Morgunblaðið - 19.09.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.09.2020, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hjá Reykja-víkurborgvirðist lít- ill vilji til að hlusta á athugasemdir, hvað þá að taka þær til greina. Þorsteinn Sæ- mundsson stjörnufræðingur skrifaði grein í Morgunblaðið á fimmtudag undir yfirskrift- inni Furðuljós þar sem hann lýsir samskiptum sínum við borgarkerfið. Tilefnið var að benda á bið- tíma bifreiða við gangbraut- arljós við Miklubraut á móts við Klambratún. „Biðtími við þessi ljós er um það bil tvöfalt lengri en við önnur sambæri- leg ljós,“ skrifar Þorsteinn. „Af því leiðir að biðraðir bif- reiða myndast í báðar áttir löngu eftir að allir gangandi og hjólandi eru komnir yfir.“ Þorsteinn hafði samband við þá sem stjórna þessum málum hjá borginni og spurði hvort ekki mætti breyta ljós- unum þannig að tími rauða ljóssins styttist en á eftir kæmi gult blikkandi ljós. Tók hann ljós á Hofsvallagötu sem dæmi. Var honum sagt að það væri ekki hægt. Aftur reyndi hann að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi, en talaði fyrir daufum eyrum. „Viðbrögðin gætu bent til þess að ljósastillingin á þess- um stað sé einungis liður í þeirri stefnu borgaryfirvalda að hindra sem mest einkabíla og fá borgarbúa til að nýta aðra kosti,“ skrif- ar Þorsteinn. Þorsteinn er ekki einn um að hafa tekið eftir því hvað umrædd ljós loga lengi. Að auki virðast þau stillt þannig að þau séu aldrei í takti við næstu umferðarljós á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar. Gangbraut- arljósin á Miklubrautinni til móts við gamla Tónabæ virð- ast gegna sama tilgangi, loga lengi og koma í veg fyrir að umferð nái milli gatnamóta á grænu ljósi. Þetta kann að virðast smá- mál í hinu stóra umferðar- samhengi höfuðborgarinnar. Það er hins vegar dæmigert fyrir það hvernig meirihlut- inn í borginni nálgast um- ferðarmál og má því taka það sem hluta fyrir heild. Allt kapp er lagt á að valda töfum í umferðinni, þótt það kosti aukna mengun og glataðan tíma fyrir borgarbúa. Ein- faldir hlutir eins og að kaupa búnað til að samræma um- ferðarljós þannig að umferð verði greiðari komast ekki í verk þótt kostnaðurinn sé hverfandi. Um leið er hins vegar hægt að leggja á ráðin um að setja vel á annað hundrað milljarða króna í borgarlínu án þess að neinar forsendur séu til að ætla að hún muni breyta ferðamáta borgarbúa frekar en núver- andi almenningssamgöngur í borginni. Allt kapp er lagt á að valda töfum í um- ferðinni} Á rauðu ljósi Kórónuveirangerist á ný frek til fjörsins og smitum fjölgar nú dag frá degi. Þetta eru váleg tíðindi og nú þegar er farið að herða reglur um samkomur á ný með því að fyrirskipa lok- un kráa og skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Það vekur athygli að þótt smitum hafi fjölgað þarf nú að leggja mun færri á sjúkrahús en þegar fyrsta bylgja veir- unnar gekk yfir. Nú eru til dæmis 108 manns í ein- angrun, en aðeins tveir á sjúkrahúsi. Þessi staðreynd gæti gefið tilefni til að ætla að við- brögðin við fjölgun smita séu of hastarleg. Tilgangurinn er hins vegar sá að reyna að kæfa í fæðingu þá bylgju sem nú er að hefjast. Í þessu sambandi má held- ur ekki gleyma því að þótt færri verði nú svo veikir að þá þurfi að leggja á sjúkra- hús geta eftirköst þess að smitast af kórónuveirunni verið langvarandi. Margir bæði ungir og aldnir glíma enn við magnleysi, þreytu og missi lyktar- og braðskyns mörgum mánuðum eftir að þeir fengu veiruna. Sum ein- kennin eru þannig að