Morgunblaðið - 19.09.2020, Side 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020
þekkti þau mið sem hann sigldi
um.
Hann var stórhuga og fékk
hvatningu frá Diddu sinni. Skipin
sem hann stýrði urðu æ öflugri og
saman stofnuðu þau Didda ásamt
öðrum vinahjónum útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtækið Friðþjóf
sem þau ráku af miklum mynd-
arskap og dugnaði í mörg ár.
Missir Árna var mikill og djúp-
stæður þegar Didda lést í árslok
2018. Einstaklega náin sambúð
þeirra varði í yfir 60 ár og ekki að
undra þótt hann fyndi sig hvorki
heilan né hálfan mann eftir þann
missi.
Í öllum sínum verkum var Árni
góð fyrirmynd og lagði gjörva
hönd á að byggja upp gott og heil-
brigt samfélag á Eskifirði. Hann
var gegnheill sjálfstæðismaður.
Trúði á einstaklingsfrelsi og at-
vinnufrelsi með hagsmuni allra
stétta fyrir augum og mannúð
gagnvart þeim sem minna mega
sín.
Hann lifði eftir þeirri lífsstefnu
að frumkvæði og framkvæmda-
þróttur sérhvers manns eigi að fá
notið sín, að menn fái notið ávaxta
verka sinna og sjái tilgang í því að
leggja sig alla fram. Árni hafði
mótaðar skoðanir á því sem hann
taldi skipta máli og það var gaman
að ræða við hann um gamla tíma
sem og lífsins gagn og nauðsynjar.
Því miður verða símtöl okkar ekki
fleiri.
Eskfirska frændsemin er rík og
rótgróin. Árni og pabbi ræktuðu
með sér nána frændsemi og vin-
áttu. Þegar Árni lét smíða sér
stærra skip og þurfti að láta frá
sér happafleyið Sæljón SU 103
fékk hann frænda sinn til að
kaupa skipið vestur í Stykkishólm
þar sem stofnað var til farsællar
útgerðar.
Við andlát Árna frænda koma
upp í hugann minningar um ára-
tuga vináttu þeirra hjóna í minn
garð og fjölskyldu minnar. Hlýjar
móttökur einkenndu ávallt heim-
sóknir okkar á Steinholtsveginn.
Fyrir það er þakkað af heilum
hug.
Börnum Árna, fjölskyldum
þeirra og eftirlifandi systkinum
hans sendi ég hugheilar samúðar-
kveðjur. Guð blessi bjarta minn-
ingu frænda míns Árna Halldórs-
sonar.
Halldór Árnason.
Árni mágur var af kynslóð
skipstjórnarmanna sem komu
fram á sjónarsviðið á árunum
kringum 1960. Þetta voru ungir
menn sem alist höfðu upp við sjó
og á honum. Í Stýrimannaskólan-
um kynntust þeir nýrri tækni sem
gjörbylti síldveiðum: asdikinu,
sem fann torfurnar þótt þær væru
langt undir haffletinum, og kraft-
blökkinni, sem gerði mögulegt að
kasta síldarnótinni beint frá skip-
inu og draga inn með vélarafli.
Næturnar urðu þá stærri og dýpri
og veiðarnar stórjukust. Þessir
aflasælu fiskimenn urðu þjóð-
hetjur, a.m.k. hetjur í sínu byggð-
arlagi. Árni fór kornungur að
stunda sjó á litlum bátum, seinna
varð hann stýrimaður á Víði SU
og að loknu stýrimannsprófi skip-
stjóri á nýjum og vel búnum skip-
um Hraðfrystihúss Eskifjarðar,
hverju af öðru. Síðar gerðist Árni
eigin herra á Sæljóninu. Ásamt
góðum félögum stofnaði hann
fiskvinnsluna Friðþjóf sem þeir
eða öllu heldur þau ráku með
miklum blóma um árabil.
Um tvítugt kynntist Árni
Ragnhildi systur minni, sem fyrir
tilstuðlan örlaganornanna hafði
ráðið sig í kaupavinnu austur á
land. Það leyndi sér ekki að stúlk-
an var ástfangin upp fyrir haus,
enda giftust þau árið eftir að hún
lauk stúdentsprófi og hófu sam-
búð, fyrst í Reykjavík meðan Árni
lauk Stýrimannaskólanum, og síð-
an á ættarslóðum hans á Eskifirði.
