Morgunblaðið - 19.09.2020, Side 10
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020
BAKSVIÐ
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Mánuður er liðinn í dag frá því að
reglur um tvöfalda skimun komu-
farþega til Keflavíkur tóku gildi. Frá
þeim tímapunkti hafa komur til
Keflavíkur verið að meðaltali 12 á
dag sem er 40% fækkun frá því í
ágúst, fyrir tíma núverandi sótt-
varnareglna.
Eftir hægan en stöðugan uppgang
sumarsins voru margir vonsviknir
þegar boðað var að 19. ágúst tækju
gildi nýjar reglur um tvöfalda skim-
un komufarþega til landsins og
sóttkví á milli. Lét t.d. Jóhannes Þór
Skúlason, framkvæmdastjóri Sam-
taka ferðaþjónustunnar, hafa eftir
sér að með þessum aðgerðum „væri
búið að loka íslenskri ferðaþjónustu
eins og hún leggur sig“.
Sigþór Kristinn Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Airport Associates,
taldi líklegt að erlend flugfélög
myndu klára að sækja sína sumar-
farþega og hverfa svo á braut, tíma-
bundið a.m.k.
Vaxtarverkir á hávertíð
Í sumar voru flugfélögin að finna
taktinn og stilla leiðakerfi sitt eftir
kvikri eftirspurn. Talsvert framboð
var á ferðum til landsins, en aflýs-
ingar hlutfallslega margar að sama
skapi. Fyrstu þrjá dagana í ágúst
voru t.d. 111 komur auglýstar til
Keflavíkur en 46 þeirra var aflýst. Á
eftir fylgdi flugáætlun þar sem veru-
lega dró úr uppsettum ferðum en af-
lýsingum fækkaði verulega á móti.
Frá 1. ágúst lentu að meðaltali 20
áætlunarvélar á dag og svo virtist
sem jafnvægi væri komið á og takt-
urinn fundinn.
Frá 19. ágúst hefur hins vegar sig-
ið á ógæfuhlið millilandaflugs og
flugferðum fækkað jafnt og þétt.
Miðað við fjölda skimana hefur
komufarþegum einnig fækkað. Í
ágústmánuði var mestur fjöldi tæp-
lega 3.000 á einum degi og að með-
altali 2.365 á dag. Þeim hefur síðan
fækkað jafnt og þétt og eru að með-
altali 1.261 á dag frá því að tvöföld
skimun var tekin upp, fæstir voru
þeir 428 síðastliðinn þriðjudag. Því
má ljóst vera að áhrif sóttvarna-
reglna hafa verið líkt og spáð var.
Fjölda flugferða aflýst
Eftir að umrætt jafnvægi komst á
fór aftur að bera á því að fjölda aug-
lýstra flugferða væri aflýst með
skömmum fyrirvara. Frá 19. ágúst
hefur að meðaltali 35% ferða verið
aflýst og hefur hlutfallið vaxið jafnt
og þétt það sem af er mánuði og var
mest 63% af auglýstum ferðum á ein-
um degi. Icelandair ber þar höfuð og
herðar yfir önnur félög með yfir 90%
af aflýstum ferðum sem birtast á vef
Isavia.
Samkvæmt heimildum blaðsins
segir það ekki alla söguna, því flug-
félög hafa ólíkar aðferðir við að stilla
af leiðakerfi sitt með skömmum fyr-
irvara, þannig að aflýst flug birtist
ekki á auglýstri dagskrá Keflavíkur-
flugvallar.
Umsvif flugfélaga
Seinnipart sumars höfðu 13 flug-
félög reglulega viðkomu á landinu.
Af tíðum gestum hafa félögin British
Airways, Norwegian, Atlantic og
Czech litla sem enga viðkomu haft í
mánuðinum. Air Greenland, Vueling,
Air Baltic og Transavia halda uppi
einstaka ferðum. Lufthansa, SAS og
easyJet eru meira áberandi með
nokkuð reglulegt áætlunarflug og fá-
ar aflýsingar.