ekki er víst að viðkomandi ein- staklingar muni nokkurn tím- ann jafna sig. Það er því full ástæða til að fara að öllu með gát. Þá ber líka að hafa í huga að menn byrja að smita áður en einkennin koma fram. Smitberar eru því iðulega fullkomlega grunlausir um þá hættu sem þeir geta valdið. Það er full ástæða til að fara varlega og reyna að vera far- artálmi frekar en að breiða veiruna út. Það er betra að vera farartálmi en að breiða veiruna út} Smitum fjölgar Þ að er kosningavetur fram undan. Enginn vafi er á að hann verður kaldur og erfiður. Því miður gengur okkur ekki nógu vel að glíma við Covid-veiruna. Við megum þó aldrei gefast upp meðan við bíð- um þess að það takist að búa til bóluefni. Ég er sannfærð um að það muni takast nú í vet- ur. Þangað til verðum við þó að búa við nú- verandi ástand og umfram allt fara varlega. Það verður ekki nógsamlega brýnt fyrir fólki að við erum okkar eigin sóttvarnir. Meðan við þreyjum þorrann verðum við að halda hjólum efnahagslífsins gangandi eins og kostur er. Kaupum vörur og þjón- ustu hér innanlands. Þegar ég hugleiði þetta þá sakna ég auglýsinganna sem dundu á okkur á ljós- vakamiðlum í sumar þar sem því var haldið að fólki að ef það keypti eitthvað þá myndi það sjálfkrafa leiða til þess að einhver annar hefði líka efni á að leyfa sér eitthvað. Þetta var dæmi um vel heppnaða auglýsinga- herferð af hálfu stjórnvalda og gerði eflaust sitt til að kreppan hér á landi varð ekki jafn djúp í sumar og margir höfðu óttast. Við í Flokki fólksins ætlum ekki að láta okkar eftir liggja, að taka þátt í því sameiginlega verkefni þjóð- arinnar sem nú er fram undan. Það er að sigla þjóð- arskútunni í gegnum þá brimskafla sem bíða okkar næstu mánuði. Við skulum ávallt muna að öll él birtir upp um síðir og við megum aldrei, aldrei, ALDREI gefast upp. Á sama tíma verðum við að hafa hugfast að passa vel upp á og vernda þau okkar sem af ein- hverjum ástæðum standa höllum fæti: börn, atvinnulausa, öryrkja, aldraða og lágtekju- fólk. Ég er sannfærð um að strax eftir að bóluefni finnst gegn veirunni þá muni ís- lenskt samfélag verða fljótt að jafna sig og ná flugi á ný. Þessa dagana er okkur í Flokki fólksins að berast nýr liðsauki. Fólk gengur til liðs við okkur og vill vera með. Tómas Tóm- asson veitingamaður, oftast kenndur við Tommaborgara, er einn þeirra sem nú eru stignir um borð til okkar. Tómas er afar reyndur, bæði úr atvinnulífinu sem og lífsins skóla. Við verðum að fara að gæta betur að þeirri auðlegð sem býr í eldra fólki. Það að hafa lifað, öðlast reynslu gegnum súrt og sætt, glímt við áskoranir, komist frá þeim og haft sig- ur er ómetanlegt. Fólk með slíka reynslu á fullt erindi í stjórnmál. Stjórnmál eiga fyrst og fremst að snúast um líf okkar allra í samfélaginu. Samfélagið erum við, fólkið sjálft, við öll sem eitt. Inga Sæland Pistill Veturinn nálgast Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Laugardalurinn í Reykjavíker besti staðurinn fyrirnýja þjóðarhöll inni-íþrótta. Þetta er nið- urstaða starfshóps sem skipaður var af menntamálaráðherra með aðkomu borgarinnar. Skýrslan hef- ur verið kynnt í ríkisstjórn og borg- arráði. Í starfshópnum sátu Guð- mundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sem var formaður, Óskar Þór Ármannsson og Marta Skúladóttir, mennta- og menningarmálaráðu- neyti, Ómar Einarsson og Sif Gunnarsdóttir, tilnefnd af Reykja- víkurborg, Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og ólympíusambands Ís- lands (ÍSÍ), og Hannes Jónsson, formaður