Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 4. S E P T E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  216. tölublað  108. árgangur  LÍFSÞREYTTIR KENNARAR Í GLASI GENGU FRAM Á FLAK GRÓÐUR SKIPTIR LITUM SVO ENGU ER LÍKT EYJAFJALLAJÖKULL 6 SIGRÚN Í ÞÓRSMÖRK 10RIFF NÁLGAST 29 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Bankastjóri Íslandsbanka segir áætlanir Icelandair Group trúverð- ugar og varfærnar og tekur stjórn- andi Landsbankans í sama streng. Greina má þó nokkra spennu í að- draganda hlutafjárútboðs flug- félagsins á miðvikudag og skiptar skoðanir í samfélaginu um rekstrar- horfurnar. Að sögn Birnu Einarsdóttur er mikilvægt fyrir atvinnulífið í landinu að flugfélagið nái góðri viðspyrnu með hlutafjárútboðinu og Lilja Björk Einarsdóttir segir brýnt að glutra ekki niður þeirri áratuga- löngu uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan Icelandair. Báðir bankarnir eiga mikið undir því að hlutafjárútboðið heppnist vel. Þeir hafa lánað Icelandair háar fjár- hæðir og tóku þátt í 16,5 milljarða króna lánalínu flugfélagsins sem veitt var með 90% ríkisábyrgð. Þá deila Landsbank- inn og Íslands- banki allt að 6 milljarða króna sölutryggingu sem virkjast ef áskriftir fjárfesta í útboðinu ná að lágmarki 14 milljörðum króna. Bankastjórarnir segja áhættuna ásættanlega og bankana í góðri stöðu um þessar mundir. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir það jákvæða ný- breytni að þeir sem kaupa hlutabréf í útboðinu fái áskriftarréttindi að fleiri hlutum. Hafa slík réttindi ekki verið áður í boði í almennu hluta- bréfaútboði hér á landi en þekkist vel erlendis. Þá geti það breytt hlutabréfamarkaðnum til hins betra ef almenningur tekur þátt í útboðinu en í samanburði við aðrar þjóðir er mjög lítið um að Íslendingar fjárfesti með beinum hætti í hlutabréfum. Mikið pláss og öryggi á Íslandi Í blaði dagsins birtist bréf frá for- stjóra, fjármálastjóra og mannauðs- stjóra Icelandair þar sem þau segja að ef hlutafjárútboðið gangi vel verði félagið tilbúið að gegna lykilhlut- verki í efnahagslegum viðsnúningi í landinu þegar eftirspurn ferða- manna taki við sér. „Það eru líkur á því að lönd eins og Ísland verði eft- irsóknarverður áfangastaður hjá ferðamönnum þegar óvissan vegna Covid-19 minnkar. Hér er mikið pláss og öryggi sem fólk mun sækja í frekar en að fara í stórborgir,“ skrifa þau. „Einnig er líklegt að breyting á eftirspurn eftir flugi muni fækka beinum flugum á breiðþotum milli Evrópu og N-Ameríku og því verður leiðarkerfi Icelandair í ákveðinni kjörstöðu með hagkvæmum tenging- um milli heimsálfanna.“ Flugfélagið þurfi góða viðspyrnu  Gangi hlutabréfaútboð Icelandair vel gæti það gefið mörgum vind í seglin  Flugfélög eru berskjöld- uð fyrir áhættu sem erfitt er að verjast en stjórnendur segja aðstæður nú setja Icelandair í kjörstöðu MÁætlanir flugfélagsins ... »12, 15 Birna Einarsdóttir Lilja Björk Einarsdóttir Benedikt Gíslason Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur þurfa skýr- ari refsiákvæði um háttsemi sem gæti flokkast sem umsáturseinelti. Hún mun leggja fram frumvarp um breytingar á hegningarlögum þegar þing kemur næst saman. Umsáturseinelti er skilgreint sem háttsemi, sem í sjálfu sér er ekki refsiverð, en getur orðið það ef hún er síendurtekin og til þess fallin að valda kvíða og vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verða. Ráðherra telur núgildandi lög um nálgunarbann ekki vernda þolendur nægilega vel gagnvart háttsemi sem ekki felur í sér hótanir eða ofbeldi. Þannig verði refsivert að elta, fylgj- ast með, setja sig í samband við eða með öðrum sambærilegum hætti sitja um aðra manneskju með þeim afleiðingum að valda henni kvíða og vanlíðan. Svipuð lög eru til staðar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og var horft til laga sem þar gilda við gerð frumvarpsins. Í samtali við Morgun- blaðið segir Áslaug að bæði hafi lög- reglan og Kvennaathvarfið kallað eftir því að lögum verði breytt til þess að tryggja vernd fyrir háttsemi sem flokkast geti sem umsáturs- einelti. oddurth@mbl.is »4 Löggjöfin nú ekki fullnægjandi  Svipuð lög þegar í nágrannaríkjum  Ráðherra telur skýrari refsiákvæði þurfa Morgunblaðið/Þór Ný lög Héraðsdómur Reykjavíkur.  Með því að hækka endurgreiðslu frá ríkinu vegna kvikmyndagerðar væri hægt að laða mun stærri verk- efni til Íslands að sögn Leifs B. Dagfinnssonar hjá True North. „Við erum í dauðafæri. Ástæðan er sú að við erum að fá svo mikla at- hygli vegna Covid. Framleiðendur leita til okkar því þeir vita að hér er fámennt samfélag og nóg af plássi. Hins vegar stendur í mönnum hvað það er dýrt að vera hér,“ segir Leif- ur. „Við fáum mikið af fyrir- spurnum og þeir vilja koma hingað. Með réttum hvötum hætta þeir að koma í eina viku og verja 5 millj- ónum dollara og eru hér frekar í nokkra mánuði og verja 50 millj- ónum dollara,“ segir Leifur. »2 Kallar eftir hærri endurgreiðslum Eurovision Lítill hluti var tekinn upp hér.  „Eftir mál- þingið hjá Sam- orku sem var um margt gott sá ég fréttir af því að sumir teldu nauðsynlegt að virkja viðkvæm svæði hér til að knýja rafbílaflot- ann. Það er hins vegar einfaldlega ekki rétt,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku- veitu Reykjavíkur. Telur hann að sú umframorka sem sé nú þegar í raforkukerfinu dugi til þess að knýja 600 þúsund ökutæki. »11 Ekki brýn þörf á að virkja vegna rafbíla Bjarni Bjarnason Gríðarmiklir gróðureldar loga enn á vestur- strönd Bandaríkjanna. Hafa í það minnsta þrjá- tíu og þrír týnt lífi og er fjölda fólks saknað. Fleiri en tuttugu þúsund slökkviliðsmenn unnu í gær baki brotnu að því að ráða niðurlögum eld- anna sem eytt hafa heilu þorpunum. Elín Björk Jónsdóttir veðurfræðingur segir líklegt að mistur frá gróðureldunum færist yfir Ísland á miðvikudag eða fimmtudag. »4 og 13 AFP Fjölda saknað í gróðureldum á vesturströndinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.