Hjónaband þeirra varð langt og
farsælt, en Ragnhildi missti Árni
fyrir tæpum tveimur árum. Hann
var sem vængbrotinn síðan en
hélt þó reisn sinni og var eigin
herra þangað til jörðin togaði
hann til sín og veitti honum þá
áverka sem drógu hann til dauða á
nokkrum dögum.
Árni varð snemma ábyrgur fyr-
ir stórri fjölskyldu og lífi og limum
áhafna á hafinu. Í öllu fasi hans og
framkomu fann maður glöggt til
myndugleika og stjórnsemi sem
hann var gæddur en þó án allrar
háreysti eða fyrirferðar. Ég
ímynda mér að hann hafi sjaldan
þurft að beita sína menn hávaða
eða átölum, enda var hann farsæll
skipstjóri og hélst vel á mann-
skap. Mér þótti alltaf merkilegt
hve vel honum og systur minni
tókst að stýra sínu fleyi í samein-
ingu, því að hún var einnig stjórn-
söm og hafði ákveðnar skoðanir.
Ég held þó að það séu engar ýkjur
að saman hafi þau haldið striki að
einu marki. Afkomendurnir hafa
erft þeirra góðu eiginleika.
Það var fróðlegt að fylgjast
með því hvernig þau Árni og
Ragnhildur og samstarfsmenn
þeirra byggðu upp og ráku Frið-
þjóf. Ég kom þar á vinnudegi.
Eigendur fyrirtækisins sátu ekki
spariklæddir í glerbúrum heldur
gengu til allra verka við hlið ann-
arra starfsmanna, en á meðan sat
Ragnhildur í lítilli herbergis-
kompu heima og sá um alla skrif-
stofuvinnuna.
Árni Halldórsson var eftir-
minnilegur maður, vel lesinn í
eldri íslenskum bókmenntum og
þjóðlegum fræðum. Hann sagði
skemmtilega frá og hafði frá
mörgu að segja, allt frá erfiðum
tilraunum til að bjarga sjómönn-
um í sjávarháska að gamansögum
um fólk og viðburði. Hann hafði
næmt auga fyrir kímilegum ein-
staklingum og skrýtnum atvikum
sem drifið hafði á daga hans.
Harmur er um sinn kveðinn að
afkomendum, frændgarði og vin-
um Árna Halldórssonar, en gott
er að minnast góðs drengs.
Vésteinn Ólason.
Ef ég á einhverjum mikið að
þakka er það Árna Halldórssyni,
skipstjóra og útgerðarmanni.
Hann gaf mér ungum manni tæki-
færið að verða skipstjóri og
gleymi ég aldrei þegar hann
hringdi í mig og spurði mig hvort
ég vildi ekki taka við af honum
sem skipstjóri á Sæljóninu, hann
ætlaði að hætta og fara í land og
starfa við fiskvinnslu í landi. Þetta
var stór og mikil áskorun og var
mér hálfbrugðið, var búinn að
vera stýrimaður í tvö ár á loðnu-
skipi og togara eftir að ég kláraði
Stýrimannaskólann í Reykjavík,
en sá að þarna var stórt tækifæri
sem erfitt var að hafna. Ég varð
þungt hugsi en sagðist koma yfir
til hans á eftir enda stutt að fara
þar sem ég bjó í næsta húsi í kjall-
araíbúð foreldra minna. Það var
tekið vel á móti mér á Steinholts-
vegi 7 eins og venjulega þar sem
ég hitti fyrir þau hjónin Árna og
Diddu. Ég sló til og Árni sagði við
mig að ég gæti alltaf leitað til hans
ef mig vantaði upplýsingar sem ég
að sjálfsögðu nýtti mér óspart.
Árni sagði við mig nokkur orð sem
ég hef haft að leiðarljósi allan
minn skipstjóraferil og það var að
hafa alltaf trú á verkefninu sem ég
væri að fara í, þá gengi það upp.
Það voru forréttindi að vinna hjá
þeim hjónum og meðeigendum
hjá Friðþjófi hf. í þau rúm 6 ár
sem ég var skipstjóri á Sæljóninu.
