Morgunblaðið - 14.09.2020, Page 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2020
Fyrir
líkama
og sál
L augarnar í Reykjaví k
w w w. i t r. i s
FYNDIN KISUMYNDBÖND BÆTA MARGT. „ÞETTA ER NÝJASTA MEGRUNARBÓKIN”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að snerta varla
jörðina þegar þú hugsar
um hann.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
AH! HAFRA-
GRAUTUR!
HVERJUM FINNST
HANN EKKI GÓÐUR?
ÉG SPARSLAÐI Í
SPRUNGUNA Í VEGGNUM
VIÐ SKULUM KASTA GULLPENINGNUM MÍNUM UPP Á ÞAÐ
HVOR OKKAR FÆR SÍÐASTA KJÚKLINGAVÆNGINN!
ÉG ER MEÐ
BETRI
HUGMYND …
VIÐ SKULUM NOTA GULLPENINGINN
TIL AÐ KAUPA FLEIRI VÆNGI!
HJ
ÁL
P!
HRIFS
Fyrri eiginkona Júlíusar var
Guðrún Helga Sigurðardóttir lyfja-
tæknir, f. 28.7. 1960.
Börn: 1) Sigurður Brynjar, f.
2.12. 1979, verslunarstjóri á Ak-
ureyri giftur Þórdísi Huld Vign-
isdóttur, öryggis- og umhverfissér-
fræðingi á Akureyri. Börn hans eru
Atli Valur, Sædís Saga og Lilja
Rós.
2) Ríkey, f. 14.3. 1984, jarðfræð-
ingur í Reykjavík. Dóttir hennar er
Júlía Rósa.
3) Ásgeir Jarl, f. 9.5. 1993, lag-
erstarfsmaður í Hafnarfirði, kvænt-
ur Söru Bestouh leikskólaleiðbein-
anda í Hafnarfirði. Dætur þeirra
eru Kolbrún Mía og Úlfrún Lea.
Systkini Júlíusar eru 1) Helga
Kristjana Ólafsdóttir, f. 9.12. 1944,
d. 9.1. 2017, húsfreyja í Krossdal í
Kelduhverfi. 2) Ólína Eygló Ólafs-
dóttir, f. 4.5. 1946, húsfreyja á
Húsavík. 3) Aðalsteinn Ólafsson, f.
31.3. 1953, skipstjóri á Húsavík. 4)
Rannveig Ólafsdóttir, f. 9.3. 1962,
klæðskerameistari á Akureyri.
Foreldrar Júlíusar voru hjónin
Ólafur Jón Aðalsteinsson, f. 17.6.
1919, d. 18.12. 1981, sjómaður,
vörubílstjóri og hafnarvörður á
Húsavík og Ásgerður Júlíusdóttir,
f. 20.7. 1926, d. 1.8. 2008, sauma-
kona á Húsavík.
Andrés Júlíus
Ólafsson
Katrín Árnadóttir
fædd í Berjanesi, Steinasókn Rangárvallasýslu, húsfreyja á Ísólfsstöðum á Tjörnesi
Ólafur Jónas Magnússon
frá Þönglabakkasókn S-Þing.,
bóndi á Ísólfsstöðum á Tjörnesi
Ólína Guðrún Ólafsdóttir
fædd í Botni, Fjörðum, S-Þing., húsfreyja á Ísólfsstöðum á
Tjörnesi og síðar á Geldingsá og Sólheimum á Svalbarðsströnd
Ólafur Jón Aðalsteinsson
frá Sólheimum á Svalbarðsströnd.
Sjómaður, vörubílstóri og
hafnarvörður
Aðalsteinn Halldórsson
frá Leifshúsum á Svalbarðsströnd, sjómaður,
orgelleikari og bóndi á Ísólfsstöðum á Tjörnesi,
Geldingsá og Sólheimum á Svalbarðsströnd
Lilja Sæmundsdóttir
fædd í Ytri-Hlíð, Hofssókn í Vopnafi rði,
húsfr. á Geldingsá á Svalbarðsströnd
Halldór Halldórsson
frá Geldingsá á Svalbarðsströnd,
bóndi í Garðsvík, Ystuvík og
Geldingsá á Svalbarðsströnd
Guðrún Eiríksdóttir
frá Gvendarstöðum í Ljósavatnshreppi,
húsfreyja í Skógargerði hjáleigu frá Húsavík
Eggert Kristjánsson
frá Böðvarsnesi í Fnjóskadal,
smiður, gullsmiður og bóndi í
Skógargerði, hjáleigu frá Húsavík
Helga Eggertsdóttir
fædd á Grenjaðarstað í Aðaldal, Suður-
Þingeyjarsýslu. Húsfreyja á Húsavík
Andrés Júlíus Sigfússon
fæddur í Sultum í Kelduhverfi , bátasmiður og bjó á Húsavík
Rannveig Andrésdóttir
frá Syðri-Skál, húsfreyja í
Sultum og á Bangastöðum
Sigfús Sigurðsson
frá Sultum í Kelduhverfi , bóndi í Tumsu og síðar í Sultum og Bangastöðum
Úr frændgarði Andrésar Júlíusar Ólafssonar
Ásgerður Júlíusdóttir
fædd á Húsavík. Saumakona
Björn Ingólfsson yrkir á Boðn-armiði:
Af hæversku heilsar oss öllum
haustið, með kostum og göllum.
Í lofti er kul,
lauf eru gul
og nýlagðar fannir í fjöllum.
Sigrún Haraldsdóttir segist hafa
róast með árunum:
Ekkert reyni yfir klóra,
öllu tek sem fyrir ber,
heima róleg hangsa og slóra,
hætt að leita að sjálfri mér.
Helgi Ingólfsson hefur sína sögu
að segja:
Ég sjálfum mér gjarnan vil gleyma,
því gott er að láta sig dreyma.
Þótt orkan nú dvíni
og ýmsu ég týni,
ég oftast finn sjálfan mig heima.
Helgi Ingólfsson spyr: „Hvað
segja hinir spökustu um þetta rím?
Gengur það?“ – Svar mitt er „Já!“:
Svo tæknin ei sé mér til trafala
ég tengi þrjár vélar í rafala.
Ég snikka til feldinn
og sníð hann á kveldin
og sauma loks flíkur úr safala.
Friðrik Steingrímsson hefur
kvatt sér hljóðs á Boðnarmiði:
Ber ég mig að bragasmíð á boðnarmiði,
ef ég vitlaust eitthvað rita,
elskurnar þá látið vita.
Philip Vogler Egilsstöðum svar-
aði:
Um Friðrik Steingríms fyrst af öllu finnst
mér gott
réttkveðið að ríði á vað
en ráð vill fá sé nokkuð að.
Jón Arnljótsson bætti við:
Allt er þáttum ýmsum háð,
oft þarf ljóð að fægja,
en ef Friðrik fengi ráð
færi ég að hlæja.
Sævar Sigurgeirsson segist skýla
sér á bak við það, að „hváð“ sé bor-
ið fram „kváð“ og tek ég undir að
svo gerum við flest svo að hér er
ekki ofstuðlun:
Á himnum uppi heyrist hváð,
í helju frýs og skefur
þegar sér nú sækir ráð,
sá sem ráðin hefur.
Gamall húsgangur í lokin:
Auminginn sem ekkert á
einatt kinn má væta.
Sæll er sá sem sjálfur má
sína nauðsyn bæta.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hæverska og leitin að
sjálfum sér