Morgunblaðið - 14.09.2020, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2020
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
FRÉTTASKÝRING
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Gróðureldarnir á vesturströnd
Bandaríkjanna geisuðu áfram um
helgina, og var talið að a.m.k. 30
manns hefðu látið lífið í þeim. Sú tala
mun líklega hækka nokkuð, þar sem
enn er ekki vitað um staðsetningu
fjölmargra einstaklinga í ríkjunum
þremur. Tugþúsundir manna hafa
neyðst til þess að yfirgefa heimili sín,
og þá eru enn ótalin áhrif gróðureld-
anna á náttúru og dýralíf í ríkjunum
þremur.
Rúmlega 20.000 slökkviliðsmenn
hafa verið kallaðir til að berjast við
eldana í ríkjunum þremur, en vonir
stóðu til að kaldara veður nú eftir
helgi myndi aðstoða í baráttunni við
þá. Í Kaliforníu-ríki hafa um það bil
1,3 milljónir hektara brunnið til
kaldra kola, en um 35 mismunandi
gróðurelda er að ræða. Segja yfir-
völd í ríkinu að fimm bæir hið
minnsta hafi verið lagðir í eyði af eld-
unum, sem eru einkum í norðurhluta
ríkisins. Talið er að 22 hafi látist í
ríkinu.
Í Oregon-ríki glíma slökkviliðs-
menn við um 16 mismunandi gróð-
urelda, og hafa um 40.000 manns
neyðst til þess að yfirgefa heimili sín.
Að minnsta kosti níu manns eru látn-
ir vegna eldanna í ríkinu, en yfirvöld
þar eru sögð vera að búa sig undir að
mun fleiri finnist látnir á næstu dög-
um. Grunur leikur á að stærsti eld-
urinn í Oregon-ríki, sem kenndur er
við Alameda, hafi sprottið upp af
íkveikju. Washington-ríki glímir svo
við um 15 skógarelda.
Landslag úr vísindaskáldskap
Eldarnir hafa gefið frá sér mikið
af sóti og reyk, með þeim afleiðing-
um að Portland, stærsta borg Ore-
gon-ríkis, mælist nú með verstu loft-
gæði heims, samkvæmt mælingu
IQair.com, en Vancouver í Kanada,
sem er rétt handan landamæranna
við Washington-ríki, er í öðru sæti.
Seattle og San Francisco fylgja svo
skammt á eftir.
Sótið og reykurinn hafa svo aftur
leitt af sér að himinninn í þessum
borgum er orðinn appelsínugulur á
litinn, og þykir hann minna mest á
landslag úr kvikmyndum sem eiga
að gerast í dystópískri framtíð. Íbú-
arnir í borgunum eru nú hvattir til
þess að dveljast sem mest innan-
dyra, halda hurðum og gluggum lok-
uðum og nota viftur og loftræstingu
til að halda loftinu á hreyfingu.
Reykurinn hefur einnig haft slæm
áhrif á slökkvistarf í ríkjunum þrem-
ur, þar sem hann hefur skert útsýni
og gert flugvélum og þyrlum slökkvi-
liðsmanna erfiðara fyrir að taka þátt
í slökkvistarfinu.
Deilt um orsakir eldanna
Gróðureldarnir hafa fært lofts-
lagsmál í forgrunn kosningabarátt-
unnar í Bandaríkjunum, alla vegana
um stundarsakir. Gavin Newsom,
ríkisstjóri Kaliforníu og demókrati,
sagði í ræðu á föstudaginn, að eld-
arnir hefðu „bundið enda“ á um-
ræðuna um hnatthlýnun af manna-
völdum. „Þetta er bannsett
neyðartilfelli,“ sagði Newsom.
„Þetta er raunverulegt og að gerast
núna.“
Donald Trump Bandaríkjaforseti
sagði hins vegar í kosningaræðu í
Nevada um helgina, að kenna mætti
slæmum vinnubrögðum ríkjanna
þriggja við skógrækt og stýringu
skóglendis um umfang eldanna.
