Morgunblaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020 Sjáum um allar merkingar Höfðabakka 9, 110 Rvk | www.runehf.is Gísli, sölu- og markaðsstjóri vinnufatnaðar Sími 766 5555 | gisli@run.is ÖRYGGIS- SKÓR VANDAÐUR VINNUFATNAÐUR 6424 6202 55505536 3307 3407 SAFE & SMART monitor sveitarfélaganna og áhrifum samein- ingar fyrir íbúum. Það verður gert á rafrænum fundum síðar í mánuðin- um. Að því búnu verður gerð könnun á afstöðu íbúa og síðan þurfa sveit- arstjórnirnar að ákveða, hver fyrir sig, hvort þær vilji taka þátt í form- legum sameiningarviðræðum. Kem- ur þar til greina að þær ræði allar Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ef þær viðræður og kannanir á sam- einingu sveitarfélaga sem nú eru í gangi leiða til sameiningar mun sveitarfélögum í landinu fækka úr 69 í um 60 fram til næstu kosninga. Við nýafstaðna sameiningu á Austur- landi fækkaði sveitarfélögum um þrjú og þeim gæti því fækkað um 12 á kjörtímabilinu. Formlegar viðræður eru aðeins á einum stað, um sameiningu Skútu- staðahrepps og Þingeyjarsveitar. Þeim hefur aðeins seinkað vegna kórónuveirufaraldursins en stefnt er að íbúakosningu um tillögu að sam- einingu í júní á næsta ári. Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri í Mývatnssveit, segir að mikil óvissa sé í fjármálum allra sveitarfélaga, ekki síst hjá sveitarfélögum sem hafa reitt sig á innkomu vegna ferða- þjónustu. Búast megi við að það hafi áhrif á málefnagrundvöll sameining- ar. „Hjá báðum sveitarstjórnum er sterkur vilji til að fjárfesta í góðum verkefnum sem koma samfélaginu áfram til framtíðar,“ segir Sveinn. Enn verið að ræða málin Sameiningarnefnd Blönduósbæj- ar, Húnavatnshrepps, Skagabyggð- ar og Sveitarfélagsins Skagastrand- ar hefur samþykkt að leggja til við sveitarstjórnir að þau hefji formleg- ar sameiningarviðræður sem endi með íbúakosningu í júní á næsta ári. Kom þetta fram í frétt í Morgun- blaðinu í vikunni. Ekki er að sjá á fundargerðum að erindið hafi verið afgreitt. Fimm sveitarfélög í Rangárvalla- sýslu og Vestur-Skaftafellssýslu eru enn að undirbúa kynningu á stöðu saman eða skiptist upp í tvo hópa. Líkur eru taldar á að vilji sé til að láta reyna á heildarsameiningu. Verði ákveðið að fara í formlegar sameiningarviðræður verður sam- einingartillaga lögð fyrir íbúa að vori eða hausti 2021. RR ráðgjöf, sem unnið hefur með flestum sameiningarnefndum síð- ustu ár, vinnur einnig að valkosta- greiningu fyrir nokkur sveitarfélög. Dalabyggð og Kjósarhreppur eru að kanna í hvaða átt er best að leita samstarfsaðila. Þá eru Svalbarðs- strandarhreppur og Eyjafjarðar- sveit að kanna landið og möguleika til sameiningar sveitarfélaga á svæð- inu. Viðræður og athuganir á sameiningu sveitarfélaga Valkostagreining Könnunarviðræður Formlegar viðræður Sameiningu lokið KÖNNUNARVIÐRÆÐUR Austur-Húnavatnssýsla Íbúafjöldi Blönduósbær 938 Sveitarfélagið Skagaströnd 473 Skagabyggð 90 Húnavatnshreppur 371 1.872 SAMEININGU LOKIÐ Austurland Íbúafjöldi Seyðisfjarðar- kaupstaður 680 Fljótsdalshérað 3.619 Borgar- fjarðarhreppur 122 Djúpavogs- hreppur 501 Múlaþing 4.922 KÖNNUNARVIÐRÆÐUR Suðurland Íbúafjöldi Mýrdalshreppur 719 Skaftárhreppur 627 Ásahreppur 251 Rangárþing eystra 1.961 Rangárþing ytra 1.682 5.240 VALKOSTAGREINING Eyjafjörður Íbúafjöldi Eyjafjarðarsveit 1.077 Svalbarðsstrandarhreppur 483 1.560 VALKOSTAGREINING Vesturland Íbúafjöldi Dalabyggð 639 VALKOSTAGREINING Höfuðborgarsvæðið Íbúafjöldi Kjósarhreppur 245 FORMLEGAR VIÐRÆÐUR Þingeyjarsýsla Íbúafjöldi Skútustaðahreppur 507 Þingeyjarsveit 862 1.369 Dalabyggð Kjósarhreppur Blönduósbær Eyjafjarðar- sveit Skagabyggð Húnavatns- hreppur Mýrdals- hreppur Skaftár- hreppur Ásahreppur Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Sveitarfélagið Skagaströnd Svalbarðs-strandarhreppur