Morgunblaðið - 28.09.2020, Síða 12
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Íslenska sprotafyrirtækið Disact
vinnur að þróun sótthreinsibúnaðar
og handhreinsifroðu sem gætu m.a.
hjálpað í báráttunni gegn kórónu-
veirunni en einnig aukið hreinlæti
almennt og þannig dregið úr út-
breiðslu sjúkdóma af ýmsu tagi.
Disact er systurfélag D-Tech sem
fjallað var um í sérblaði um sjávar-
útveg sem Morgunblaðið gaf út í
sumar. D-Tech framleiðir hreinsi-
kerfi fyrir mat-
vælaiðnað og
byggist lausnin á
því að fylla
vinnslurými af
fíngerðri þurr-
þoku sem kemst í
snertingu við alla
yfirborðsfleti.
Þokan inniheldur
m.a. fjórgild
ammoníumsam-
bönd sem eyða örverum og veirum
en úðinn úr kerfi D-Tech og Disact
er svo fíngerður að raki safnast
hvergi upp og má t.d. nota lausnina í
skrifstofum þar sem geymdir eru
pappírar, snjallsímar, tölvur og ann-
ar rafbúnaður. Hreinsiefnið veldur
ekki tæringu eða öðrum skemmdum
á yfirborðsflötum, ertir ekki og skil-
ur hvorki eftir sig bragð né lykt.
Einar Mäntylä er framkvæmda-
stjóri Disact í hálfu starfi en hann er
einnig framkvæmdastjóri Auðnu
tæknitorgs sem sinnir tækni- og
þekkingaryfirfærslu fyrir íslenska
háskóla og rannsóknastofnanir.
„Hjá Disact er byggt á þeirri tækni
sem D-Tech hefur þróað um árabil.
Á meðan D-Tech leggur ofuráherslu
á matvælaiðnaðinn leitast Disact við
að bjóða upp á lausnir sem henta
víðar í samfélaginu, s.s. í heilbrigðis-
og umönnunargeira, í skólum, lík-
amsræktarstöðvum og á skrif-
stofum,“ útskýrir Einar og bætir við
að því stærra og flóknara rými sem
þurfi að sótthreinsa, því meira gagn
geri sótthreinsandi þokukerfi Dis-
act.
Sótthreinsar öll rými
Félagið hlaut nýlega styrk frá
tækniþróunarsjóði til að hanna fær-
anlegt tæki sem nota má til að dreifa
sótthreinsandi mistri í nánast hvaða
rými sem er. „Með þessari útfærslu
er t.d. hægt að sótthreinsa kennslu-
stofur eða skrifstofurými með skil-
virkum hætti án þess að koma fyrir
föstum búnaði og þurfa að leggja
leiðslur um rýmið.“
Einar nefnir sem dæmi að fær-
anlegt sótthreinsitæki gæti hentað
til að hreinsa allar stofur og sali í
stórum skóla, eða sótthreinsa her-
bergi á hóteli á milli gesta. Frum-
gerð tækisins er á stærð við inn-
kaupakerru og gætu t.d. ræstinga-
fyrirtæki eða stofnanir nýtt sama
færanlega tækið á mörgum stöðum.
„Þessa sömu tækni má líka útfæra
með því að búa til n.k. sótthreins-
unargöng sem mæti koma fyrir við
farangursbelti flugstöðva eða nýta í
stórmörkuðum til að hreinsa inn-
kaupakerrur.“
Formúlan í hreinsiefni Disact hef-
ur þann eiginleika að mynda ósýni-
lega yfirborðsfilmu sem veitir lang-
varandi virkni gegn sýklum og
veirum. „Eftir að rými hefur verið
þokuhreinsað í nokkur skipti mynd-
ast þessi viðbótarvernd og dregur
enn frekar úr líkunum á því að smit
berist á milli fólks sem fer um rým-
ið,“ útskýrir Einar. „Þetta er sérlega
mikilvægur eiginleiki í ljósi yfir-
standandi heimsfaraldurs þar sem
vitað er að kórónuveiran getur hald-
ist virk og smitandi á yfirborði dög-
um saman.“
Þá segir Einar að mörg sótt-
hreinsandi efni, einkum þau sem
innihalda alkóhól, nýtist misvel til
reglubundinnar notkunar. Þau henti
ekki fyrir þokukerfi heldur kalli á að
manneskja strjúki yfir það sem þarf
að hreinsa og efnin skemmi suma
fleti. „Víða er starfsfólk sjúkrahúsa,
heilsugæslu-, líkamsræktar- og end-
urhæfingarstöðva að uppgötva að
hreinsiefnin sem verið er að nota til
að lágmarka smithættu skemma þá
bekki og tæki sem búið er að fjár-
festa í. Alkóhól veldur því t.d. að
gúmmí harðnar, þornar og sprungur
myndast á yfirborði þess. Disact-
efnin skemma ekki út frá sér og geta
því sparað fyrirtækjum og stofnun-
um kostnað við viðhald og endurnýj-
un hvers kyns búnaðar.“
Verndandi himna á höndum
Handhreinsifroðan frá Disact
byggist á sömu virku efnum og not-
uð eru í þokuhreinsikerfinu og bind-
ur Einar miklar vonir við vöruna,
sem fengið hefur nafnið Liquid
Glove. „Sótthreinsispritt hefur þann
ókost að þurrka húðina og getur
skemmt og blettað gólfefni þar sem
brúsum er komið fyrir og dropar
falla á gólfið þegar fólk skammtar
