Morgunblaðið - 03.09.2020, Page 62

Morgunblaðið - 03.09.2020, Page 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020 Leikstjórinn ChristopherNolan hefur notið mikillarhylli fyrir að búa til kvik-myndir sem njóta sín miklu betur í bíói en í sjónvarpi og þá helst IMAX-bíói. Hasaratriðin eru oftar en ekki tilkomumikil, tón- list og hljóð magna upp hvers konar sjónræna upplifun og myndatakan er alltaf fyrsta flokks. Þegar slík veisla er í boði fyrir augu og eyru verður mikilvægasta líffærið, heil- inn, stundum út undan og áhorf- endur þurfa að gera upp við sig hvort skynfæraupplifunin sé mik- ilvægari en grunnurinn sem byggt er á, sjálft handritið. Nolan vill skrifa handritin sjálfur og loka- útkoman hefur sýnt að stundum er það gott og stundum ekki. Í tilfelli Tenet hallast ég að því síðarnefnda og tel að handritið hefði gjarnan mátt fá yfirhalningu hjá handrits- læknum þannig að bíógestir átti sig betur á því sem er að gerast. Tenet er því miður ruglingsleg, stundum óskiljanleg en eins og bíógestir vita gefst lítill tími fyrir heilabrot þegar hasarinn er mikill og í þessu tilfelli er ekki bara hasar heldur fara menn ýmist fram á við eða aftur á bak í miðjum hasarnum. Tímaflakk og -fikt Nolan hefur greinilega gaman af því að rugla fólk í ríminu og stundum er gaman að láta rugla sig í ríminu, jafnvel hollt og kærkomin hvíld frá formúlumyndum. Færa má rök fyrir því að maður þurfi ekki endilega að skilja það sem er að gerast í kvik- myndum eða eins og einn vísinda- maðurinn í myndinni (og ein fárra kvenna sem koma við sögu) orðar það svo vel: „Ekki reyna að skilja þetta. Skynjaðu.“ Þetta segir vís- indamaðurinn við aðalpersónuna sem aldrei er nefnd á nafn, bara köll- uð Aðalpersónan (e. The Protagon- ist). Mætti heimfæra þau ummæli á myndina í heild sinni sem eflaust og vonandi verður skiljanlegri við ann- að áhorf. En á maður ekki að skilja hvað er að gerast í fyrstu atrennu? Eða á bara að upplifa? Tenet er fyrirtaks bíó ef litið er til upplifunar af mynd og hljóði, því verður ekki neitað en samtölin eru önnur saga. Nolan hefur áður boðið upp á tímaflakk og -fikt í sínum myndum. Í Memento var morð framið í byrjun myndar og sagan svo rakin aftur í tíma af minnislausum manni. Í Interstellar lendir geimfari um fer- tugt í því að snúa aftur til Jarðar þegar dóttir hans er orðin háöldruð og karlæg. Í Inception segir af fólki sem reynir að stela leyndarmálum úr draumum annarra eða koma hug- myndum fyrir í þeim en eins og við vitum er tímaskynið allt annað í draumi en veruleika. Og til að flækja söguna enn frekar, eins og Nolan er tamt, eru draumarnir á þremur stig- um og tíminn lengist eftir því sem dýpra er farið. Ein sekúnda á fyrsta stigi verður að mínútu í því næsta og svo framvegis. Nolan er líka hrifinn af ævintýrum og hasar, eins og sjá má þegar rennt er yfir ferilinn, en stríðsmyndin Dunkirk sker sig þar nokkuð úr þar sem hún segir af raunverulegum atburðum í seinni heimsstyrjöldinni. Engu að síður eru menn þar í kappi við klukkuna. Nú hef ég kannski teygt lopann fullmikið, líkt og Nolan, en tel inn- ganginn nauðsynlegan til að gagn- rýna þessa einu alvörusumarmynd ársins, rándýra Hollywood-ræmu. Nolan hefur nú líklega og vonandi náð á endastöð í vangaveltum sínum um afstæði tímans og hvernig og hvort sé hægt að beygja hann og beisla og hvað það gæti haft í för með sér. Í Tenet er niðurstaðan sú að tímafikt getur haft í för með sér endalok heimsins eða „eitthvað verra en Armageddon“, svo vitnað sé í fyrrnefndan vísindamann. Hvað getur verið verra en heimsendir? kann einhver að spyrja. Er þá best að reyna ekki að