Ég þekkti Árna vel, hafði búið í
næsta húsi og það var mikill vin-
skapur milli þeirra hjóna og for-
eldra minna og ég bar mikla virð-
ingu fyrir Árna skipstjóra sem
barn og var oft á heimili þeirra og
lék mér við syni hans. Ein af mín-
um fyrstu minningum um Árna er
þegar við Halldór sonur hans
fengum að fara með á Krossanes-
inu á síld út á Rauðatorg, ég 9 ára
og Halldór 8 ára, ég fylgdist með
og horfði á hann kasta nótinni og
ég hugsaði: Mig langar að verða
skipstjóri eins og Árni. Bræður
mömmu voru mjög mikið með
Árna til sjós og allir báru þeir hon-
um söguna vel enda ekki annað
hægt svo vandaður og áræðinn
aflamaður sem hann var, það er
engin tilviljun að Árni náði í þrjú
ný skip fyrir Hraðfrystihús Eski-
fjarðar erlendis, Hólmanes og
Vattarnes til Noregs og Krossa-
nes til Austur-Þýskalands. Vin-
skapur okkar Árna hélst alla tíð
og hittumst við reglulega og
spjölluðum um fiskveiðar og
margt fleira enda fylgdist Árni vel
með. Nú ert þú elsku vinur róinn á
ný og óþekkt mið og vonandi hittir
þú Diddu þína þar, sem þú sakn-
aðir svo mikið.
Elsku vinir og fyrrverandi ná-
grannar, Kristín, Halldór, Björn,
Sigrún, Guðmundur, Auður og af-
komendur.
Votta ykkur öllum mína dýpstu
samúð.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Grétar Rögnvarsson.
Árni Halldórsson, vinur minn
og fyrrum starfsfélagi í hartnær
fjörutíu ár, hefur nú leyst land-
festar í hinsta sinn, en hann lést að
morgni 9. sept. Samstarf okkar
hófst haustið 1964 þegar við fór-
um að sækja nýtt 250 t. fjölveiði-
skip til Austur-Þýskalands,
Krossanes SU 320, fyrir Hrað-
frystihús Eskifjarðar, var þetta
þriðja nýsmíðin sem hann tók við
fyrir það fyrirtæki hin voru
Hólmanes og Vattarnes. Áður
hafði hann verið á ýmsum bátum,
þar á meðal Víði SU þar sem hann
var stýrimaður. Rétt fyrir jólin
komum við heim með Krossanesið
og vorum við saman á því til ársins
1968 en þá lauk sjómennsku okkar
í þágu Hraðfrystihúss Eskifjarðar
og við stofnuðum eigið fyrirtæki,
Friðþjóf hf., með Kristni Karls-
syni, Unnari Björgólfssyni og eig-
inkonum okkar. Jafnframt var
ráðist í kaup á 64 t. trébát frá
Hafnarfirði, Sæljóni SU103, og
hann sóttur um vorið 1968.
Ekki fór útgerðin vel af stað,
því að þegar við ætluðum að fara
að sigla af stað heim, nýbúnir að
sleppa landfestum, þá hrundi gír-
inn við vélina, sem kostaði hálfs
mánaðar töf meðan beðið var eftir
varahlutum. Bjuggum við í bátn-
um og notuðum tímann til að mála
og þrífa. Fengum varahlutina og
allt komst í lag og við héldum
heim. Þennan bát gerðum við út í
4 ár. Farið var á vetrarvertíð til
Hornafjarðar og Vestmannaeyja í
janúar og komið heim í byrjun
maí, ansi langt úthald. Við nutum
þess að hafa alla tíð á góðum
mannskap að skipa. Átti Árni
ótrúlega auðvelt með að ráða dug-
lega stráka um borð. Árið 1972
var Sæljónið selt og við keyptum
stærri bát og fékk hann nafnið
Friðþjófur, hann áttum við í rúm 2
ár, en þá var hafin smíði á 150 t.
bát á Akureyri, Sæljóni SU 104,
sem við fengum árið 1974. Þessi
bátur reyndist í alla staði mjög
vel. Í um tvo áratugi var hann í
eigu fyrirtækisins og alfarið gerð-
ur út frá Eskifirði. Allan afla verk-
uðum við enda komnir með fisk-
verkun bæði fyrir bolfisk og síld.
Árni var með Sæljónið til ársins
1981, þá hætti hann á sjónum og
fór að starfa við fyrirtækið í landi.
