Morgunblaðið - 19.09.2020, Side 6

Morgunblaðið - 19.09.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik hafa bókfært tekjutap vegna tekjufalls hjá hótelum í faraldrinum. Eigið fé Reita var tæpir 48 millj- arðar í fyrra og voru rekstrartekjur tæplega 12 milljarðar króna. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir félagið áætla að tjón þess af faraldrinum verði allt að tveir milljarðar. Þar af verði lang- stærstur hlutinn vegna ársins 2020 og ársins 2021 en eftir það dragi hratt úr áhrifum faraldursins á rekstur félagsins. Áætlað tjón varði alla starfsemi félagsins en ekki aðeins hótel eða veitingastarfsemi. Sundurgreiningin á tjóninu verði ekki birt opinberlega. 16% af heildartekjum „Þetta er samkvæmt okkar bestu upplýsingum en óvissan er mikil. Það segir sig sjálft að stærstu töl- urnar tengjast ferðaþjónustunni og langstærstu tölurnar tengjast hótel- um sem við eigum,“ segir Guðjón. Samkvæmt starfsþáttayfirliti í ársreikningi Reita voru tekjur af hótelunum 1.917 milljónir í fyrra, eða um 16% af heildartekjum. Að sögn Guðjóns var tekjuáætlun þessa árs tekin úr sambandi sl. vor vegna óvissu. Sú staða sé óbreytt, en unnið er að endurskoðun rekstrar- áætlana vegna 2020 og 2021. Spurður hvort Reitir hafi komið til móts við leigutaka sem urðu fyrir tekjufalli vegna faraldursins segir Guðjón félagið hafa tekið þann pól í hæðina að bíða og sjá hvaða áhrif að- gerðir hins opinbera myndu hafa á rekstur þessara aðila. „Við tókum jafnframt þá ákvörðun strax sl. vor að fresta leigugreiðslum hjá þeim sem urðu fyrir mesta tekju- fallinu, þar á meðal hótelunum, og bíða og sjá til. Það er óbreytt en það liggur auðvitað í augum uppi að hót- elin eru að öllum líkindum ekki að fara af stað á næstu vikum og mán- uðum,“ segir Guðjón um horfurnar. „Síðustu mánuði hafa hótelin verið að greiða einungis takmarkaðan hluta af umsömdum leigugreiðslum. Stærsti mótaðili okkar í hótelgeiran- um eru Icelandair-hótelin Nordica, Natura og Hótel Alda en næst kem- ur Hótel Borg (í Keahótel-keðjunni). Svo er það Heilsumiðstöðin í Ármúla 9 eða Hótel Ísland. Við höfum frest- að leigugreiðslum hjá þessum þrem- ur aðilum að stærstum hluta frá apríl og erum að vinna með þeim þessar vikurnar til að átta okkur betur á því hvernig við förum með þessar frest- uðu leigugreiðslur,“ segir Guðjón. Samkomulag til bráðabirgða Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir stjórn félagsins hafa ákveðið í júní að félagið myndi vinna með þeim leigutökum sem verða verst úti vegna faraldursins. „Við byrjuðum á því að gera sam- komulag til bráðabirgða við þessi fyrirtæki og síðan gerðum við við- aukasamninga sem við kláruðum að mestu í haust og síðsumars og erum að ljúka við núna,“ segir Helgi. Reginn er með 430 leigutaka og koma 7-8% af tekjum frá hótelum. Rekstrartekjur félagsins voru um 9,8 milljarðar í fyrra og samsvarar 8% hlutfall hótelanna því tæpum 800 milljónum miðað við fullan rekstur. Að sögn Helga afmarkaði félagið þá viðskiptavini sem hefðu orðið verst úti vegna kórónuveirufarald- ursins, einkum hótel, verslanir og veitingahús í miðbæ Reykjavíkur. Þá hafi ýmis verslun og þjónusta sem ekki sé háð ferðamönnum orðið fyrir tekjufalli vegna samkomu- banns. T.d. kvikmyndahús, líkams- ræktarstöðvar og hárgreiðslustofur. Reginn hafi útbúið mismunandi úrræði fyrir leigutaka sína sem taki mið af áhrifum faraldursins á rekst- ur þeirra. Til dæmis hafi verslun í Smáralind orðið fyrir tímabundnum áhrifum vegna faraldursins, í rúman mánuð, en svo náð sér á strik og enn betur eftir fyrstu afléttinguna á samkomubanninu. Í slíkum tilvikum hafi úrræðin falist í frestun á leigu sem var svo dreift á næstu mánuði. „Svo eru önnur fyrirtæki sem lenda í verulegu tekjufalli, eins og hótelin, en í þeim tilvikum eru samn- ingar teknir upp og gerðir viðauka- samningar, nýir samningar, sem gilda í 12-18 mánuði,“ segir Helgi. Við gerð viðaukasamnings sé nú- gildandi samningi breytt tímabund- ið. Til að mynda samningum við hót- el sem greiddu fasta leigu á mánuði en greiði nú tímabundið aðeins hlut- fall af tekjum sínum í leigu. Um 9% af virði fasteigna Garðar H. Friðjónsson, forstjóri Eikar, segir hlutfall hótela og veit- ingastaða í veltu félagsins ekki hafa verið gefið upp. Hins vegar sé hlut- fall hótela í virði fasteigna félagsins um 9%. Þá sé hlutfall veitingastaða, skv. sama mælikvarða, um 4%. „Sumir af veitingastöðum okkar ganga vel en það er undir því komið hvort þeir eru háðir erlendum ferða- mönnum eða ekki,“ segir Garðar. Hann segir ekki gefið upp hvaða áhrif tekjusamdráttur hótela annars vegar og veitingastaða hins vegar