Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2020  Kári Gunnarsson og Margrét Jó- hannsdóttir úr TBR vörðu Íslands- meistaratitla sína í einliðaleik í bad- minton um helgina. Kári sigraði í karlaflokki níunda árið í röð og Mar- grét í kvennaflokki fimmta árið í röð en mótinu lauk í gær í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.  Kvennalandsliðið í golfi náði besta árangri Íslands frá upphafi á Evr- ópumóti áhugakylfinga sem lauk í Uppsala í Svíþjóð um helgina en liðið hafnaði í áttunda sæti. Karlalandsliðið endaði í níunda sætið á sambærilegu móti í Hollandi.  Knattspyrnumaðurinn Sveinn Aron Guðjohnsen hefur verið lánaður frá Spezia á Ítalíu til OB í Danmörku og mun leika með danska liðinu út tíma- bilið sem hófst þar um helgina.  Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Dijon og íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu, var í gær orðaður við enska stórliðið Arsenal í enskum fjölmiðlum.  Hörður Björgvin Magnússon skor- aði eitt marka CSKA sem sigraði Spar- tak 3:1 í nágrannaslag Moskvuliðanna í rússnesku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær.  Viðar Ari Jónsson skoraði fyrra mark Sandefjord í útisigri á Mjøn- dalen, 2:0, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.  Aron Jóhannsson skoraði seinna mark Hammarby í gær þegar liðið gerði jafntefli, 2:2, á heimavelli við Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var sjötta mark Ar- ons í síðustu sjö leikjum liðsins.  Rúnar Már Sigurjónsson skoraði bæði mörk Astana sem vann Ordabasy 2:1 á útivelli í úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í Kasakstan á laugardaginn. Rúnar hefur skorað fimm mörk í fyrstu sjö umferðum deildarinnar.  Alfreð Finnbogason skoraði eitt marka Augsburg sem vann léttan 7:0 sigur á Eintracht Celle í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu á laugardaginn.  Willum Þór Willumsson skoraði tvö marka BATE Borisov þegar liðið vann Smolevichi 5:2 í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Hvíta-Rússlandi á laug- ardaginn.  Ólafur Guðmundsson landsliðs- maður í handknattleik skoraði níu mörk fyrir Kristianstad þegar liðið vann Malmö 26:24 á útivelli í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Eitt ogannað Gylfi Þór Sigurðsson lék síðustu 25 mínúturnar með Everton í gær þeg- ar lið hans vann góðan útisigur á Tottenham, 1:0, í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu. Nýju mennirnir þrír sem Everton keypti í sumar hófu allir leik á miðjunni. Dominic Calvert- Lewin skoraði sigurmarkið. Jamie Vardy skoraði tvö mörk fyrir Leicester í 3:0 útisigri á WBA í gær og Mohamed Salah skoraði þrennu fyrir Liverpool sem vann nýliða Leeds í bráðfjörugum leik á Anfield, 4:3, á laugardaginn. Gylfi hóf tíma- bilið á bekknum AFP Unnu Dominic Calvert-Lewin fagn- ar sigurmarki Everton. Viðar Örn Kjartansson átti magn- aða endurkomu í norsku úrvals- deildina í knattspyrnu í gærkvöld en þá lék hann sinn fyrsta leik fyr- ir Vålerenga frá Ósló í sex ár. Lið- ið tók á móti Brann og þegar stað- an var 1:1 að 15 mínútum liðnum tók Viðar sig til og skoraði þrennu á aðeins átta mínútum. Þar með voru úrslitin ráðin en lokatölur urðu 5:1. Viðar hóf atvinnuferilinn með Vålerenga árið 2014 þegar hann varð markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar með 25 mörk í 29 leikjum. Morgunblaðið/Eggert Þrenna Viðar Örn Kjartansson skoraði þrjú mörk á átta mínútum. Mögnuð endur- koma Viðars KR – STJARNAN 1:2 1:0 Kristján Flóki Finnbogason 63. 