Morgunblaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Skatturinn hefur fengið nærri þre- falt fleiri umsóknir um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra. Borist hafa yfir 6.500 umsókn- ir vegna viðgerða á bílum. Vegna þessa mikla fjölda umsókna hefur af- greiðslutími lengst og er nú þrír til fjórir mánuðir í stað eins mánaðar eins og stefnt hefur verið að. Umsóknum fjölgaði í vor, eftir að Alþingi samþykkti að hækka endur- greiðsluhlutfall vegna vinnu við end- urbætur og viðhald á íbúðarhúsnæði úr 60 í 100% og bætti við nýjum verk- efnum sem njóta endurgreiðslu. Breytingin var liður í aðgerðum rík- isstjórnarinnar til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónu- veirufaraldursins. Umsóknirnar hafa síðan verið fleiri en á sama tíma und- anfarin ár og eru nú orðnar um 23 þúsund í heild. Á sama tíma í fyrra höfðu liðlega 8.300 sótt um endur- greiðslu. Umsóknir eru því nærri þrefalt fleiri en á síðasta ári. Starfsmönnum fjölgað Ekki hefur áður verið endur- greiddur virðisaukaskattur vegna vinnu við bílaviðgerðir. Hafa 6.500 slíkar umsóknir borist. Í umsóknarferlinu kemur fram að miðað er við 30 daga afgreiðslutíma. Ekki hefur verið hægt að standa við það vegna fjölgunar umsókna, segir Elín Alma Arthursdóttir vararíkis- skattstjóri. Afgreiðsla umsókna tek- ur misjafnlega langan tíma en af- greiðslutíminn er nú þrír til fjórir mánuðir, samkvæmt uppýsingum hennar. Unnið er úr umsóknunum í starfs- stöð skattsins á Siglufirði. Þar var bætt við starfsmanni í vor og starfs- mönnum á höfuðborgarsvæðinu hef- ur verið falið að vinna ákveðin verk til að létta undir. Þá er búið að aug- lýsa eftir starfsmanni til viðbótar á Siglufirði til að vinna að þessu verk- efni. Þrefalt fleiri umsóknir um vsk  Afgreiðslutími umsókna um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu hefur lengst í 3-4 mánuði  Miklar annir við úrvinnslu umsókna  6.500 einstaklingar sótt um endurgreiðslu vegna bílaviðgerða Umsóknir um endurgreiðslu virðisaukaskatts Fjöldi umsókna um endurgreiðslu vsk af vinnu 2019 og 2020 *1. janúar til 11. september Skipting umsókna 2020* 2019* 2020* 8.308 22.889 Endurbætur / viðhald á íbúðar- húsnæði Bílaviðgerðir Annað 14.694 Alls 22.889 umsóknir1.677 6.518 *1. janúar til 11. september Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Alls greindist 21 kórónuveirusmit innanlands í fyrradag, þar af eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu og eitt í sóttkvíar- og handahófsskim- un. Sjö þeirra smituðu voru í sóttkví við greiningu. Einn var lagður inn á spítala í gær vegna veirunnar og eru nú tveir inni- liggjandi. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna á einum degi síðan 9. apríl en að sama skapi hafa aldrei fleiri sýni verið tekin á einum degi. Alls voru 3.109 sýni tekin innan- lands í fyrradag og 905 til viðbótar við landamæraskimun. Heilbrigðisráðherra undirritaði í fyrradag reglugerð að tillögu sótt- varnalæknis um að skemmtistöð- um og krám á höfuðborgarsvæðinu yrði lokað tímabundið fram yfir helgi. Í minnisblaði sóttvarnalækn- is þar sem tillagan er rökstudd segir að á þremur sólarhringum, þar sem 38 smit greindust, hafi að minnsta kosti fjórðungur þeirra tengst heimsókn á tilteknar krár og skemmtistaði í Reykjavík. Bregðast þurfi við sem fyrst með markvissum aðgerðum til að koma í veg fyrir útbreiddan faraldur með tilheyrandi afleiðingum. Veitingahúsaeftirlit í forgangi „Það er að koma betur í ljós að þungamiðjan og ræturnar virðast vera á þessum stöðum, alla vega í þessum faraldri sem er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is og vísar til skemmtistaða og kráa. Sem fyrr segir ná tillögurnar að- eins út sunnudaginn og segir Þór- ólfur að það komi „ekki endilega“ til þess að framlengja þurfi lok- unina. „Það er líka hægt að grípa til hreinsunaraðgerða og svo er hægt að grípa til takmarkandi aðgerða líka þannig að það þurfa ekki endi- lega að vera lokanir áfram, það á bara eftir að koma í ljós,“ segir Þórólfur. Veitingahúsaeftirlit er í forgangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu um helgina, en í samtali við Morgunblaðið segir Ásgeir Ásgeirs- son yfirlögregluþjónn að verkefnið sé umfangsmikið. Um 200 veitinga- og skemmtistaðir eru á höfuðborg- arsvæðinu, en þar af falla 60 undir skilgreiningu kráa og skemmtistaða og eigi að vera lokaðir. „Við setjum mikinn þunga í það út frá þessum hagsmunum sem við erum að reyna að vernda. Við