Morgunblaðið - 19.09.2020, Page 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020
19. september 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 137.49
Sterlingspund 177.21
Kanadadalur 104.16
Dönsk króna 21.802
Norsk króna 15.128
Sænsk króna 15.584
Svissn. franki 150.99
Japanskt jen 1.3145
SDR 194.35
Evra 162.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 197.187
Hrávöruverð
Gull 1936.1 ($/únsa)
Ál 1759.0 ($/tonn) LME
Hráolía 42.32 ($/fatið) Brent
● Samkvæmt ný-
birtum tölum Þjóð-
skrár Íslands
hækkaði íbúðaverð
á höfuðborgar-
svæðinu að með-
altali um 0,8% milli
júlí og ágúst. Verð
á fjölbýli hækkaði
um 0,7% og verð á
sérbýli um 0,9%.
Eins og bent er á
í Hagsjá Landsbankans þá hefur íbúða-
verð síðastliðna þrjá mánuði hækkað að
jafnaði um 0,7% milli mánaða. Í fyrra
var sambærileg hækkun 0,3%. „Það er
því nokkuð ljóst að sumarið í ár var
mun kröftugra en sumarið í fyrra, og
hafa vaxtalækkanir haft veruleg áhrif á
eftirspurn eftir húsnæði.“
Íbúðaverð á höfuðborg-
arsvæðinu fer hækkandi
Kaup Eftirspurn er
eftir íbúðum.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ákall um aðgerðir til að styrkja Ís-
land sem nýsköpunarland var
meginstefið á Iðnþingi í gær. Var sú
þörf talin sérstaklega knýjandi í ljósi
samdráttar í kórónuveirukreppunni.
Árni Sigurjónsson, formaður SI,
setti Iðnþingið, en hann sagði miklar
áskoranir bíða í atvinnulífinu.
„Óveðursskýin voru vissulega far-
in að hrannast upp í lok síðasta árs.
Hagkerfið var farið að kólna, óvíst
var um frekari vöxt og hvaðan hann
ætti að koma. Heimsfaraldurinn hef-
ur svo algjörlega breytt forsendum á
alla kanta,“ sagði Árni sem taldi að
þjóðin mætti engan tíma missa.
Ákvarðanir og aðgerðir næstu 12-18
mánuði verði þýðingarmiklar. Á slík-
um krossgötum þurfi að hugsa stórt.
Meðal aðgerða sem hann lagði til
var að auka fjárframlög í Tækni-
þróunarsjóð og hækka endur-
greiðsluhlutfall vegna kostnaðar við
gerð erlendra kvikmynda á Íslandi.
Þá væri brýnt að ráðast í byggingu
nýs Tækniskóla. Flýta mætti upp-
byggingu innviða með því að opna
fyrir þátttöku einkafjárfesta, t.d. líf-
eyrissjóðanna. Slík fjárfesting væri
arðbær þegar vextir væru lágir.
Meira í bætur en nýsköpun
Mikilvægt væri að forgangsraða
rétt á krepputímum. Það skjóti enda
skökku við að stjórnvöld „hafi nú í
vor og sumar varið um átta milljörð-
um króna í greiðslu launa starfs-
manna á uppsagnarfresti til saman-
burðar við 5 milljarða fjárfestingar í
nýsköpun og hagvexti framtíðar“.
Jafnframt þyrfti ríkisvaldið að
draga úr álögum á fyrirtæki.
Atvinnurekendur þrýsti nú „mjög
á um myndarlega lækkun trygginga-
gjalds og fasteignagjalda“ sem muni
skapa aukið rými til ráðninga og
sköpunar nýrra starfa. „Álögur á at-
vinnulífið eru komnar langt úr hófi
fram og einboðið að lækka skatt-
heimtu til stuðnings aukinni verð-
mætasköpun. Fjölgun starfa er for-
gangsatriði og hvatar sem þessir
munu skila árangri samstundis,“
sagði Árni. Flestum mætti vera ljóst
að kaupmáttur launatekna muni
rýrna í þessari kreppu. Verkalýðs-
forystan standi nú frekar vörð um
samningsbundnar hækkanir en störf
sinna umbjóðenda.
Næst stigu á svið Ingólfur Bend-
er, aðalhagfræðingur SI, og Sigríður
Mogensen, sviðsstjóri hugverka-
sviðs SI, en fundarstjóri var Logi
Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður.
Störf víkja fyrir sjálfvirkni
Ingólfur sagði að skapa þyrfti 60
þúsund störf á næstu árum til að ná
avinnuleysi niður og mæta fólks-
fjölgun. Raunar þyrfti að skapa enn
fleiri störf að teknu tilliti til þess að
störf muni víkja fyrir sjálfvirkni.
Bráðavandinn væri að skapa störf
fyrir þá 21 þúsund einstaklinga sem
væru nú atvinnulausir á Íslandi.
Sigríður benti á að ríkisstjórnin
hefði samþykkt aðgerðapakka vegna
faraldursins upp á 150-200 milljarða
en aðeins varið 4,5-5 milljörðum
króna í nýsköpun. Taldi hún mikil
tækifæri felast í því að markaðssetja
Ísland sem nýsköpunarland á
breiðari grunni. Rétt væri að laða að
erlenda frumkvöðla og sérfræðinga.