Hann aflaði sér matsmannsrétt-
inda og sá um að gæðameta salt-
fisk, skreið og síld. Þessum störf-
um sinnti hann af mikilli
kostgæfni enda vandvirkur og
kappsamur við allt sem hann
gerði. Árni var mikill mannþekkj-
ari, til marks um það má geta þess
að þegar kom að því að ráða eft-
irmann hans á Sæljónið, réð hann
ungan og efnilegan strák, Grétar
Rögnvarsson, þá 24 ára, sem var
alls óvanur slíkum veiðum sem
fyrirtækið stóð að, en hann var
fljótur að ná tökum á þessu með
dyggri aðstoð frænda síns Páls
Helgasonar vélstjóra. Þegar Grét-
ar hætti árið 1988 réð Árni annan
ungan mann og að sama skapi
óreyndan, Ómar Sigurðsson. Eru
báðir þessir ágætu menn nú með
fengsælustu skipstjórum og
stjórnendur stórra uppsjávar-
skipa. Sýnir þetta betur en annað
hversu mikill mannþekkjari hann
var. Árið 1997 var útgerð Frið-
þjófs hf. hætt. Samstarf okkar
Árna í gegnum árin var alltaf gott.
Við vorum ef til vill ekki sammála
um allt, en gengum ávallt sáttir
frá borði. Kæri vinur, takk fyrir
samstarfið og vináttuna í gegnum
árin. Ég votta börnum hans og
öðrum ættingjum innilega samúð.
Bjarni Stefánsson.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Sálm. 16.1-2
biblian.is
Varðveit mig, Guð,
því að hjá þér leita
ég hælis. Ég segi
við Drottin: „Þú ert
Drottinn minn, ég
á engin gæði nema
þig.”
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýju
við andlát elsku móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
KRISTÍNAR L. VALDEMARSDÓTTUR,
Sléttuvegi 11,
áður Hrauntungu 22,
Kópavogi,
sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 6. ágúst.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks Báruhrauns í Hafnarfirði fyrir
einstaka umhyggju.
Kærleikskveðja,
Frosti Bergsson Halldóra M. Mathiesen
Valdimar Bergsson Helga M. Geirsdóttir
Anna Rós Bergsdóttir Haraldur Guðfinnsson
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR ÖNNU GUÐJÓNSDÓTTUR,
Álfaskeiði 58, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á
Hjúkrunarheimilinu Sólvangi.
Guðjón Þorkelsson Sesselja G. Sigurðardóttir
Magnús Þorkelsson Guðrún Ásmundsdóttir
Íris Þorkelsdóttir Friðrik Guðjónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku faðir minn, afi, tengdafaðir og bróðir,
JÓHANN GUÐJÓNSSON
líffræðingur og kennari við
Flensborgarskólann,
lést mánudaginn 14. september.
Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 25. september klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja umhverfis- og
náttúruverndarsamtök að eigin vali.
Guðrún Eva Jóhannsdóttir Jón Trausti Guðjónsson
Jóhanna Eldey Óskarsdóttir Gunnsteinn Guðjónsson
Daníel Orri Óskarsson Anna Kristín Guðjónsdóttir
Óskar Pétur Einarsson Magnús Guðjónsson
Ingvar Guðjónsson
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi,
ÞÓRÐUR SIGURÐSSON,
fyrrv. yfirlögregluþjónn,
Böðvarsgötu 11, Borgarnesi,
lést föstudaginn 4. september í Brákarhlíð í
Borgarnesi. Útför hans fer fram frá
Borgarneskirkju laugardaginn 26. september klukkan 13.
Henni verður einnig streymt á www.kvikborg.is.
Þökkum auðsýnda samúð, vináttu og hlýju.
Guðlaugur Þór Þórðarson Ágústa Johnson
Þórður Ársæll
Sonja Dís
Anna Ýr
Rafn Franklín
Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða
þriðjudaginn 8. september.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju
þriðjudaginn 22. september klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju,
www.akraneskirkja.is.
Guðmundína Hallgrímsdóttir Matthías Pálsson
Ólafur Hallgrímsson Bryndís Bragadóttir
Hörður Hallgrímsson Geirlaug Jóna Rafnsdóttir
og fjölskyldur