, spunaverk, óperu og sirkussýningu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Veturinn fram undan verður sá
þéttasti og glæsilegasti frá upphafi,“
segir Friðrik Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Tjarnarbíós, um kom-
andi starfsár. Lætur hann engan bil-
bug á sér finna þrátt fyrir kófið sem
haft hefur veruleg áhrif á menning-
arlífið hérlendis síðustu mánuði.
„Við vorum búin að auglýsa eftir
og velja margt gott úr innsendum
umsóknum áður en kófið brast á og
ljóst var að nokkur verkefni síðasta
vors myndu færast til næsta leik-
árs,“ segir Friðrik og tekur fram að
skipulagsbreytingar innanhúss hafi
opnað fyrir að hægt væri að sýna
fleiri verk en áður á einum vetri.
„Við höfum þannig stytt æfingatím-
ann inni á sviðinu sjálfu örlítið, en
lengt hann í staðinn í æfinga-
rýminu,“ segir Friðrik og tekur fram
að skipulagið sé vissulega háð því að
kófið valdi ekki enn meiri röskun en
orðið er.
Friðrik bendir á að venju sam-
kvæmt sé áhersla lögð á ný íslensk
verk auk þess sem markmiðið sé að
bjóða upp á mikla breidd með verk-
um sem spanna allt frá hefðbundnari
listformum til nýrra forma. „Á kom-
andi leikári verða alls 18 verk frum-
sýnd, þar af 17 ný verk,“ segir Frið-
rik og bendir á að allir eigi að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi, því í vet-
ur verður boðið upp á fimm barna-
verk, fimm leikrit, þrjú dansverk, tvö
spunaverk, tvö óperuverk og eitt
sirkusverk.
Treysta á stuðning borgarinnar
„Leikárið hófst í raun í byrjun
ágúst með kynsegin sviðsuppfærslu
á ljóðabálkinum Malarastúlkunni
fögru eftir Franz Schubert við ljóð
Wilhelms Müllers. Þar skoðuðu ten-
órinn Sveinn Dúa Hjörleifsson og
leikstjórinn Gréta Kristín Ómars-
dóttir bálkinn í ljósi sjálfsuppgötv-
unar og kyntjáningar,“ segir Friðrik
og tekur fram að vegna samkomu-
takmarkana hafi aðeins örfáir miðar
verið í boði og því sé ánægjulegt að
geta boðið upp á aukasýningu 5.
september.
„Meðan tveggja metra reglan er í
gildi höfum við aðeins getað selt 40-
50 miða í 180 manna sal, sem þýðir
um 20-25% sætanýtingu sem gengur
auðvitað ekki upp til lengdar í ljósi
þess að miðasölutekjur standa undir
60% af rekstrinum,“ segir Friðrik og
bendir á að vegna kófsins hafi
Reykjavíkurborg í vor sem leið fært
fjármuni frá haustinu til vorsins til
að bjarga málum tímabundið. „Við
Fjölbreytni Friðrik Frið-
riksson, framkvæmda-
stjóri Tjarnarbíós.