Morgunblaðið - 14.09.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2020
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI
Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn
og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur
óskað eftir áliti Húsnæðis- og
mannvirkjastofnunar (HMS) á því
hvort ekki sé eðlilegt að Vegagerðin
taki á sig hluta kostnaðar við bruna-
varnir og slökkvistarf í jarðgöngum
með því að gera þjónustusamning
við slökkvilið sveitarfélagsins. Er-
indið var kynnt á fundi bæjarráðs í
fyrradag.
Fern jarðgöng eru í Fjallabyggð
en íbúar aðeins ríflega 2.000 talsins.
Það eru Strákagöng milli Siglu-
fjarðar og Fljóta, Múlagöng sem
tengja saman Dalvík og Ólafsfjörð
og Héðinsfjarðargöng sem eru
tvenn göng og liggja milli Ólafs-
fjarðar og Siglufjarðar, þéttbýlis-
kjarnanna í Fjallabygð. Vegna land-
fræðilegra aðstæðna annast
slökkvilið Fjallabyggðar alfarið
brunavarnir og slökkvistörf í
Strákagöngum og Héðinsfjarðar-
göngum en samstarf er við slökkvi-
lið Dalvíkurbyggðar um þjónustu í
Múlagöngum.
Elías Pétursson bæjarstjóri getur
þess í erindinu að jarðgöng séu und-
anþegin greiðslu fasteignaskatta.
Sveitarfélagið fái því engar tekjur
af þeim til að standa straum af
kostnaði við brunavarnir.
Aftur á móti fylgi brunavörnum í
jarðgöngum sérhæfður tækjakostur
og sérhæfð þjálfun slökkviliðs-
manna sem eykur kostnað slökkvi-
liðsins og þar með sveitarfélagsins.
Meðal annars þurfi þeir búnað og
þjálfun til að fara inn í reykfyllt
göng vegna bílbruna eða annars.
Fram kemur að Vegagerðin hafi
veitt sveitarfélaginu 14 milljóna
króna styrk til tækjakaupa þegar
Héðinsfjarðargöng voru opnuð en
hafi ítrekað hafnað að taka þátt í
öðrum kostnaði við brunavarnir og
viðbragð. Hafi stofnunin ávallt hafn-
að því að gera samning um þjónustu
slökkviliðs sveitarfélagsins.
Göngin verði tekin út
Fjallabyggð vekur einnig athygli
HMS á því að sveitarfélagið hafi
óskað eftir því að Vegagerðin láti
gera áhættumat og brunavarnarút-
tekt fyrir öll jarðgöng í Fjallabyggð.
Brunaæfing í Múlagöngum hafi
sýnt að úrbætur væru nauðsynlegar
og slökkviliðsstjóri hafi vakið at-
hygli á því að Héðinsfjarðargöng
uppfylltu ekki lágmarksöryggis-
kröfur. Vegagerðin hafi ekki orðið
við þessum beiðnum.
Meðal annars er bent á að umferð
um göngin hafi aukist mjög en enn
séu engin fjarskipti í Strákagöng-
um.
Þessu til viðbótar biður bæjar-
stjórinn um afstöðu HMS til þess
hvort Vegagerðinni beri skylda til
að uppfæra öryggisbúnað í eldri
jarðgöngum í samræmi við tækni-
nýjungar, eftir því sem mögulegt er,
þótt aðrar kröfur hafi verið gerðar
þegar göngin voru grafin. Það
myndi til dæmis auka öryggi að
tengja þau útvarpssendum.
Vegagerðin greiði fyrir brunavarnir
Bæjarstjóri Fjallabyggðar leitar álits HMS á því hvort Vegagerðinni beri að taka þátt í kostnaði við
brunavarnir og slökkvistarf í jarðgöngum Fern jarðgöng eru í 2.000 manna sveitarfélagi
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Héðinsfjarðargöng Mikil umferð er um jarðgöng á Tröllaskaga.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Ekki er brýn þörf á því að virkja
frekari vatnsföll til þess að orku-
skipti geti átt sér stað í bílaflota Ís-
lendinga. Er það ekki síst vegna
minni eftirspurnar í kjölfar lokunar
tveggja kísilvera, auk þess sem ál-
verið í Straumsvík hefur dregið
verulega saman í orkukaupum eða
um 15%. Þá hafa gagnaver einnig
dregið úr rafmagnskaupum. Svo
segir Bjarni Bjarnason, forstjóri
Orkuveitu Reykjavíkur.
„Ef við ætlum að keyra allan bíla-
flotann á rafmagni þá þurfum við
ákveðinn fjölda megavatta. Það eru
u.þ.b. 500 MW sem við þurfum til
þess. En það er ekki á morgun. Eft-
ir 10 ár þurfum við 100 MW og eftir
30 ár gætum við þurft 500 MW. Ef
maður umreiknar alla orkuþörf bíla-
flotans, til framtíðar þá þarf þetta
til en það liggur ekki á því að
virkja.“
7,5% orkunnar óseld
Fram komu á ársfundi Samorku
nýverið þau sjónarmið að virkja
þurfi á viðkvæmum svæðum til að
ná markmiðum í losun gróðurhúsa-
lofttegunda og auka þurfi rafmagns-
framleiðslu um 10% á næstu 10 ár-
um í því skyni. „Tölurnar frá
Samorku eru í sjálfu sér réttar og
ég er ekki að bera brigður á þær.
Það sem ég geri athugasemdir við
er þessi tímarammi sem þarna er
talað um. Sérstaklega þegar tekið
er mið af því sem er að gerast í
orkukerfinu okkar. Rafmagns-
vinnslugetan í orkukerfinu er
20TW-stundir á ári. Við erum þegar
búin að missa 1,5 TW-stund úr söl-
unni vegna þessarar þróunar í orku-
frekum iðnaði. Miðað við meðalraf-
orkuvinnslugetu, þá erum við með
7,5% óseld,“ segir Bjarni.
Það óselda rafmagn sem nú er
fyrir hendi dugi til þess að knýja
600 þúsund rafbíla. Það er rúmlega
tvöfaldur einkabílafjöldi landsins.
Rafbílar eru um 15 þúsund í dag.
„Einfaldlega ekki rétt“
„Til þess að knýja 100 þúsund
rafbíla sem við gerum ráð fyrir að
þurfi eftir 10 ár þurfum við kannski
1,5% af þessum 7,5%,“ segir Bjarni.
„Eftir málþingið hjá Samorku sem
var um margt gott þá sá ég fréttir
af því að sumir teldu nauðsynlegt að
virkja viðkvæm svæði hér til að
knýja rafbílaflotann. Það er hins
vegar einfaldlega ekki rétt.“
Næg orka til að
knýja rafbílaflotann
Dregið hefur úr spurn eftir raforku