Komin aftur á dagskrá
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og ný-
sköpunarráðherra, sagði átök 20.
aldar milli hægri og vinstri, frjáls-
hyggju og félagshyggju, ekki vera
jafn hörð og áður. Þær deilur hefðu
vikið fyrir öðrum viðfangsefnum sem
knúið hefðu dyra, á borð við mann-
réttindamál, jafnréttisbaráttu, fjöl-
menningu og umhverfismál.
Nú þyrfti að koma verðmætasköp-
un aftur á dagskrá þjóðmálaumræð-
unnar, samhliða hinum málefnunum.
Ráðherrann rakti hvernig fjár-
mögnun sprotafyrirtækja hefði verið
efld með stofnun hvatasjóðsins Kríu.
Hin aðgerðin væri að rýmka heim-
ildir lífeyrissjóða til að fjárfesta í
fjárfestingarsjóðum. Taldi ráð-
herrann dýrmæt sóknarfæri felast í
því að einfalda erlendum sérfræð-
ingum að fá atvinnuleyfi á Íslandi.
Nú sé unnið í nokkrum ráðuneytum
við að færa þetta til betri vegar.
Ráðherrann vék einnig að þætti
ríkisins í atvinnuuppbyggingu; taldi
nú heyrast of margar raddir úr at-
vinnulífinu um sífellt meiri ríkis-
stuðning. Spyrja mætti hvort ríkið
ætti að ýta vagninum eða ryðja
hindrunum úr vegi hans.
Andvígur hærri styrkjum
Þá taldi ráðherrann ekki tilefni til
að hækka endurgreiðsluhlutfall
vegna erlendra kvikmynda. Kerfið á
Íslandi væri samkeppnishæft.
Næstir í pallborði voru Þórður
Magnússon, stjórnarformaður
Eyris, Margrét Ormslev, aðstoðar-
forstjóri Carbon Recycling Inter-
national, og Sigurður Ragnarsson,
forstjóri ÍAV. Spurði Logi þau hvort
umhverfið á Íslandi væri nógu hag-
fellt fyrir nýsköpunarfyrirtæki.
Fram kom í máli Þórðar að Íslend-
ingar væru frjóir og hugmyndaríkir
og matskerfið vegna nýsköpunar öfl-
ugt. Hins vegar þyrfti að efla eftir-
fylgni og samráð við markaðinn.
„Tækniþróun verður að vinnast í
samráði við markaðinn,“ sagði Þórð-
ur og benti á skort á fjármögnun.
Af 883 umsóknum í Tækni-
þróunarsjóð hefðu 128 fengið braut-
argengi. Þá hefðu 33 af 412 umsókn-
um í sjóðinn í sumar verið
samþykktar.
Taldi Þórður þetta áhyggjuefni.
Fólkið á bak við umsóknirnar hefði
enda hugmyndir sem gætu skapað
verðmæti. Nú séu margir á atvinnu-
leysisbótum sem gætu verið í vinnu.
Auka þarf skilvirkni kerfisins
Margrét sagði að grettistaki hefði
verið lyft í mörgu er varðaði fjár-
mögnun nýsköpunarfyrirtækja.
Hins vegar þyrfti að auka skilvirkni
kerfisins. T.d. nefndi hún hversu
langan tíma hefði tekið að sækja um
kennitölu fyrir erlendan aðila vegna
atvinnuuppbyggingar á Íslandi.
Sigurður sagði Íslendinga standa
frammi fyrir miklu tækifæri til að
markaðssetja Ísland sem nýsköpun-
arland og laða hingað útlendinga og
Íslendinga sem búa erlendis.
Í næsta pallborði voru fulltrúar líf-
tæknifyrirtækja.
Guðmundur Fertram Sigurjóns-
son, forstjóri Kerecis, sagði stefna í
að velta fyrirtækisins myndi aukast
úr einum í þrjá milljarða í ár. Mark-
aðssetning erlendis væri að skila sér.
Sesselja Ómarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri lyfjagreiningardeild-
ar Alvotech, sagði útlit fyrir að velta
fyrirtækisins yrði 5% af VLF á Ís-
landi og 20% af útflutningstekjum
árið 2027.
Ágústa Guðmundsdóttir, annar
tveggja stofnenda Zymetech, sagði
mikil tækifæri fólgin í því að efla
meistara- og doktorsnám á Íslandi.
Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri SI, lauk þinginu.
Hann sagði óveðursskýin enn vofa
yfir þjóðinni. Það hrikti í tveimur
grunnstoðum hagkerfisins, ferða-
þjónustu og orkusæknum iðnaði.
Lausnin væri að reisa fjórðu stoðina
sem fælist í hugviti og nýsköpun.
Óveðursský yfir hagkerfinu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Iðnþing í Hörpu Árni Sigurjónsson, formaður SI, ávarpar fundargesti.
Formaður SI segir kaupmátt á niðurleið Verkalýðsforystan berjist fyrir umsömdum hækkunum
Iðnþing fór fram í skugga kórónuveirukreppunnar Gagnrýnt að ekki sé varið meira fé til nýsköpunar
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com,
kajaorganic@gmail.com
Byggmjólk
Eina íslenska
jurtamjólkin
Sölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Vegan búðin
Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum