Morgunblaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 9
Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs samþykkti á 130. fundi nefndarinnar að veita ÁF-Hús/Leigugörðum og Tvíhorf arkitektum viðurkenningu fyrir frágang húss og lóðar á nýbyggingarsvæði fyrir Álalind 14. Frá upphafi hönnunarferlisins lögðu arkitektar áherslu á að byggingin framkallaði óvænta og síbreytilega upplifun þess sem á hana horfir, hvort sem er úr fjarlægð eða nálægð. Samspil málm- og viðarklæðninga ljá byggingunni nútímalegt og vandað yfirbragð. Þrítóna litur álklæðningarinnar breytist eftir sjónarhorni og kallast á við hlýleika og efniskennd viðarins. Uppbrot í lögun svalanna myndar skemmtilega hreyfingu í formgerð og útliti. Málmtækni óskar byggingaraðilum og hönnuðum til hamingju með viðurkenninguna. Ljósmynd: Snorri Þór Tryggvason TIL HAMINGJU MEÐ ÁLALIND 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.