1:1 Daníel Laxdal 86. 1:2 Guðjón Baldvinsson 89. MM Guðjón Baldvinsson (Stjörnunni) M Haraldur Björnsson (Stjörnunni) Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjörnunni) Daníel Laxdal (Stjörnunni) Elís Rafn Björnsson (Stjörnunni) Finnur Orri Margeirsson (KR) Kennie Chopart (KR) Kristinn Jónsson (KR) Ægir Jarl Jónasson (KR) Stefán Árni Geirsson (KR) Rautt spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (KR) 90. Dómari: Pétur Guðmundsson – 8. Áhorfendur: 400. KA – FYLKIR 2:0 1:0 Hallgrímur Mar Bergmann 2. 2:0 Ásgeir Sigurgeirsson 33. M Kristijan Jajalo (KA) Brynjar Ingi Bjarnason (KA) Mikkel Qvist (KA) Rodrigo Gómez (KA) Hallgrímur Mar Bergmann (KA) Djair Parfitt-Williams (Fylki) Valdimar Þór Ingimundarson (Fylki) Rautt spjald: Sveinn Margeir Hauksson (KA) 56. Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 5. Áhorfendur: 400. FH – BREIÐABLIK 3:1 1:0 Steven Lennon 34. 1:1 Viktor Karl Einarsson 45. 2:1 Steven Lennon 77. 3:1 Atli Guðnason 90. MM Steven Lennon (FH) M Þórir Jóhann Helgason (FH) Guðmann Þórisson (FH) Guðmundur Kristjánsson (FH) Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki) Kristinn Steindórsson (Breiðabliki) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðab.) Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson – 7. Áhorfendur: 485. HK – ÍA 3:2 1:0 Ásgeir Marteinsson 22. 2:0 Ólafur Örn Eyjólfsson 27. 2:1 Marcus Johansson 30. 2:2 Stefán Teitur Þórðarson 34. 3:2 Jón Arnar Barðdal 59. MM Ásgeir Marteinsson (HK) M Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK) Jón Arnar Barðdal (HK) Atli Arnarson (HK) Valgeir Valgeirsson (HK) Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Marcus Johansson (ÍA) Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 6. Áhorfendur: 400. VALUR – VÍKINGUR R. 2:0 1:0 Aron Bjarnason 54. 2:0 Sigurður Egill Lárusson 87. M Aron Bjarnason (Val) Kaj Leo i Bartalsstovu (Val) Lasse Petry (Val) Rasmus Christiansen (Val) Sigurður Egill Lárusson (Val) Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi) Kwame Quee (Víkingi) Nikolaj Hansen (Víkingi) Dómari: Erlendur Eiríksson – 8. Áhorfendur: 398.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti. FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Stjarnan og FH halda áfram í vonina um að veita Valsmönnum keppni um Íslandsmeistaratitil karla á þessu lengsta hausti íslenska fótboltans eftir afar mikilvæga sigra gegn KR og Breiðabliki í gær. Garðbæingar neita hreinlega að tapa leikjum og þeir sneru tapi í sig- ur á lokamínútunum gegn KR í Vest- urbænum í gær þegar Daníel Laxdal og Guðjón Baldvinsson skoruðu og færðu liðinu sigur, 2:1. Ekki verð- skuldaðan, miðað við gang leiksins, en að því spyr enginn. Stjarnan er enn taplaus eftir 12 leiki og sigurmark Guðjóns kann að reynast liðinu gríðarlega dýrmætt. Enn eitt jafnteflið hefði ekki gert mikið fyrir Garðbæinga, frekar en KR-inga sem nú sitja eftir í sjötta sætinu. „Þegar allt kemur til alls gekk leikskipulag Stjörnunnar ekki upp í dag, þeir voru undir í öllum þáttum leiksins, og ef ekki hefði verið fyrir töfra Guðjóns Baldvinssonar hefði liðið farið tómhent heim úr Vest- urbæ,“ skrifaði Bjarni Helgason m.a. um leikinn á mbl.is.  