Ummæli Trumps drógu þegar að
sér fordæmingu demókrata úr ríkj-
unum þremur, og sagði Eric Gar-
cetti, borgarstjóri Los Angeles, í við-
tali við CNN-fréttastöðina í gær að
Trump hefði sýnt af sér vanrækslu í
baráttunni við eldana. Gerði Garcetti
því skóna að Trump hefði reynst
tregur til að veita aðstoð, af því að
ríkisstjórar allra ríkjanna þriggja
væru úr Demókrataflokknum. Sagði
Garcetti jafnframt að Trump hefði
sett „höfuðið í sandinn“ þegar kæmi
að loftslagsmálum almennt.
Hlýnun jarðar ekki á dagskrá
Hnatthlýnun hefur annars sjaldan
verið í brennidepli kosningabaráttu í
Bandaríkjunum, en samkvæmt
greiningu AFP-fréttastofunnar má
rekja það til þess að á sama tíma og
kjósendur demókrata hafa þungar
áhyggjur af hlýnun jarðar, eru lofts-
lagsmál frekar neðarlega á for-
gangslista þeirra sem jafnan kjósa
Repúblikanaflokkinn. Frambjóðend-
ur flokkanna eyða því ekki miklum
tíma í málaflokkinn.
Jon Krosnick, prófessor í stjórn-
málafræði við Stanford, sagði við
AFP-fréttastofuna, að Joe Biden,
frambjóðandi demókrata, myndi ein-
ungis skaða sjálfan sig með því að
einblína á loftslagsmál, þar sem þau
vegi ekki þungt í þeim kjósendahóp-
um sem hann þurfi að ná til.
Á sama tíma ætti Trump að sjá lít-
inn tilgang í því að reyna að höfða til
kjósenda í Kaliforníu með því að tala
meira um hlýnun jarðar, þar sem
nær öruggt er að demókratar muni
hafa betur í ríkinu. Trump hyggst
heimsækja Kaliforníuríki í dag og
funda þar með yfirmönnum al-
mannavarna í ríkinu.
Bannaði olíuborun óvænt
Þó að loftslagsmál séu ekki ofar-
lega á lista hjá kjósendum repúblik-
ana, fer því fjarri að þeim standi al-
farið á sama um umhverfið. Það kom
engu að síður nokkuð á óvart þegar
Trump ákvað í síðustu viku að banna
olíuborun í Mexíkóflóa næstu tíu ár-
in, en þá ákvörðun mátti rekja til
þverpólitískrar baráttu flokkanna
tveggja í Flórída-ríki fyrir því að
slíkt bann yrði sett á.
Francis Rooney, fulltrúadeildar-
þingmaður repúblikana frá Flórída,
er einn af fáum repúblikönum sem
kallar sig umhverfisverndarsinna og
hefur stutt kolefnisskatta. Rooney
sagði við AFP-fréttastofuna að ferill
Trump-stjórnarinnar í umhverfis-
málum væri alls ekki góður, en að
forsetinn hefði þó séð, að vilji kjós-
enda í Flórída væri gegn því að bor-
að væri fyrir frekari olíu undan
ströndum ríkisins.
Rooney mun láta af þingmennsku
eftir þetta kjörtímabil, en hann hefur
áhyggjur af því að yngri kynslóðir
íhaldssamra kjósenda fyndu sig ekki
hjá Repúblikanaflokknum vegna
stefnu hans í umhverfismálum. „Ég
óttast að við munum tapa. Og við
munum tapa því að við höfðum ekki
til nægilega breiðs kjósendagrunns,“
sagði Rooney við AFP.
Baráttan í skugga gróðurelda
Talið að minnst 30 manns hafi farist í gróðureldunum til þessa Loftgæði stórborga vesturstrand-
arinnar sögð hin verstu í heimi Loftslagsmál almennt séð ekki veigamikil í kosningabaráttunni
AFP
Gullna hliðið Hin fræga Golden Gate-brú í San Francisco var umlukin rauðgulum reykjarmekki á föstudaginn, en mikil loftmengun hefur fylgt eldunum.