sér í lófann. Þá virkar sprittið aðeins
á meðan það er blautt, en froðan
okkar myndar verndandi filmu sem
heldur áfram að vinna á överunum,“
segir Einar en frá því hann kom til
liðs við Disact hefur hann lagt mikla
áherslu á að sannreyna virkni vör-
unnar og hefur hver tilraunin á fæt-
ur annarri sýnt fram á mikla sótt-
hreinsivirkni – þar á meðal gegn
kórónuveiru. „Það er ábyrgðarhluti
að selja vöru af þessu tagi, mikil-
vægt að geta byggt á vönduðum vís-
indalegum grunni og selja kaupend-
um ekki snákaolíu í heimsfaraldri.“
Hann lýsir því þannig að Disact
hafi hrokkið í gang í kjölfar niður-
staðna frá erlendri veirufræðirann-
sóknastofu sem sýndi ótvíræða
virkni vörunnar gegn SARS-CoV-2:
„Þetta er svar við samfélagslegri
áskorun: efnin hafa æskilega og
mikla virkni og þokutæknin hefur
sannað sig. Við höfum styrkt teymið
undanfarið og erum að aðlaga
tæknina svo hún nýtist sem víðast í
baráttunni við kórónuveiruna.“
Komandi mánuðir munu fara í að
afla frekari gagna og ljúka þróun
frumgerðar færanlegs hreinsibúnað-
ar. Heyra má á Einari að aðstand-
endur Disact fara sér að engu óðs-
lega og markið sett á að byggja upp
stöndugt íslenskt fyrirtæki með við-
skiptavini um allan heim. „Við þurf-
um að geta miðlað réttum upplýs-
ingum, og hafa bæði belti og
axlabönd á öllu sem við gerum. Um
leið áttum við okkur á því að þörfin
fyrir lausnir af þessu tagi er brýn, og
þótt við séum ennþá smátt fyrirtæki
þá hafa áhugasamir aðilar haft sam-
band að utan. Við getum ekki sagt
þeim annað en að sýna okkur bið-
lund, því við ráðumst ekki í fjölda-
framleiðslu fyrr en varan er alveg
tilbúin,“ útskýrir Einar og bætir við
að kórónuveirufaraldurinn hafi rask-
að aðfangakeðjum hjá Disact eins og
hjá öðrum, og hægt á starfinu. „Við
rákum okkur t.d. á það að skortur
var á brúsum undir handhreinsifroð-
una, svo við höfum líka þurft að sýna
þolinmæði. Ný sending af Liquid
Glove er núna á leiðinni til landsins.“
Nýta íslenskt hugvit gegn veirunni
AFP
Varnir Víða eru fyrirtæki og stofnanir að lenda í því að hreinsiefni valda
skemmdum á plastflötum og gólfefnum. Frá líkamsræktarstöð í Bógóta.
Hreinsefni og -búnaður Disact gæti bætt og einfaldað sótthreinsun víða Nota fjórgild ammóníumsam-
bönd sem hvorki erta né æta en mynda ósýnilega og sótthreinsandi yfirborðsfilmu með langvarandi virkni
Einar
Mäntylä
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2020
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
í Katar hafi veitt flugfélaginu neyð-
arlán þegar ljóst varð að tap af
flugrekstrinum væri meira en sem
næmi 50% af hlutafé. Láninu var
síðar breytt í nýtt hlutafé.
Ljóst var strax í mars að flug-
félagið hygðist biðja stjórnvöld um
stuðning en ekki var ljóstrað upp
um upphæðina fyrr en nú. Ekki
liggur fyrir hvort flugfélagið hefur
þegið frekari stuðning frá því í vor.
Til samanburðar féllust þýsk
stjórnvöld á að veita Lufthansa sex
milljarða evra björgunarpakka í
sumar en stjórnvöld í Frakklandi
og Hollandi veittu Air France-KLM
stuðning að upphæð samtals 10,4
milljarðar evra. Þá fékk Emirates
tveggja milljarða dala aðstoð frá
stjórnvöldum í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum í lok ágúst.
ai@mbl.is
Flugfélagið Qatar Airways greindi
frá því á sunnudag að ríkisstjórn
Katar hefð styrkt félagið um 1,95
milljarða dala á rekstraraárinu sem
lauk 31. mars síðastliðinn. Ríkis-
flugfélag smáríkisins auðuga við
Persaflóa hefur yfir að ráða 237
flugvélum og flýgur til 172 áfanga-
staða auk þess að reka alþjóða-
flugvöllinn í höfuðborginni Doha.
Reuters greinir frá að stjórnvöld
Qatar Airways fékk meðgjöf í mars
Stjórnvöld í Katar beindu nærri tveimur milljörðum dala til flugfélagsins
AFP
28. september 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 139.08
Sterlingspund 177.13
Kanadadalur 103.97
Dönsk króna 21.728
Norsk króna 14.515
Sænsk króna 15.221
Svissn. franki 149.84
Japanskt jen 1.3182
SDR 195.22
Evra 161.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 190.7211
Hrávöruverð
Gull 1870.05 ($/únsa)
Ál 1697.0 ($/tonn) LME
Hráolía 41.85 ($/fatið) Brent