Óskar Örn Hauksson kom inn á hjá KR undir lokin og jafnaði leikja- met Birkis Kristinssonar í deildinni með því að spila sinn 321. leik. Sjö sigrar Vals í röð Það er sannkallaður meist- arabragur á Valsmönnum sem unnu sjöunda leikinn í röð í gærkvöld þeg- ar þeir lögðu Víkinga 2:0 í hörkuleik á Hlíðarenda. Þeir þurftu reyndar að hafa mikið fyrir sigrinum en Aron Bjarnason skoraði fallegt mark snemma í seinni hálfleik og Sigurður Egill Lárusson skoraði eftir skyndisókn og mistök í Víkingsvörninni undir lokin. Stjarnan og Valur mætast í Garða- bæ á sunnudaginn kemur og þar er um sannkallaðan stórleik að ræða. Lennon flýgur upp listann FH náði Breiðabliki að stigum með sanngjörnum 3:1 sigri í leik lið- anna í Kaplakrika, og á auk þess leik til góða á Kópavogsliðið. FH-ingar eru stöðugt að bæta sinn leik undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen og Loga Ólafssonar og fjórir sigrar í síðustu fimm leikjunum hafa gefið þeim möguleika á að blanda sér í toppslaginn með góðum endaspretti.  Steven Lennon skoraði tvö fyrri mörk FH og hefur nú skorað sex mörk í þremur síðustu leikjum liðs- ins. Hann er þar með orðinn áttundi markahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi með 84 mörk. Hann fór í gær upp fyrir Björgólf Takefusa og Ragnar Margeirsson sem skoruðu 83 mörk á sínum tíma.  Atli Guðnason komst í 21. sæti markalistans þegar hann innsiglaði sigur FH með skoti af 40 metra færi í tómt markið. Þetta var hans 68. mark í deildinni. Langþráð mark Hallgríms KA vann sinn fyrsta sigur í sjö leikjum, 2:0 gegn Fylki, og er komið í þægilega fjarlægð frá botnliðunum Gróttu og Fjölni.  Hallgrímur Mar Bergmann skoraði loksins fyrir KA, sitt fyrsta mark á tímabilinu, en Akureyrarliðið hefur saknað þess að hann skori jafnt og þétt eins og hann hefur gert und- anfarin ár.  Kristijan Jajalo markvörður KA varði vítaspyrnu Valdimars Þórs Ingimundarsonar í lok uppbótartím- ans. Það var sennilega síðasta spyrna Valdimars fyrir Fylki en hann er á leið til Strømsgodset í Noregi. „Hann brenndi af víti á lokamín- útunni og kiksaði einnig fyrir opnu marki þannig að boltinn endaði í inn- kasti. Valdimar var líklegast að leika sinn síðasta leik fyrir Fylki í bili og því leiðinlegt fyrir hann að enda svona,“ skrifaði Einar Sigtryggsson m.a. um leikinn á mbl.is. HK komið af hættusvæðinu HK lagði ÍA að velli, 3:2, í bráð- fjörugum leik í Kórnum og er komið með sautján stig í 7. sæti deild- arinnar. Fallhætta ætti að vera úr sögunni í Kópavogi. „HK-ingar skoruðu mörk af dýrari gerðinni í dag en það leikur enginn vafi á því að liðið getur svo sann- arlega sótt hratt og skorað mörk,“ skrifaði Bjarni Helgason m.a. um leikinn á mbl.is.  Ólafur Örn Eyjólfsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hann kom HK í 2:0 í fyrri hálfleik. Halda áfram í vonina mbl.is/Íris Meistaravellir Stuðningsmaður Stjörnunnar hljóp inn á völlinn og fagnaði sigurmarki Guðjóns Baldvinssonar með leikmönnum liðsins.  Mikilvægir sigrar Stjörnunnar og FH  Valsmenn virðast óstöðvandi  Met- jöfnun Óskars  Stórleikur í Garðabænum næst  HK upp í sjöunda sætið KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Vivaldi-völlur: Grótta – Fjölnir ........... 19.15 Í KVÖLD! Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, undanúrslit: LA Clippers – Denver...................... 105:111 Denver – LA Clippers........................ 111:98  Staðan er 3:3 og oddaleikur aðfaranótt miðvikudags. LA Lakers – Houston ........................ 119:96  LA Lakers sigraði 4:1. Austurdeild, undanúrslit: Toronto – Boston.................................. 87:92  Boston sigraði 4:3 og mætir Miami í úr- slitaeinvíginu.  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.