skilja, bara skynja. Vafamál með afa Og nú ætla ég loksins að reyna að út- skýra um hvað Tenet fjallar en get ekki lofað því að sú skýring verði skiljanleg. Aðalpersóna mynd- arinnar, Aðalpersónan, er leikin af John David Washington. Maður þessi starfar fyrir bandarísku leyni- þjónustuna og í upphafi myndar tek- ur hann þátt í leynilegri aðgerð, þyk- ist vera sérsveitarmaður í Úkraínu. Hryðjuverkamenn halda fólki í gísl- ingu í óperuhúsi en hið leynilega verkefni felst í að bjarga ónefndum manni sem er meðal gesta. Furðu- legt nokk skýst byssukúla út úr einu af sætum hússins og gatið sem þar hafði myndast lokast líkt og fyrir töfra. Aðalpersónan tekur eftir þessu en hefur ekki tíma til að spá frekar í þessi furðulegheit þar sem byssuskotum rignir yfir salinn. Dúndrandi tónlist Ludwig Görans- son magnar upp spennuna í þessu rafmagnaða byrjunaratriði sem end- ar með fyrstu stóru sprengingunni af nokkrum í Tenet. Myndatakan er frábær og maður hugsar með sér já, alveg rétt, svona er alvörubíó! Þá byrja furðulegheitin því Aðal- persónan (köllum hana bara A héðan í frá) er upplýst um svokallaðan um- snúning eða afturhverfu, að til séu byssukúlur og hlutir sem fari aftur á bak í tíma en ekki áfram. Einhver hefur snúið þessum hlutum við, að því er virðist, og A er falið að komast að því hvernig stendur á þessu og hvaðan þessir dularfullu hlutir koma. Mun hann þá vonandi afstýra því sem er verra en Armageddon. Hann hittir Neil nokkurn, leikinn af Robert Pattinson, sem á að aðstoða hann við leitina en Neil er með meistaragráðu í eðlisfræði og reynir að útskýra fyrir A eitt og annað tengt tímanum og mögulegu tíma- flakki. Til dæmis nefnir hann „afa- þversögnina“ sem er sú að mann- eskja geti ekki ferðast aftur í tímann og drepið afa sinn því án afans hefði manneskjan aldrei orðið til. Ekki satt? Rosalega vondur Branagh A og Neil hoppa milli ólíkra staða á jörðinni, fyrst til Indlands þar sem þeir þurfa að komast á fund vopna- sala sem býr í læstum turni og þurfa þeir að nota James Bond/Mission Impossible-aðferðir til að nálgast hann. Það er flott brella. Vopnasal- inn leiðir þá á slóð illmennis mynd- arinnar, rússneska milljarðamær- ingsins Andrei Sator sem leikinn er af Kenneth Branagh í túrbó-still- ingu. Vondi karlinn sá myndi sóma sér vel í Bond-mynd og Tenet minnir einmitt mjög á þær kvikmyndir og þá sérstaklega klæðaburður per- sóna, hver jakkafötin af öðrum birt- ast á hinum spengilega Washington sem virðist eiga ólík jakkaföt fyrir hvert tilefni, hvort heldur er hádeg- isverður á hóteli eða kvöldverðarboð í snekkju. Sator er ekki hægt að nálgast nema í gegnum óhamingju- sama eiginkonu hans, Kat, sem leik- in er af Elizabeth Debicki. Kat er listaverkasali og A kynnist henni með því að sýna henni Goya-verk sem leiðir til mjög frumlegs lista- verkaþjófnaðar í læstri byggingu á flugvellinum í Ósló. Til að hægt sé að framkvæma ránið þarf að keyra Boeing 747-þotu á flugskýli og valda mikilli sprengingu. Kat hatar og óttast eiginmann sinn en neyðist til að búa með hon- um vegna sonar þeirra og A vill, ein- hverra hluta vegna, bjarga Kat og syni hennar úr klóm Sators. Hann fer prúðbúinn á hans fund í mikilli lúxussnekkju sem liggur við strend- ur Amalfi á Ítalíu. Sator vill helst drepa A strax og lýsir því skraut- lega hvernig það skuli gert sem er ekki birtingarhæft hér í Morgun- blaðinu. Til að gera langa sögu stutta – því miklu fleira kemur við sögu sem erfitt er að átta sig á – kemst A að því að Sator hefur kom- ist yfir einhvers konar tæki sem gerir honum kleift að ráðskast með tímann og að hann er að undirbúa tortímingu mannkyns