Þingeyjar- sveit Skútustaða- hreppur Fljótsdalshérað Djúpavogshreppur Seyðisfjarðar- kaupstaður Borgar- fjarðar- hreppur Sveitarfélög- um gæti fækk- að um tólf  Stefnt er að kosningum um samein- ingu á tveimur svæðum í júnímánuði  Fjárhagslegir hvatar til sameiningar Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórnendur í Fjallabyggð eru ekki ánægðir með efni bréfs Vegagerðar- innar þar sem kröfum slökkviliðs- stjórans um úrbætur í brunavörnum og öryggismálum í jarðgöngum í sveitarfélaginu er svarað. Elías Pét- ursson bæjarstjóri saknar þess að í bréfi Vegagerðarinnar komi ekki fram tímasett áætlun um úrbætur. Ármann Gunnarsson slökkviliðs- stjóri lítur á svar Vegagerðarinnar sem tilraun til að draga málið á lang- inn. Klæðning kostar milljarð Í svarbréfi Vegagerðarinnar kem- ur fram að öll göng á Tröllaskaga séu gerð með hliðsjón af gildandi norsk- um staðli á þeim tíma sem göngin voru hönnuð en ekki sé miðað við að staðlarnir gildi afturvirkt. Eigi að síður kemur fram að þörf er á ýms- um úrbótum og er talið æskilegt að aðilar komi sér saman um forgangs- röð þeirra. Fram kemur að Vegagerðin telur mesta þörf á endurbótum á Múla- göngum sem eru 30 ára gömul. Þau voru klædd með óvarinni skum- klæðningu sem mun vera úr plast- efni. Auk brunahættu sem það skap- ar er klæðningin léleg og mikið skemmd og lekur víða. Ekki sé hægt að sprauta steypu utan á hana nema skipta um klæðningu um leið. Lag- færing á klæðningu myndi kosta einn til einn og hálfan milljarð og velta sérfræðingar Vegagerðarinanr því fyrir sér hvort slík aðgerð sé for- svaranleg með tilliti til kostnaðar og áhrifa þess á mögulega breikkun ganganna síðar. Þeir benda á þá leið að klæða göngin með dúk. Sú lausn gæti einnig hentað Strákagöngum sem eru einbreið eins og Múlagöng en enn þrengri. Tekið er fram að sér- staka fjárveitingu þurfi á vegaáætl- un fyrir heildarendurnýjun klæðn- inga. Slökkviliðsstjórinn gerði einnig athugasemdir við fjarskipti í göng- unum. Ármann segir að Múlagöngin séu hræðileg. Ekki náist útvarp í þessum einbreiðu göngum og ekki hægt að láta ökumenn vita ef óhapp verður inni í þeim með þeim afleið- ingum að menn aki áfram inn þangað til göngin fyllast. Vegagerðin bendir á að í Múla- og Héðinsfjarðargöngum séu neyðar- símar og Tetra- og GSM-samband. Þess er getið í bréfi Vegagerðarinn- ar að á síðasta ári hafi Vegagerðin komið upp stjórnstöð sem getur tal- að inn í útvarp ökumanna. Nú sé unnið að áætlun um að koma upp út- varpssendingum í öllum göngum nema Strákagöngum. Vegagerðin telur að fullnægjandi leiðar- og rýmingarlýsing sé í Múla- göngum. Rýmingarlýsing í Héðins- fjarðargöngum sem eru aðeins 10 ára gömul sé hins vegar úrelt og hef- ur Vegagerðin hug á að koma upp rýmingarlýsingu eins og notuð er í nýjustu göngum, það er LED-ljós með 25 metra millibili beggja vegna akstursbrautar. Tvær úttektir gerðar Elías bæjarstjóri telur að skyn- samlegast sé að uppfæra Múlagöng til nútímans og gera vegskála Eyja- fjarðarmegin til að draga úr hættu vegna snjóflóða. Þetta sé kostnaðar- söm framkvæmd og á meðan beðið sé eftir henni þurfi öryggi í göng- unum að vera í lagi. Ármann slökkviliðsstjóri vonast til að kröfur um úrbætur á jarðgöngum í sveitarfélaginu styrkist eftir út- tektir sem Samgöngustofa og Mann- virkjastofnun gerðu á göngunum fyrir skömmu. Vonast hann til að skýrslur um niðurstöðu úttektarinn- ar berist fljótlega og það leiði til úr- bóta. Múlagöng verði upp- færð til nútímans  Þörf talin á end- urbótum á göngum á Tröllaskaga Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Múlagöng Göngin eru einbreið og ekki þarf mikið til að þau stíflist. Þá eru plastklæðningar á veggjum og í lofti hættulegar ef eldur verður laus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.