Körfuknattleiks- sambands Íslands (KKÍ). Það er niðurstaða starfshóps- ins að engin mannvirki á Íslandi uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til sérsambanda vegna alþjóðlegrar keppni eða landsleikja í handknatt- leik og körfuknattleik. Til að upp- fylla alþjóðlegar kröfur verði að byggja nýtt mannvirki. Hópurinn skoðaði nokkrar staðsetningar á höfuðborgarsvæð- inu. Auk Laugardals voru það Framsvæðið við Safamýri, Vetrar- mýrin í Garðbæ og Valssvæðið að Hlíðarenda. Þá var rætt um þann möguleika að hafa mannvirkið í út- hverfi. Með staðsetningu utan mið- svæðis borgarinnar voru taldar minni líkur á daglegri nýtingu sem hefði mikil áhrif á rekstrarkostnað sem og nýtingu almennings. Því þótti þessi kostur ekki fýsilegur. Aðgengi umferðar gott Laugardalur er ákjósanlegur fyrir mannvirki af þessari stærð- argráðu, segir í skýrslunni. Að- gengi umferðar sé gott en fyrir- huguð Borgarlína um Suðurlands- braut tengi úthverfi við Laugar- dalinn. Einnig eru svæði fyrir bílastæði sem hægt væri að nýta, en heildarfjöldi bílastæða í Laugar- dal er 1.700. Þá eru í hverfinu þrír grunnskólar sem gætu nýtt mann- virkið að degi til. Knattspyrnu- félagið Þróttur og Glímufélagið Ár- mann eru á svæðinu sem nýta myndu mannvirkið og gæti það leyst húsnæðismál þessara félaga. Nálægð við önnur íþróttamannvirki sé einnig mikill kostur. Þá beri að nefna að með staðsetningu í Laug- ardal gefst möguleiki á að nýta mannvirkið undir almennings- íþróttir og hafa húsið opið að hluta til frjálsrar íþróttaiðkunar fyrir al- menning. Kannaður var möguleiki á samnýtingu við þjóðarleikvang fyr- ir knattspyrnu, sem fyrirhugaður er í Laugardal. Miðað við núver- andi stöðu verkefnisins var ekki talið skynsamlegt að blanda þess- um hugmyndum saman. Starfshópurinn nefnir þrjár mögulegar staðsetningar í Laug- ardal. Um er að ræða svæði vestan við mannvirki Þróttar, lóð sem ligg- ur samhliða Suðurlandsbraut, bæði austan við Laugardalshöll svo og lóð milli Suðurlandsbrautar og Laugardalshallar. Lagt er til að umhverfis- og skipulagssvið borg- arinnar veiti umsögn um bestu staðsetninguna. Menntamálaráðherra og borg- arstjóri hafa óskað eftir því að hóp- urinn starfi áfram og vinni ítarlega rekstrar- og tekjuáætlun fyrir verkefnið. Sérstaklega þurfi að huga að mögulegri samnýtingu, æf- ingum barna og unglinga í hverfinu og notkun skóla, sbr. forgangs- röðun á grundvelli íþróttastefnu borgarinnar. Ný þjóðarhöll rísi í Laugardalnum Morgunblaðið/Eggert Laugardalshöll Ekkert mannvirki á Íslandi uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til sérsambanda vegna alþjóðlegrar keppni eða landsleikja. Starfshópurinn fékk Verkís verk- fræðistofu til að gera úttekt á kostnaði við þjóðarleikvang sem uppfyllir þau skilyrði sem gerð eru til alþjóðlegrar keppni. Við matið var m.a. hafður til hlið- sjónar þjóðarleikvangur í Þránd- heimi í Noregi, sem tekinn var í notkun í janúar 2020 í Evrópu- keppninni í handbolta. Það hús uppfyllir öll skilyrði sem gerð eru og er einnig nýtt sem tónlistar- hús. Húsið í Þrándheimi tekur 8.600 áhorfendur í sæti (3.800 í föst sæti og 5.000 í útdraganleg sæti) og 12.000 áhorfendur á tónleikum (3.800 í sæti og 8.200 standandi). Var niðurstaðan sú að heild- arkostnaður við hús sem tæki 8.600 áhorfendur yrði 8,7 millj- arðar króna. Kostnaður við hús sem tæki 5.000 áhorfendur yrði 7,9 milljarðar. Stærra hús er hlutfallslega ódýrara í byggingu. Kostnaður 8,7 milljarðar STÓR ÞJÓÐARHÖLL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.