vegna þess að hann er dauðvona sjálfur. Fái hann ekki að lifa skal enginn fá að lifa! Og nei, þetta er ekki grínmynd með Austin Powers. Fram og aftur, aftur og fram Tenet er raunverulegt orð og þýðir „kenning“ eða „skoðun“. Í myndinni er það notað yfir þetta furðuverk- efni vísindamanns úr fjarlægri framtíð sem tókst að beisla tímann, sér til skelfingar. Orðið er sam- hverft og Nolan leikur sér margoft með endurtekningar, samhverfur og speglanir í myndinni. Atriði sem maður hefur áður séð koma við sögu aftur seinna en frá öðru sjónarhorni sem er listilega gert og litlar ráðgát- ur má finna hér og þar. Í einu hasar- atriðanna hlaupa aðalpersónurnar áfram á meðan tíminn líður aftur á bak hjá öðrum sem er heillandi á að líta og skemmtilegt og í öðrum berst A við ónefndan, grímuklæddan mann, fyrst „áfram“ og svo aftur á bak. Atriði á borð við þessi hljóta að hafa verið ákaflega flókin í fram- kvæmd og Nolan að skapi, þeim flækjumeistara. Hann þvælir áhorf- endum fram og til baka þar til þeir ná ekki lengur áttum og hugsa með sér að betra sé bara að horfa og hlusta og hætta að hugsa. Enda nóg að horfa á, tökustaðir um allan heim (Indland, Eistland, Noregur, Ítalía, Danmörk, Bretland, Bandaríkin...) eins og í Bond-mynd og alls konar glæsileg farartæki, bátar, bílar og flugvélar. Fatnaðurinn er fallegur og kunnugleg og þreytt stef úr has- armyndum má finna á borð við ör- væntingarfullu konuna sem treystir því að karlmannleg hetja bjargi henni úr klóm illmennis. Slík klisja léttir mögulega á heilabrotunum um stund en er samt pínleg. Samband Kat við A er líka mjög skrítið, senni- lega eiga þau að vera hrifin hvort af öðru en það skilar sér engan veginn. Kostur eða galli? Nú hef ég látið dæluna ganga um þetta furðuverk sem loksins er kom- ið í bíó eftir langa bið og kemst ekki að annarri niðurstöðu en þeirri að Tenet sé tæknilega glæsileg og til- komumikil kvikmynd en haldið niðri af gölluðu handriti. Myndataka, klipping, hljóð, tónlist, brellur, allt er þetta fyrsta flokks. Leikurinn er upp og ofan, Washington er helst til blæbrigðalaus og Debicki fær úr litlu að moða. Pattinson kemst hins vegar ágætlega frá sínu og gaman að sjá Michael Caine í litlu hlutverki prúðbúins Englendings sem setur út á klæðaburð A og gefur honum pening til að kaupa sér vandaðri föt. Ef hasaratriðin ein væru hér til umsagnar hlyti Tenet fullt hús stiga en frásögnin er því miður óskýr, ruglingsleg og bíógestir fá lítinn sem engan tíma til að ná áttum. Sumum kann að þykja slík flækja kostur frekar en galli en hún olli mér vonbrigðum. Þetta er gott bíó, því verður ekki neitað, en ég átti von á meiru. Kannski var eftirvæntingin of mikil eftir svo til bíólaust sumar og fullyrðingar um að meistaraverk væri á leiðinni, hver veit? Tenet er því miður ekki meistaraverk en fín- asta skemmtun, líkt og samhverfu- safn Baggalúts. Sægröm mörgæs? Jú, mögulega ... og þó? Ha, ég skil ekki?! Nei, einmitt. Ekki skilja, bara skynja. Ekki skilja, bara skynja Fyrir John David Washington í hlutverki Aðalpersónunnar í Tenet. Hér virðir hann fyrir sér gat eftir byssukúlu sem hefur ekki enn verið skotið úr byssunni. Hver mun skjóta og hvers vegna? Við því fæst svar nokkru síðar. Sambíóin, Smárabíó og Laugarásbíó Tenet bbbmn Leikstjóri og handritshöfundur: Crist- opher Nolan. Aðalleikarar: John David Washington, Robert Pattinson, Kenneth Branagh, Elizabeth Debicki, Aaron Tayl- or-Johnson og Himesh Patel. Bandarík- in og Bretland, 2020. 150 mínútur. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti. Nánar á dyrabaer.is HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.