Morgunblaðið - 19.09.2020, Page 48

Morgunblaðið - 19.09.2020, Page 48
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Listakonan Þórey Eyþórsdóttir opnar listasýningu á eigin verkum í Gallerí Vest á Hagamel 67 í Reykja- vík klukkan 15 í dag. „Ég hef lifað fjölbreyttu lífi, er með fjölbreytta menntun, lærði meðal annars textíl fyrir áratugum og hérna má sjá vefnað, útsaum og málverk frá löngum ferli,“ segir hún. Þórey útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskólanum 1965 og segist öðru hverju hafa unnið við vefnað, þótt hún hafi unnið fyrir sér sem tal- meina-, uppeldis- og sálfræðingur. „Mitt aðalstarf hefur verið að fá fólk til þess að lifna við og tala við mig. Vefnaðurinn hefur alltaf átt ítök í mér og ég hef haldið mig við skap- andi störf í frítímanum, sérstaklega eftir að ég fór að minnka við mig vinnu.“ Þegar þau hjónin Þórey og Krist- ján Baldursson tæknifræðingur fluttu heim frá Noregi 2014, eftir að hafa búið þar í um 20 ár, keyptu þau húsnæði, þar sem áður var bakarí, og breyttu í Gallerí Vest. „Hérna er ég með fína vinnustofu, tvo vefstóla og frábæran sýningarsal og ákvað að sýna verk eftir mig.“ Þórey segist samt ekki hafa sinnt listinni vel að undanförnu því hún hafi þurft að fara í liðskiptaaðgerð á mjöðm í nóv- ember í fyrra. „Eftir að hafa beðið í 16 mánuði eftir að komast í aðgerð gafst maðurinn minn upp, þoldi ekki að horfa á mig kveljast svona, og við borguðum mikla peninga til að kom- ast að hjá Klíníkinni í Ármúla.“ Stöðugt að breyta til Þórey leggur áherslu á að lífið sé skemmtilegt og sýningin taki mið af því. „Mér finnst gaman að lifa og finn mér alltaf eitthvað að gera,“ segir hún. Bætir við að hún saumi, máli og vefi jöfnum höndum. „Ég elska að breyta til enda hef ég lifað þannig lífi, stöðugt verið að taka að mér verkefni í Noregi, kynnst nýju fólki og nýju umhverfi. Ég þakka guði fyrir að hafa fengið að upplifa þetta allt saman.“ Gleðin leynir sér ekki hjá Þóreyju en smá fát kemur á hana og hún verður alvarleg þegar spurt er hvað hún hafi haldið margar sýningar. „Ég er ekki góð í að halda því sam- an,“ segir hún. Blaðar í bæklingum og sér að hún hefur sýnt víða, meðal annars í Danmörku og Noregi. „Fyrir mörgum árum fannst mér ekkert við að vera á Akureyri og stofnaði ásamt listafólki á Norður- landi félagið Nytjalist. Upp úr því fékk ég fyrst allra inngöngu í Gilið og þar rak ég Galleríið AllraHanda í nokkur ár.“ Ekkert nafn er á sýningunni. „Ég hef ekkert hugsað út í það,“ segir Þórey. „Þetta er svo sem dæmigert fyrir mig. Ég veð úr einu í annað og nú er ég að halda sýningu með góð- um stuðningi frá manninum mínum. Hann er ekki í listinni, en mamma hans var vefnaðarkennari og kenndi í húsmæðraskóla eins og ég. Honum finnst gaman þegar mér dettur eitt- hvað í hug og ég nýt góðs af því.“ Þórey segist vera alsæl með vinnustofuna og salinn. „Hérna er ég í mínu ríki og þótt allt sé í drasli nýt ég þess að vera hérna. Ég fylgi eng- um stefnum heldur geri það sem kemur upp í hugann hverju sinni.“ Sýningin endurspegl- ar skemmtilegt líf Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í Gallerí Vest Þórey Eyþórsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í dag.  Þórey Eyþórsdóttir sýnir vefnað, útsaum og myndlist Í vinnustofunni Þórey Eyþórsdóttir er hugmyndarík og stöðugt að. Smáralind | Kringlunni | Spönginni | Reykjanesbæ | Akranesi Sími 511 2022 | dyrabaer.is Hæ sæti – hvað vilt þú borða! ÚTSÖLUSTAÐIR: Byko, Selfoss – Garðheimar Heimkaup – Dýrabær Bragðgott, holltog næringarríkt Myndlistarmaðurinn Guðrún Einarsdóttir opnar sýn- ingu í Vitavarðarhúsinu í Gróttu á Seltjarnarnesi í dag. Sýnir Guðrún, sem er meðal kunnustu myndlistar- manna sinnar kynslóðar, þar ný og nýleg olíumálverk auk hluta. Sýningin verður opin nú næstu viku og svo 3. til 10. október. Gestir þurfa að kynna sér síðdegis- flóðatöflu fyrir Gróttu til að komast þangað út og til baka og er sýningin opin í samræmi við það. Í dag er sýningin opin kl. 11 til 16 og á morgun, sunnudag, kl. 12 til 17. Guðrún Einarsdóttir sýnir olíu- málverk í vitavarðarhúsinu í Gróttu LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 263. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Mál hlauparans Caster Semenya er eitt það áhugaverð- asta sem komið hefur upp í íþróttaheiminum á síðustu árum. En um leið er það eitt hið leiðinlegasta. Á tímum þegar barist hefur verið fyrir því að afreksíþróttafólk taki ekki lyf sem hafa áhrif á frammistöðu stendur tvö- faldur ólympíumeistari í 800 metra hlaupi kvenna frammi fyrir því að þurfa að taka inn lyf til að fá að keppa áfram í greininni. »41 Þarf að taka lyf til að fá að keppa áfram í sinni grein ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.