muni hafa á leigutekjur Eikar í ár. Rekstrartekjur voru 8,7 ma. 2019. Spurður hvaða áhrif faraldurinn muni hafa á tekjur félagsins í ár seg- ir Garðar að félagið hafi uppfært EBITDA-spá ársins. Upphafleg spá, fyrir faraldurinn, var upp á 5.689 milljónir króna en uppfærð spá, eftir faraldurinn, hljóðar upp á 4.850- 5.100 milljónir króna. Spurður um leigutaka hótelbygg- inga segir Garðar að Flugleiðahótel (Icelandair Hótel Reykjavík Mar- ina), séu stærsti leigutakinn en svo séu aðrir minni leigutakar (sjá graf). Hugsanlega lokað í vetur Fram kemur í uppgjöri Eikar vegna fyrri hluta ársins að rekstur Hótels 1919 hafi gengið ágætlega á fyrsta ársfjórðungi en að á öðrum ársfjórðungi hafi tekjur dregist sam- an um ríflega 90%. „Félagið gerir ráð fyrir að hótelið verði rekið með tapi í fyrirsjáanlegri framtíð og ekki er hægt að útiloka að Radisson Hotel Group taki ákvörðun um að hótelið verði lokað yfir vetrarmánuðina. Félagið heldur áfram viðræðum við þá leigutaka sem hafa orðið fyrir verulegri tekjuskerðingu að lausn þeirra mála og eru flest málin í far- vegi,“ sagði þar meðal annars. Þá hefði Eik ráðið Deloitte til að aðstoða leigutaka við áætlanagerð og við að nýta úrræði sem hið opin- bera og bankastofnanir buðu upp á. Samhliða því hafi Deloitte veitt fé- laginu ráðgjöf varðandi lausnir fyrir leigutaka. Þær haldi áfram að snúast fyrst og fremst um frestun á leigu- greiðslum. Það hafi leitt af sér að staða viðskiptakrafna hækkaði nokkuð á milli ársfj. og varúðaraf- skriftir aukist eins og búist var við. Koma til móts við tekjufall hjá hótelum  Vægi hótela í leigutekjum stóru fasteignafélaganna er mismunandi Icelandair- hótelin Nordica, Natura og Alda Pósthússtræti Icelandair Hotel Reykjavik Marina Kea hótel Hótel Borg Keahótel Akureyri Þingholtsstræti Heilsumiðstöðin Ármúla 9 (Hótel Ísland) Mjölnisholti City Center Hotel Austurstræti Hótel Óðinsvé Þórsgötu Gistihúsið Centrum Akureyri Above Reykjavík Höfðatorgi Hótel 1919 Pósthússtræti (Radisson Blue) Hótelbyggingar og stóru fasteignafélögin Dæmi um hótelbyggingar í leigu hjá stóru félögunum þremur Morgunblaðið/Árni Sæberg Hönnun Svíta á Icelandair Marina. FASTEIGNA MIDLUN Skólavörðustígur 3 I 101 Reykjavík I Sími 575 8500 I www.fasteignamidlun.is I fasteignamidlun@fasteignamidlun.is KLAPPARÁS 8 Virkilega fallegt og vel skipulagt tveggja hæða 320,3 m2 ein- býlishús, þar af stór 61 fm bílskúr, á eftirsóttum stað í fjöl- skylduvænu hverfi að Klapparás 8, Árbænum, 110 Reykjavík. Verulega fallegur garður umvefur húsið. Heitur pottur á neðri hæð, sólpallur á efri og neðri hæð. Eignin er mjög vel staðsett, stutt er í skóla, leikskóla, þjónustu, íþróttasvæði, sundlaug og fallegar gönguleiðir við Elliðarárdalinn. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 22. september 2020 Bóka þarf skoðun hjá Gunnari Bergmann í síma 839 1600 eða (gunnar@fasteignamidlun.is) Innanlandsflug Icelandair gekk ágætlega í sumar, þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. Seglin voru rifuð í takt við breytta eftirspurn þannig að þessi þáttur starfseminnar var rekinn á um það bil hálfum afköst- um. „Við fengum skellinn í apríl, vor- um með sáralítinn rekstur fyrsta mánuðinn eftir að kórónuveirufar- aldurinn skall á. Við vorum þó fljót að ná okkur upp í 50% rekstur og vorum í því horfi í júní og júlí. Bak- slag kom í kjölfar annarrar bylgju faraldursins í ágúst en við höfum verið að vinna okkur til baka,“ segir Þóra Eggertsdóttir, forstöðumaður innanlandsflugs Icelandair Group. Hún segir að í ástandi sem þessu sé framboð stillt af miðað við eft- irspurn. Það geri það að verkum að sætanýting sé svipuð og áður, en vitaskuld hafi ferðunum fækkað mikið. Aðeins er eitt flug á viku til Grænlands á vegum félagsins og hefur verið þannig frá því í vor. Bjartsýn fyrir veturinn Þóra segir að unnið hafi verið að hagræðingu í innanlandsfluginu undanfarin ár og hafi starfsemin verið komin á góðan stað þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. „Við erum bjartsýn á framhaldið en vitum þó að ferðaþjónustan mun eiga í erfiðleikum þar til hægt verð- ur að bólusetja fólk gegn veirunni. Við erum ánægð með loftbrúna, hún hefur farið vel af stað og móttökur verið framar mínum björtustu von- um,“ segir Þóra en loftbrúin er heiti á niðurgreiðslu stjórnvalda á flug- fargjöldum íbúa á landsbyggðinni. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Innanlands Eftir sameiningu Flugfélags Íslands og Icelandair Group er innanlandsflugið rekið undir merkjum síðarnefnda félagsins. Innanlandsflug á hálfum afköstum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.