Af þeim flugfélögum sem halda
uppi mestri ferðatíðni eru umsvif
Icelandair og Wizz Air mest, en sam-
an deila þau 50% af fjölda ferða til
landsins. Wizz Air hefur örlítið for-
skot með 28% ferða, en athygli vekur
að það sem af er mánaði hefur eng-
um ferðum félagsins verið aflýst á
heimasíðu Isavia.
Íslendingar eða ferðamenn?
Gögn frá Ferðamálastofu gefa til
kynna að frá byrjun mánaðar séu
ferðamenn rúmlega tvöfalt fleiri en
Íslendingar af heildarfjölda komu-
farþega. Þegar betur er að gáð má
sjá að margir þeirra sem gætu talist
ferðamenn eru líklega útlendingar
með fasta búsetu hér á landi.
Tengingar Wizz Air eru að stórum
hluta við Austur-Evrópu sem styður
þá tilgátu að flestir sem koma til
landsins eru að snúa til síns heima og
eiginlegir ferðamenn séu í raun afar
fáir.
Talsverður samdráttur í flugi
Áhrif tvöfaldrar skimunar komufarþega komin fram Flugferðum fækkar og hlutfall aflýstra ferða
eykst Icelandair og Wizz Air umsvifamest í fjölda ferða Hlutur ferðamanna minnkar hlutfallslega
Komur til Keflavíkur, aflýsingar og skimanir
Fjöldi koma til Keflavíkur og aflýst komuflug 19.8.-16.9.
Fjöldi skimana á komufarþegum og hlufall aflýstra koma 19.8.-16.9.
3.000
2.400
1.800
1.200
600
0
80%
64%
48%
32%
16%
0%
ágúst september
25
20
15
10
5
0
-5
-10
16
8
17
23
20
11
16
13 13 14
20
17
11 12
7
10 10
12
14
8 8
6
8 8 9
10
5 4 5
4 4
2 2
4 3 3 4 4 4 3
7
5 6 6 6
9
7
10
6 7 6 6
10
8
11
6 7
5
Fjöldi koma til Keflavíkur
Fjöldi aflýsinga
Fjöldi skimana á komufarþegum
Hlutfall aflýsinga af auglýstum komum
Heimild: Isavia.is
Heimild: Isavia.is, covid.is
2.699
428
1.056
688
64%
47%
8%
33%
1.979
Komur til landsins
Hlutur flugfélaga 19.8.-16.9.
Icelandair Wizzair SAS easyJet
Transavia Lufthansa Aðrir
28%
8%
9%
4%
5%
22% 24%
Morgunblaðið/ÞÖK
Millilandaflug Talsverður samdráttur hefur orðið í tíðni millilandaflugs og fjölda komufarþega frá 19. ágúst.
Samdráttur
» Fjöldi flugferða og komu-
farþega hefur dregist verulega
saman frá því að reglur um
tvöfalda skimun tóku gildi.
» Icelandair hefur stærsta
hlutfall aflýstra ferða sam-
kvæmt vef Isavia.
» Mörg flugfélög hafa hætt
flugi hingað. Icelandair og Wizz
Air deila 50% af heildarfjölda
ferða. Önnur flugfélög hafa
litla en reglulega viðkomu.
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2020
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Bílaríki, Akureyri
Glerárgötu 36
Sími: 461 3636 benni.is
B
irt
m
eð
fyrirvara
um
verð-
og
m
yndabrengl. Verð frá:7.490.000 kr.
á gamla verðinu.
Fimm ára
ábyrgð
+ 181 hestöfl, 420 Nm
+ 3ja tonna dráttargeta
+ Hátt og lágt drif
+ Byggður á grind
+ 7 manna
+ Sjálfstæð fjöðrun
+ Sjálfvirk öryggiskerfi
+ Fimm ára ábyrgð
Aukabúnaður ámynd: 33” hækkun - 30 cm. veghæð
Jeppi ársins 2020
1975 | Sérfræðingar í bílum | 2020