erum að reyna að stoppa útbreiðslu þessa stóra hópsmits sem er komið af stað,“ útskýrir Ásgeir en allar lög- reglustöðvar á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í eftirlitinu. Greindum veirusmitum fjölg- ar með víðtækum skimunum Spurður hvort þessi mikli fjöldi smita, sem greinst hefur liðna daga, gefi tilefni til hertra aðgerða segir Þórólfur: „Það er við því að búast þegar farið er í víðtækar skimanir að þá fáum við tilfelli sem við hefðum annars ekki fundið eða fengið seinna. Ég held að það þurfi að skoða þessar tölur í því ljósi. Þetta er ekki vísbending um að þetta sé að fara upp á við. Ég held að með þessu séum við að ná betur utan um þetta og rakning- arteymið er að fá betri mynd af þessu. Með þessum aðgerðum og öllu því sem er í gangi núna eru mjög góðar líkur á að hægt sé að ná utan um þetta.“ Þórólfur bendir á að margir þeirra sem eru sýktir af veirunni séu einkennalausir eða einkenna- litlir, því finnist þau smit helst þegar ráðist er í skimanir en víð- tækar skimanir eru farnar af stað á vegum heilsugæslunnar og Ís- lenskrar erfðagreiningar. „Þess vegna er fjöldi einstak- linga smitaður og veit ekkert af því en við finnum þá núna með þessari skimun. Þess vegna erum við að fá þennan fjölda.“ Mörg hundruð í sóttkví Nærri 800 manns sæta nú sóttkví og hefur þeim fjölgað hratt undanfarna daga. Í Listaháskóla Íslands kom smit upp í gær og var skólanum í kjölfarið lokað. Í til- kynningu frá skólanum segir að neyðaráætlun hafi verið virkjuð, smitrakningarteymi almannavarna hafi gripið til viðeigandi ráðstaf- ana og allir þeir sem hafi verið í sama „sóttvarnahólfi“ og sá smit- aði séu komnir í sóttkví. Stefnt er að því að opna skólann að nýju á mánudagsmorgun. Líkamsræktarsal á Jaðarsbökk- um á Akranesi hefur sömuleiðis verið lokað um óákveðinn tíma eft- ir að einstaklingur greindist með veiruna í bænum, en hann hafði verið í ræktinni á þriðjudag. Allir þeir sem sóttu líkamsræktina um- ræddan dag þurfa að fara í sóttkví. Starfsmaður tölvuleikjaframleið- andans CCP er meðal þeirra sem fóru á barinn Irishman Pub á föstudag og greindist smitaður. Hafa því átta starfsmenn fyrir- tækisins verið sendir í sóttkví. Þá hafa allir starfsmenn Isavia á höfuðborgarsvæðinu verið sendir í sóttkví eftir að hafa átt í sam- skiptum við einstakling, sem reyndist smitaður. Í samtali við mbl.is tekur Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, fram að málið tengist hvorki Reykjavíkur- né Keflavíkurflugvelli og hafi því ekki áhrif á starfsemi vallanna. Vegna fjölgunar smita hefur neyðarstjórn Hrafnistu tekið ákvörðun um að herða heimsókn- arreglur á hjúkrunarheimilið. Að- eins má einn gestur heimsækja hvern íbúa og heimilt verður að skipta um valinn heimsóknargest á sjö daga fresti. Undanþágur verða aðeins veittar við mikil veikindi íbúa og þá með leyfi vaktstjóra. Ekki efni til að auka viðbúnað Viðbragðsstjórn og farsótta- nefnd Landspítalans funduðu í gær vegna stöðunnar sem upp er komin í faraldrinum. Í forstjóra- pistli segir Páll Matthíasson, for- stjóri Landspítalans, að ekki sé talið tilefni til að hækka viðbún- aðarstig á spítalanum, sem nú er á óvissustigi, þótt stjórnin sé ugg- andi yfir stöðunni. Þessi bylgja faraldursins hafi ekki haft slík áhrif á starfsemina enn sem komið er. Grímuskylda hefur verið meðal starfsmanna spítalans frá því í sumar og er það talið eiga sinn þátt í að mun færri starfsmenn hafa þurft að sæta sóttkví en þurftu að gera í fyrstu bylgju far- aldursins. Ekki fleiri smit greind frá 9. apríl  Metfjöldi sýna tekinn  Skemmtistaðir lokaðir fram yfir helgi en „ekki endilega“ lengur  800 í sóttkví  Hertar heimsóknarreglur á Hrafnistu  Viðbragðsstjórn Landspítala uggandi yfir stöðunni Morgunblaðið/Eggert Bið Alls voru 3.109 sýni tekin innanlands í fyrradag og 905 að auki vegna landamæra. Hafa þau aldrei verið fleiri. Kórónuveirusmit á Íslandi Nýgengi smita frá 30. júní 2.230 staðfest smit Heimild: covid.is Nýgengi innanlands 17. sept. 21,8 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa júlí ágúst september 2 einstaklingar er á sjúkrahúsi, enginn á gjörgæslu 244.348 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 143.014 sýni, samtals skimun 1 og 2 2.002 einstaklingar eru í skimunarsóttkví30 25 20 15 10 5 0 21,8 5,2 27,0 12,8 19,6 793 einstaklingar eru í sóttkví 108 eru með virkt smit Nýgengi innanlands Nýgengi, landamæri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.